Morgunblaðið - 19.09.1968, Page 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, PIMMTUDAGUR 19. SEPT. 1968
Kraftaverkið varð: Valur - Benfica 0:0
Atvinnumennirnir fundu aldrei leið
gegnum þéttan varnarmúr Vals
Frábær og óvænt frammistaða Valsliðsins
„Ég trúi á kraftaverkið til síðustu stundar", sagði Óli B. Jónsson
þjálfari Vals í viðtali við Mbl. í síðustu viku. Mikil þótti sú trú
Óia, en hún rættist í gærkvöldi er Valur og Benfica — eitt fræg-
asta félagslið heims skildu jöfn í marklausum leik. Valsmenn unnu
með þessu einn frækilegasta sigur sem íslenzkt félagslið hefur
unnið, og Valsliðið sýndi að mínum dómi þann bezta leik sem ísl.
félagslið hefur sýnt í 1—2 áratugi. Valsmenn útfærðu það kerfi
Óla B. þjálfara, sem hann lýsti fyrirfram 100% vel og þó liðið
stæði langtímum saman í vörn — kerfinu samkvæmt — ógnaði það
til síðustu stundar. En staðreyndin er: Ennþá er Valur ósigraður
á heimavelli í Evrópukeppni.
Benfica átti að vísu miklu
meiri sóknarleik og er á leið báða
hálfleikina var pressan á Vals-
markið ægileg. En hún varð
sjaldan hættuleg. Vörn Vals
tókst að halda völdum í vítateig
sínum, þar se.m var valinn mað-
ur í hverju rúmi, og gerði fylli-
lega skyldu sína um gæzlu ákveð
inna manna samkvæmt áætlun
þjálfarans. Og með því neyddu
þeir hina frægu sóknarmenn
Benfica til að skjóta af 20-25 m
færi og þaðan af lengra. iÞað eru
skot sem Sigurður Dagsson er
meiistari á. Hann hreinlega
„brilleraði“ líka í leiknum, því
auk þeirra varði hann nokkur
mjög snögg og erfið skot, sem
hann hefði ekki verið sakaður
um, þó að mörkum hefðu orðið.
Nokkrum sinnum var Vals-
markið í mikilli hættu í þungri
sóknarpressu Benfica. Eitt sien
var knötturinn kominn fra-mhjá
Sigurði og markið virti-st óum-
flýjanlegt. En þá stakk Þorsteinn
Friðþjófsson upp kollinum í
markhorninu og skallaði frá.
„Það er synd að Valur skuli
hafa lent á móti Benfica í 1.
umferð", sagði einn portu-
gölsku blaðamannanna. „Vals
liðið á svo sannarlega erindi
í keppnina lengra“ — og þar
með má sjá að hann býst við
sigri Benfica á heimavelli —
eins og reyndar fleiri.
Ef við lítum á málið frá
sjónarhóli Benfica — þess
heimsfræga liðs, hlýtur 0-0 á
móti íslenzku áhugamanna-
liði að vera mikill ósigur. Að
sama skapi eru úrslitin, frá
ísl. sjónarmiði séð, stórkostleg
ur sigur. Ekki sízt þegar jafn-
teflið skapast ekki af veður-
farslegum eða öðrum íslenzk-
um aðstæðum, heldur fyrir
þrotlausan baráttuvilja Vals-
manna og óbilandi barátti*-
Coluna og Hermann skiptast
írska að baki. (Ljósm. Sveinn
kjark þeirra á móti þessum
frægu liðsmönnum. Þetta var
stórkostlegur sigur fyrir Val
á félagsfánum.
Þorm.
Dómaratríóið
— og
spyrnu.
fyrir íslenzka knatt-
GLÆSILEGT met var sett
aðsókn að Laugardalsvellin-
nm i gær. 18243 gestir komu
á völlinn og þar með var
glæsilega slegið met það sem
sett var fyrir 11 árum er völl
urinn var vígður og 12600
manns komu á völlinn. Bíla
stæði í öllum nálægum göt-
um voru full, en fólkið hagaði
sér mjög prúðmannlega — ef
undan er skilið ólæti krakk-
anna í hálfleik og leikslok,
sem þó stöfuðu meira af hrifn
ingu yfir Benfica-leikmönn-
unum heimsfrægu en illgimi.
Tvö slys urðu. Stigið var
ofan á maga lítils drengs sem
tróðst undir í látunum í leiks
lok og annar drengur skarst
á hæl á glerbroti í sömu lát-
um. Hvorugt slysið var alvar
legt að sögn.
Tölur leiksins
Ef litið er á
.feikinn
Eusebio sækir að marki, en það eru nógir til vamar. (Ljósm,
Ben.
Reyndum að vinna - en gátum ekki
LEIKMENN Benfica virtust
ekki sérlega stúrnir yfir úr-
slitunum, þegar blaðamenn
heimsóttu þá í búningsklef-
ann að leik loknum. Þar
rikti kátína manna á meðal
— á yfirborðinu að minnsta
kosti, og leikmennirnir skipt-
ust á að Ieggjast á bekk í
klefanum og fá notalegt
nudd. Þó mátti heyra að leik-
urinn hafði komið illa við
suma, til að mynda stundi
einn leikmanna: Islandina, úff
— og svo hristi hann höfuðið.
