Morgunblaðið - 15.09.1968, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 15.09.1968, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. SEPT. 1968 17 Orða-niglingur Franskur stjómmálamaður, bragðarefur mikill, sagði ein- hverju sinni: „Ég nota orðin til að dylja hugsanir mínar“. Þótt þessi maður þætti ærið óhrein- skilinn, reyndist hann í þessum or'ðum hreinskilnari mörgum þeirra, sem sömu kenningu hafa fylgt og fylgja og nota orð vísvitandi til að villa um fyrir öðrum en reyna eftir föngum að dylja þá meginreglu sína. Orða- ruglingur er þó ekki ætíð gerð- ur af ásettu ráði í blekkinga- skyni. Stundum sprettur hann af óskýrri hugsun, enda sum orð í eðli sínu svo afstæð, að þau bjóða upp á rugling, ef svo má segja. En frumskilyrði réttrar hugsunar og ályktunar er það, að ljóst sé við hvað er átt me’ð orðunum, sem notuð eru. Því að orðin eru til alls fyrst. Sjaldan hefur orðaruglingur komið berar í ljós en nú í sam- bandi við hemám Tékkósló- vakíu Sovétmenn segja innrás sína og hernám igert til að hindra valdatöku þeirra, sem þeir ýmist kalla „hægri menn,“ „íhaldsmenn" og „afturhalds- menn.“ Flestir aðrir tala um „frjálsræðisöflin" í Tékkósló- vakíu, sem Sovétmenn vilji bæla niður, og margir segja, að „hægri menn“ og „íhaldsmenn" í Moskvu og leppríkjum Sovét- Rússlands hafi rá’ðið þessum að- förum. Þessi or'ðaruglingur þarf ekki að vera í frammi hafður í blekk- ingarskyni, þó að svo sé bersýni lega um sumt. í sjálfu sér má segja, að orðin „hægri" og „vinstri," „framsókn" og „íhald," „igerbreyting" og „afturhald" séu allt afstæð orð, sem enga algilda þýðingu hafi. Orðin „<hægri“ og ,,vinstri“ voru fyrst valin til að tákna ákveðnar stjórnmálaskoðanir vegna þeirr- Hanstsói. REYKJAVÍKURBRÉF -Laugardagur 14. sept. ar sætaskipunar, sem af tilvilj- un varð á byltingarþinginu franska 1789, þar sem þeir, er engar breytingar vildu gera, sátu yzt til hægri en hinir, er öllu vildu umvelta, tóku sér sæti ýzt til vinstri. Hinir hófsamari sátu svo þar í milli. Sinn er siður Nú fer það aúðvitað alveg eft- ír þjóðfélagsástandi hverju sínni, hvort ástæða sé til breyt- inga og þá hvers eðlis. Það má t.d. til sanns vegar færa, að Sovétmenn, sem vilja halda fast I ritskoðun og hverskonar ófrelsi, séu „íhaldsmenn." Þeir verða a.m.k. ekki með nokkrum sanni kallaðir „frjálslyndir.“ Skoðanabræður þeirra á Vest- Urlöndum, sem vilja innleiða ófrelsi og skoðanakúgun eru hins vegar „gerbreytingamenn,“ sem gjarna kalla sig sjálfa „frjáls- lynda vinstri menn,“ þótt þeir séu andstæðir öllu frjálsræ’ði og trúi á samskonar skoðanakúgun og „hægri mennirnir” gerðu á byltingaþinginu franska. ,,íhaldsmenn“ á Vesturlönd- um, sem vilja vernda frelsi bæði í athöfnum og orðum, eiga aft- ur á móti ekkert skylt við fram- angreinda „íhaldsmenn" í Sovét- Rússlamdi. Sannfærimgin um ágæti frelsisins er ekki sízt sprottin af því, að þar með skap- ist líkur fyrir sem örustum og aimennustum framförum. Af þeim sökum léku framfaraöflin ó Islandi beinlínis í hendur and- stæðinga sinna, þegar þau á sín- um tíma kölluðu flokk sinn „íhaldsflokk," gagnstætt „Fram- sóknarflokknum", sem einmitt á þeim árum vildi halda í þá- verandi úrelt Lslenzkt þjóðfélag og barðist á móti vexti þéttbýl- isins. Og fram á þennan dag hef ur „Framsókn" viljað láta menn njóta mismunandi mikilla mann- réttinda, eftir því hvar þeir ættu heima í landinu. Með sama hætti má segja, að Sjálfstæ’ðis- menn séu að leggja vopnin í hendur óvina sinna, þegar sum- ir þeirra kalla það þjóðskipu- lag, sem þeir telja æskilegast „auðvaldsskipulag.