Morgunblaðið - 19.09.1968, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 19.09.1968, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. SEPT. 1908 BÍLALEIGAN AKBRAUT SENDUM SÍIVII 82347 BILALEIGAIM - VAKUR - Sundlaupavegl 12. Siml 35135. Eftir lokun 34936 og 36217. Simí 22-0-22 Raubarárstíg 31 siM11-44-44 mnum Hverfisgötu 103. Siml eftír lokun 31160. MAGNÚSAR >kiphoiii21 mmar21190 >Hi. lokum 40351 LITLA BÍLALEIGAN Bergstaðastrætl 11—13. Hagstætt leigugjald. Sími 14970 Eftir lokun 14970 eða 81748. Sigurður Jónsson. Á börnin í skólann ÚLPUR PEYSUR SKYRTUR BUXUR SOKKAR 0 Menga — meinga x skrifar: „í Velvakanda, 14. þ.m. er at- hugasemd frá séra Árelíusi um þessa sögn, sem hann telur, að stafsetja eigi: meinga. Þetta er á misskilningi byggt. Sögnln á ekkert skylt við mein, heldur er þetta þýzkusletta (fengin úr dönsku, þar sem hún er nú orðin að mestu úrelt), mengen, sem þýðir að blanda. Það fyrsta, sem ég hef rekizt á orðið er 1 ein- hverri eldgamalli kennslubók, þar sem sagt er um ölkelduvatn, að það sé „mengað jámkenndum efnum", og er þannig notað í sinni réttu, upprunalegu merk- ingu, því að nú orðið er merk- ingin orðin meira einhliða, sem sé að blanda til skemmda eða skaða. x 0 Menga — ekki meinga Halldór Halldórsson, prófessor, skrifar: „Reykjavík 17. sept. 1968. Fyrir nokkrum dögum las ég I Velvakanda athugasemd umsögn ina a® menga eftir séra Árelíus Níelsson. Með því að kenningar Sænska-íslenzka frystihúsið h.f. FRYSTIHÓLF Þeir sem hafa leigð frystihólf hjá okkur, eru vinsam- legast beðnir að greiða leiguna fyrir 10. okt. n.k. Sænsk-íslenzka frystihúsið h.f. AtvinnutilboB óskast Ungur maður úti á landi sem vinnur við bókhald og gjaldkerastörf óskar eftir atvinnutilboði. Má vera úti á landi. Er vanur verzlunarstjóm og innkaupum. Gæti hafið störf um mánaðamót. Tilboð sendist Mbl. fyrir 30. þ.m. merkt: „7000“. íbúð til leigu 5—6 herbergja íbúð með sérþvottahúsi og sérinngangi er til leigu frá 1. október í eitt ár. Tilboð óskast send Morgunblaðinu merkt: „Safamýri — 8269“ fyrir 22. sept. HUSMÆÐUR! HÚSMÆÐUR! Fimmtudagar — innkaupsdagar Matvörur — breinlœtisvörur Aðeins þekkt merki — Ftestar vörur undir búðarverði OPIÐ TIL KLUKKAN 10 í KVÖLD Vörumarkaöurinn hf. ÁRMÚLA 1 A - REYKJAVÍK - SÍMI 81680 prestsins um sögnlna fá ekki staðizt og eru til þess fallnar að leiða almenning í villu um rithátt hennar, langar mig til að biðja Velvakanda fyrir efitrfarandi at- hugasemd: Sögnin menga á hvorki skylt við mein né men. Af orðinu mein er hins vegar til sögnin meinka í merkingunni „valda meini, tjóni“. Menga er tökusögn 1 ísl- enzku. Úr norsku móli er hún kunn í myndinni mengja þegar á 14. öld. í íslenzku er sögnin al- geng í kristilegum ritum frá 16. öld, en hún kann að vera eldri í íslenzku. Sögnin er fengin úr mið lágþýzku mengen, sem merkir „blanda". í þýzkri fyrirmynd sumra hinna kristilegu texta frá 16. öld stendur mengen, þar sem í íslenzku þýðingunni er menga. Gæti séra Árelíus t.d. sannfærzt um þétta, ef hann bæri saman Guðbrandsbiblíu og Lúthers- biblíu frá 1544. En lágþýzka sögn in mengen var tekin upp í há- þýzkt mál úr lágþýzku. Af skyld- um orðum í öðrum málum mætti benda á ensku mingle „blanda saman" og among „meðal". Ég hirði ekki að rökstyðja þetta nánar. Samkvæmt íslenzík- um ritháttarvenjum nú á því að rita menga. Hitt er annað mál, að sögnin er fram borin með ei og var svo rituð um margar aldir en þá rituðu menn einnig leingi í stað lengi o.s.frv. Ef menn vilja taka slíkan r ithátt upp, verða menn að vera sjálfum sér sam- kvæmir, þ.e. láta framburð ráða stafsetningu sérhljóða á undan ng og nk. Hitt nær engri átt að taka sögnina menga út úr eina. Samkvæmt uppruna ber að rita hana menga. Halldór Haildórsson". 