Morgunblaðið - 15.09.1968, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 15.09.1968, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. SEPT. 1968 0 Báðhús Reykjavíkur Dóra G. Jónsdóttir skrifar: „Kæri Velvakandi Margir verða til þess, að snúa sér til þín með hugrenningar sinar. Þá sjaldan ég tek mér penna í hönd, veit ég ekki hvert ég á að snúa mér, en hafi maður einu sinni fengið áheym, verður manni það helzt á að snúa sér þangað aftur. Oft hef ég heyrt á tal manna og lesið sumt af því, sem ritað hefir verið um væntanlegt ráðhús Reykjavíkur, Thor Jens ens húsið og fleira, er varðar horgina okkar. Það eru orðnir margir borgarar Reykja- víkur, sem eru fæddir og uppaldir Reyk- víkingar, auk allra hinna, sem eru orðnir rótgrónir Reykvíkingar. Við erum áreiðan- lega mörg, sem aldrei komum hugsunum okkar og óskum á framfæri, vegna þess að við eigum ekki von á að minnsta til- lit sé til þeirra tekið. Við emm lítil peð 1 stóru tafli, en samt er okkur ekki öll- um sama um hvernig farið er með borg- ina okkar. f Morgunblaðinu 8.9.‘68, var ég að lesa viðtal við ungan mann, Magnús Skúlason, sem hefir valið sér Ráðhús Reykjavíkur sem prófverkefni. Alltaf gleðst ég í hvert sinn — og þá ekki sízt, þegar ungt fólk á í hlut — er fram koma raddir, sem ekki vilja ryðja öllu gömlu burt og byggja nýtt i staðinn. Þessi grein kom því enn einu sinni hreyfingu á hug minn varðandi þessi efni. Frá þvi farið var í alvöru að ræða um ráðhúsbyggingu við Tjömina, hef ir í mínum huga búið um sig kviði fyrir því, að eiga eftir að sjá stóran kassa eða annað bákn yfirgnæfa allt umhverfið, líkt og í Osló. Ráðhúsið í Osló er fallegt að innan, en skoði maður myndir frá borg- inni, gnæfir þessi stóri dökki ferningur alls staðar yfir eins og klettur úr hafinu og hefði sennilega betur sómt sér í nám- unda við gamla Akkershuskastala. Það sparar manni oft mikið, ef maður getur lært af reynslu annarra og það legg- ur Magnús Skúlason til grundvallar sinni teikningu. Hann hefur fyrst kynnt sér ráð- hús annarra Norðurlanda og reynir að samrýma aðstæður. Ég hefi ekki getað sætt mig við þá tilhugsun, að byggt yrði ráð- hús út í Tjörnina, hins vegar skil ég að ráðhús þurfi að vera í miðborginni, en hve lengi verður þessi borgarfhluti mið- borg? 0 Gömlu húsin við Tjörnina Og hvað verður um öll þessi gömlu hús við Tjörnina, sem talað er um að rífa? Þó þau séu ekki hlaðin úr torfi og steini, eru þau tákn sins tíma og eiga hvert sína sögu. Varla mun þeim ætlaður staður inn við Árbæ og ekki er að sjá að þeir, sem hafa skipulagt þessi nýju hverfi þar, hafi munað eftir byggðasafninu Árbæ, að það þyrfti sitt rými og umhverfi til að njóta sín og gegna áfram þvi starfi, sem því var ætlað. Thor Jensens húsið á sér langa og fjöl- breytta sögu og á ég bágt með að trúa, að þeir séu margir Reykvíkingarnir, sem ekki myndu sakna þess, mér finnst það alls ekki mega hverfa af sjónarsviðinu. Og hvað þá með gömlu Iðnó? Þó hún sé orð- in gömul og illa fær um að gegna sínum skyldum, eða öllu heldur þeim kröfum, sem til leik- og samkomuhúsa eru gerðar, þá á hún sína sögu og sinn sess meðal Reykvikinga allra. Þeir eru llka ófáir iðnaðarmennimir, sem setið hafa á skólabekk I gamla Iðn- skólanum. Þó að hann sé hrörlegur orðinn er þó innan veggja hans sá dýrgripur, sem mér segir svo hugur um, að alltof fáir Reykvíkingar (að minnsta kosti af yngri kynslóðinni) hafi hugmynd um að til sé, hvað þá hafi augum