Morgunblaðið - 19.09.1968, Page 24

Morgunblaðið - 19.09.1968, Page 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. SEPT. 1968 — Ekki núna, sagði Jill, en Sandra hló. Við aetlum bara að komast til HotJel Ramuddin. — Það er ekki langt í búðir- nar og ég ek hratt, frú. — Nei, þakka yður fyrir. Bara beint til hótelsins. Hann þaut af stað með rykk, svo að þeim varð hverft við. Jill gat ekki stillt sig um að reka upp ofurlítið óp, en Sandra hló. Eins og hún var nú í skapi, fannst henni allt svo óskaplega skemmtiiegt. Jill reyndi að brosa til hennar, ien vissi sjálf, að eng in hreyfing var á andlitinu, held ur var það algjörlega stirnað. 2. Kafli. Hotel Ramuddiin var gul kalk- steins'byigging, sem lá í miðri brattri götu. Þegar Sandra steig út úr bílnum, rann hún til og æpti: — Guð minn góður , þetta er þá steinlagning! Jill þjarkaði við ræningjann, og hélt um vesk ið sitt með líbönsku pundseðlum, en síðan litu báðar stúlkurnar á heimilið sitt, sem átti að verða. — Þetta er rétt eins og það væri franskt, sagði Sandra. — Rétt eins og húsin, sem maður sér á Montmartre. Jill hringdi bjöllunni og brátt opnuðust dymar og svartleit lít il kona, ofsafjörleg kom í ljós. — Ég er frú Coup, sagði hún, — og er húsmóðir héma. Þessa leið, dömur mínar, gerið svo vel. Þarna virtist allt skuggalegt og gamalt og með einhverjum kanielþef eins og líka frúin sjálf. Hún flýtti sér að fylgja þeim upp á þriðju hæð, og stanzaði aldrei á henni munnurinn alla leiðina. Svo virtust sem sextán aðrar stúlkur, sem unnu hjá Golíat, byggju þarna með eina eldri konu, sem vemdarengil. — Þið sjáið þær bráðum. Þær koma úr skrifstofunni klukkan sjö. — En nú er sunnudagur! sagði Sandra og varð heldur en ekki iilt við. Frúin kinkaði kolli. — Sunnu dagurinn er hvíldardagur hjá kristnum mönnum, sagði hún. — Hérna er herbergið. Hún hratt upp hurðinni. — Ég hef sett rúmin eins og fyrirskipað er. Og svo er borðað í borðsalnum á fyrstu hæð. Þar er borðað en ekki leyft að matselda í her- bergjunum. . og 'heldur ekki leyft að taka herra með sér í her- bergin. Þeir mega koma að kvöld inu og bíða í litla salnum niðri þangað til þið komið niður, skilj ið þið? Loks tilkynnti frúin, að ung- frú Gilmore mundi koma og tala við þær undir einis og hún kæmi heim, og gékk síðan burt. Jill lokaði á eftir henni og leit síðan á Söndru, sem hafði skellt sér niður á stokkinn á öðru mjóa rúminu. — Jæja, þá erum við komnar, sagði Jil'l, til þess að segja eitfchvað. — Þetta er nú greinilega plat alltsaman, sagði Sandra kvíðin, og það var eins og öll kætin hennar hefði gufað upp á svip- stundu. — Ég hélt að þetta væri almennilegt hótel með bar og karlmenn og allt og alllt, en ef þú vilt trúa mér, þá er þetta bara venjulegt greiðasöluhús. — Æ, ég veit ekki, sagði Jill. — Við fáum nú að sjá það. Jæja við ættum að taka dótið okkar og koma því frá, að minnsta kosti. Hvor þeirra hafði þarna komm óðu og ofurlítinn fataskáp við rúmið. Þar eð rúm Jill var næst ‘glugganum, lyfti hún rimlatjald inu sem hlifði við sólinnii og greip andann á lofti, er hún sá útsýnið. Neðri hluti borgarinn- ar og víkin blasti við þarna frá iglugganum að húsabaki: Við húisa garðinn, sem var þarna vorU tré í blóma, mteð rjómagulum blöð- um, sem gáfu frá sér yndisleg- an fflm, þegar Jill hafði fcekizt að opna glugigann, með nokkrum erfiðismunum. — Hvaða ilmur skyldi þetta vera spurði hún. Sandra gekk til hennar, horfði og þefaði en sagði síðan: — þetta eru sítrónutré. — Virkilega? sagði Jill. — Þau eru svo f alleg. —Þú ættir að loka gluggan- um aftur, annars verður herberg ið eirns og bakarofn. í heitum löndum má ekki opna glugga fyrr en sólin er farin að setjast. Viltu sjá þennan andstyggilega spegil? Ég get ekki einusinni séð sjálfa mig fyrir neðan mitti. Beir út er bölvaður hundsrass. Ég hata hana. — Farðu nú ekki að sleppa þér, sagði Jill, isem var enn að nójta útsýnisins. Ég held, að borg in sé töfrandi. Hún er eitthvað svo sérkennileg útlits. — Ég sé nú ekkert töfrandi við hana. Og hér er varla hægt að troða sér milli rúmanna okk ar. Við komum til með að vera sífellt að rekast hvor á