Morgunblaðið - 15.09.1968, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 15.09.1968, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. SEPT. 1968 Sf. Jón Auðuns, dómpróf.: Þegar húsið nötrar í sinni ágætu bók um Grikkland hið forna segir Will Durant: „Sérhver þjóð fæðist í meinlætum og deyr í mun aði“. Langtíðast er þetta lögmál lífs eða dauða þjóða, en ekki ævinlega. örlög Grænlendinga á 15. öld veit enginn með vissu. En víst er, að sú þjóð sem þar ieið undir lok, dó ekki í munaði. Það er ekki .efnaleg velsæld, sem ger ir þjóð sterka, heldur hennar innri bygging, sá aníRegi, siðferðilegi grunn- ur, sem hún reisir hús sitt á. Margar óhugnanlegar blikur eru á lofti í dag og stormar hrista húsið. Hvað er um vestræna heiminn? Hví nötrar hans hús? Allir vita, að þegar húsið hækkar þarf að treysta undirstöðurnar og grafa dýpra unz komið er á klöpp sem ör- uggt er að trúa fyrir háu húsi. Við höf um farið öfugt að. Jafnhliða því sem bygging þessarar glæstu vísindaaldar hækkar hefir byggingin færzt af grunni guðstrúar og kristindóms yfir á sand sem síhækkandi byggingu getur ekki borið til frambúðar. Þetta er alvöru- mál miklu meira en hernaður og tíma- bundnir fjárhagserfiðleikar. Sköðanakannanir sýna, að óvissan um guðstrú og líf að baki Ííkamsdauð- ans eykst í kristnum heimi, óvissan um þá trú, sem gerði frumkristnina sterka og gæddi hana heimssigrandi krafti. En sannfæringin um byggð á bak við heljarstrauma hefir orðið fleirum sigur- afl. Einin vitrasti stjórnmálamaður allra alda, Júlíus Cæsar, sagði, að ósigrandi hugrekki Germana væri fyrst og fremst að þakka bjargfastri trú þeirra á líf að baki líkamsdauðans. Þeirri trú voru Rómverjar þá að glata. Og þrátt fyrir ýmsa afburðamenn á keisarastóli var óðfluga að halla undan fæti þeirr- ar miklu þjóðar. Þá txú gat Cæsar ekki gefið þjóð sinni, því að hann átti hana ekki sjálfur. En honum duldist ekki, að ó- sigrandi karlmeninsku sína áttu German ir fyrst og fremst að þakka því, að trú þeirra var örugg. Gullið sem í stríðum straumum streymdi til Rómverja, saug úr þeim manndóm og merg af því að þeirra trú var að deyja. Menn kvíða framtíð, og fjármálaerf- iðleikar eru hér á allra vörum. Hvern- ig ætlum við að standast þá raun sem vafalaust er framundan? Vitum við þess dæmi mörg, að þjóð hafi farizt af því að hún hafði ekki allsnægtir? Vit- um vi8 eklki að dæroi hins enu möng, a@ menningarþjóðum hafi ofseddan orðið. að fjörtjóni? Þegar þar við bætist að undirstöður trúar og siðgæðis skortir, riðar þjóðfélagsbyggingin til falls. Um ekkert er hér meira talað en vá fyrir dyrum í efnahagslífi þjóðarinnar. Við höfum hagað okkur eins og börn í velgengninni. Ætlum við að reynast menn eða mannleysur á þeim hólmi sem nú skal gengið á? Er úr vegi að á það sé minnt, að sú þjóð er aldrei vel á vegi stödd, sem gjörist gleymin á það, að ofar öllum jarðneskum nauðsynjum eru helgidómar, heilög vé? Ef þú gerist gleyminn á þau, reynist gullið þér fá- nýtt til frambúðar. Norsk kona sagði mér fyrir löngu sögu af