Morgunblaðið - 05.09.1968, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 05.09.1968, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER 1968 — Ég ætla aðeins að hlusta á happdrættisvinningafréttina og síðan getum við rætt um hvort peningar séu fyrir brúðkaupsferð inni, elskan mín. ur eftir brautinni. Pam sneri inn í húsið, eins og blindandi. Næsta morgun ákvað hún að fara út að ríða. Áður hafði Jeff alltaf farið með henni í slíkar ferðir. Þau höfðu þá riðið saman upp á lágu fjallahálsana, sem voru þarna í nánd við landar- eignina. En þennan morgun var hún ein síns liðs. Henni fannst hún þurfa að ríða áfram og á- fram, án þses að stanza, og án þess að þurfa nokkurntíma að snúa aftur til hússins, þar sem hún hafði verið svo hamingju- söm í fyrstunni og þar sem henni leið nú svo afskaplega illa. Hún hafði enga hugmynd um, hvert hún var að fara. Henni var það líka alveg sama. Hún rataði nú ekki vel um þessar slóðir, heldur. Hún bjóst við, að ef hún villtist, gæti hún alltaf fundið eitthvert hús, þar sem hún gæti spurt til vegar. Það var farið að nálgast há- degisverðartíma, áður en henni varð það ljóst, að hún var orð- in ramvillt. Hús voru þarna fá og strjál. En þegar hún kom fyrir eitt horn, sá hún fallegt hús, byggt í spænskum búgarðs- stíl. Það var hvítt og glitrandi 1 sólinni, rétt eins og það væri úr hvítum sandi. — En hvað þetta er fallegt, hugsaði hún. Hún minntist þess óljóst, að einhver hafði talað um einhverja plantekru, með húsi í spænskum stíl, en í biii gat hún ekki munað það neitt glögglega. Hún steig af baki við garðgirð- inguna, batt hestinn og gekk upp tftir steinlagða stígnum að fram- dyrunum. En áður en hún var komin alla leið, opnuðust dyrn- ar og maður kom út. Hún snar- stöðvaðist og starði á hann og gaf frá sér ofurlítið örvæntingar andvarp. Nú mundi hún, hvar hún hafði heyrt þessu húsi lýst. Hal Ruth- ers hafði sagt henni frá því. Þetta var hans hús. — Hjálpi mér allir heilagir, æpti hann, — ef þetta er ekki hún Pamela Harding. Og þegar Pamela hreyfði sig hvorki né sagði neitt, gekk hann til hennar og brosti ofurlítið. — Jæja, svo að þú hefur þá afráðið að heimsækja mig, eftir allt saman? Mig grimaði líka, að svo mundi fara. Já, jafnvel eft- ir að þú varst búin að gefa mér á hann. Kona getur gefið karl- manni á hann af mörgum ástæð- um, en hún löðrungar aldrei mann, sem henni er sama um. Það þýðir annaðhvort hatur eða ást, og ef út í það er farið, er þá svo mikill munur á því tvennu Að mínu viti er það náskylt. — Ég held ekki, að það sé neitt skylt, svaraði Pam móðg- uð. — Og ég kom alls ekki til að heimsækja þig. Ég var úti að ríða og villtist. Og svo sá ég þetta hús og kom til þess að spyrja til vegar. En þetta virtist ekki óróa hann neitt. — Það er þá tilviljunin, sem ég á að þakka þessa kærkomnu heimsókn? Eða á maður að kalla það forlög? Því að ég er jafn viss um það og að ég stend hér, að það eru forlögin, sem hafa beint þér hingað nú. Gerðu svo vel og komdu inn. Við höfum rétt tíma fyrir einn kokteil fyr- ir hádegisverð, og á eftir skal ég aka þér heim til frú Rich- ards, ef þú vilt. Þú virðist vera 'þreytt. Einn hestasveinninn minn getur farið með hestinn þinn. Pam ætlaði sér fyrst að af- þakka þetta, en af einhverjum ástæðum varð ekki af því. Með- an hún var að tala við hann, hafið henni líka dottið í hug, að forlögin hefðu beint sér h)ng að, enda þótt hún vissi ekki, hversvegna. Og hvað þurfti hún að hræðast, ef út í það var farið? Hvernig gat hann gert hennl 46 ♦ ------ i nokkurt mein um hábjartan dag- inn og húsið fullt af þjónustu- fólki? Hún mundi líka, skömmu seinna þegar hún var að laga sig til í gestaherberginu, að Kay hafði sagt, að þassi maður hefði verið vinur Phyllis Bevan. Var það hugsanlegt, að hún gæti kom izt að einhverju, fyrir hans til- stilli, sem gæti hjálpað henni til að bjarga Jeff? Það var nú veik von, en var hún ekki samt þess virði að halda í hana, þegar svo mikið var í húfi? Hún velti því fyrir sér, hvernig hún gæti beint samtalinu að Phyllis, en svo vildi til, að það var Ruthers sjálfur, sem bryddaði upp á því, við hádegisverðinn. — Svo að Maitland ætlar þá loksins að eiga hana Phyllis? sagði hann. Það lék háðsglott um varirnar er