Morgunblaðið - 15.09.1968, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 15.09.1968, Blaðsíða 32
KSICUR Suöurlandsbraut 14 — Sími 38550 H HeimllistryggiMg er nauðsyn ALMENNAR TRYGGINGAR f 15 skip með 965 lestir GOTT veður var á síldarmiðun- um á föstudag. Mikið mun hafa verið kastað, en síldin gekk hratt vestur um, og gekk illa að ná henni. Tvæi togara- landanir í vikunni Tveir togarar lönduðu í Reykjavík í s.l. viku. Jón Þor- láksson landaði 10. og 11. þ.m. 256 tonnum og Þorkell máni landaði 9. þ.m. 223 tonum. Afl- inn var blandaður, mest ufsi og karfi. Veiðisvæðið var um 70° og 10 mín, n. br. og 6° a. 1. og þar fyrir vestan. Kunnugt var um afla 15 skipa, samtals 965 lestir. Lestir Fífill GK. 110 Ólafur Magnússon EA 30 Jón Finnsson GK. 30 Kristján Valgeir NS. 25 Eldborg GK. 50 Júlíus Geirmundsson ÍS. 80 Reykjaborg RE. 15 Tungufell BA. 70 Héðinn ÞH. 50 Gígja RE. 100 Vörður ÞH 30 Sóley ÍS. 50 Harpa RE. 180 Guðbjörg ÍS. 60 Öm Re. 85 Brettingur hefur land- að 1800 tunnum Framkvæmdirnar við Álverksmiðjuna hafa gengið eftir áætlun frá því að verkfallinu lauk. Þar hafa mikiar verksmiðjubyggingar sprottið upp á skömmum tíma, og þessi mynd er tekin í stærsta mannvirkinu, sem þama er verið að byggja. Er það svokallaður Kerskáli, en í honum er komið fyrir 120 kerum, sem notuð em við álvinnsluna. (Sjá grein á bls. 14) Ljósm. Mbl. Sv. Þorm. Vopnafirði 14. september. Brettingur landaði hér í gær og fyrradag samtals 960 tun- um af síld sem söltuð var um borð á miðunum. Áður hafði hann lagt í síldarflutningaskip 785 tunnur og sjálfur komið með 57 tunnur áður. Brettingur fór svo aftur á rniðin í gær með um 5-600 tunn ur tómar, og tók jafnframt 12 tonn af ís. Kristján Valgeir er væntanlegur upp úr helginni, en ekki vitaðmeð hve mikinn afla. Sild sú sem komin er hér á land fer væntanlega að mestu leyti í skip í næstu viku. — Ragnar. ------—---------- rl Krokkor stólu bót NOKKRIR krakkar tóku lítánn vélbát i höfninni traustataki og fóru smáferð á honum í gær- morgun. Þau tóku land í Laugar- nesi, en bátinn rak frá. Hafn- sögumenn náðu bátnum og var hann þá kominn tvö til þrjú hundruð metra frá landi. Bás Sjóklæðagerðarinnar og boð, Dav. S. Jónsson & Co. Max hf. á sýningunni. Aðalum- 11 þús. lesta sumarafli í Eyjum um hundrað tonn af slitnum humar MJÖG mikil fiskveiði hefur verið hjá Vestmannaeyjabátum í sumar og frá miðjum maí til ágústloka höfðu borizt þar á land liðlega ellefu þús. tonn af slægðum fiski. Þetta er mun meiri afli heldur en veiddist á Eyjamiðum í fyrrasumar. I sumar hafa 60—65 bátar stundað veiðar frá Eyjum og eru það nokkru fleiri, en í fyrra. Þá hafa humarbátar aflað sæmilega og er sumarafli þeirra liðlega 100 tonn af slitnum humar. Mest er af þorski og ýsu í þessum sumarafla. Það sem af er árinu er bol- fiskaflinn því orðinn um 40 þús. lestir í Vestmannaeyjum, en undanfarið hefur ekki gefið á sjó um nokkurn tíma. Nokkur hluti Vestmannaeyjaflotans hef- Vélskólinn settur á 3 stöðum landsins VÉLSKÓLI ISLANDS verður settur á morgun hér í Reykjavík