aðra. GETIÐ ÞÉR GERT BETRI INNKAUP ? Aðeins kr. 14,50 í smásölu Husqvarna eldavélasamstæður, góðir greiðsluskilmálar Opið til klukkan 10 í kvöld Og hvar á ég að setja krullu- járnið mitt í samband? Kannski bannar frúin það teins og allt annað. Nei, ég veit alveg, að ég get aldrei þolað við í þessari holu. Jill lét til leiðast að loka glugg anum og draga tjaldið fyrir. — Við skulun nú bíða átekta. sagði hún. — Þé.r snýst hugur þegar þú ferð að venjast þessu. Og það hljómar nú kannski skríti lega, og koma frá mér, þar sem þú, sem varst svo æst í að kom- ast burt úr London. — Manni getur nú líklega skjátlazit. En við sjáum nú til. Ég vona, að ég geti fá farið eitt- hvert annað, ef þetta reynist óþolandi. Þær luku við að taka upp dót ið, og rétt sem þær voru að troða töskunum sínum inn und- ir rúmin, var barið snöiggt að dyrum. Á næsta andartaki var hurðinni hrundið upp og kona gekk inn óboðin. — Svo að þið eruð þá komn- ar, aagði hún. — Ég heiti Sara Gilmore, og stjórna starfsfólk- inu hérna. Komið þið sælar.Hvor er hvor? . . . Gott. Þá þekki ég ykkur í sundur. Þetta var hávaxin, horuð kona hátt á fertugsaldri, með skol- leitt hár og hvöss augu að baki gleraugunum. Hún var í gulleit- um kjól úr lérefti og hælalaus- um ilsskóm. Þegar Jill leit framan í Söndru. Vissi 'hún samstundis, að vinstúlka hennar mundi ekki kunna við þennan yfirmann þeirra. Ungfrú Gilmore rétti þeim prentuð spjöld viðvíkjandi borð- unartíma og aðgang að baði og svo hvar þær ættu að komast í réttan strætisvagn til skrifstofu Golíatfélagsins á morgnana. Hún sagði þeim, svo sem meðal annars að hennar herbergi væri yzt í ganginum, næst stiganum. Síðan leit hún á úrið sitt, tilkynnti að kvöldverður væri til reiðu og fór síðan á undan þeim nið- ur og inn í stóra salinn. Hinar stúlkurnar voru þar fyrir og voru að ganga til sæta sinna við þrjú borð. — Þarna sérðu, sagði Sandra við Jill. — Þetta er andstyggi- legt matsöluhús. Hreinasta katta bú. Ungfrú Gilmore kynnti þær, Sandra lét sér nægja að kinka kolli kuldalega en Jill heilsaði kurteislega með handabandi og reyndi að leggja öll þessi fram- anlegu nöfn á minnið. Sumar stúlkurnar voru amerískar, aðr- ar frá Frakklandi, Grikklandi eða Líbanon, en þó var þarna ein skrifstofustúlka frá Essex, sem 'hélt blátt áfram Katie Mayer Jill varð fegim að frétta, að þær áttu að vinna í sömu skrifstofu. 19. SEPTEMBER. Hrúturíun, 21. marz — 19. apríl. Þú þarft að ráðgast við vini þína. Hróflaðu ekki við neinu að nauðsyn.ialausu. Nautið, 20. apríl — 20. maí. Hugsaðu fyrst, en segðu síðan meiningu þlna. Reyndu að forðast allan misskilning. Tvíburai-nir 21. maí — 20. júní. Gættu heilsu þinnar. Farðu í svelt, ef þér er það fyrir beztu. Vertu nákvæmur, og gakktu snemma til hvílu. Krabbinn, 21. júní — 22. júlí. Geymdu allt fjármálastarf þar til þú hefur fengið betri upp- lýsingar. Gættu að öryggisráðstöfunum heima fyrir og á vinnu- stað. Farðu snemma að hátta. Ljónið, 23. júlí — 22. ágúst. Vertu samvinnuþýður. Reyndu að læra það sem hægt er af reynslu annara. Aðhafztu ekkert strax. Meyjan, 23. ágsút — 22. sept. Gerðu ráð fyrir röngum upplýsingum allt í kringum þig. Bíddu átekta, þú munt ekki veðra fyrir vonbrigðum. Vogin, 23. sept. — 22. okt. Gættu ýtrustu varúðar í mannlegum samskiptum í dag, þvi að mikil hætta er á misskilningi. Sporðdrekinn, 23. okt. — 21. nóv. Mikil ringulreið er á hlutunum, sérlega varðandi fjármál. Vand- lega yfirvegaðar athafnir eru uppi á teningnum. Bogmaðurinn, 22. nóv. — 21. des. Gakkíu hreint til verks, og forðaztu misskilning. Þér virðizt ganga vel viðskipti við fólk, sem er fjarri. Steingeitin, 22. des. — 19. jan. Vinir og viðskipti eru betur aðskilin. Fasteignaumsýsla lítur arðvænlega út. Vatnsberínn, 20. jan. — 18. febr. Eitthvað óvænt og gott heldur innreið sína í dag. Þú getur orðið einhverjum nákomnum að miklu liði. Gættu tungu þinnar. Bættu engu við. Fiskarnir, 19. febr. — 20. marz. Þú skalt búast við megnustu óreiðu, og vera þolinmóður. Þegar þú hefur sigrazt á vitleysunni, verður auðveldara að fást við annað fólk.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.