ólafíu Jóhannsdóttur. Konan hafði farið með frk. Ólafíu á járn- brautarstöðin í O.sló til að þekkja stúlku, sem var að koma af heimili fyrir stúlkur á villigötum. Hún bar ó- hugnanleg merki þess lífs sem hún hafði lifað, en frk. Ólafía breiddi henmi opinn faðm og sagði: „Vertu mér velkomin, fallega stúlkam mín“. Þegar heim kom kvaðst norska konan hafa spurt frk. Ólafíu, hvernig hún gæti not að orðið „fálleg“ um þessa stúlku, en hún hefði svarað: „Skilur þú ekki enn, að jafnvel syniduigasta imaminBbamdð veflðuir fallegt, þegair Kristur teikiuir séff- bústað í því?“ j Ef þjóð missir trú á þessa helgul dóma, þessi heilögu vé, kemur henmi það fyrir ekkert, að allar hlöður henn- ar séu fullar. Ef hún á þessa trú, vesrð-+j ur henni ekkert stundarerfiði ofurefli. í KVEÐJUORB: Nú læt ég lokiðr| sunnudagsgreinum fyrir Mbl. lokið að sinni. Ég er þakklátur þeimi mörgu lesendum, sem hafa veittmé* uppörfun með bréfum, símtölum og viðtölum. Margar greinarnar urðu beiinilínis til sem svör við spurning-i um frá þessu góða fólki. Megingaíll-j inn á skrifum og predikunum okk- ar prestanna er trúlega sá, að við erum oft að svara spurningum, seru: við erum að glíma við, en ekki aðr-s ir. \ Eg er þakklátur ritstjórn Mbl. fyrip tækifærin til að ná ti'l hins stóra lesendahóps blaðsins, hins stærsta 1 þessu landi. Og ég lofaði ritstjór-j anum, Sigurði Bjamasyni vini mín—; um, því, að reyna að vera til reiðU ef hann kallaði til mín einu sinni enn, þótt síðar verði. j Hinsvegar ætla ég að nota mér þSi miklu góðvild forstjóra ísafoldar-j prentsmiðju, að á næsta ári komi úfc í bókarformi úrval sunnudags— greinanna, sem ég hefi nú ritað fyr—i ir Mbl. með nokkru miUibili í fimm ár. í bókina mun ég velja það af’ þessum nærfellt 250 greinum sem ég tel rétt að geymisrt. e Jón Auðuns. EFTIR EINAR SIGURÐSSON Þorskveiðarnar. Gæftir eru nú mjög teknar að spillast og dregur þá um leið úr aflanum. f Reykjavík er ekki mikil útgerð nú, og aflinn hefur verið mjög rýr undanfiarið, sama í hvaða veiðarfæri er, en þar eru bátar með troll, dragnót og hand færi. Stóru bátamir, sem voru með troll, eru nú farnir að veiða með það fyrir augum að sigla með aflann á erlendan markað. í Vestmannaeyjum og verstöðv unum á Suðvesturlandi er ekki að marka, þótt lítið hafi aflazt, það þarf ekki að vera, að fisk- laust sé, heldur megi rekja afla leysið miklu fremur til ógæt- anna. í Vestmannaeyjum og sjálf sagt fleiri verstöðvum eru stóru bátamir nú að búa sig á síld. Togaramir. Afii hefur mjög minnkað hjá togurunum, sumpart er það af því, að karfinn við Grænland Ihefur dregizt upp eða leitað á aðrar slóðir, og að nokkru leyti stafar minni afli af því, að mikið af togurunum veiðir nú fyrir er- lendan markað. Eru menn þá imiklu vandlátari með fiskteg- umdirnar. Þeir, sem veiða fyrir Þýzkaland, vilja helzt frá bland- aða farma af stórufsa, stórum karfa og ýsu. Brezki markaður- inn vill hinsvegár hvörki karfa «0» ulfsa. en ýsu og mi/lliiþoirsk «8 segja, ef hann er góður. Það hef- ur verið nóg af smáfiskinum