Morgunblaðið - 15.09.1968, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 15.09.1968, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. SEPT. 1968 Richard M. Nixon Fyrir Richard Nixon var leiðin upp fjallið allt ann- að en auðveld og hann varð fyrir mörgum áföllum. En hann mótaði snemma með sér dugnað, framgirni og mikla afkastagetu. Sem drengur vann hann í mat- vöruverzlun föður síns í litlu þorpi í Kaliforníu. Það var um 1920 og erfiðir tímar fyrir fjölskylduna. En hann var ákveðinn í að komast áfram. Hann vann með skólanum og var númer tvö í sínum bekk. Hann komst ekki í fótboltaliðið, en klæddist búningi sínum og hrópaði húrra af áhorfendabekkj- unum. Hann fékk styrk til að stunda nám við Duke, lagaháskólann og varð þar númer 3 í sínum bekk. Sem forseti stúdentasamtakanna byrjaði hann að þjálfa atjórnmálahæfileika sína. Fyrst sótti hann um vinnu við stórt lögfræðifyrir- tæki, en þegar það brást setti hann upp sína eigin litlu skrifstofu. Sjóherinn var hrifinn af hæfileikum hans og þegar hamn lauk herþjónustu var hann Lt. Commander að tign. 1946 lagði hann til atlögu við demókrata nokkurn sem átti miklu fylgi að fagna í Kalifomdu og vann af honum sæti í fulltrúa deildinni. Stjórnmálaferill hans var hafinn. Aðeins 34 ára gamall átti hann nú sæti í fulltrúa- deild Bandaríkjaþings. Hann sýndi afkastagetu sína í störfum fyrir Óamerísku nefndina. 38 ára að aldri var hantn orðinn ö'ldungadeildarþingmaður og fertugur var hann orðinn varaforseti Bandaríkjanna. Eftir að hafa tapað forsetakosningunum 1960 og rikisstjórakosningunum í Kaliforníu 1962 reyndi harn að komast aftur í fremstu víglínu. Hann ferðað- ist mikið, barðist fyrir flokkinn og aflaði sér fylgis. Og 55 ára gamall hefur hann nú verið útnefndur for- setaefni Republikana í forsetakosningunum 1968. Spiro T. Agnew Spiro Agnew er maður sem barðist gegn ofurefli — og sigraði. í fyrstu leit út fyrir að allt væri á móti honum, fyrst sem sonar fátæks innflytjanda og síðar sem Republikana, sem þurfti stuðning Demokrata til að komast áfram á stjórnmálasviðinu. En hann komst áfram — til þess, að verða fyrsti Bandaríkjamaðurinn af grískum ættum sem varð rík- isstjóri og svo varaforsetaefni Republikana. Hann er 49 ára gamall. Hinn ungi „Ted“ var táningur á kreppuárunum og tók að sér ýmis störf til að hjálpa fjölskyldunni, sem átti veitingahús í Baltimore. Veitingahúsið varð síðar gjaldþrota. Það þýddi að Agnew varð sjálfur að koma sér gegnum skóla. Hann byrjaði að læra efnafræði en skipti svo yfir í lögfræði, vinnandi með skólanum allan tímann. Stríðið kom og hann var hersveitarforingi í Evrópu. En hann kom heim aftur og lauk lögfræðiprófi. Áhugi hans á þjóðmálum varð til þess að árið' 1957 varð hann nefndarmaður í svæðaskiptinganefnd Baltimore héraðs og sfðar formaður hennar. Demokratar bol- uðu honum frá 1961, en það var ekki nóg til að stöðva hann. Árið eftir var hann kjörinn framkvæmda stjóri héraðsins og var nokkurskonar borgarstjóri úthverfanna. 1967 varð hann fimmti republikanski ríkisstjórinn í Maryland og var afkastamikil'l að venju, kom á margskonar endurbótum. Agnew ríkisstjóri er raunsær maður sem setur markið hátt og vinnur ósleitlega að því að ná því. Þessi dugnaður hans leiddi til þess að hann er nú varaforsetaefni Republikana. úr fútækt til frama FRAMB J ÓÐENDURNIR fjórir til forseta- og varaforsetaembættanna eiga eitt sameiginlegt: Þeir voru allir fátækir drengir, sem létu ameríska drauminn um frama og velgengni rætast. Þeir hafa sannað að þetta er ennþá land tækifæranna, þar sem hver sem er getur komizt til æðstu metorða. Fortíð þessara fjögurra manna — Richards M. Nivon, Hu- berts H. Humphreys, Spiros T. Agnew og Edmunds S. Muskie — er furðu- lega lík. Þrír þeirra áttu foreldra sem voru innflytjendur. Móðir Hump- hreys varaforseta fæddist í Noregi. Muskie, öldungadeildarþingmaður, átti pólskan föður, sem upphaflega hét