Morgunblaðið - 05.09.1968, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 05.09.1968, Blaðsíða 10
10 MORGU'NBLAÐIÐ, FIMMTU'DAGUR 5. SEPTEMBER 1968 rófugrös. Það var verið að höggva kálið af rófum fyrir bömin í skólagörðunum. — Þau voru að taka upp. MIKIÐ er rætt um heyskap- inn þessa dagana, enda eðli- Xegt. En í gær sá ég grös, mörg grös, sem ekki átti að nota beint til matar, heldur í áburð til næsta árs. Það voru Hvenær verið þið búin ” ■ Þórdís Björnsdóttir með garðinn sinn. : .j Hér eru myndarlegir kálhausar með stelpum aftan á. Þær eru ekki lengi að því sem lítið er. Guðrún og Gyða hafa nóg að bera! að taka allt upp úr görðun- oun? — Svona þainm fimmtánda til tuttMgusta. Það em Ingi- björg Jóhannesdóttir og Ragna Þorkelsdóttir, yfirkon- ur á staðnum, sem verða fyr- ir svörum. — Og hvað fá börnin mik- ið í sinm hliurt, hvert? — Svona þrjátíu hausa af káli, en þau rækta þremnskon- ar kál, biómkál, hvítkál og blöðrhkál. — Elkiki er kálið sopið, þótt í ausuna sé komið, — Já, og uppskeran má telj ast mjög góð í ár. — Hvaða matjurtir hafið þið hérna aðrar? — Það eru rófur, næpiur, fcartöflur, svo að eitthvað sé nú talið. — Mikið af rófum? — Já, það er sáð svona slatta úr plastpoka á vorin, og á nú bara að fara eitt fræ í hverja holu, en það viil stundum skorta á nákvæmn- ina, og við erum að finna jarð ávextina svona hér og þar á landspildiunni, úr því að eitt- hvað fer að spretta. — En blómin, tilheyra þau starfimu? — Já, kraklkannir eiga þau Ifka og svo höfum við berja- runna, rifsberja og sólberja. — Hver á þá? — Þeir tilheyra görðunum, og ‘kratokannÍT mega fá af þeim, en bara tál að tína upp í sig. — Má ég þá vera kralkki ltka? Gjörðu svo vel. — (Naminam!) (Húrra!) Allir á beit. Eitt beðið nærri kálhögginu, er hrein fyrirmynd, það er svo snyrtilegit. — Þú vars't e'kiki hérna síð- ast, er það? — Nei. — Var ekki stráfcur hér þá? — Jú, harnn bróðir minn, hanin passaði beðið fyrir mig, meðan ég var í sveitinni. — Hvað? — Ég skrapp í sveit, og var í mánuð. — Hvar? — í Fagrastoógi. — Áttu frændfól'k þar? — Ekki beint. — Þetta er fállegt hjá þér. Hvað heitirðu? — Þórdís Björnsdóttir. — Hvernig gekk stráknum að hirða garðinn þinn, meðan þú varst í sveitinni? — Hann passaði þetta bara furðuvel. — Ber er hver að balki .. . — Bless og tákk. Við erum aftur stödd hjá yfirkanunum. — Má ég vera kraktoi aftur, og fá eitt ber, ha? . . Bara ei'tt? — Gerðu svo vel, en meðan þú ert að athuga það, þá viltu eklki bíða svolítið, meðan við sækjum kál hamda þór í mat- inn, við eigum noktour aulk-a- kál. (Við bregðtum oss í barn- dóm, þær í kál). — Guð sé oss næstur, jú, taikik. — Heyrðu þú tekur þá kál- ið og býður berrunum í mat. — (Almáttugur, þá fæ ég ekki mikið, harnn Svenni er með ...). Áhyggju'rnar ætla að kála mig, en kamnski pliumar þetta sig. — Hérna eru svo nokkrar M'Ongunfrúr á borðið handa ykkuT. — Takk og bless! M. Thors. 8 • Þá vantar ekki farkostinn, Ólaf og Stefán með kálið sitt. Heimsdkn á Fáskrúösfjðrð Rætt við Jón Erling Guðmunds son9 sveitarstjóra Jón Erlingur Guðmundsson er maður mjög störfum hlaðinn, þar sem hann gegnir bæði stöðu nreppstjóra og sveitarstjóra á Fá skrúðsfirði. Hann er ættaður frá Syðra-Lóni á Þórshöfn, gerðist sveitarstjóri á Fáskrúðsfirði 19&4 og tók skömmu síðar sæti í hreppsnefndinni. Ég hitti Jón að máli á skrifstofu hans á Fáskrúðsfirði á dögun- um og 'hann gaf sér tíma tll að segja mér undan og ofan af mál- efnum hreppsfélagsins. — Afli hefur verið sæmilegur. Héðan eru gerðir út allmaTgir opnir vélbátar og trillur. Afl- inn hefur verið