“ Þesisi nafn- gift hefur aldrei átt við á ls- landi, þar sem Sjálfstæðismenn greinir fyrst og fremst á við andstæðinga sína um afstöðuna til frelsis og lýðræðis. Frjálst lýðræðisþjóðfélag, sem Sjálf- stæðismenn óska eftir, er alger andsta’ða þjóðskipulags komm- únista. r Ottinn við or Gagnstætt hinum gamla franska bragðaref nota heilbrigt hugsandi menn orðin til þess að skýra og tjá hugsanir sínar. Hugsun og orð eru órjúfanlega samantegnd. Þess vegna vilja þeir valdhafar, sem óttast hugs- anir þegna sinna, umfram allt hindra hið frjálsa orð. Fyrir þessu gerði Guðmundur G. Haga lín rithöfundur mjög glögga grein í afbragðsgóðu erindi, sem hann flubti á fundi félags eins hér í Reykjavík nú í vikunni. Með mörgum dæmum skýrði hann óttá Sovétmanna við ohðið og ráðstafanir þeirra fyrr og síðar til að hafa hemil á því. Margt af því, sem Guðmundur sagði í hinu ágæta erindi sínu, var endursögn þess, sem hann hafði bent á, þegar fyrir 20—30 árum. Hann sýndi fram á, að at- burðirnir nú staðfestu í einu og öllu fyrri umsagnir sínar. Það eru og ekki athafnirnar einar, sem staðfesta ótta Sovétmanna við mátt orðsins, heldur er þess- um ótta einnig skilmerkilega lýst í þeirra eigin skrifum til varnar árásinni á Tékkóslóvakíu. Það er t.d. stórfróðlegt a’ð lesa bækling, sem kommúnistar dreifa út og nefnist „The Strate- gic Defeat of the „New Eastem Policy” “ eftir Kurt Kmeger og er sérprentun úr Berliner Zeit- ung frá 25. ágúst 1958. Þar er í upphafi farið fögrum orðum um hina happasælu hemaðarað- stoð, sem „bræðraþj óðirnar" fimm hafi veitt Tékkóslóvakíu á hættustund hennar, í „samræmi við anda og skyldumar, sem ákveðnar hafi verið í Bratislava yfirlýsingunni.“ Þá er oftar en einu sinni tekið fram að hættan, sem nú hafi verið við a'ð etja, hafi ekki verið hernaðarlegs eðl- is, né heldur hætta á líkamlegri valdbeitingu, sem hafi gefizt „imp erialistum” mjög illa í Ungverja landi 1956. Hernaðarmáttur Sov- ét-Rússlands sé svo mikill, að enginn þori að leggja til beinn- ar atlögu við það. Orðrétt seg- ir: „Aðalvopn í gagnbyltingar- starfinu í Tékkóslóvakíu vom þess vegna fjölmiðlunartækin, — blöð, útvarp og sjónvarp, — sem voru í höndum andisósíal- iskra afla og hópa og áróður sál- fræðilegs herna’ðar, sem útvarp- að er af sjónvarps- og útvarps- stöðvum í Vestur-Þýzkalandi." Að sögn Sovétmanna sjálfra var þess vegna 500 þúsund manna her sendur inn í Tékkó- slóvakíu einungis til þess að berjast á móti orðinu! ..Ræður Evrópu4; I sömu grein er einnig lögð áherzla á, að bandalag hinna sósíalisku ríkja hafi undir for- ustu Sovét-isamveldisins nú sýnt svo mikinn „alþjóðlegan styrk- leika“, að engir þori að leggja til atlögu við þau. Þessi ummæli virðast bæði eiga víð hinn hem- Ljósm. Kristinn Benediktsson. aðarlega mátt, sem þessi ríki hafi nú sýnt, og sigur þeirra yfir orðinu. Að því er það fyrra varðar, má minna á orð Bis- marcks, sem Magnús Sigurðs- son blaðamaður rifjaði upp í sinni gagnmerku ræðu á fundi Vestrænnar samvinnu og Varð- bergs í Þjóðleikhúskjallaranum sl. laugardag. Hann drap á, að Bismarck hefði eitt sinn sagt, að sá, sem réði yfir Bæheimi, þ.e. því, sem nú nefnist Tékkó- slóvakía, réði yfir Evrópu. Þessi var dómur hins mesta stjóm- málamanns 19. aldar Sá dómur sýnist hafa fengið staðfestingu með þeirri höfuðáherzlu, sem aðal valdstreitumenn okkar tíma hafa hvað eftir annað lagt á yf- irráð yfir þessu landssvæði. Þessar vikur em rétt 30 ár lið- in frá því að Múnchen-sáttmál- inn var ger’ður, en hann opnaði Hitler leið til algers valdaráns í Tékkóslóvakíu. 10 árum síðar hrifsaði Stalín til sín völdin yfir Tékkóslóvakíu og skaut lýðræð- isþjóðum í Vestur-Evrópu og Norður-Ameríku þar með svo skelk í bringu, að þau svöruðu með stofnun Atlantshafsbanda- lagsins. Nú 20 árum síðar þegar kommúnistar hafa marg-sagt, að Atlantshafsbandalagið væri í upplausn, þá sýna Sovétmenn enn veldi sitt með því áð bæla niður hinar veiku frelsishreyf- ingar í Tékkóslóvafeíu og her- nema allt landið. Auk alls annars hefur her- námið í för með sér mikla breyt ingu á valdahlutföllum í álf- unni. Þegar um það er rætt, að hernámsliðið hverfi e.t.v. á brott áður en langt um líður, er engu að síður ráðgert, að Sovét-Rúss- land haldi liði á vesturlandamær um landsins, gegnt Þýzkalandi. í einn stað kemur, hvort þetta er í raun og veru dulbúin að- ferð til að halda hernámisliði í Tékkóslóvakíu, eða það er til þess að styrkja vald Sovét-Rúss- lands í Evrópu. Afleiðingin er hin sama, sovézkt herlið er nú komið inn í miðja Evrópu, í það land, sem talið hefur verið, a!