Morgunblaðið - 19.09.1968, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 19.09.1968, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. SEPT. 1968 Stúdentar álykta um menntamál Menntamál voru aðalumræðu- efni stúdentaþingrs, sem Stúdenta ráð háskólans og Samband ís- lanzkra stúdenta erlendis cfndu til dagana 24.-25. ágúst sl. Þetta var annað stúdentaþingið, sem ha'dið hefur verið hérlendis. Æti unin er að þau verði haldin a.m. k. einu sinni á ári í framtíðinni. Systir okkar, Sigurlaug Teitsdóttir, sem lézt í Landakotsspítala hinn 14. þ.m. verður jarð- sungin frá Fossvogskapellu föstudaginn 20. þ.m. kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamleg- ast afbeðin. Daníel F. Teitsson, Sím0n Teitsson, Guðjón F. Teitsson. Faðir okkar Einar Þorsteinsson Hallskoti, sem andaðist í Landspítalan- um 17. þ. m. vertiur jarð- sunginn frá Hlíðarenda- kirkju laugardaginn 21. þ.m. Athöfnin hefst með bæn að heimili hins látna kl. 1.30. Börnin. Útför sr. Ingólfs Þorvaldssonar fyrrum prests á Ólafsfirði, fer fram frá Dómkirkjunni n.k. laugardag 21. sept. kl. 10.30. Þeim, sem vildu minn- ast hans, er bent á Hjarta- vemd. Blóm vinsamlegast af- þökkuð. Anna Nordal og synir. Elsku dóttir okkar og systir Margrét Þórarinsdóttir frá Litlu-Tungu, er lézt í Landspítaianum 14. sept. verður jarðsett frá Ár- bæjarkirkju laugardaginn 21. sept. kl. 14. Foreldrar, systkin og aðrir vandamenn. Móðir okkar og tengdamóðir Valgerður Kr. Jónsdóttir Meistaravöllum 11, verður jarðsett frá Fossvogs- kirkju föstudaginn 20. sept. kl. 3 e.h. Geirlaug Guðmundsdóttir Sigríður Guðmundsdóttir Jón E. Guðmundsson tengda-, barna- og bama- börn. Dóttir okkar og systir Valgerður Júlía Þórs Ingvadóttir Mávahlíð 17, verður jarðsungin föstudag- inn 10. þ. m. kl. 10.30 frá Fossvogskirkju. Valgerður Valgeirsdóttir Ingvi Þór Einarsson og systkin. Hér fara á eftir nokkrar álykt anir þingsins. Þátttaka stúdenta í stjórn H.f. Stúdentaþing 1968 ályktar, að þegar beri að auka til muna ábyrga þátttöku stúdenta í stjórn H.f. Telur þingið að í há- skólaráði skuli sitja 2 fulltrúar stúdenta tilnefndir af SHÍ, og á deildarráðsfundum skulu einnig sitja 2 fulltrúar stúdenita ti'l- nefndir af deildarfélögum. Hafi þeir fullan atkvæðisrétt og til- lögurétt um öll mál. Ennfremur telur þingið, að við hverja deild skuli starfa 4-6 manna ráðgjafa nefnd um kennslumál, sem skip- uð sé jafnmörgum ful'ltrúum stúdenta og kennara. Deildarráð tilnefni kennara en deildarfélög stúdenta. Nefndirnar taki til með ferðar öll mál, er varða náms- fyrirkomulag eða kennsluhætti, og verði deildarráðum til ráðu- neytis. Meira um stjóra Háskóla ís- lands. Stúdentaþing 1968 telur, að öll mál, er varða stjórnum og starfsemi Háskóla fslands skuli vera opinber. f því sambandi skorar þingið á háskólaráð, að það hlutist til um, að þagnar- skylda háskólaráðsmanna verði afnumin. Um veitingu kennaraembætta við Háskóla fslands. Stúdentaþing 1968 skorar áhá skólaráð, að það hlutist til um, að deildarráð birti opinberlega álitsgerð sína um þann umsækj- anda um kenmaraembætti við há skólann, sem það telur hæfastan hverju sinni. Verði álitsgerðin birt, áður en til embættisveiting ar kemur. Stúdentaþing 1968 bendir á að Alúðarþakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát og jarðar- för frú Guðnýjar Ásberg Keflavík. Elisabeth Asberg Gunnar Sigurjónsson Guðný Asberg Björnsdóttir. Systurdóttir mín Ragnhildur Eiríksdóttir Hrannargötu 10, verður jarðsungin frá fsa- fjarðarkirkju fimmtudaginn 