Morgunblaðið - 19.09.1968, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 19.09.1968, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. SEPT. 1968 21 - SÁ SEM VILL... Framliald af Ws. 15 — En svo við snúum okk- ur á ný aftur í tímann, Guð- mimda, viltu ekki segja mér eitthvað um uppruna þinn og tildrög þess að þú fórst að syngja. Hvar ertu fædd á landinu? — í Bolungarvík og þar átti ég heima til sjö ára ald- urs. Faðir minn var bátsfor- maður og fórst árið 1923. Var móðir mín þá skilin eftir með okkur hörnin — hún miasti raunar tvo eiginmenn í sjóinn það var ekki óalgengt hér á landi á þeim tfcna, sízt á Vest- fjörðum, þar sem veður voru svo oft válynd. Frá Bolung- arvík fórum við fyrst tilísa- fjarðar en síðan til Reykja- víkur. Sautján ára að aldri fór ég til Kaupmannahafnar og tióf þar að nema hjúkrun, hafði þá ekki komið til hug- ar að læra söng. Það gerðist ekki allt í einu, slíkt hlýtur að þróast með manni smám saiman, af löngun og væntan lega einhverjum hæfileikum — síðan myndar maður mögu leikana ef hægt er. Mér hief- ur líklegast orðið það á þýsna oft að taka lagið við vinnu mína á St. Jósefsspí- talanum, eins og maður gerði heima, en svo atiklað sé á stóru var ég hvött til þess að leggja stund á söng nám. Það endaði með því að ég fór í söngtfcna í frístund- wnum, — sem ekki voru ýkja margar á þeim árum — og eftir hálft ár hafði ég fengið inngöngu á konunglega kon- sérvatoriið í Kaupmannahöfn. Kennari minn þar var fyrst prófessor Dóra Sigurðsson og síðan prófesisor Kristian Riis, sem sendi mig til Noregs á [þing norræna tónlistarkenn ara, til þess að syngja þar danskar rómönzur ' i— og þá hafði ég einnig tækifæri til þess að syngja íslenzk þjóð- lög. Að lokinni heimisstyrjöld- inni síðari kom ég heim til íslands, ásamt manninum mín um, dönskum gull-smið, sem ég hafði gifzt í Danmörku. Við vorum hér heima í nokkur ár. Þá var ýmislegt gert í mús ik, en möguleikarnir voru samt svo litlir, að mér fannst freistandi að komast eitthvað þurt til að fáist við ný verk- efni. Mér fannst það svo von laus tilhugsun, að láta hér staðar numið. Við fluttum þá til Bandaríkjanna og bjugg- um í New York. — Og einhvern tíma varstu í París? — Já, það er rétt, á árun- um 1948-50. Þar -lærði ég hjá Madame Fouresthier, en mað urinn hennar var hljómsveit arstjóri við Parísaróperuna. Ég þykist hafa um það all -góða hugmynd, að Guðmunda h-afi átt í vændum ýmsa mögu leika í París, er hún neydd- ist af persónulegum ástæðum til þess að hverfa þaðan — en um það vill hún ekkert tala nú — og hún er held- ur ekki margmál um söngfer il sinn í Bandaríkjunum eða söngferðir til Kanada. Hún sýnir mér þó nokkur bréf og skjöl, sem sýna, að hún hief- ur haft mörg og margvísleg verkefni þar, m.a. haft fastan þátt í sjónvarpi í Washing- ton D.C. á vegum „National Council of the Churches of Chriist" og hlotið fyrir það starf sitt margskonar viður- kennirugu og verðlaun. Hún söng líka í óperu á Broad- way og hv-að etfir annað í Hvíta húsinu, m.a. einu sinni í jólaútsendingu þaðan, þeg- ar Eis-enhower, þáverandi Bandaríkjaforsieti, kveikti á jól-atré hús-sins. — En -kannski þykir mér vænzt um þetta smáplagg, seg ir hún og réttir mér úrklippu úr dagblaði, þar sem frá því segir, að Robert Sylvester hafi tekið saman lista yfir tólf manneskjur í Bandaríkj unum sem hann telji hafa skarað fram úr á ýmsum svið um, tónlist, leiklist, í útvarpi og öðrum greinum