litið. Á ég þar við baðstofu iðnaðarmanna — og hvað mun um hana verða? Verður hún ílutt í Iðn- skólann nýja eða hvort mundi hún ekki sóma sér I ráðhúsinu? Væri ekki allavega ráðlegt að reyna að bjarga henni áður en hún verður eldi eða annarri tortímingu að bráð. 0 Kvöldvökur Að lokum vil ég koma á framfæri þakk- læti til Svövu Jakobsdóttur fyrir skemmti- leg og fróðleg skrif frá Kerlingarfjöllum (I Lesb. Mbl.) Er það ekki einmitt eitt af því, sem reglulega vantar I alltskemmt- anahald I höfuðborginni — góðar kvöld- vökur? Ferðafélag íslands gengst fyrir góðum kvöldvökum, sem eru vinsælar, en þær eru yfirleitt einskorðaðar við sýn- ingu mynda og fróðleik frá ákveðnum stöðum hverju sinni og því annars eðlis. Allt skemmtanahald I seinni tíð er far- ið að miðast við það, að fólk komi og horfi eða hlusti á aðra skemmta og ár- angurinn er oft undir stemmingunni kom- inn, hvórt þeir, sem fram koma fái náð fyrir dómendum. En hitt er staðreynd, að komi fólk saman til að skemmta sér sam- eiginlega, þá skemmta sér alllr betur, en til þess að þeir megi takast þarf góða stjómendur. Er ekki hægt að fá þá góðu Kerlingarfjallamenn til að stjóma kvöld- vökum I Reykjavík á vetrarkvöldum? Verð ur ekki hægt að hafa kvöldvökur í Lldó, þegar það tekur til starfa íyrir unga fólk- ið og hvað um skólana? Það tíðkast að hafa dans og ýmsa skemmtan innan skól- ans. Eiga ekki einmitt góðar kvöldvökur erindi I skólana? Á ekki fólk, sem fær tækifæri I æsku, til að kynnast góðum skemmtunum, hægara með að velja og hafna þegar það á þess kost að taka þátt í öllu skemmtanalífi seinna meir. Dóra G. Jónsdóttir." 0 Ánægjuleg orlofsdvöl Húsmóðir I Kópavogi skrifar: „Velvakandi góður. Þú ert svo fús til að koma ýmsum hugrenningum manna á framfæri, þess vegna sný ég mér til þín. Ég var ein af orlofskonum úr Kópavogi að Laugum I Dalarsýslu 10.—20. ágúst. Heimahagar Guðrúnar Ósvífsdóttur fund- ust mér skemmtilegir. Við áttum þvl láni að fagna að birta og ylur fylgdu öllum þessum konum. Veðurguðinn passaði vel allan tímann. Við nutum staðarins dásam- lega. Konurnar höfðu aðgang að sund- lauginni, sem var óspart notuð. Og vissi ég til að einhver lærði að synda þennan tima. Maturinn var fyrsta flokks og öll þjónusta eftir þvi. Ég þakka öllum þessum glöðu og skemmtilegu konum fyrir allar kvöldvök- urnar og aðrar skemmtlegar samveru- stundir. Ennfremur þakkir til forráðamann anna. Við komum heim glaðar með sól í hjarta inn á heimili okkar. Húsmóðir í Kópavogi.“ Þorsteinn Júlíusson héraðsdómslögmaður Laugav. 22 (inng Klapparstíg) Sími 14045 BÍLALEIGAN AKBRALT SENDUM SÍMI 82347 BÍLALEIGAISi - VAKUR - Sundlaugavegi 12. Simi 35135. Eftir lokun 34936 og 36217. S'imi 22-0-22 Rauðarárstig 31 si“ 1-44-44 mfíiF/m Hverfisgötu 103. Simi eftir lokun 31160. MAGIMÚSAR skiphoitiTI mmar2U90 ^ftir lokun 4Q3S1 |j| ÚTBOÐ Tilboð óskast í að byggja skólahús í Breiðholtshverfi, hér í borg. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri frá og með næstkomandi þriðjudegi, gegn 5.000,00 króna skila- tryggingu. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR VONARSTRÆTI 8 - SÍMI 18800 NORÐURSTJARNAN BÝDUR ENN Á NÝ IMytt — nýtt / FRÁ Hudson sokkabuxur með íofnu lycra mjaðmabelti teg. 239. Sérstök mjaðmabelti því óþörf. Austurstræti. LITLA BÍLALEIGAN Bergstaðastræti 11—13. Hagstætt leigugjald. Simi 14970 Eftir lokun 14970 eða 81748. Sigurður Jónsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.