19. sept. kl. 2 e.h. Fyrir hönd ættingja. Guðrún Guðmundsdóttir. nauðsynlegt sé, að gera meiri kröfur til kennsluhæfni umsækj enda um kenaiarastöður við Há- skóla fslands. Einnig væri æski- legt, að kenmurum við háskólann væri gefinn kostur á að sækja einhvers konar námskeið í kennálufræðum. — Skorað er á yfirvöld háskólans að hlutast til um, að námskeið í kennslufræð- um verði haldin fyrir kennara háskólans. Um samband stúdenta og kenn- ara o.fl. 1) Stúdentaþing hvetur ein- dregið alla íslenzka stúdenta við nám að fylgjast vel með öllum breytingum og framförum í náms greinum sínum, erlendis og hér- lendis, og veita einstökum há- skólakennrum hæfilegt aðhald daglega með gagnrýni, tillögum, umræðum og spurningum, bæði um fræðin og kennsluhætti. Þingið telur, að áhrif stúd- enta á kennsluhætti háskó'la deilda gætu á þennan hátt orð- ið langtum meiri en nú er. Sókn stúdenta fram á þessum vett- vangi er nauðsynlegur undan- fari aukinna áhrifa og ábyrgðar þeirra á stjórn háskóladeildanna 2) Stúdentaþing beinir þeirri ósk til háskólakennara, að þeir haldi reglulega kennslustundir í umræðuformi, gjarnan með að- stoð lengra kominna stúdenta, og ve<rði stúdentum gert skylt að taka virkan þátt í s'líkum um- ræðutímum. 3) Stúdentaþing hvetur próf- essora einstakra háskóladeilda til meira samstarfs og samráðs um heildamámsefni hverrar deildar og tímasetningu yfir ferða. Þingið telur mikilvægt, að próf essorar kynni sér náið undirbún ingsmentun memenda sinna Gott og rökrétt samhengi í kennslu og námi (integration) eykur skiln- ing og námsárangur stúdenta og sparar tíma. 4) Stúdenfaþing álítur æski- legt, að sá háttur verið tekinn upp, þar sem mannafli gefst, að prófessorar kenni ekki lengur sömu grein en t.d. þrjú ár í senn og hefðu þá starfsskipti. Gætu þeir þá unnið að grein sinni við háskólastofnanir, auk- ið þekkingu sína eða kennt aðr ar hliðar greiniarinnar Ættu þeir þess kost að hverfa atur að fyrra starfi eftir nokkur misseri. Kæmi þetta í veg fyrir starfs- leiða og stöðnun til hagsbóta fyr ir prófessora, stúdenta og vís- indagreinarnar. Um aukastörf prófessora: Stúdentaþing leggur áherzlu á mikilvægi þess, að starfandi próf essorar við Háskóla íslands helgi tíma sinn og starfsorku nær ein göngu kennslu- og vísindastörf-f um. Aukastörf, svo sem ýmis nefnda- og stjórnunarstörf, taka nú of mikinn tíma háskólakenn- Innilegar þakkir til allra er sýndu okkur samúð og vin- áttu í veikindum og við frá- fall og jarðarför dóttur okk- ar og systur Ásu Ingólfsdóttur Njörvasundi 31. Sérstaklega þökkum við læknum og öllu starfsliði Barnaspítala Hringsins. Guð blessi ykkur öll. Ragnheiður Halldórsdóttir Ingólfur Konráðsson og systkin. Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jarðarför dóttur minnar og systur okk- Áslaugar M. Jónsdóttur. Sérstaklega þökkum við starfsfólki og hjúkrunarliði Borgars j úkrahússins. Valgerður Jónsdóttir Sigurður B. Jónsson Jón M. Jónsson Eyjólfur Finnsson. ara, — og kemur það niður á háskólastarfiniu. Þingið skorar á stjórnarvöld að gera embætti háskólakenn- ara lífvænlegra án aukagetu og efla með því háskólastarfið. Um próf í háskóla. I. Stúdentaþing 1968 álítur að próffyrirkomulag við H.f. sé óviðundandi í þeirri mynd, sem það nú er. 1) Allt of langur tími líður á milli prófa. Koma verður á haust prófum, t.d. á tímabilinu 15. -30. sept., auk prófa í lok missera. 