Morgunblaðið - 19.09.1968, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 19.09.1968, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. SEPT. 19&8 3 V . Evtúshenko Ég heyri þá segja: í>ú ert hugrakkur maður. — Haldlaust er það. Aldrei var kjarkur kennimaxk mitt. Einunigis virtist mér afkáralegt að leggjast eins lágt og hinir. Aldrei fannst grunnurinn gnötra. Tal mitt tæplega annað en hlátur að háspenntu táli. Ég mundaði ritblý réðist gegn engum sagði þó bert það sem bjó mér í hug. Varði ég þá sem ég verðuga taldi vörumark setti á glætulaus gerviskáld (þess gerðist veruleg þörf). Og svo eru þeir að ota því að mér að ég sé hugrakkur maður. STAKSTEIMAR Margt er skrýtið Það er margt skrýtið, sem birtist í „Þjóðviljanum“, en þó hefur mönnum alveg ofboðið síðustu daga að lesa skrif kommúnistablaðsins á Islandi um kosningaúrslitin í Svíþjóð. Kommúnistablaðið virðist nefni- lega komið að þeirri niðurstöðu, að Alþýðubandalagið á íslandi og Jafnaðarmannaflokkurinn í Svíþjóð sé eitt og hið sama. Þetta er jafn snjall saman- burður og þegar „Tíminn“ komst eitt sinn að þeirri niðurstöðu, að Framsóknarflokkurinn væri eig- inlega sams konar fyrirbæri og Verkamannaflokkurinn í Noregi. Astarjántningar komúnistablaðs ins til sænskra jafnaðar- manna hófust sl. þriðjudag, þeg- ar blaðið birti forustugrein eftir helzta stjórnmálaritstjóra sinn, þar sem sérstaklega var fagnað sigri sænskra jafnaðarmanna i sænsku kosningunum. Þar sagði m.a. : „Eftirvæntingin jókst enn eftir innrás Sovétríkjanna og fylgiríkja þeirra í Tékkó- slóvakíu. Kosningamar í Sviþjóð eru fyrstu kosningarnar í Vest- ur-Evrópu eftir þann atburð og umræður um hann mótuðu alger- lega kosningabaráttuna síðustu vikur". Ætla mættl, að í kjölfar þessara ummæla væri rætt um hinn herfilega ósigur, sem kommúnistaflokkur Hermanns- sons beið í kosningunum vegna innrásarinnar í Tékkóslóvakíu. En því er ekki að heilsa. Á þá staðreynd er ekki minnzt í for- ustugrein kommúnistablaðsins. Hún er eingöngu ástarjátning til sænskra jafnaðarmanna. Ekki tók betra við í dálki „Austra" i gær. Hann er allur helgaður þeirri viðleitni að sýna fram á að Jafnaðarmannaflokkurinn i Svíþjóð og Alþýðubandalagið á islandi séu eiginlega sams kon- ar flokkar. Hver er skýringin? Af eðlilegum ástæðum furðar menn mjög á þessum skyndilegn ástarjátningum, sem daglega ern nú sendar úr herbúðum komm- únista hér til jafnaðarmanna í Svíþjóð.' Það er býsna óvenju- legt að sjá svo vinsamleg skrif um jafnaðarmenn í kommúnista- blaðinu á islandi. Að vísu hef- ur það stundum gerzt áður, en þá jafnan í kjölfar tilskipunar frá Moskvu um að nú eigi að reyna samfylkingu við jafnaðar- menn. En hvers degna þetta skyndilega kærleikskvak? Skýr ingin er kannski nærtækari en flesta grunar. Það liefur verið róstursamt í Alþýðubandalaginu að undanförnu og Ijóst er, að í náinni framtíð verður þar um al gjöran og opinn klofning að ræða. Kommúnistar sjá þá skyndilega framan í þá hættu, að við hlið Alþýðubandalagsins komi nýr flokkur, sem standi á milli þeirra og Alþýðuflokksins, flokkur á borð við SF-flokk Ax els Larsens, sem beinlínis þurrk aði út kommúnistaflokkinn í Danmörku. Kommúnistar eru