í Bretlandi í sumar eins og hér, og hefur mikið af honum farið í fiskimjöl. Togaramir eru nú um allan sjó, sumir enn við Grænland, aðrir út af Jökli og Vestfjörðum og togararnir, sem veiða fyrir Þýzkaland, yfirleitt út af Suð- ausrturlandinu. Síldveiðamar. Mjög er nú tekin að lyftast brúnin á mönnum síðustu daga í sambandi við síldveiðina. Síldin er nú tekin á rás suður á bóg- inn, og menn bíða í ofvæni eftir því að sjá, hvor hafi nú haft réttara fyrir sér, Jakob Jakobs- son eða Finn Devold. Eins og málin standa í dag a.m.k. íslend- ingar veðja á Jakoib. Það er ekki nóg, að síldin hafi færzt suður á bóginn og vestur, heldur hefur veiðin stórum auk- izt. Nokkrir bátar hafa verið að sigla í land ýmist með saltaða síld í tunnum eða ísaða. Það er alltaf álitamál, hvað borgar sig bezt, en þegar nóg er af flutn- ingaskipum og góð veiði, eru sjálfsagt mest uppgrip að landa í þau. En það tekur fljótt enda, ef mikil veiði fer að verða. Það er vont að missa Nordgard, á meðan síldin er ekki komin nær landinu. Hvernig bregðast á við krepp- unni. Engum blandast hugur um, að við búum við hina skelfilegustu fjármálakreppu. Skall hún fyrst á sjávarútveginum, sem eðlilegt er, þar sem 'hún stafar að miklu leyti af verðfalli útflutningsafurð anna og öðrum þræði af síldveiði brestinum. Annarra erfiðleika, þótt nógu slæmir séu, gætir ekki viðlíka á þjóðarbúskapinn, svo sem minni afli i sumum lands- hlutum, lahdfastur hafís fyrir Norður- og Austurlandi mánuð- um saman, kal í túnum og sölu- erfiðleikar landbúnaðarvara, sem er bein afleiðing erfiðleika sjáv- arútvegsins, þótt þeim, sem fyr- ir verða, þyki að sjálfsögðu nóg um. Fjármálaráðherra nefndi ný- lega töluna % sem minnkun á útflutningi miðað við það, sem hann var 1966. Þar sem sjávar- afurðir eru svo til allur útflutn- ingur þjóðarinnar, er þetta í fyrstu umferð raunverulega 40% skerðing á tekjum útvegsmanna, sjómanna og þeirra, er vinna að verkun aflans. Síðan heldur þetta áfram sem keðjuverkun. Harðast verður ríkissjóður úti, sem fær í tolltekjur 36 til 40 aura af hverri gjaldeyriskrónu, og sið an mann frá manni í viðskipta- lífinu eins og allir þekkja, mis- jafnt þó eftir aðstæðum. Á áratugnum fyrir síðustu heimsstyrjöld ríkti hatrömm fjárhagskreppa. Við henni var brugðizt á þann hátt að rígbinda gengið þar til aðeins nokkrum mánuðum áður en styrjöldin brauzt út, þá var því breytt, herða stöðugt á innflutningshöft um, sem bitnuðu þá jafnt á skip um sem öðrum framleiðslutækj- um, sem auka hefði mátt útflutn inginn með. Þetta gerði ástand- ið álltaf verra og verra. Fiski- skipaflotinm varð úreltur og gam all og gekk úr sér. Atvin-nuleysi, sultur og seyra herjuðu landið. Þá var 1938 settur á fót Kreppu- lánasjóður til að stöðva aðför að útgerðarmönnum, sem réðu ekki orðið við skuldimar, og til að koma lánamálum þeirra á hreint. Slíkri kreppuhjálp var einnig komið á fót 1952, eða 16 árum síðar. Nú 1968, enn 1*6 árum seinna, er ástandið sízt betra hjá sjávar- útveginum. Mi-kill vöxtur hljóp í