Morgunblaðið - 19.09.1968, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 19.09.1968, Blaðsíða 16
16 MOKGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. SEPT. 1968 Blindflugskennsla hefst á Akureyri þann 1. október næstkomandi. Kennt verður á flugvél af gerðinni Piper apache. Vgentanlegir nemendur hafi samband við skrifstofu skólans á Akureyrarflugvelli, sem mun veita nánari upplýsingar. FLUGFÉLAGIÐ FREYR, P.o. box 663, Akureyri Sími 96-21585. Tilboð óskast i húsið Bergstaðastræti 63 til niðurrifs eða brottflutnings Upplýsingar r sima 22460 AMERÍSKl MIÐILLINN frú Ethel Meyers frá New York heldur nokkra einka- fundi fyrir félagsmenn og gesti þeirra á tímabilinu frá miðvikudegi 25. sept. til sunnudags 29. sept. n.k. Bókanir óskast tilkynntar í síma 23864 laugardag 21. sept. og sunnudag 22. sept. kl. 6 til 7 e. hád. Enskukunnátta áskilin. Sálarrannsóknafélag Islands. SPEGLAR Prýðið heimili yðar Fjölbreytt speglaúrval með og án umgerðar Allar stœrðir fáanlegar LUDV STOI ÍRJ L A Speglabúðin Laugavegi 15. Sími 19635. Erlendur Jónsson skrifar um BÓKMENNTIR IUÆLSKA í ÞANN tíð, er munnleg próf tíðkuðust í skólum, reyndu lítt lesnir. en málglaðir nemendur að bjarga sér frá þögn með því að láta móðann mása um allt og ekkert. Sagnir herma, að aðferð- in hafði ósjaldan borið tilætlað an árangur. Hugfangnir höfðu nemendur lasið eða hlustað á söguna um Demosþenes, sem var hrópaður niður í fyrsta sinn, sem hann hugðist halda ræðu, en varð síð- ar, vegna eigin þjálfunar, mest- ur og fremstur ræðumaður allra tíma, að sagan greinir. Áður var sú tíð, að ræðuisnilld var meðal annars álitin aðall hvers þess, sem bauð sig fram til setu á þjóðþingum og öðrum fulltrúasamkomum. Sá, sem hiugðist sigra keppinaut í kœn- ingum, varð að bera af honum í ræðumennsku. Framboðsfundir voru keppleikar í mælsku, þar sem sá sterki sigraði — það er að segja sá sterki í ræðustólnum. Þingskönungar þrumuðu klukku- stundum saman í málstofunum og kvað oft hafa unnið aðra á sitt band með mælsku sinni einni. Prestar voru metnir sam- kvæmt því, sem þeim mæltist á stólnum. Jóni Thoroddsen var mikið í mun að geTa lítið úr kennimannlegum hæfileikum séra Sigvalda í Manni og konu, og því lét hann séra Sigvalda aldrei semja neina ræðuna, held- ur notast við gamalt ræðusafn, sem hann hafði keypt fyrir þrjú hundruð þorskhausa. Séra Halldór — í Höllu Jóns Trausta — hreif sóknarbörn sín með fyrstu prédikuninni, sem hann þrumaði yfir þeim. Aðeins gamli prófasturinn tók á öllu með varúð og sagði, að „góðar ræður væru góðar með öðru góðu“. enda fóx glansinn brátt af ræðumennsku séra Halldórs. í Ofvitanum telur Þórbergur það til léttúðar ,,að rangla í frí- kirkjuna til þess að njóta fávíss gamans af ræðubrögðum séra Ól- afs Ólafssonar." — Hvílík skemmtun! Nítjánda öldin var öld mælsk- unnar. Málfrelsi var þá víða svo nýtt af nálinni, að líkt var sem skarð væri brotið í stíflu. Tján- ingin flæddi yfir alla bakka. Skáldsagnahöfundar aldarinn- ar smituðust af mælskunni, skrif uðu og skrifuðu. Ókjör af firna- löngum skáldsögum eru til frá þeirri öld. Svo gæti næsfcum sýnzt sem duglegustu höfundarn- ir hafi verið jafnfljótix að skrifa og venjulegur maður er nú að lesa. Undarlegra var þó — að minnsta kosti í augum nútíma- mannanna — hve höfundum tókst að vanda sín mi-klu verk, hve fátt var um misfellur í orða flaumnum, hve undirbygging var tra-ust, þrátt fyrir allt. í rauninni nam hin orðmarga skáldsaga aldrei land í íslenzk- um bókmenntum. Orsökin er augljós: íslendingar voru lítt teknír að semja skáldsögur, þeg- ar mælskan var mest á oddi. Auk þess bauð íslenzk bókaútgáfa ekki upp á offramleiðslu lesmáls, síður en svo. Helzt er, að skáld- sögur Jóns Trausta minni á hina orðmörgu skáldsögu nítjándu aldar. Iðnaðarhúsnœði Til