Morgunblaðið - 19.09.1968, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 19.09.1968, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. SEPT. 1968 1S Það var einn blíðviðrisdag inn í vikunni, að ég lallaði upp í Garðastræti til þess að hitta þar að máli konu, sem fyrir skömmu kom heim til ættlands síns alkomin eftir býsna langa útivist. Guð- munda Elíasdóttir heitir hún; nafn, sem unga fólkið þekkir sennilega ekki nema af af- spurn, en lifir ennþá sterkt í minni þeirra, sem fylgdust með íslenzku tónlistarlífi á þeim árum, er Sinfóníuhljóm sveitin okkar var enn í reif- um og tvísýnt um líf hennar hverja stund og þegar Þjóð- leikhúsið var rétt að komast á legg og lagði í fyrsta sinn út í það stórvirki, að flytja óperu — átak, sem þá glæddi stórar vonir og drauma, sem því miður hafa ekki rætzt enn. Guðmunda var á þessum ár um í forystusveit íslenzkra tónlistarmanna og munu þeir margir, sem minnast tónleika hennar, er hún kom heim frá námi, og síðan söngs hennar, í stórverkum svo sem Mezzíasi Handels, Davíð konungi eftir Honegger, óperunni Rigo letto eftir Verdi og þó um- fram allt í hlutverki drykk- felda svikamiðilsins í óperu Menottis, magnþrungnu verki sem fært var upp á vegum Leikfélags Reykjavíkur m/eð þrotlausri vinnu og þeim bar Guðmunda Elíasdóttir (Ljósm.: Kristinn Benediktsson). ik og málverk, höfnina, hafið og Esjuna, og það var auð- fundið, að Guðmunda Elías- dóttir var harla glöð yfir að vera komin heim. — I>að eru í rauninni orð- in meira en þrjátíu ár, frá því ég fór að heiman, sagði hún. Að vísu hef ég komið alltaf öðru hverju til fslands og var heima í nokkur ár í kringum 1950, en þa'ð er allt annað að vera komin heim fyr 'ir fullt og allt._ Mig fýsti að vita, hvað vald ið hefði því, að hún kom heim núna, ekki sízt þar sem börn hennar tvö, átján ára stúlka og tvítugur piltur urðu eftir við nám í Danmörku, þar sem þau hafa ölí búið síðustu ár- in. — Ég skal segja þér hvað réð úrslitum, svaraði Guð- munda, Ég hef eiginlega allt- af verið á leiðinni heim len alltaf eitthvað haldið aftur af mér. Svo var það í sumar, að við, dóttir mín og ég, vorum tsuður við Miðjarðanhafið, dvöldumst þar á lítilli eyju, isem heitir Ibizi. Við bjuggum ;á pensionati við sjávarbakka tog höfnin þar var umlukin fjöllum, eins og höínin í Reykjavík. Á kvöldin sátum við oft á svölunum á giisti- heimilinu og horfðum á sólar lagið og fegurðina umhverfis En þáð var alltaf einskonar mér hefur skilizt hvensu mik iis virði það er fyrir vegfar endur og aðra og nú hef ég ákveðið að búa mér hér lít- inn „bæ“ — mér og börnunum ef — og þegar þau vilja. Ég hugsaði sem svo: „Heima á fslandi geta tvö hundruð þús und manns lifað, því skyldi ég ekki getað lifað þar líka“ og Guðmunda hlær við glað lega. — Hefurðu í hyggju að syngja aftur eða miðla öðr- um af þinni kunnáttu og list t.d. með kennslu? — Þessari spurningu er dá- lítið erfitt að svara, það er að segja einkum fyrra atriði hennar. Það er hætt við, að eftir svo margra ára fjarveru sé maður alveg gleymdur aem túlkandi listamaður. Sá er meðal annars munur á starfi skapandi og túlkandi lista- manns; hafi þeir, sem skapað hafa listaverk, — tónskáld, rithöfundar, málarar og aðr- ir gert eitthvað, lifir það áfram, en túlkandi listamenn gleymast. Þeirra list lifir ein ungis í augnablikinu. En. . . vogun vinnur og vogun tap- ar, ég hef hugsað mér að ríða á vaðið, smám saman bæði með kennslu og virkri þátt- töku í sönglifinu, ef færi gefst. En ég geri mér ljóst að það verður ef til vill ekk ert auðvelt, sízt þar sem ég Sá sem vill leita kjarnans verður að kafa djúpt Samtal við Guðmundu Elíasdóttur, söngkonu, * sem er alkomin til Islands áttuanda, sem þá var oft svo sterkur. Svo fluttist Guðmunda vest ur um haf, þar sem hún sam- einaði í nokkur ár hlutverk eiginkonunnar móðurinnar og ötullar og vaxandi listakonu, unz veikindi bundu enda á söngferil hennar árið 1958. Á leiðinni til Guðmundu varð mér hugsað um það hví- líkum fjársjóði Íslendingar hafa glatað um árin með því að geta tekki búið efnilegum tónlistarmönnum viðunandi starfsskilyrði. Sumum glötum við til annarra þjóða, Sðrum í önnur störf isem svo ótal margir aðrir hefðu getað stundað. Gegnum huiga minn runnu söngraddir karla og kvenna, margvíslegar og sum ar mikilfenglegar, sem sakir verkefnaleysis og skilnings skorts þjóðfélagsins hafa ekki náð þeim listræna þroska og þeirri fyllingu, sem þær áttu skilið og