og þar skipar nafnið Guðmunda El- íaisdóttir efsta sæti. Svo lokar Guðmunda Elías dóttir úrklippubókinni ogseg ir: enn allt er þetta gömul saga. Hér heima á íálandi mun ferill Guðmundu án efa hafa náð hámarki í óperunni Miðl inum eftir Menotti, sem minnst var á hér að framan, enda vann hún þar mikinn og eftirminnilegan sigurbæði sem söngkona og leikkona. Þegar ég að lokum spyr h-ana hvað henni sé minnisstæðast frá þeissum dögum, kemur mér svar hennar því ekkert á óvart: „ — Miðillinn, að sjálfsögðu. Sú sýning var þannig til komin, að það verð ur mér ógleymanlegt“. Um þá hlið málsins veit ég lítið sem ekkert og bið hana því að segja mér tildrög þess að óperan var sett á svið — það eina sem ég visisi var, að þar höfðu ráðið sjón-armiðlist ar len ekki hvað gæti gefið af -sér nógu mikla peninga. — Upphaf þessa máls var það, sagði Guðmunda, að ég hejrrði óperuna áhljómplötum — og varð gersamlega heill- uð af henni. Ég hringdi til New York og spurði, hvort ég gæti fengið sendar nótur að óperunni og þegar þær voru fengnar, hugsaði ég lengi um það hvern hægt mundi að fá til þess að setja leikinn á svið. Svo fór ég á fund Einars Pálssonar hjá Leikfélaginu og hann hreifst af hugmyndinni. Eftir það gengum við milli manna dag eftir dag, og ýms ir háttvirtir íslendingar, á- hugasamir um listir, gáfu pen inga til þess að standa straum af sýningunni, einn gaf 500 krónur, annar 1000 krónur, aðrir e.t.v. ennþá meira. Ein ar vann geysilega vel að þessu máli og átti hvað stærst an þátt í því að hrinda hug- myndinni í framkvæmd. En við þurftum líka að leysa Höfum kaupendur að Volkswagen ’66 og ’67. Einnig höfum við ka-up- anda að 6 manna ársgöml- um amerískum bíl, stað- greiðsla. BÍLASALAIM Ármúla 18, sími 8 44 77. annan vanda. ,,Miðillinn“ er stutt ópera og venjulega flutt ásamt annarri stuttri óperu eftir Menotti, er heitir „Sím- inn“, en í það gátum við ekki ráðizt jafnframt. Svo fór að okkur d-att þá í hug að fylla sýninguna með ballettsýn- ingu. Íslenzkur ballett var þá — ja hvað á ég að segja, -— tæpast kominn upp á tærnar — en við áttum nokkra góða og áhugaisama dansara ogþað varð úr, að við sýndum með- fram í-slenzkan ballett“, Ólaf Liljurós", við tónlist eftir Jór- imni Vfðar. Það var vissu- lega stórkostlegt að sjáþess ar hugmyndir báðar verða að veruleika. Sýningarnar þóttu takast mjög vel, en því mið- ur kunnu alltof fáir að meta þessa músik þá — tónlistar- uppeldi var þá svo skammt á veg komið á íslandi og tak- markað við fámennan hóp. Ég vona að það sé nú orð- ið breytt. m.bj. NESCAFÉ er stórkostlegt - kvölds og morgna, - og hvenær dags sem er. t>að er hressandi að byrja daginn með því að fá sér bolla af ilmandi Nes- café, og þegar hlé verður í önnum dagsins er Nescafé auðvelt, þægilegt og fljótlegt í notkun, og bragðið er dásamlegt. Nescafé er einungis framleitt úr völdum kaffibaunum - ioo°/o hreint kaffi. Hvenær sem er, og hvar sem er, þá er Nescafé hið fullkomna kaffi. Nescafé NÝ SENDING Regnhattar úr skinni, vinyl og ninóflex, 12 — 15 litir. Hattabúð Reykjavíkur Laugavegi 10. Duglegur og reglusamur maður helzt vanur vélum, óskast í verksmiðju. Upplýsingar um aldur og fyrri störf sendist á afgr. Mbl. fyrir 24. september, merktar: „Duglegur — 60“. Munið bókakynningu AB í Eymundssonarkjallaranum KYNNIÐ YKKUR KOSTAKJÖR AB Almenna bókafélagið Austurstrœti 18. Símar 19707 — 18880

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.