saltaður nær ein göngu, þar sem lokið hefur verið við að frysta upp í samninga. Auk þess hefur einn bátuT verið á línuveiðum og lagt hér upp. Hann hefur aflað lítið. Einn bát ur okkar er á síld við Bjarnarey og hefur gengið tregt. f vetur gerðum við út tvo 200 tonna báta og þeir lögðu afla upp hjá okkur. — Og þið rekið síldarverk- smiðju? — Um hana er hlutafélag, en kaupfélagið á mestan hluta í henni. í fyrra var gífulega mik- ið saltað, þó að söltun hæfist seint. Það voru saltaðar 45 þús- und tunnur og hefur Seyðisfjörð ur líkast til verið eini staður- inn austanlandsj- þar sem söl'tun varð meiri. Við fengum fyrstu síldina til söltunar í kringum 25. september og var saltað linnu- laust fram í desember. Þrjár sölt unarstöðvar eru starfræktar á staðnum. í þeim eiga hlut bæði innanhéraðs menn og aðkomu- menn. í sumar hefur engin síld borizt enn og atvinna hefur ver- ið Mtil undanfarið. — Hverjar eru helatu fram- kvæmdir á vegum hreppsfélags- ins? — Ekki er hægt að segja, að þær séu stórvægilegar. Við höf- um unnið að því að fullgera vatnsveituna, skólabygging er fyrirhuiguð á næsta ári, fáist fjárveiting til að hefja fram- kvæmdir. Þá stefnum við að því að fá unglingaskóla Mka, svo að við fáum aðstöðu til að útskrifa gagnfræðinga. Skólabyggingin sem er í notkun er orðin gömul og svarar ekki lengur kröfum tímans. S.l. vetur voru 130 börn í skólanum og fjölgar þeim sjálf sagt nokkuð í haust. Okkur hef- ur löngum gengið erfiðlega að fá kennara með fúMum rót'tindum, en það hefur ekki orðið alvar- legt vandamál. — Hefur fólkinu fjölgað hér undanfarin ár? — Sú fjöLgun hefur verið mjög hægfara, eins og sézt á því, að árið 1967 eru íbúar taldir hér 703 og 707 árið 1968. Afkoma fólks hefur verið góð, enda at- vinna mi'ki'l síðustu ár. Því hafa menn staðnæmst hér og Mtið flutzt í burtu. í ráði er að hefja framkvæmdir við íþróttasvæði. Leikfimihús höfum við gott og sundlaugin var meðal þeirra fyrstu á Austfjörðum, hún var byggð 1947. — Er félagslíf fjörugt hér? — Það er allgott, og sérstak- lega er leikstairfsemi með blóma. Leikfélagið hefur jafnan fært upp eitt leikrit á vetri og venju lega fengið reynda leikstjóra til að stjórna. S.l. vetur var Leyni- melur 13 sýndur hór, og farið með hann í leikför til Eskifjarð- ar og Norðfjarðar. Veturinn á undan sýndum við Mann og konu og þótti takast vel. Með það var farið til Egilsstaða, Norðfjarðar og Hornafjarðar. — Er búskapur góður í sveit inni? — Já, ágætur. Og við höfðum nóg hey síðasta ár. í sumar hófst heyskapur seint, en útMt verður að teljast allgott. Við ger um ekki ráð fyrir seinni slætti og hæpið, að heyfengur dugi. — Hvað lá ísinn lengi á firð- inum í vor? — Isinn 'var frá apríl byrjun og til maí loka’, að heita má óslitið. Fjörðurinn lokaðist al- gerlega 1. maí og skip komust ekki inn fyrr en um 20. maí. Vöruskortuir gerði þó aldrei vairt við sig. Aftur á móti komust bátar ekkki til róðra og af því varð talsvert atvinnutjón. En ég vil taka fram, að austfirskir sjómenn börðust skeleggri bar- áttu við að koma afla til hafnar. Þeir sýndu ódrepandi þraut- seigju við erfiðar aðstæður og sönnuðu, að íslenzkir sjómenn eru ekki dauðir úr öllum æðum, þegar hafísinn er annars vegar. Og ekki má gleyma að geta um dugnað strandferðaskipanna og varðskipanna og eru Austfirð- ingar þeim án efa mjög þakk- látir. — Þegar svona ástand skellur á, er mikið öryggi í því, að við höfum alltaf lækni á staðnum, og við höfum ekki komizt í kynni við læknavandamálið þar sem Framliald á t)ls. 16

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.