Morgunblaðið - 05.09.1968, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 05.09.1968, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER 1968 „SÝf iDU 0G S EGC >U ÖLLUM h IEIMI..." „1 Lenin, , vaknaðu! Breshnev er oriinn ær" 5. grein Magnúsar Sigurðssonar blaðamanns frá Prag Við þetta kom fát á marga. Svo virtist sem allir vissu, hvað þetta þýddi. Fólkið tók að hörfa upp að húsveggjun- um, inn í hliðargöturnar og ekki hvað sízt niður Wenses- lasstrætið að Narodni Trida (Þjóðargötunni). Tékkneskar lögreglubifreið- ar komu á vettvang og í gegn um hvella hátalara þeirra var farið a'ð skora á fólk að halda burt, ella yrði ekki komizt hjá skelfilegu blóðbaði. Strætið tæmdist smám saman af fólki og við allar þvergötur inn á það mynduðu hópar sjálfboða- liða röð, sem lokaði strætinu þannig að enginn komst inn í það. Ekkert er unnt að segja með vissu um, hva'ð kynni að hafa igerzt, ef útifundurinn hefði fengið að fara þarna fram. Að líkindum hefði þarna átt sér stað ógnarlegra blóðbað en hægt er að gera sér í hugar- lund. Svo var að sjá, sem rúss nesku hermennirnir hefðu ver ið búnir að fá fyrirmæli um að búa sig undir að skjóta á fólkið, en fleiri þúsundir höfðu verið saman komnir þarna á strætinu. Þennan dag höfðu hernáms- yfirvöldin gefið út tilkynningu um, að eftirleiðis skyldi ríkja útgöngubann frá kl, 10 að kvöldi til kl. 5 að morgni. Raunar mátti segja, að útgöngu bannið gengi í gildi, þegar dimmdi um kl. 8, því að reynsl an sýndi, að rússnesku her- mennirnir voru enn skotglað- ari á kvöldin en á daginn og þótti víst flestum þá nóg um. Þó var jafnan nokkur mann- fjöldi á kvöldin á Wenseslas- stræti í hjarta borgarinnar, en þess gættu allir, sem beinlínis vildu ekki leika sér að dauð- anum a'ð vera komnir inn fyr- ir útgöngubann. Það þýddi dauðann að brjóta útgöngu- bannið og varð ég sjálfur vitni að því. Kvöld eitt sat ég uppi á her bergi mínu og var að reyna að ná útvarpsfréttum frá Vest ur-Þýzkalandi. Ég hafði slökkt í herberginu, stóð við glugg- ann og hafði dregið glugga- tjaldið frá. Ég varð mjög undr andi, þegar ég sá tvær mann- eskjur, ungan mann og konu, koma gangandi eftir gangstétt inni andspænis. Þau námu sta'ð ar örstutta stund og gengu síð an á ská yfir götuna fyrir hornið á hótelinu, þar sem ég bjó. Ég velti því fyrir mér, hvers konar fólk þetta væri, og datt helzt í hug, að þetta væru „kolloboranty", þ.e. fólk, sem gengið hefði til samstarfs við hernámsliðið, því að það var komið langt fram yfir út- göngubann og þvergatan, sem þau gengu inn á, var krökk af rússneakum skriðdrekum bæði neðan til og eins fyrir ofan, þar sem gatan hélt á- fram. Máðurinn og kotan hurfu fyrir hornið. Síðan liðu fáein- ar sekúndur, en þá heyrðust hróp ög köll, sem köfnuðu í ofboðslegri skothríð. Skothríð- inni lauk og nokkrir rússnesk- upp á gangstéttina á horninu. Ég gat aðeins séð ofan á fram hluta bifrei’ðarinnar, þar sem stór rauður kross var málaður fremst á þakið. Eftir örstutta stund þaut bifreiðin af stað með miklum hraða. Ég flýtti mér niður í mót- tökusal hótelsins til þess að fá að vita, hvað gerzt hafði. Þeg- ar þangað kom sat máður ná- bleikur í framan við afgreiðslu borðið, greinilega mjög skelfd ur. Annar kom beint í flasið á mér og skipaði mér mjög æstur að fara tafarlaust upp aftur. Maður og kona hefðu verið skotin beint fyrir fram- an anddyrið og hefði maðurinn dáið samstundis en konan væri helsærð. Það bætti ekki úr skák, að rússnesku hermennirn ir héldu, að þau hefðu búið þarna á hótelinu. Þeir heíðu skipað að láta opna fyrir sér og fá að líta í gestabókina. Nú mætti búast við þeim aftur á hverri stundu og sennilega myndu þeir flytja alla hótel- gesti brott og taka hótelið á sitt vald. Þannig hefðu þeir far ið með Hótel París daginn áð- ur, en það var ekki mjög langt „Lenin, vaknaðu! Breshnev or orðinn ær.