Morgunblaðið - 02.10.1968, Page 10
\r
lr
10
MOKGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. OKTÓBER 196«
Olympíuskákmdt
Olympíuskákmót.
EINS og fram hefur komið í
fréttum, munu íslendingar senda
skáksveit á Olympíuskákmótið í
Lugano í Sviss, sem fram á að
fara 17. október -8. nóvember
næstkomandi. Þetta verður 18
Olympíuskákmótið, sem Alþjóða
skáksambandið stofnar til, en
fyrsta mót þessarar tegundar
var haldið í London 1927. Síðan
hafa aldrei li'ðið meira en tvö
ár á milli Olympíuskákmóta, ef
frá er talið árabilið 1939-1950
(að hvorugu árinu meðtöldu),
en heimsstyrjöldin síðari og ým
is vandkvæði, sem fylgdu í kjöl
far hennar, komu þá í veg fyrir
að slík mót væru haldin.
Fyrsta Olympíuskálmótið eft-
ir styrjöldina var haldin í borg
inni Dubrovnik í Júgóslavíu ár-
ið 1950. Síðan þá hafa Olympíu
skákmót verið haldin reglúlega
annað hvert ár, síðast í Havana
á Kúbu 1966, eins og mörgum
mun í fersku minni.
Árið 1936 á velmektardögum
nasizta, efndu Þjóðverjar til
mikillar alþjóðlegrar sveita-
keppni í skák í borginni Mún-
chen, samhliða Olympíuleikun-
um í íþróttum, sem þá voru
haldnir þar í landi. Þetta mikla
skákmót, sem m.a. íslendingar
tóku þátt í, hlaut þó aldrei form
lega viðurkenningu sem olym-
píuskákmót, þótt sízt væri það
minna í sniðum, né lakar skipu
lagt en venjuleg Olympíuskákmót
Má til dæmis geta þess, að hver
þjóð sendi eigi færri en 10
menn til keppni — 8 aðalmenn
og 2 varamenn — enda var teflt
á 8 borðum. — Á öðrum Ol-
ympíuskákmótum hefur jafnan
verið látið nægja að þjóðirnar
tefldu innbyrðis á fjórum borð-
um, og hver þjóð hefur því sent
5-6 menn, 4 aðalmenn og 1-2
varamenn. Fyrir allnokkru er sú
regla fastmótuð orðin, að hver
þjóð sendi tvo varamenn, og
mun oftast ekki veita af þeim
liðsafla á svo erfið mót.
íslendingar hafa alls tekið þátt
í 12 viðurkenndum Olympíuskák
mótum, og eru það eftirtalin mot:
f Hamborg 1930
í Folkestone (Englandi) 1933
f Stokkhólmi 1937
í Buenos Aires 1939
1 Helsingfors 1952
f Amsterdam 1954
f Moskvu 1956
f Miinchen 1958
f Leipzig 1960
f Varna (Búlgaríu) 1962
f Tel Avív 1964
I Havana 1966
Alls hafa verið haldin 17 við-
urkennd Olympíuskákmót, svo
nokkuð skortir á, að við höfum
tekið þátt í öllum slíkum mótum,
sem haldin hafa verið, en þó
kannski ekki færri en efni
standa til, miðað við aðstæður
állar.
Á þeim átta Olympíumótum,
sem haldin voru fyrir stríð, urðu
Bandaríkin sigursælust á fjór-
um, Ungverjaland varð efst á
tveimur, en Polland og Þýzka-
land unnu sitt mótið hvort. Júg-
óslavar unnu fyrsta mótið eftir
stríð, í Dubrovnik. — Sovétrík-
in tóku §kki þátt í neinu þess-
ara móta. Það vaT fyrst í Hels-
ingfors 1952, að þau tóku þátt
í Olympiuskákmóti, en síðan
hafa þau jafnan sent lið til Ol
ympíumóta og ávallt farið með
sigur af hólmi. Hefur það eigi
komið á óvart, þar sem þauhafa
verið langöflugasta þjóð — eða
þjóðarsamsteypa — í heimi, eftir
Stríð.
Frammistaða íslendinga á Ol-
jrmpíuskákmótum hefur verið
nokkuð misjöfn. Að sjálfsögðu
hafa þeir aldrei lent í efstu
sætunum á slíkum mótum. enda
ekki gert sér vonir um slíkt.
Þótt við höfum jafnan átt tals-
vert öfluga skákmenn, þá hafa
þeir auðvitað nær ávallt orðið
að lúta í lægra haldi í hóp-
keppni við fjölmennar menning
arþjóðir, þar sem skákáhugi er
almennur og blómlegt skáklíf.
Á fyrstu mótunum, sem við
tókum þátt í, var frammistaða
okkar afar slök, enda höfðu
skákmenn okkar þá litla sem
enga reynzlu af alþjóðlegum
skákmótum. Það er fyrst í Ol-
ympíumótinu í Buenos Aires 1939
að við vekjum teljandi athygli
fjrrir heildarárangur í sveita-
keppni, þótt sumir skákmenn
okkar væru áður orðnir nokk-
uð þekktir erlendis fyrir ágæta
hæfileika — ekki þá sízt Eggert
Gilfer. Á mótinu í Buenos Aires
urðum við efstir í úrslitaflokki
B, en í honum tefldu 11 þjóðir.
Hlaut sveit okkar þar veglegan
verðlaunabikar, sem forseti Arg
entinu hafði gefið til keppninn-
ar, „forsetabikarinn“ svonefnda.