hann sagði þetta. — Það er klókt af honum. Það getur verið slæmt fyrir mann, ef hann er opinberlega brenni- merktur sem níðingur. Pam stokkroðnaði. Hún ætlaði rétt að fara að svara hon- um einhverju illu til, en stillti sig og þagði. — Þekkir þú Phyllis Bevan áður en maðurinn hennar dó? spurði hún. Hún hafði ekki ætlað sér að koma með spurninguna svona beina, en andartaki síðar var hún íegin að hafa gert það. Greinilegur roði steig upp á háu kinnbeinin. Og henni fannst rödd in eitthvað annarleg, er hann srvaraði: — Já, rétt sæmilega. Á svona fámennum stað kynnast allir tals vert, innbyrðis. Hún gerði sér upp hlátur. — Hún virtist hafa átt marga að- dáendur ef allt sem maður heyr- ir um það, er satt. Og mig furðar heldur ekkert á því. Hún er sér lega glæsileg kona. Hún þagnaði en bætti svo við með barnalegri uppgerð- — Og þar sem hún gat sýnilega valið úr karlmönn- um, var ekki nema eðillegt, að hún veldi sér Jeff. Roðinn á gagnaugunum á Ruthers dökknaði enn. Hún hafði þegar komizt að því áður, að hann var óvenju hégómagjarn maður. Enda beit hann á agnið. — Ég held nú ekki beinlínis, að hún hafi valið hann úr, sagði hann. — Og sannast að segja, bætti hann við með ógeðsiegum hlátri — þá hefði ég getað feng- ið hana, hefði ég kært mig um. . — En þú kærir þig ekki um hana? spurði Pam og brosti til hans. Hann hló aftur og fékk sér drjúgan sopa af sterka rauðvín- inu, sem hann var að drekka. — Ja . . ekki til frambúðar, að minnsta kosti. — Ég skil, sagði Pam lágt Hann laut fram. — Vitanlega, góða mín, gæti vel svo farið, að ég fyndi einhvern daginn stúlku, sem gæti fyrir fullt og allt eytt allri löngun minni í allar aðrar konur . og kannski hef ég þeg ar fundið hana. Þjónninn, sem bar á borð kom, sem betur fór, einmitt inn í þessu vettfang.i En þrátt fyrir vaxandi óbeit á Ruthers, fann Pam til einkennilegs feginleika. Var hún í þann veginn að kom- Verzlunarstarf Ungur maður með verzlunarskólapróf eða hliðstæða menntun óskast til skrifstofustarfa nú þegar. Fram- tíðarstarf, sem gefur fjölþætta reynslu í viðskipta- störfum. Umsóknir merktar: „Framtíð — 6999“ sendist Morg- unblaðinu f. h. föstudag. HANDVAGNAR Höfum fyrirliggjandi handvagna, mjög heppilega fyrir iðnaðar- og verzlunar- fyrirtæki. Vöruskemman Grettisgötu 2 Verzlið þar sem úrvalið er mest, ódýrast og bezt ----- Vöruskemmun Grettisgötu 2 Gengið inn frú Kloppnrstíg niWEIGEiUR Félagsfundur verðui haldinn á skrifstofu Kaupmanna- samtakanna, Marargötu 2, föstudaginn 6. sept. k.l. 20.30 Áríðandi hagsmunamál á dagskrá. Maetið vel og stundvíslega. STJÓRNIN. 5. SEPTEMBER. Hrúturinn, 21. marz — 19. apríl. Láttu ekki blekkjast af loforðum. Fáðu öll loforð skriflega stað fest. Nautið 20. apríl — 20. maí. Gríptu gæsina meðan hún gefst, og ef þér gefst umhugsunarfrest ur, skaltu treysta dómgreindinni. Tvíburarnir, 21. maí — 20. júní. í dag geturðu sannað ágæti þitt. Biddu einhvern um greiða, eða frí. Krabbinn 21. júní — 22. júlí. Eitthvað tekst þér illa að hemja fjárútlátin. Varaztu óskhyggju. Ljónið, 23. júlí — 22. ágúst. Stolt og stirðleiki í umgengni kann að valda misskilningi. Vertu vel á verði, og skipuleggðu ekkert, fyrr en kvöldar. Meyjan, 23. ágúst — 22. sept. Gefðu þér tíma til að nota sæmilegar unigengnisvenjur. Þiggðu heimboð í kvöld, ef það gefst. Vogin, 23. sept. — 22. okt. Eitthvað er það í fjármálunum, sem er vert að gefa gaum að. Og ef þú hefur lofað miklu, er líklegt, að hitt kynið geri þér óhægt um vik. Sporðdrekinn 23. okt. — 21. nóv. Ókunnugir valda þér áhyggjum. Vertu fámáll og leyfðu engum að ónáða þig. Bogmaðurinn, 22. nóv. — 21. des. Ef þú stillir þig, en hefur augun opin, verður þér vel ágengt. Vertu ekki frekur, en farðu nákvæmlega yfir öll smáatriði. Steíngeitin, 22. des. — 19. jan. Þér eru allar gáttir opnar til fjárausturs, en velferð þín næsta hálfa mánuðinn veltur á hófsemi þinni. Vatsberinn, 20. jan. — 18. febr. Óvitrir samstarfsmenn kunna að skapa öngþveiti, og e.t.v. tap. Mikið fer fyrir ofan garð og neðan. Hlýddu ekki á söguburð. Fiskarnir, 19. febr. — 20. marz. Farðu varlega ( og trúðu varlega!). Reyndu að vinna skipulega með varúð. Hugleiddu velferðarmál þín í kvöld.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.