Marciszewski. Faðir Agnews, ríkisstjóra var Grikki, sem breytti nafni sínu úr Anagnostopoulus. For- feður Nixons voru írskir. Allir fram- bjóðendurnir komu frá verkalýðs- fjölskyldum. Fjárráðin voru oft lítil og til að hljóta menntun urðu þeir að „vinna sig í gegnum skóla“. Kreppuárin höfðu misjöfn áhrif á þá og allir nema Humphrey gegndu herþ’jónustu í síðari heimsstyrjöld- inni. En allir sýndu þeir einbeitni, framgirni og vinnuvilja. Og vegna þessara eiginleika hafa þeir getað klifið hæsta fjall bandarískra stjórn- mála, nú er bara eftir að sjá hverjir komast alla leið upp á tindinn. Hubert H. Humphrey Hubert Humphrey átti einnig erfiða tíma en komst samt vel áfram. Víðtæk áhugamál, óbilandi starfs- orka og ,,-ég-gefst-aldrei-upp“ hugarfar mótaði líff hans. Hubert sá fátækt allt í kringum sig í sléttuborg- um Suður-Dakota. Kreppan skall á og fjölskyldan varð að selja heimili sitt. En Hubert var forystumað- ur í sínum bekk og tók þátt í margvíslegri félags- starsfemi. Hann neyddist til að hætta í menntaskóla þegar lyfjabúð föður hans var að verða gjaldþrota, og hjálpaði við að koma henni á réttan kjöl í öðru þorpi. Þar vann hann í nokkur ár en hann var alltaf jafn ákveðinn í að menntast og innritaðist í Minnesotahá- skóla. Bæði Humphrey og kona hans unnu meðan hann stundaði nám og þar til hann lauk prófi. Þá h'laut hann styrk til framhaldsnáms og lauk meistaraprófi. Þrátt fyrir það að hann féll í borgarstjórakosning- um í Minneapolis 1943, gafst hann ekki upp heldur reyndi strax aftur 1945, og vann. Meðan hann var borgarstjóri hjálpaði hann til að koma kommúnistum út úr „The Democratic Farmer-Labour Party“. Stjóm málaferill Humphreys var að hefjast. 37 ára að aldri var hann kominn í öldungadeildina. Hanin er málugur maður að eðlisfari og var stundum álitinn hvatvís en það var fljótlega tekið eftir eljusemi hans. Hann tók rösklega til höndum við svotil allt sem bar á góma, var endurkjörinn tvisvar og varð þingleiðtogi núm- er tvö. 53 ára að aldri varð hann varaforseti Banda- ríkjanna og jafnvel verstu óvinir hans verða að við- urkenna umhyggju hans fyrir starfinu. Og 57 ára gamall er hann forsetaefni Demokrataflokksins. Öllu sem hann hefur tekið sér fyrir hendur hefur hann unnið að af dugnaði, vinnusemi og bjartsýni Edmund Muskie Athygli þjóðarinnar beindist nokkuð skyndilega að Edmund Muskie. En leiðin að því marki hafði ver- ið torfær og aðeins miklir hæfileikar gerðu honum kleift að ferðast hana. Hann var alinn upp í litlu þorpi í Maine sem hafði fengið að kenna á krepp- unni. Faðir hans var pólskur klæðskeri. Muskie var mjög feiminn á unglingsárum sínum og til að yfir- vnina þanin veikleika gekk hann í málfundafélag og varð að lokum forystumaður bekkjar síns. Náms- styrkir gerðu honum kleift að ljúka prófum í mann- kynssögu og lögfræði, en jafnframt því að stunda námið vann hann sem vikapiltur á hóteli. í skólan- um var hanin kallaður „eini demokratinn" sem var vel viðeigandi með tilliti til þess að hann vann stjórnmálasigra í ríki sem republikanar „áttu" áður. Eftir að hafa lokið herþjónustu (sem liðsforingi í sjóhernum) var hann kjörinn í ríkisþing Maine fylk- is. Þar sýndi hann framá að hann var maður raún- sær því hann hafði samvinnu við Republikana þeg- ar honum fannst það henta. Hann bauð sig fram til ríkisstjóraembættisins og varð fyrsti demokratinn I tuttugu ár sem vann þá stöðu. Hanrn var endu-rkjör- inn. Árið 1959 varð hann fyrsti demokratinn sem kjörinn var í öldungadeildina sem þingmaður frá Maine. Muskie öidungardeildarþingmaður lenti fljót- lega eftir komu sína í deilum við Lyndon Baines Johnson sem var formaður meirihlutans. Hann vann ötullega að því að útkljá deilumálið og allt féll í ljúfa 'löð. Og nú, 54 ára að aldri er Muskie varafor- setaefni Demokrata. Hanin hefur einnig sýnt að á- hugi og dugnaður færa ríkuleg laun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.