Morgunblaðið - 15.09.1968, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 15.09.1968, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. SEPT. 1968 Bókakynning AB hefst i Eymnndssonorkjollarannm a morgnn SPENNANDI KOSNING AR í SVÍÞJÓÐ IViissir Tage Erlander völdin? ÞINGKOSNINGAR fara fram í Svíþjóð á sunnudaginn kemur og undirbúningurinn hefur ver- ið öilu háværari en venjulegt er. Tage Erlander forsætisráðherra Því að eftir að verkamannaflokk arnir í Danmörku og Noregi misstu völdin — í Danmörku í vetur og í Noregi fyrir þrem ár- um — hafa stjórnarandstæðing- ar í Svíþjóð fullan áhuga á að fara að dæmi nágranna sinna og sigra þann verkamannaflokkinn sem öruggastur hefur verið í stjómarstólunum á Norðurlönd- um alla tíð síðan á dögum hins mikla manns Hjalmars Branting. Per Albin Hansson eftirmaður hans var heldur enginn veifi- skati, en síðan hann dó (í okt. 1946) hefur Tage Erlander haft stjómarforustu í Svíþjóð. Sýnir þetta að jafnaðarmenn em sterk- ir í landinu. En kannske stafaði srtyrkur þeirra í og með af því hve and- stöðuflokkarnir voru sundurleit- ir. Þeir hafa oft verið í hernað- arástandi innbyrðis, út af ýms- um stórmálum, og dreift kröft- um, sem ella hefði verið beint gegn srtjóminni. En nú hafa þeir gerrt einskonar „samfylkingu" gegn stjórnarflokknum undir þessar kosningar, líkt og Norð- menn gerðu 1965, og er jafnvel líklegt að tveir þeirra sameinist nfl. vinstri- og bændaflokkur- inn (þ.e. Folks- og Cenrtrumspart iert). Og vegna þess hve atkvæða tala atjórnarflokksins hrapaði mikið við síðustu sveitastjórnar- kosningar gera andstöðuflokkarn ir sér nú gullnar vonir xun að sigra Erlander á sunnudaginn og ganga vigreifir fram undir kjör- orðinu: „Nú eða aldrei!“ Sænski „Riksdagen" skiptist í efri og neðri deild — „Första och Andra Kammaren“ og sirtja lðl þingmaður í efri deildinni en 238 í neðri — alls 884. En nú þykir efri deildin orðin úrelt, eins og Landsþingið í Danmörku. Hún er nfl. kosin óbeinum kosningum af amtsráðum og 'Sveirtastjórnum en ekki öll í einu heldur nokkur hluti í senn og gildir kosningin til átta ára. Þessari deild var ætlað að fyrir- byggja öll „pólitísk gönuhlaup" og tryggja festu í stjórnarfarinu, enda litu þingmenn þessarar deildar stórt á sig og voru oft kallaðir „senatorar“ og þóttust hafnir yfir neðrideildar þing- mennina (t.d. vildu þeir helzt ekki borða á sömu veirtingastöð- um og þeir!). Nú er þessi srtétrta- munur að vísu horfinn, en deild- in gat samt verið óþægilegur þröskuldur fyrir þjóðarviljann og felt frumvörp sem neðri deild Gunnar Hedlund formaður Miðflokksins hafði samþykkt, og ríkisstjóm sem hafði meirihluta í E.d. gat setið áfram þó hún væri í minni- hlurta í N.d. En í vatur samþykkti Ríkis- dagurinn þá stjórnarskrárbreyt- ingu að „första kammaren" eða „lávarðadeildin“, sem stundum var kölluð, skuli lögð niður, og framvegis skuli þingið vera óskipt, en þingmönnum fækkað um 34, niður í 3'50, en þar af verða 310 kjördæmakosnir en 40 fá uppbótarsæti. Þessi stjórnar- skrárbreyrting verður virtanlega að samþykkjast aftur í þinginu í vetur, en enginn vafi er á að hún nær fram að ganga. Verður þing því rofið aftur að afsrtöðnu næsta þingi og kosið á ný árið 1970 og hið fyrsta óskipta flSis- þing í Svíþjóð kemur saman að loknum þeim kosningum, vænt- anlega í ársbyrjun 1971. Þannig verða kosningarnar á sunnudaginn síðustu kosningar til „2dra kammaren", því að „kammaren" hverfa úr sögunni. En hvernig verka kosninga- úrslitin