Morgunblaðið - 02.10.1968, Page 5
MORGUINBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. OKTÓBER 1968
5
„Þeir ætla sér aö sökkva dalnum mínum
Stutt afmœlisviðtal við Ragnar H. Ragnar, ísafirði, sjötugan
„I>AU eru ljót tíðindin, sem
ég heyri norðan úr Laxárdal,
dalnum mínum. Mér er sagt
þeir hugsi sér að sökkva hon
um, gera 56 metra háa stíflu,
og næði þá vatnið nærri því
suður undir Ljótsstaði, en
þar er ég fæddur, og myndi
þá útdalurinn fyllast af
vatni. Allt er þetta gert fyr-
ir Laxárvirkjunina. Einasta
von mín er, að Námaskarð
forði okkur frá þessum voða.
Sjáðu nefnilega til, Laxárdal
urinn er eiginlega vaxtar-
broddur þingeyskrar menn-
ingar, þar urðu kaupfélögin
til, þar fæddust skáldin, og
svo margt og margt“.
Sá, sem þessi orð mælti við
blaðamann Morgunblaðsins
staddan á ísafirði í síðustu
viku, var Ragnar H. Ragnar,
tónlistaskólastjóri, söngstjóri
margra kóra og í einu og öllu
potturinn og pannan í músík-
lífi þeirra ísfirðinga s.l. 20
ár. Laugardaginn 28. septem
ber átti hann70 ára afmæli,
og í tilefni þess, lögðum við
leið okkar heim til hans að
Smiðjugötu 5 til þess að fræð
ast af þessum fjölfróða manni
um það, sem á daga hans hef
ur drifið. Ekki leyfir samt
tíminn og rúmið í þetta sinn,
annað en að stikla á stóru.
Það örlar varla á gráum
hárlokk í brúsandi hári hans,
þegar hann kemur til dyra
og býður okkur til stofu. Þar
inni hylja bækur alla veggi,
enda er það alkunna, að
Ragnar H. Ragnar er einhver
mesti bókamaður þessa lands.
Hann er auk þess einn af fá-
um, sem fengið hafa ritgerðir
um safn sitt, og skal þá fyrst
nefna: Pésa um bækur og
bókamann, eftir Jóhann
Gunnar Ólafsson, sýslumann
ísfirðinga, en sú bók var gef-
in út á 60 ára afmæli Ragn-
ars, 1958.
Við setjumst við kaffiborð,
sem kona hans, Sigríður Jóns
dóttir frá Gautlöndum, reið-
ir til í snatri, þrátt fyrir önn
dagsins, enda afmælisveizla á
næsta leiti.
Og við höldum áfram að
tala um Laxárdalinn.
„Já, ég er fæddur að Ljóts
Þýzk
fjölskylda
óskar að kaupa eða taka á
leigu 4ra—5 herb. um 120
ferm. hús eða íbúð í Rvík
Kópavogi eða Hafnarfirði
Tilboð sendist Mbl. merkt
„Berlín 8162“.
Ferðafélag
íslands
heldur kvöldvöku í veitinga-
húsinu Sigtúni fimmtudaginn
3. októ'ber kl. 20.30. Húsið
opnað kl. 20.00.
Fundarefni:
1. Eyþór Einarsson, mag. sci-
ent. segir frá för sinni til
Tékkóslóvakíu á síðastliðnu
ári, og sýnir litskugga-
myndir þaðan.
2. Myndagetraun, verðlaun
veitt.
3. Dans til kl. 24.00.
Aðgöngumiðar seldir í bóka-
verzlunum Sigfúsar Eymunds-
sonar og ísafoldar. Verð 'kr.
100,00.
stöðum í Laxárdal, sonur
hjónanna Aslaugar Torfadótt
ur frá Ólafsdal og Hjálmars
Jónssonar, en hann var einn
þeirra Skútustaðabræðra,
séra Árna frá Skútustöðum
og Sigurðar á Yzta-Felli, svo
að tveir séu nefndir. Faðir
minn var búfræðingur frá Ól-
afsdal, og þar kynntust for-
stjórn, eða árið 1936, og
fyrsti kórinn, sem ég stjórn-
aði var Karlakór íslendinga
í Winnipeg, en auk hans
stjórnaði ég mörgum kórum
öðrum. Á þessum árum var
ég með annan fótinn í Banda
ríkjunum, í Dakota. Þar voru
líka íslendingar, og árið
1941 fluttist ég alfarinn þang
Ragnar H. Ragnar.
eldrar mínir.