2) Stefna ber að meiri fjöl- breytni í gerð skriflegra prófa. Koma þá ýmsar leiðir til greinia, t.d. krossapróf (multiple choice examinations), þar sem það á við. Einnig er próftími í skrif- legum prófum óhóflega langur. Hámarkspróftími ætti að vera 4 klst. og próf þá jafnframt tíð- ari. 3) Til þess að tryggja fullkom lega hlutlægt mat á prófúrlausn um, er nauðsynlegt, að nemend ur taki skrifleg próf undir núm- erum í stað nafna. 4) Einkunnagjafir sem nú tíðk ast í H.Í., eru alltof smásmugu- legar. Prófverkefni gefa ekki til efni til meiri nákvæmni í ein- kunnum en sem svarar 4-5 ein- kuninabilum. Um rannsóknarhlutverk Há- skóla íslands. Samkvæmt reglugerð Háskóla íslands er hltuverk háskólans tvíþætt: að stunda rannsóknir og kennslu. Ljóst er að Háskóli íslands hefur brugðizt rannsóknarhlut- verki sínu, því að við hóskólann eru stundaðar litlar sem engar raninsóknir. Á síðari árum hefur verið stofnaður fjöldi sjálfstæðra rann sóknarstofnana, sem þó hafa lít- ilsháttar tengsl við háskólann. Stúdentaþing telur nauðsyn- legt: — Að saman fari rannsókn og kennsla til að tryggja gæði kemnslunnar. — Að komið sé upp rannsókn arstofnunum við sérhverja deild í viðkoamndi greinum. Stúdentaþing bendir á að flest ar hinar sjálfstæðu rannsóknar- stofnanir eru vel til þess fallnar að mynda kjarna að rannsókn- um háskóladeilda. Stúdentaþing télur eðlilegt, að nær öll rannsóknarstarfsemi 1 landinu fari fram á vegum Há- skóla fslands. Þingið bendir á, að ekki er nauðsynlegt, að við- komandi rannsóknargrein sé kennslugrein við háskólann. Stúdentaþing hvetur yfirvöld til að breyta frá fyrri stefnu um stofnun sjálfstæðra rannsóknar- stofnuna og stefna í þess stað að því, að rannsóknarstofnanir verði háskólastofnanir. Um ýmsa skóla og pröf. Stúdentaþing 1968 ályktar að tímabært sé að endurskoða hið hefðbundna bekkjakerfi M. skól Enkmn sé nauðsynlegt að athuga hvort skiptingin í barnaskólum í „góða“ bekki og „lélega“ sé ekki oft gerð á hæpnum forsend um og varhugaverð, hvort hún geti ekki leifct til þess, að börn- in, sem af einhverjum ástæðum lenda í lélegum bekk í upphafi, verði þaðan í frá dæmd til að vera lélegir nemendur. Látið ekki dragast að afchuga bremsurnar, séu þær ekki lagi — Fullkomin bremsu þjónusta. Stilling Skeifan 11 - Sími 31340 Afgrei ðslustúlka óskast í verzlun. Áhugi og þekking á músik æskileg. Lágmarksaldur 25 ár. Umsóknir sendist Morgunblaðinu f. föstudag merkt: „Áhugasöm — 2261“. Byggingameistarar — byggingafélög Áreiðanlegur maður utian af landi vill kaupa 3ja—4ra herb. íbúð á góðum sfcað í bænum, helzt nýja eða nýlega. Tiil greina kemur að láta sem hluta af greiiðslu SCÁNIA- VABIS vörubifreið, sem ekin er aðeins 84 þús. kim og er í mjög góðu lagi. Nánari upp. í síma 14698 í dag og á morgun k. 10 — 12 og 18 — 20. Innilegar þakkir til allra sem hugsuðu hlýtt til mín á 75 óra afmæli mínu 9. sept. og ávallt. Guð blessi ykkur. Stefanía M. Tómasdóttir frá Járngerðarstöðum. Hjartans þakkir til allra þeirra sem glöddu mig á 80 ára af- mæli mínu 26. 8. sl. með gjöf- um heillaóskum og hlýjum handtökum. Með beztu kveðju tii ykk- ar allra. Guðrún Oddsdóttir Nýjabæ. Hjartanlega þakka ég börn- um, tengdabörnum, barna- bömum mínum og öllum þeim, sem glöddu mig á ýms- an hátt á 90 ára afmæli mínu 7. sept. og gjörðu mér dag- inn ógleymanilegan. Bið Guð að blessa ykkur og styrkja. Gísli Gestsson, Suður-Nýjabæ, Þykkvabæ. Alúðarþakkir til allra þeirra sem glöddu mig með skeyf- um, gjöfum og heimsóknum á 75 ára afmæli mínu, 4. sept. Guð blessi ykkur ölL Kristinn Guðmundsson Hafnarfirði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.