á stjórnina, ef þau verða henni í óhag? Talsmenn flokk- anna voru spurðir um þetta fyr- ir nokkrum dögum í sænska sjónvarpinu. Afstaðan í þinginu er þannig nú, að stjórnin hefur tæpan meirihluta í sameinuðu þingi, og þó enn tæpari í neðri deild. Ef hún tapar 6 þingsætum þar, eða 11 í þinginu alls, er hún komin í minnihlurta. En það þykir vafamál hvort hún verði að fara þó hún komizt í minni hluta í neðri deild, ef hún held- ur meirihluta í Sameinuðu þingi. Ingve Holmberg, formaður hægri flokksins segir: Stjórnin á að fara ef hún missir meirihluta í N.D. Hún getur setið áfram ef hún tapar ekki nema fjórum þingsætum. Það væri háðung ef hún leitaði srtyrks hjá kommún- istum til þess að geta lafað áfram. Gunnar Hedlund formaður bændaflokksins (og líklegt forsætisráðherraefni ef stjórnar- andstæðingar vinna) segir: Ef fylgi núverandi stjórnar rénar um 6 þingsæti eða meira, ber stjórninni að segja af sér þegar í stað. Sven Wedin (Folkpartiert): Ef lýðræðislegu stjórnarandstöðu- flokkarnir fá meirihluta 15. seprt- ember í N.d. ber Erlander að fara frá strax, og borgaraflokk- arnir eiga að mynda stjórn. Ef stjórnarflokkurinn reyndi að halda dauða'haldi í völdin, með tilstyrk Efri deildar, sem er rtakn úreltra skoðana, gerði hún um leið sænska kjósendur ófullveðja að nokkru leyti. Sven Wedén leiðtogi Þjóðarflokksins Tage Erlendar sivaraði spurn- ingunni um hvað stjórnin mundi gera ef hún bíður ósigur á þessa leið: Við höfum sagt skýrt og ótvírætt að við förum, ef ekki verður þingræðislegur grund- völlur fyrir því að fylgja fram fasfcri og rökréttri jafnaðarm.- stefnu. Af þessu leiðir að við för- um ef við missum svo mörg þing sæti að við getum ekki lengur treysrt stuðningi meirihlurtans við stefnu okkar. Auk þess höf- um við sagt að við förum, ef borg araflokkarnir fá 58% atkvæða við kosningarnar, eða meir, jafn- vel þó við hefðum þingræðisleg- an grundvöll til að halda áfram. (í öðru viðtali var Erlander spurður hvort hann gæti hugsað sér að sdrtja áfram ef stuðningur kommúnista ríði baggamuninn, svaraði hann mjög ákveðið: — Nei!). C. IH. Hermansson (Vanster- partiet kommunisrterna) svaraði: nú er rétti tíminn til að gerast félagsmaður AB Félagsmenn AB 1. greiða engin félags- eða innritunargjöld. 2. veija sjá/fir þær bækur,sem þeir girnast helzt (minnst fjórar á ári), 3.. geta valið úr um 150 bókum AB, jafnt gömlum sem nýjum og mega kaupa jafn- mörg eintök af hverri bók og þeir vilja,með hinum hagstæðu AB kjörum. 4. þeir, sem kaupa einhverjar sex AB-bækur eða fleiri á árinu, fá sérstaka bók í gjöf frá félaginu. Þessar gjafabækur AB eru ekki til sölu og fást aðeins á þennan hátt. ALMENNA BÓKAFÉLAGIÐ Yngve Holmberg leiðtogi Hægriflokksins — Ef stjórn er stjórnunarhæf er engin ástæða til að hún segi af sér. Við sjáum eftir kosning- arnar hverskonar stjórn það verð ur, sem getur stjórnað. (Her- mansson lét þess getið á öðrum stað, að það gæti vel hugsazt að kommúnistar vildu styðja jafn- aðarmannastjórnina, ef á þyrfti að halda). Og nú er róið fastar, á báðar hliðar, en „elztu menn muna". S'tjórnarandsrtæðingar eru nú sigurvissari en þeir hafa nokk- urntíma verið. Vonir þeirra byggjast á samvinnu borgara- fiokkanna og á kosningaósigri Erlanders í sveitastjórnarkosning unum síðustu. Hins vegar hefur síðasta Gallup-könnunin ekki gefið neitt eindregna vísbend- ingu um úrslitin. ESSKÁ. C. H. Hermansson Ieiðtogi sænskra kommúnista

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.