Ég hleypti heimdraganum
um fermingu, og fór til náms
í unglingaskólanum á Húsa-
vík. Síðan fór ég í Samvinnu
skólann, og útskrifaðist ég
þaðan 1920.
Réðist ég þá til verzlunar
starfa hjá Kaupfélagi Þing-
eyinga á Húsavík, en var
ekki við það starf, nema eitt
ár.
Við áttum ekki saman, ég
og verzlunin, og ég er ekki
i nokkrum vafa um, að það
hefur verið hamingja beggja.
Nú svo lá leið mín til Vest-
urheims. Ég hafði dæmin fyr
ir mér. Afi minn, Torfi í Ól-
afsdal hafði verið landnemi í
Ameríku, og ég fór til Winni
peg og vann þar fyrst við
þreskingu, og jafnhliða stund
aði ég píanónám. Það var
svo árið 1923, að ég hóf að
kenna á píanó, og síðan þá
hef ég alltaf stundað tónlist
arkennslu í einhverri mynd.
Löngu síðar hóf ég söng-
að.
Bandaríkin drógust inn í
seinni heimsstyrjöldina með
árásinni á Pearl Harbour í
desember 1941, og síðla sum-
ars 1942 var ég orðinn her-
maður í Bandaríkjaher, og
næstu 3 árin gegndi ég her-
þjónustu og mestanpart á ís-
landi. Ég þjónaði semsagt
undir Eisenhover, sem þá var
yfirhershöfðingi í Evrópu.
Meðan ég dvaldist í
Reykjavík á stríðsárunum,
kynntist ég konunni minni,
Sigríði Jónsdóttur frá Gaut-
löndum í Mývatnssveit, sem
þá var við nám í Kennara-
skólanum. f stríðslok hætti
ég í hernum, kvæntist Sigríði
og við fluttumst stuttu síðar
til Dakota.
Óhætt er að segja, að ég
byrjaði fyrst að hafa það
gott, eftir að ég fluttist til
Bandaríkjanna. í Winnipeg
var ákaflega bágborið á-
stand á þeim árum. Stór hluti
borgarbúa var „á bænum“,
Til leigu i Hofnorfirði
5 herb. ný íbúð á 2. hæð í fjölbýlishúsi við Álfaskeið.
SKIP OG FASTEIGNIR,
Austurstræti 18, símar 21735.
sem kallað er. Ég flaut af því
að ég var einhleypur, en ég
lifði góðu lífi, þegar til Da-
kota kom“.
„Þú ert mikill bókamaður,
Ragnar, eins og sjá má hér
upp um alla veggi. Hvenær
byrjaðir þú þessa bókasöfn-
un?“
„Eiginlega byrjaði ég að
eignast bækur strax þegar
ég var stráklingur. Ég átti
snemma nokkuð af ljóðabók-
um. Þetta smájókst svona
með árunum, en ég held ég
hafi eignast mest á árunum
1950-1956, en auðvitað fékk
ég margar bækur vestra, og
segja má að stofninn í bóka-
safni mínu sé þaðan feng-
inn“.
„Er mikið um íslenzkar
bækur vestra?“
„Ekki nú orðið. Það var
töluvert í þá daga. Það er
miklu búið að fleygja. að
er auðskilið mál, því að meiri
hluti þeirra, sem af íslenzku
bergi eru brotnir, tala ekki
íslenzku lengur. Það er hins
vegar góðra gjalda vert að
reyna að útbreiða Lögberg
Heimskringlu hér heima: Það
styrkir landa okkar í þjóð-
ernisbaráttunni. Ég tók auð-
vitað mikinn þátt í þeirri bar
áttu vestra. Kórstjórnin var
sannarlega einn liðurinn í
þeirri baráttu".
„En af hverju komstu svo
hingað til ísafjárðar?"