og einnig deild skólans í Vest- mannaeyjum en deildin á Akur- eyri verður sett á fimmtudaginn. Er þetta í fyrsta sinn sem Vél- skólinn starfar á þremiur stöðum á landinu, en öll vélfræðikennsla hefur verið samræmd undir stjórn skólans m. a. vélfræðinám- skeiðin sem Fiskifélagið áður sá um. Framhald á bls. 31 ur verið á síldarmiðunum norður í hafi í sumar. Færeyzk sendi- nefnd til Grænlands f október mánuði nk. munu Færeyingar senda sjö manna nefnd til Grænlands til að semja við grænlenzka Landsráðið um fiskveiðiréttindi Færeyinga við Grænland. Landanir Færeyinga í Grænlandi, svo og veiðar á smábátum frá móðurskipum inn an grænlenzkrar landhelgi, eru byggðar á samningi, sem síðast var endurnýjaður 1965 og renn ur út 1970. Færeysku sendi- nefndina skipa meðlimir flokk- anna í Færeyjum en fyrir niefnd inni verður Peter Mohr Dam, lögmaður. Flug truflaöist Tekinn ó 130 km. hraða HARÐUR árekstur varð um há- degisbil í gær á Suðurlandsbraut við Ármúla. Bílarnir skemmdust mikið, en meiðsli urðu smávægi- leg á farþegum. Mikið var um árekstra um morguninn, alls urðu þeir sex. Þá var ungiingspiltur 17 ára gamall tekinn fyrir ofsaakstur af Kópavogslögreglunni í fyrri- nótt. Náði lögreglan honum við Silfurtún. Ökuhraðinn mældist allt að 130 km. á klst. Síöasti dagur kaup-S vegna þokunnar stefnunnar er í dag Tvœr tizkusýningar KAUPSTEFNUNNI í fordyri Laugardalshallarinnar lýkur í kvöld. Verður hún opin frá kl. 14—22. Hefur aðsókn ver- ið afar góð og hefur fólk ver- ið ánægt með þetta fyrirkomu lag. Hefur það sparað innkaupa- stjórum verzlunarfyrirtækja og framleiðendum óhemju tíma, og eru á lofti raddir um að æskilegt sé að hafa slíkar kaupstefnur tvisvar á ári fram vegis. Tvær tízkusýningar verða haldnar í dag kl. 17 og 20,30 og verða sýndar fimmtíu flík- Ur frá hinum ýmsu fyrirtækj- um. Mikil þoka grúfði yfir á föstu- dag og fram á laugardag. Var hún mest á Vesturlandi, allt frá Hvallátrum og út á Hornbjargs vita og með ströndinni austur að Vopnafirði. Er dimmt við strönd ina, en birtir til lands. Á Reykja nesi var líka þoka, og var dimmt föstudagskvöld og um nóttina, en birti til með morgninum. Flug truflaðist vegna þokunnar. Þokan er vegna þesis, að und- anfarið hefur verið rök austan- átt. Þegar lægði og kólnaði myndaðist þoka yfir landi og flákar yfir sjó. Er þetta svoköll uð útgeislunarþoka. Nú er hæg- ur norðaustanandvari og ætti því heldur að draga úr þokunni. Nokkrar tafir og truflan ir urðu hjá flugfélögunum vegna þokunnar. Þrjár vélar Loftleiða gátu ekki lent á Kefla víkurflugvelli á föstudagsnótt. Var ein á leið frá New York og flaug hún beint til Luxemborg- ar, en tvær voru á leið þaðain til New York og urðu þær að lenda í Straumsfirði. Þær flugu þaðan til New York á laugar- dagsmorgun. Ein Fokkerflugvél Flugfélags ins gisti á Akureyri á föstu- dagsnótt vegna þokunnar, og þot an beið í Glasgow. Með morgn- inum komst innanlandsflug í eðli legt horf, og millilandaflug héð- an tafðist ekkert.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.