ð auðvelt væri að ráða yfir allri Evrópu með yfirráðum þess. At- burðirnir að undanförnu sýna, að Sovétmenn hafa ekki treyst Tékkum og þá ekki heldur tékk- neska hernum. Þeir sýna einn- ig, að valdhafarnir í Kreml hafa full ráð yfir sínum eigin her- sveitum, þær gera hifelaust, það sem þeim er skipað. Þess vegna hlýtur það að hafa mikil áhrif á valdahlutföll í álfunni, að hinar sovézku hersveitir hafa nú tekið sér slíka varðstöðu. Fyrirvaralaust 1 varnaráætlunum Atlants- hafsbandalagsins hefur hingað til verið gert ráð fyrir því, að herflutningar og aðrar ráðstaf- anir, sem hægt væri að fylgjast með, mundi gefa nokkra vís- bendingu um, hvort hætta væri á árás. Þess vegna er það einn ' eftirtektarverðasti lærdómurinn nú, áð innrásin í Tékkóslóvakíu sýnist hafa verið gerð án þess að nokkrar grunsemdir hafi vaknað um, að hún væri yfir- vofandi. E.t.v. kann þar nokkru um að ráða, að Sovétmenn höfðu mánuðum saman haft lið- safnað við landamæri Tékkósló- vakíu undir því yfirskyni áð víð tækar heræfingar ættu sér stað. Hvað sem um það er, þá er einn ig hægt að fara á sama veg að í framtíðinni og hafa svo lang- vinnan liðsafnað, að menn séu hættir að ugga að sér. Jafn- framt því, sem úr hugsanlegum ótta yrði dregið með því að gera svo tvírætt samkomulag, eins og gert var í Bratislava; samkomu- lag, sem er þess e’ðlis, að gagn- rýnendur hernámsins telja þalð beint nof á Bratisliava yfirlýsingunni, sbr. bréf norska kommúnistans Johans Borgens í Morgunblaðinu sl. miðvikudag, en hins vegar tii- ’ vitnuð orð í Berliner Zeitung, þar sem innrásin er beinlínis sögðu gerð í samræmi við anda og skuldbindingu Bratislava- yfirlýsingarinnar! Nú var kom- ið bæði Tékkum og öðrum að óvörum. Slíkt verður þó ennþá auðveldara eftir að öflugur Sovéther er seztur áð inni í sjálfri Mið-Evrópu, einungis klukkutíma akstur frá Múnchen, þar sem áðalstöðvar „hins sál- fræðilega hernaðar" sjónvarps og útvarps í Vestur- Þýzkalandi hafa aðsetur sitt. Einmitt sá höfuð fjandi, sem Berliner Zeitung tel- ur Sovétveldinu stafa mesta hættu af. Fyrir okkur íslend- inga hafa þessar staðreyndir ekki einungis fræðilega heldur raunhæfa þýðingu. Þær sanna, að kenningin um nokkra vikna eða a.m.k. margra daga fyrir- vara, sem gerði mögulegt að kalla varnarlið til landsins, fær ekki staðizt. Á meðan núver- andi skálmöld ríkir verða allir áð vera viðbúnir, ef þeir vilja halda frelsi sínu. Þetta skilja allir sannir frelsisunnendur og þess vegna er það ömurlegt, að ungir Framsófcnarmenn skuli einmitt fáum dögum eftir inn- rásina í TékkóslóvakJu heimta, að ísland verði gert varnarlaust, og gefa í skyn, að þeir vilji, að landið hverfi úr Atlantshafs- bandalaginu við fyrsta tæki- færi. „Ekki með at- kvæðaseðlum“ Það eru fleiri menn sferítnir en hinir ungu Framsóknarmenn. Það er sannarlega meira en skrítið, að Þjóðviljinn skuli nú skrifa dag eftir dag á þá leið, að íslenzkir kommúnistar hafi ætfð viljað stjórnarfarslegt frelsi og kunnað að meta borgaraleg mannréttindi, enda aldrei ætlað sér að ná völdum nema með lýð- ræðislegum hætti. Alþýðublaðið rifjar það upp, að 1936 hafi miðstjórn Komm- únistaflokks Islands samþykkt að hinn nýi Sameiningarflokkur alþý’ðu, Sósíalistaflokkurinn, sem þá var verið að undirbúa, skyldi taka „skilyrðislausa afstöðu með Sovétríkjunum sem landi sósíalismans og leyfa enigan fjandskap gegn þeim í blöðum flokksins eða af hálfu starfs- Framhald á bls. 16

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.