fiskiskipaflotann, síldarverk- smiðjur og hraðfrystihús vegna aukinrua síMveáiða og kairfa afla og urðu því skuldirnax hrikalegri en nokkru sinni, þeg- ar erfiðleikamir dundu yfir. Öll- um er nú orðið ljóst, að ekki er viðlit fyrir sjávarútveginn, eins og gengið hefur uindanfarið, að standa skil á afborgunum og vöxtum af stofnlánum, enda hef- ur ríkisvaldið sýnt skilning í þessum efnum með ýmsum ráð- stöfunum, þótt engu heildarskipu lagi hafi verið komið á vanskila- skuldir sjávarútvegsins. Þjóðinni fjöl-gar um 3000 manns á ári, og það þarf að sjá þessu fólki auk þess, sem fyrjr er, fyrir atvinnu, ef ekki á illa að fara. Það væri þá ekki að- eins atvinnuleysið, sem tröllriði þjóðinni, heldur vofði landflótti yfir og þvi 103611111 þesisi þjóð sízt við, sem á jafnmikið ónumið land, fengsæl fiskimið, ónotað vatnsafl og fleiri auðlindir. Það verður að horfast í augu við vandamálin af festu og djörf ung og ekki á þann hátt, sem gert var á áratugnum fyrir stríð. Það verður fyrst og fremsrt að fullnýta framleiðslutæki þau, sem til eru. Það má ekki horfa á höfnina hálffulla af skipum eins og á fyrri kreppuárunum, þegar menn voru hættir að hefja róðra, fynr en þriðjungurinn og það upp í helmingurinn var lið- * inn af vertíðinni, af þvi að það borgaði sig ekki að gera út, nemai þegar aflinn var mestur. En það, er ekki nænri nóg að nýta þaui skip, sem fyrir eru, það verðuit líika að halda áfram að smíðáí skip. Enn eru fiskveiðar lífæði þjóðarinnar. Það verður að auka útflutninginn, og það verðurr ekki gert nema með fullnýtihguit flotans og nýjum skipum. Það fenj áreiðanlega illa fyrir þessarn þjóð, ef slakað verður á til lengd-t! ar að viðhalda og auka fiskie' skiptaflotann. Það verður að framleiða betri vöru, nr. 1 sal-H fisk og freðfask, sem fer í neyt-*| endaumbúðum á Bandaríkjamark i að og fæst fyrir 50% hænra verð en fyrir annan fisk. En hér velt-j ur allt á einum manni, sjávar-! útvegsmálaráðherra. Ef þetta á að takast, verður að gerast bylt- ing í meðferð hráefnisins. Þáj þarf að gera 5 ára áætlun um smíði 100-150 fiskiskipa, sem henta veí til veiða fyrir frysti- hiúsin t.d. 125—150 Jiesita skip. Það væri þó ekki n-ema sem svaraði eitt heldur lítið skip á frystihús og saltfiskverkuniansitöð. Það sýn, ist, -nú ekki v-era nein ofrausn á fimm árum. Ef nokkuð er, þá er þetta skammarlega lág áætlun. En það þarf líka að smíða togara og þá marga. En þetta væri allt unnið fyrir gýg, ef framkvæmdastjórar þjóðarbúsins — ríkisstjómir — teldu, að ekki væri hægt að búa þ-annig að þessum atvinínurekstri, að hann bæri sig. Þá er bezt að gleyma þessu. Framhalci á bls. 13 London ódýr vikuferð. Aukaferð 20. sept. Fáein sæti laus. Ferð/n, sem fólk treystir Ferðin, sem fólk nýtur Ferðin, sem tryggir yður mest fyrir peningana er Spánarferðir Síðusfu sœtin í sumarferðirnar TORREMOLINOS, brottf. 20. sept. Fáein sæti laus. Benidorm, brottf. 20. sept. Fáein sæti laus. ÖTSÝNARFERÐ FERÐASKRIFSTOFAN ÚTSÝN Austurstræti 17 Sími 20100/23510.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.