greinilega orðnir logandi hrædd ir við þennan möguleika. Þeir muna of vel kosningarnar í Reykjavík í fyrravor. Þess vegna upphefja þeir nú þennan lofsöng um stefnu sænskra jafn- aðarmanna. Þess vegna reyna þeir nú skyndilega að láta svo sem kommúnistaflokkurinn á fs- landi sé eitt og hið sama o g jafnaðarmannaflokkurinn í Sví- þjóð. Þeir ætla sem sagt að reyna að leggja undir sig opna svæðið milli sín og Alþýðu flokksins, áður en óboðinn gest- ur ryðst þar inn. Ef framhald- ið verður eins og byrjunin, verð ur það óborgandi skemmtun að fylgjast með hinum sósíaldemó- kratísku danssporum Magnúsar Kjartanssonar. 50 blaðamenn fylgjast með æfingum NATO FIMMTÍU blaðamenn leggja af stað frá Keflavíkurflugvelli í dag, til að fylgjast með flota- æfingum Atlanthafsbandalagsins á Norður-Atlantshafi. Ææfingar þessar hafa fengið gælunafnið Silfurtum. Flugvélar og skip frá niu þjóðum munu taka þátt í þeim. Alls verða skipin um 200 að viðbættum fastaflota NATO. Tefeið var fram að Silfuntum- irm væri liður í fösttum æfingum Atlaintshafsbaindalagsins, og sitæði ekki í naiínn sambandi við innxás Varsj árbandal ags r í kj anna í Tékkóslóvaikíu. Til þess að gera æfingarnar rtaunverulegri er látið sem Nor- egur eiigi í erfiðlieijkum vegna á- gangs þjóðar sem nefnd hefur Verið Orange. Land og flugsveit- ir Orainge hafa verið búnar til orrustu og óvenjulegur fjöldi af kafbátum þeirra hefur sézt á Atlaniíshafi. Einu af fluitninga- skipum NATO er sökkt og ástand ið orðið ískyggilegt. NATO flot- anum er safnað saniam og mótað gerðir hafnar. Á fundinum var skýrt frá'hliut- Verki vamarliðsiins hér á ís- landi og yfirmenn varnarsveit- anna svöruðu spurningum frétta manna. Þar kom m.a. 1 ljés, að rúmlega 200 rússneskir kafbát- ar sáust á hafinu umhverfis ís- land á síðasta ári og að fimm- tugasta og sjöunda orrustufkig- sveiltin fer að meðaltali tvisvar í viku til m-óts við rússneskar sprengju- og könnunarvéLar, sem fljinga að íslandi. Flotaæfingarnar nú munu stainda yfir dagana 16.—27. sept- ember. Aflinn 45 þús. lestir 82 skip hafa komið með afla að landi GOTT veður var á síldarmiðun- um norðaustur í hafi síðastliðna viku, segir í skýrslu Fiskifélags íslands um síldveiðina 8.-14. sept. 20' a. 1. Hélt síldin til suð- urs fyrstu þrjá dagana, en þegar komið var móts við 71° n.br. tók hún stefnu í vesturátt og var veiðisvæðið í vikulok á 71° 08 n' •br. og um 6° a.l. í vikunni bárust til lands af þessum slóðum 2.3!3'6 lestir, l’5.82i6 tunnur saltsíldar, 3 leistir i frystingu og 23 lestir bræðslu- síldar. 644 lestum Norðursjávar- •afla var landað erlendis, þannig að samanlagður vikuafli nam 2.980 lestum. Heildaraflinn er nú 45.648 lest ir og hagnýting hans á þessa leið: Lestir: í salt (41.523 upps. tn.) 6.062 í frystingu 6 í bræðslu 3'3.461 Landað erlendis 6.119 Á sama tíma í fyrra var aflinn þessi: Lestir: í salt (1.679 upps. tn.) 248 LEIÐRÉTTING í grein í Morgunblaðinu 10. sept. um Landeyjasand hefur fallið niður nafn höfundar, sem vitnað er í og fleiri brengl. í öðrum dálki bls. 20 segir „Og þar sem menn þekkja sögu“ á að vera „og þar sem menn þekkja til staðhátta". Þar á eftir hefur fallið niður í prentun málsgrein „Einar