Við náðum tali af þremur af
Portugölunum og spurðum
þá um leikinn:
Adolfo Vieira de Breitto,
forseti Benfica, sagði um leik
inn:
★
— Ég tel að þetta hafi ver-
ið allgóður leikur. Láðsmenn
Benfica höfðu yfir mun mieiri
tækni að ráða en Valsmenn,
en þeir voru óvanir að leika
á svo litlum leikvangi, þar
sem áhorfendur eru svo fáir,
og það getur haft sín sálrænu
áhrif. Við ætluðum okkur að
vinna þennan leik, en vörn
andstæðinganna stóð sig
mjög vel, svo að þ-að tókst
ekki. Af leikmönnum vil ég
tilgneina markvörðinn, sem
var mjög góður.
Bretto taldi, að úrslitin hér
kæmu til með að hafa mikil
áhrif á -aðsóknina, er þessi lið
leika aftur í Lissabon. Hann
sagði, að veðrið hér hefði
ekki haft nein áhrii á leik
Benfica — þeir væru vanir að
leika í alls kyns loftslagL
★
Eusebio, Knattspyrnusnill-
ingurinn frægi sagði: — Þetta
var frem-ur rólegur leikur. Við
lögðum ekki mjög har-t að okk
ur, og lékum aðallega með það
í huga að tapa ekki.
Um „gæzlumann" sinn í
leiknum, Pál Ragnarsson,
sagði þessi knattspyrnukempa:
— Han-n lék vel og drengi-
lega, og sleppti méir aldrei úr
augsýn. Hann á heiður skilið
íyrir að hafa gætt mín svo
vel með þessum hætti.
Af einstökum leikmönnum
igat Eusebio sérstaklega mark-
varðarins, Sigurðar Dagsson-
ar, sem staðið hefði sig mjög
vel. Að öðru leyti vildi hann
ekki fjölyrða um leik Vals-
manna, kvað það erfitt, því að
„liðið lék allt í vörn.“
★
Að lokum snerum við okkur
að fyrirliðanum, Coluna, sem
kvað þennan leik vera til mik-
ils álitsauka fyrir Val. Hann
kvaðst vera tiltölulega óánægð
ur með leik Benfica. — Gegn
svona liði er ekki hægt að
spila öðru vísi en við gerðum.
Og við reyndum að vinna leik
inn, en okkur tókst það ekki.
tölum"
sézt að Benficamenn eiga 47
skot á mark, yfir og framhjá, en
Valur aðeins 3. Auk þess á Ben-
fica 12 hornspyrnur á Val en
Valsmenn 3 á Benfica-liðið. Á
þessu er stórkostlegur munur og
sést greinilega af því, hve sókn-
arpressa Portugalanna var mik-
il. En mörk af þessum skotum
voru örvæntingarfullar tilraunir
atvinnumannanna til að skapa
sér frumkvæði í mörkum — lang
flest hættulítil eða hættulaua
Svo vel stóðu Valsmenn á verð-
inum — svo vel framkvæmdu
þeir leikkerfi sitt.
Byrjunin.
Hermann vann hlutkestið fyr-
ir Vai og sókn Benfica hófst þeg
ar. Á fyrstu 7 mínútunum átti
Toni langskot langt framhjá,
Torres skalla sem var auðveld-
lega varinn og Eusebio skot úr
kyrrstöðu af 30 m færi siem flaug
yfir.
En þá tóku Valsmenn að ná
stjórn á óstilltum taugum sín-
um og breyta vörn í sókn, sem
enda með því að Gunnsteinn gef
ur vel fyrir frá vinstri og Her-
mann á skalla að marki — sem
varinn var í horn. Leikurinn er
í fullu jafnvægi, þó sókn Ben-
fiea sé öllu meiri.
Á 14. mín. fær Cruz áminn-
ingu dómarans. Skot Benfica-
manna eru öll fremur auðveld,
og Sigurður Dagsson ler sýnilega
kominn „í stuð“ eftir þessi lang-
skot, sem voru honum svo létt.
Nokkuð bar á því, að Vals-
menn eyðilegðu upphlaup sin
sjálfir með því að vera of seinir
að gefa knöttinn frá sér og átti
það bæði við um Bergsvein og
Hermann.
Valsmenn gáfu er á leið nokk-
uð eftir — sjö manna vörn liðs-
ins hörfaði mjög og gaf hinum
færi á að sækja að marki. En
vítateignum var lokað — og
skotin varð að framkvæma utan
hans — og þau voru auðvteld við
fangs.
Bn er síðari hluti hálfleiksins
hófst varð pressan að marki
Vals alger. Má segja að Vals-
menn hafi vart komið knettin-
um yfir miðlínu allan síðari
hluta fyrri hálfleiks. En Vals-
menn lokuðu sem fyrr vítateig
sínum, þar stóð hver maður á
verði gegn sínum mó.therja —