“ sem gefið var út leynilega eftir innrásina. Mynd úr blaði, ir hermenn hlupu fram og aft- ur fyrir hornið, hrópuðu hver til annars og virtust mjög æst ir. Þannig leið nokkur stund, unz sjúkrabifreið birtist og ók í burtu. Það þarf vart að taka það fram, að ég átti erfitt með svefn þessa nótt. Hvenær sem var bjóst ég við að heyra hljóð Mynd af hakakrossi inni í rauðri stjörnu, merki Rauða hersins. Þessa mynd tók greinarhöfundur. Mynd af veggspjaldi í Prag, sem skýrir sig sjálft. — Þessa mynd tók greinarliöfundur. ið í rússneskum hermannastíg- vélum, en ekkert frekar gerð- ist. Á hverju kvöldi og það áð- ur en útgöngubannið skall á, sendi hernámsliðið borgarbú- um kveðju sína. Skotið var stanzlaust af vélbyssum og hríðskotabyssum í 5-10 mínút- ur og þarna í miðborginni tók einn herflokkurinn við þá ann ar hætti. Stundum var skofchríð in svo áköf, að það var lík- ast því sem um stórbardaga væri að ræða milli mismun- andi herja. Þannig hélt þessu áfram alla fyrstu viku hernáms ins nema síðasta daginn, en þá var mér sagt, áð útgöngubann ið hefði verið fellt niður. Á- standið hélzt samt óbreytt þá, að því leyti, að fólk reyndi að komast heim fyrir myrk- ur. Á hverri nóttu gistu fleiri manns á hótelinu, sem orðið höfðu of seinir fyrir og þorðu ekki heim, eftir að dimmt var orðfð. Eftir fyrstu tvo daga her- námsins tók lífið í borginni að færast örlítið í eðlilegra horf. Strætisvagnar tóku að sjást á nokkrum stöðum í borginni, en engir sporvagnar enn. Ókyrrð var samt mikil og almennur ótti ríkjandi, Fréttirnar um her væðingu Rúmena gengu manna á milli og margir töldu, að inn rásin í Tékkóslóvakíu væri aðeins upphafið að öðru verra líkt og árið 1939. Kannski Væri heimstyrjöld í vændum. Hvenær sem var mátti búast við innrás í Rúmeníu og Rúm- enar höfðu lý*t því yfir, að þeir ætluðu sér að berjast. Júgóslavar hlytu að koma Rú- menum síðan til aðstoðar. Þeir mættu vita, að röðin myndi koma að þeim sjálfum. Banda- ríkjamenn gætu svo ekki horft á, að Rússar beittu ofurefli sínu gegn hverju smáríkinu á fætur öðru og voru þá ekki hernaðarátök milli stórveld- anna óumflýjanleg? Þá yrði ekki bara beitt skriðdrekum. Almenningur var einnig harmi lostinn vegna meðferðarinnar á leiðtogum sínum. Enginn vissi raunverulega, hvað orðið hafði um Alexander Dubeek eða áðra leiðtoga. Fréttir voru hvarvetna á kréiki um, að Rúss ar hefðu þegar tekið helztu þeirra af lífi. Loks of- bauð öllum, að einn kommún- istaflokkur gæti beitt annan of beldi. Sú frámunalega stað- reynd blasti við öllum, að starfsemi kommúnistaflokks landsins var bönnuð, blöð hans gefin út með leynd og starf- semi hans fór fram me’ð leynd neðanjarðar alveg eins og á tím um nazista. Munurinn var bara sá, að nú voru það Sovétrikin og fleiri kommúnistaríki, sem tekið höfðu við hlutverki naz- ista. Það var algjörlega of- vaxið skilningi fólks, að Rúss- ar, sem jafnan höfðu verið ein hverjir beztu vinir Tékkósló- vakíu gætu gert annað eins og orðfð var. Rússar voru ekki bara slavnesk þjóð og frænd- ur. Þeir höfðu stutt Tékka og Slóvaka ákaft í sjálfstæðisbar- áttu þeirra, fyrst gegn Austur- ríki og síðan frelsað Tékkósló- vakíu undan nazistum. Fólki fannst það, sem gerzt hafði, svo yfirgengilegt, að því var innanbrjósts líkast því sem heimurinn hefði farið úr skorð um. Viðhorf fólks kom ekki hvað sízt fram í sæg af veggspjöld- um og tilkynningum, sem hengd voru e'ða límd á hús- veggi. Hvarvetna sáust mynd- ir af Svoboda og Dubcek og áskoranir um stuðning við þá. Þá mátti sjá sæg af veggspjöld um, þar sem hæðst var að Rúss um og skorað á þá að fara heim. Víða mátti sjá stjörn- una, merki Rauða hersins, mál aða með hakakrossi innan L Á öðrum spjöldum var öllum þeim, sem voguðu sér að eiga nokkra samvinnu við innrás- arlfðið, hótað hefndum og sagt, að þeir kölluðu yfir sig eilífa svívirðu sem föðurlands- svikarar. I útsendingum sjónvarps og útvarps koma fram stöðugar hvatningar til almennings um að hvika hvergi frá stuðningi við leiðtoga landsins. Stöðugt varð að skipta um rásir og bylgjulengdir, því að hernáms- liði’ð gerði allt, sem unnt var, til þess að trufla útsendingar Engu að síður tókst að halda áfram útsendingum þess ara stofnana að mestu viðstöðu laust, einkum þó útvarpsins. Útvarpsstöðvarnar ,,Frjáls Prag“, „Frjáls Bradislava“, „Frjáls Plzen“ og margar aðrar léku ættjarðarlög eftir Dvorak og Smetana á milU frétta,tilkynninga og áskoranna. Þessum útvarpsstöðvum var yf irleitt komið fyrir í bílum, sem Framhald á bls. 23

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.