Ól. Sveinsson prófessor segir svo í formála að Njáls- sögu (Fornritaútg)", og þá koma hin ívitnuðu orð í greininni. Hinsvegar segir ranglega í handriti mínu að Krossprestar hafi verið formenn við Landeyja sand á 16du öld, á að vera á 17du öld. Þeir feðgar séra Ei- ríkur Þorsteinsson og séra Gísli Eiriksson voru prestar í Land- eyjaþingum 1634—1690, báðir fengu auknefnið „formaður" vegn þess að þeir stunduðu sjósókn og formennsku við Sandinn. Nokkrar prentvillur eru í grein inni, m.a. er föðurnafn mitit ranigt. En ekki nenni ég að eltast við prentvillur í blaðagrein. Púkinn í prenthúsunum verður víst seint kveðinn niður. Hann er lífseig- ur eins og rangnefnin. Haraldur Guðnason. í fryistingu 41 í bræðslu 191.974 Til innanlandsmeyzlu 15 Landað erlendis 6.734 199.012 Löndunarstaðir sumarsins eru þessir: Lestir Reykjavik 7.915 Siglufjörður 18.144 Ólafsfjörður 115 Dailvík 365 Hrísiey 96 Krossanes 87 Húsiavík 420 Raufarhöfn 2.177 Vopnafjörður 617 Seyðisfjörður 5.641 Mjóifjörður 429 Neskaupstaður 833 Eskifjörður 1.506 Royðarijörður 225 Stöðvarfjörður 692 Breiðdalsvik 267 Þýzkalanid 3.797 Færeyjar 860 Hjaltfliand 554 Sko'tlaind 908 Samkvæmrt skýrslum Fiskifé- laigsins hafa 82 skip komið með afla að landi. Að venju hefði nú átt aið birtast listi um afla edn- stakra skipa, en vegna þiess hve víða varatar nániari uppiýsfnigar um saltsíldinia og þá séxstaklega inmbyrðis viðskiptd sikipanna á miðunum, felkur bátaskýrsflian niður að siinni. Sárt munu börn vor til blygðunar finna er loksins þau uppræta ósvinnu þessa og líta um öxl til svo undarlegs tíma að venjuleg heilindi urðu bugrekki likust. (tJ. R. þýddi). Hús og skip í nýtt húsnœði Innflutningsfyrirtækið Hús og skip hefur nú flutt í nýtt hús- næði í Ármúla 5. Á síðustu ár- um hefur fyrirtækið sérhæft sig í innflutningi á stöðluðum eld- Á síðasta ári fluttu Banir útyfir 115 milljónir litra af bjór. Þá komust þeir fram úr Hollendingum og Vestur-Þjóðverjum og eru þvi orðnir mestu bjór útflytjendur á meginlandi Ev- rópu. Myndin er frá útskipun bjórs í Kaupmannahöfn. húsinnréttingum, sem vakið hafa athygli, m.a. á Landbúnaðarsýn ingunni. Hús og skip hefur um- boð fyrir 10 vestur-þýzka fram- leiðendur. Ásamt með innrétt- ingunum hefur Hús og skip haft á boðstólum margskonar raftæki, eldavélar, isskápa og uppþvotta vélar. Um skeið hefur fyrirtækið haft þá þjónustu að skipta um gaml- ar eldhúsinnréttingar og setja upp nýjar og tekur það aðeins tvo daga. Hafa margir eigendur eldri húsa notfært sér þetta. Hús og Skip fær til umráða stórt sýningarrými í Ármúla 5 og verður af þeim sökum kleift að færa út starfsemina og auka þjónustuna. Meðal annars má nefna, að Hús og Skip mun hafa á boðstólum hin kunnu TM hús- gögn, hjónarúm í miklu úrvali og fataskápa, bæði frístandandi og innbyggða. Margt fleira verður að sjá í sýningárhúsnæðinu í Ármúla 5, m.a. Pira-system hillusamstæður, sem mjög hafa rutt sér til rúms. Þær geta staðið upp við vegg eða einar sér og mynda þá nokk urskonar skilvegg. Eins og löng um áður mun Hús og Skip selja innréttingar, raftæki og húsgögn með afborgunarskilmálum. (Fréttatilkynning.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.