leigu er 270 íerm. iðnaðarhúsnæði á götuhæð frá 15. sept. Mikil og góð lofthæð. Innifalið er skrifstofa, kaffistofa, snyrtiherbergi, floresent ljós í lofti, sérhitaveita, sérrafmagn og sérinnkeyrsla fyrir bíla. Malbikað plan. Góð bílastæði. Upplýsingar veitir Ólafur Morthens í síma 30501. Husqvarna LPPÞVOTTAVÉLAR GÓÐIR GREIÐSLUSKILMÁLAR. OPIÐ TIL KL. 10 í KVÖLD. Vörumarkaðurinn hf. ÁRMÚLA 1 A - REYKJAVfK - SÍMI 81680 Nútímahöfundar, sem erunostr arar og eyða löngum stundum í að finna upp á óvæntum lík- ingum — fjarstæðum, ef ekki vill betur til — hefur tekizt misjafnlega að útskýra dugn-að og afköst gömlu meistarann-a. Hvernig tókst þeim að skrifa1 svona mikið? Og þó svon-a vel1? Nýttist tíminn svona miklu bet- ur áður fyrr? Voru höfundar duglegri sakir strangara uppeld- is, minna hóglífis og lengri al- menns vinnutíma? Eða má af- greiða málið stutt og laggott m-eð því að segja: þetta var nú einu sinni móðin-s? Því ekki það? Alkunna er, að menn eru misjafnlega upplagðir til starfa. Aðstæður k-unna að hafa þau áhrif, að maður vinni í dag afrek, sem ha-nn hefði eng- an veginn valdið í gær. Reyni maður að setja sér fyr- ir sjónir, hvernig fyrri tíðar m-enn litu á hlutina, sýnist sem þeir hafi talið mælskuna höfuð- prýði og náðargjöf, sem rithöf- u-n-dum j-afnt og öðrum bæri að rækta, en ekki vanrækja. Mælsk an taldist að jöfnu göfug íþrótt og hagnýt vísindi. Þá var krafizt samfellds sögu- þráðar í skáldsögum, leikritum og sögukvæðum. í samræmi við þá kröfu hugkvæmdist fræði- mönnum að skýra tilurð ýmissa fornra skálverka: Njála t. d. hlaut að vera samsetningur tveggja eða fleiri sagna, þar eð söguþræðirnir voru ekki fænri en tveir. Að setja s-aman skáldsögu — það var eins og að spinna þráð, sem rakti sig að hálfu leyti sjálf- ur. Einn kaflinn þróaðist í fram- haldi af öðrum. Framleiðsla efnt- isins gat orðið allt að því sjálf- virk. Höfundur átti að g-eta skrif að viðstöðulaust, væri ímyndun han-s aðeins nógu frjó. Að vís-u var mikið lagt upp úr orðgnótt. Rithöfundi skyldi vera tiltækur fjöldi orða um fram orðaforða mælts máls. Skáldlegt þótti að slá um sig með sjald- gæfum orðum. Hugsum okkur, að Matthías Jochumsson hefði samið skáldsögur og lagt í þær ekki minna orðasafn en ha-nn lagði í kveðska-p sinn. Það hefði verið fjölskrúðug lesning, að ekki sé dýpra í árin-ni tekið. En fjörleg notkun sjaldgæfra orða virðast ekki hafa tafið mik ið fyrir skáldunum. Nú eru dagar mælskunn-ar tald ir, að minnsta kosti í bili. Æ færri ræð-umenn gera sér f-ar um að töfra áheyrendur með glæsi- legu og tilþrifamiklu málskrúði. Sagt er, að á þingum skiptá minnstu, hvort ræðumönn- um mælist vel eða illa, ráð séu ekki lengur ráðin m-eð málflutn- ingi, heldur með samkomulagi á bak við tjöldin; fundarform-ið sé nánast hefð, sem haldið sé af gömlum vana. Sumir fara í kirkju á suranu- dögum. En færri ræða af fjálg- leik og tilfinning um, „hverni-g prestinum hafi nú mælzt“. Ská-ldsagan er orðin önnur ett hún var. í stað samfellds sögu- þráðar er komiran samsetraingur, sem minnir sjaldnast á þTáð, heldur mætti líkja efninu við vél, sem er skrúfuð saman úr ólíkum hlutum og verður á þann hátt samstæð heild, einn hlutur. Nútímaskáldsagan er flóknari en svo, að höfundur geti s-legið gömul m-et í afköstum. Nútima- höfundurinn heyr sér ekki orð úr dauðu máli eða s-káldamáli eins og forveri hans. En þeim mun fremur vandar hann val' þeirra orða, sem hann notar. Hann segir ekki frá í löngu máli, en gefur til kynna með vísbend- in-g. „Ég bjó til eða sullaði eða skrúfaði saman leikrit“, sagði Matthías, þegar hann var búinn að semja Skugga-Svein. Væni orðasambandið að „sulla saman“ ekki svo niðrandi sem það er, mætti það gefa nokkuð til kynna vinnubrögð rithöfund-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.