„Ja, ég var nú eiginlega
alltaf á leiðinni heim. Eg
hafði kynnst þeim merka tón
listarmanni, dr. Victor Urban
cic í Reykjavík á stríðsárun-
um og urðum við góðir kunn
ingjar. Þegar þeim vestur á
ísafirði datt svo í hug að
«tofna Tónlistaskóla, leitaði
Jónas Tómasson til dr. Ur-
bancic og spurði ráða. Hann
benti þeim á mig, og þeir
hringdu strax til mín vestur í
Ameríku, og þar með voru
örlög mín ráðin. Hingað til
ísafjarðar kom ég 21. sept.
1948, og hér hef ég unað
glaður við mitt í samfélagi
við gott fólk. — ísfirðingar
eru nefnilega úrvalsfólk.
En það var ósköp lítið til
hér til músíkkennslu. Ég
lagði til hljóðfæri í fyrstu,
en þetta hefur aukizt með ár-
unum og síðastliðið ár var
81 réglulegur nemandi við
Tónlistarskólann, 5 í tón-
fræði og 63 nutu söng-
kennslu hjá Demetz.
Ég hef stjórnað Sunnu-
kórnum hér í mörg ár, Karla
kór ísafjarðar í 20 ár og org
anisti í kirkjunni hef ég ver
ið um nokkur ár.
Mér er mjög í minni söng-
för kóranna suður og norður
á land í sumar. Okkur vár
vel tekið, og þá sungum við
inn á hljómplötu, sem mjög
bráðlega sér dagsins ljós“.
„Mér er sagt, að þú hafir
verið Republikani þar vestra
Ragnar. Af hverju?“
„Ég áleit flokkinn betri og
heilsteyptari flokk, sem vfldi
þjóðinni betur í öllu. Þetta
var flokkur Lincolns og
þetta var friðarflokkur. Rep
ublikanar hafa aldrei stjórn
að á ófriðartímum".
„Og nú á að fara að kjósa
forseta í Ameríku. Hvert er
þitt álit?“
„Ég veit ekki. Minn maður
er ekki í kjöri. Rockefeller
var maðurinn, sem átti að
vera í framboði. Hann er vel
menmtaður, hefur unnið mik-
il og margvísleg störf fyrir
þjóð sína, nú síðast sem rík-
isstjóri í New Yorkríki. —
Það er maður, sem hefur „kar
akter“. Þeir hefðu sigrað með
honum. Ég he'ld að Wallace
verði þeim Nixon og Hump-
hrey skeinuhættur. Fólkið er
orðið svo þreytt á lögleysun
um, sem vaðið hafa uppi í
Bandaríkjunum á undanfönn
um árum. Það vill einhvem
sterkan mann, sem þorir að
setja hnefann í borðið. Ekki
svo að skilja, að forsetinn
hafi eitthvert alræðisvald.
Hann er bundinn í báða skó.
Það eru báðar þingdeildirn-
ar, hæstiréttur og herinn, sem
alltaf verða til að takmarka
vald hans. —
Já, við skulum heldur
spjálla um Mývatnssveitina.
Þaðan er konan mín, og þeg
ar ég kom aftur að vestan,
heyrði ég þar fágaðan karla
kórssöng 30 manna í lítilli
sveit. Mér er í minni vígslan
Framh. á bls. 19
Veitingamenn — Bnknrar
Viljum kaupa hrærivél og ýmis áhöld í eldhús.
Upplýsingar í síma 34555.
sunnal ferðaskrifstofa bankastræti 7 símar 16400 12070
Ennþá er hægt að komast
ódýrt til útlanda
travel
Mallorka — London 17 dagar. Verð frá kr. 8.900.
Brottfarardagar 9. október, 23. október fá sæti laus. Sólin skín á Mallorca allan
ársins hring, og þar falla appelsínurnar fullþroskaðar í janúar. Lengið sumarið og
farið til Mallorca þegar haustar að. Sólarkveðjur farþeganna, sem Sunna annast,
fölna ekki.
London 9 dagar. Brottför 22. okt. Heimsborgin heillar.
Óviðjafnanlegt leikhúslíf. Lokkandi skemmtistaðir. Heimsins stærstu og ódýrustu
verzlanir. Efnt til skemmti- og skoðunarferða um nágrenni London og til Brighton.
Búið á Regent Palace Hotel í hjarta Lundúna. Parísarferð fyrir þá sem óska yfir
helgi.
IBI
ferðirnar sem fólkið velur