hefðu getað. Þeir eru ekki ýkja margir ís- lenzku söngvararnir sem heima hafa setið er hafa náð að viðhalda og auka við list- rænan þroska sinn, — en því meira hljótum við að virða þá sem það hafa gert og þrátt fyrir erfiðar aðstæður og önn ur störf flutt okkur dýrustu perlur tónbókmenntanna. Þegar Guðmunda opnaði fyrir mér dyrnar, hrökk ég dálítið við — ég átti von á, að hún væri orðin eldri og breyttari frá því ég sá hana isíðast fyrir hálfum öðrum ára tug. En konan sem heilsaði mér, glaðleg og hispurslaus, kippti mér samstundis aftur í tímann og sjálfri mér til tals verðrar undrunar komst ég að raun um, að þessi mann- eskja, sem ég hafði á unga aldri dáð svo mjog sem lista konu, lifði sterkast í minn- ingunni um eina af síðustu æfingunum á óperunni Rigo- letto, æfingu sem gekk hrapallega í flestu tilliti og fyllti alla, sem hlut áttu að máli hálfgerðu vonleysi um að þetta ævintýri tækist. Það var komið fram á nótt og allir orðnir þneyttir og slæptir eftir margra klukku- stunda æfingu. Allt hafði mis tekizt sem mistekizt gat, söng ur, leikur, tjöldin, ljósin og nú seinast hljóðin. Nú var þó komið að atriðinu í kránni í lokaþætti óperunnar, þar sem þau sungu dúett sinn Guð munda og Kristinn Hallson og úti fyrir áttu að drynja þrumur og eldingar. Þetta at riði virtist ætla að takast all vel unz þar kom í textanum sem Maddalena söng fullri og og heitrf mezzoröddu: „Tona- tona“ — en þá hieyrðist ekk ert hljóð. Guðmundu féllust hendur í örvængingu og hún kallaði: „Engin, alls engin tona“ Einhver bætti við úr salnum: „og ef þessu heldur áfram, verður heldur engin sýning.“ En allt fór vel að lokum og sýningin — fyrsta óperusýn- ing Þjóðleikhússins tókist bet ur en nokkur 'hafði þorað að vona. — Ég er svo nýflutt í íbúð ina hérna, sagði Guðmunda, þegar við vorum komnar inn í stofuna, að ég hief ekki einu sinni haft tíma til þess að ná mér í kaffikönnu, — en þú mundir ekki vilja ofurlitla Camparilögg með sóda meðan við röbbum saman? Ég þáði gott boð og huigs- aði jafnframt með þakklæti tdl kaffikönnunar fyrir að vera svo fjarri. Eftir skamma stund höfðum við hreiðrað um okkur og tókum að rabba saman um eitt og annað, mús- imistur yfir öllu, það vantaði iþessa skæru birtu, sem við feigum á íslandi. Einu sinni 'segir dóttir mín allt í einu „Mamma, þetta er næstum eins fallegt log :heima“. — Hún hefur oft kom- ið heim en þó mest- an hluta ævinnar átt heima erlendis. En hvar sem við höf um verið stödd — og börn- in hafa yfirleitt flakkað með mér hyert á land, sam ég hef farið, til Kanada, suður til Florida, um Evrópu og suður að Miðjarðarhafi, — „heima“ hefur alltaf verið á íslandi. En þarna minntist ég þess allt í einu, hvað ég hafði ofthugs að þetta sama: „Þetta er næst um einis fallegt og heima“ og skyndilega sagði ég við sjálfa mig: „Nú er komið nóg af samlíkingum, nú ferð þú heim.“ — Því sjáðu til, hélt Guð- munda áfram, börnin eru ekki lengur börn og maður getur ekki bundið sig við tilhugs- unina um það, hvert þau fara Þau eiga sitt líf. En það skað ar aldrei að hafa móður ein- hversstaðar „í bæ“ Ég hef átt mér ,.bæ“ á ýmsum stöðum og hef líklega haft tilhneigingu til að fara ekki þar um, sem vöðin eru grynnst. Mér finnst alltaf að þeir sem vaði ( grynnst, gusi mest, en vilji maður leita að kjarna þess siem túlka skal, verður að kafa djúpt og leggja alla sína sál í þá leit. — Hefurðu dálæti á ein- hverri sérstakri grein söngs- ins umfram aðrar? — Æ, það veit ég ekki, kanski væri réttast að svara þessari spurningu isvo, að það sem ég fæst við eða syng í augnablikinu frammi fyrir áheyrendum, er í mínum aug- um það bezta, hverju sinni. — Hvenær söngstu síðast hér heima á fslandi? — Ég átti að syngja í Kysstu mig Kata, það mun hafa verið 1958, en þá veikt- ist ég og gat ekki verið með, en Sigríður Þorvaldsdóttir 1 ( leikkona tók yfir hlutverkið. Það sem mér þótti þó ennþá verra við þessi veikindi var, I að ég átti að syngja á heims- sýningunni, sem þá var hald- in í Brussel — átti að fara þangað á vegum Bandaríkja- manna, ekki íslands — en það var alveg útilokað, því mið- ur. Síðan eru liðin þessi tíu 1 ár og ég bef að mestu þagað þennan tíma. Framhald á bls. 21 Við vorum suður á Ibizi. — — sátum og horfðum á sól- — og dóttir mín sagði allt — Mamma, þetta er næstum — og eg sagði við sjálfa arlagið — í einu: eins fallegt og heima — mig: Nú ferðu heim.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.