0 Zehra-brautir „Akandi borgari" skrifan „Nú - eftir margumtalaðan nær 4ra mánaða reynslutíma hægri umferðar — virðist virðing öku- manna f yrir göngubrautum — „zebra-strikunum“ svo nefndu — verulega hafa minnkað. Á sama hátt hefur „umhyggja" lög- reglunnar á þessu sviði eitthvað dofnað, því að vart má nú lengur sjá verði laganna gæta réttar veg farandans við þessi göngubraut- arstrik. Nú skal aðallega elzt við s.n. „ökuþrjóta", — þar er það „riddarinn", sem gerir lukku“ og lögreglan felur sig m.a. inn í HljómSkálagarðinum til að tak- ast megi að koma lögum yfir þá ,þrjóta“, sem af sér brjóta. „Sebra-strikin eiga nú reyndar að vera „réttur sem öryggi" hinna fótgangandi — og bifreiðastjórar ættu að gera sér ljóst, að miðað við 30 km.-klst. ökuhraða — þarnfast bifreiðin um 10-14 m. (eftir aðstæðum) til að stöðvast, en þegar við 40 km.-klst. öku- hraða eykst þessi fjarlægð upp í 30-35m. Þarna eru sem sagt „aðrirþrjót ar“ á ferð, þ.e. þeir, sem alls ekki virða þessi „sebra-strik". Beggja sök Vissulega á hið gangandi fólk hér nokkra sök. Fæstir gefa það ekki nægil. ákveðið til kynna, að þeir ætli sér að nota gönguréttinn, t.d. þá með því að hætta á að stíga fyrsta skrefið frá gangstétt ákveðið út á „zebra-brautina" (göngubrautina) eða, sem mun öruggara er, að gefa merki með hendinni, og gefur það þá ótví- rætt til kynna, að hinn fótgang- andi vilji nota sér réttinn. Lögregluþjónar í leyni. Lögreglan á að vera leiðbein- andi, — ef svo mætti segja: vinir fólksins. Það hefur áberandi betri áhrif, að lögregluþjónar sýni sig (séu sjáanlegir), þar sem „ökuþrjót- arnir“ láta spretta úr spori. — Lögreglubifreiðir eiga að vera vel merktar, en „hin leiðin“ er ósköp barnaleg að hafa lögreglu- bifreið með viðkomandi, t.d. inni í Hljómskálagarðinum. Er það yfirleitt löglegt? A.m.k. ekki öðrum til eftirbreytni. Lögreglan ætti að þvo af sér þennan smánar- blett að „liggja í leyni". Lögum og reglu verður á þann háttbezt við komið, að laganna verðir séu sjáanlegir. Með vinsemdarkveðju, Akandi borgari". 0 Einkennileg þjónusta „Fjórar, ungar, virðulegar, gift ar konur“ segjast hafa komið í veitingahús eitt hér 1 Reykjavík kl. hálffimm laugardaginn 31. ág. Hafi þær ætlað að fá sér kaffi, en þjónninn hafi farið þess á leit við þær, að þær settust hjá drukknum útlendingum, sem voru þarna inni. Þegar þær neit- uðu, fór sambandið við þjóninn að dofna, unz það rofnaði alveg og þær gengu út, eftir að hafa beðið í hálftíma eftir kaffinu. Svo spyrja frúrnar að lokum: „Er þetta einn þátturinn í okkar margrómuðu íslenzku gestrisni við útúrdrukkna útlendinga?" í Velvakanda í gær stendur „landsvættirnir", en á að vera „landvættirnir". Loftpressa — sprengingar 315 cub. feta loftpressa til leigu í öll stærri verk. Tökum einnig að okkur sprengingar í húsgrunnum og holræsum í tíma eða ákvæðisvinnu. Vélaleiga Símonar Símonarsonar Sími 33544. Til sölu í Vogunum 2ja herb. 75 ferm. lítið niðurgrafin kjalLaraíbúð (jarðhæð) í 12 ára tvíbýlishúsi. Sérþvottaherbergi. Sérhitaveita er að koma. Sérinngangur. Tvöfalt gler. Fasteignaþjénustan Austurstræti 17, 3. hæð, símar 16870 og 24645, kvöldsími 30587.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.