Mun það vera einhver glæsileg-
asti verðlaunagripur sem ís-
PÁ-J
Guðmundur Sigurjónsson
lendingar hafa unnið á erlend-
um vettvangi. f íslenzku sveit-
inni, sem fór til Argentínu,
tefldu þessir menn: Baldur Möll
er, Ásmundur Ásgeirsson, Jón
Guðmundsson, og Einar Þorvalds
son, en Guðmundur Arnlaugs-
son var varamaður. Hlutu þeir
alls 41 vinning af 64 möguleg-
um, eða um 64prs. vinninga.
Á Olympíumótinu í Helsing-
fors 1952 telfdi Friðrik Ólafs-
son í fyrsta sinn á Olympíu-
móti. Hann var þá aðeins 17
ára að aldri, og var þetta
þyngsta prófraun hans við skák
borið fram að þeim tíma. Frið-
rik tefldi þarna á öðru borði og
hlaut rúmlega 46% mögulegra
vinninga, sem mátti auðvitað telj
ast ágæt frammistaða hjá svo
ungum skákmanni. Heildar
frammistaða íslenzku sveitarinn
ar var hins vegar býsna slök.
Hún lenti í næstneðsta sæti í
hópi 25 þjóða.
Hins vegar náð íálendingar eft
ir atvikum ágætum árangri á
Olympíuskákmótunum í Amster
dam 1954 og í Moskvu 1956.
Á fyrra mótinu lentu þeir í
fyrsta skipti í A riðli (sterkasta
riðli) í úrslitum, að vísu í tólfta
og neðsta sæti. Þátttökuþjóðir
voru alls tuttugu og fjórar, og
var þetta því bezta frammistaða
okkar á Olympiumóti fram að
þeim tíma, að verða tólftu í röð*
inni af tuttugu og fjórum. —í
Moskvu höfnuðum við í öðru
sæti í B-riðli úrslita, urðum
fjórtándu í röðinni af þrjátiu
og fjórum þjóðum, og má víst
um það deila, hvor frammistaðan
er betri.
Á næstu fjórum Olympíumót-
um: í Múnchen 1958, í Leipzig
1960, í Varna 1962 og í Tel Avív
1964 var frammistaða okkar hins
vegar heldur slök, enda tókst
misjafnlega með val manna á
þau. Auk þess tefldi Friðrik
Ólafsson ekki á neinu þessara
móta, nema í Varna og Ingi að-
eins í Leipzig. Var þess því
varla að vænta að við næðum
toppárangri á þessum mótum.
Það kom líka í ljós á mótinu
í Havana 1966, að er við beittum
okkar vöskustu mönnum, þá lét
góður árangur ekki á sér standa
Að því sinni sendum við sem
aðalmenn þá Friðrik, Inga, Guð-
mund Pálmason og Freystein, en
Gunnar Gunnarsson og Guð-
mundur Sigurjónsson voru vara
menn. Lentum við þar í A-riðli
og urðum elleftu í röðinni í
hópi fimmtíu og tveggja þjóða.
Var ekki annað hægt að segja
en sá árangur væri mjög glæsi
legur og sá ’langbezti, sem við
höfum nokkru sinni náð á Ol-
ympíuskákmóti.
Sveit sú, sem teflir fyrir okk
ar hönd á væntanlegu Olympíu-
skákmóti í Sviss verður, að öllu
forfallalausu þannig skipuð:
1. borð Ingi R. Jóhannsson
2. borð Guðmundur Sigurjóns
son
3. borð Bragi Kristjánsson
4. borð Jón Kristinsson
Varamenn:
Björn Þorsteinsson
Ingvar Asmundsson
Ekki reyndist unnt að fá Frið
rik Ólafsson til að keppa að
þessu sinni. Mun annríki valda.
Björn Þorsteinsson
Þetta mun gera það að verkum,
að sveitin hefur varla von um að
ná toppárangri, til dæmis miðað
við þann, sem hún ná’ði í Havana
í hittiðfyrra. Nú vantar auk
þess Guðmund Pálmason og Frey
stein Þorbergsson í sveitina. En
hins ber þó jafnframt að gæta,
að hinir ungu meistarar okkar,
einkum Guðmundur Sigurjóns-
son og Bragi Kristjánsson, eru í
stríðri framför, og er vart að
efa, að Guðmundur nái betri ár
angri nú en á mótinu í Havana.
Jón, Björn og Ingvar( svo ekki
sé minnzt á Inga) eru auk þess
allt knáir skákmenn, þótt fram
för þeirra sé nú af eðlilegum
ástæðum ekki eins hröð og
hinna yngri meistara.
Þessir sex Olympíufarar hafa
þjálfað sig sameiginlega í sum-
ar, ásamt nokkrum öðrum meist
urum undir leiðsögn Friðriks
Ólafssonar stórmeistara. Ætti þá
því ekki að bresta þjálfun til-
finnanlega, né kunnáttu í nýj-
ustu afþrigðum taflbyrjana, en á
þær mun hafa verið lögð sér-
stök áherzíla.
Það er ávallt nokkuð vanda
samt verk að velja menn til Ol-
ympíufara. Tvær leiðir hafa
þar einkum verið farnar
af íslenzkum skákforráðamönn-
um, og hafa þær stundum bland
azt saman í ýmiskonar hlutföll-
um. önnur leiðin er sú, að láta
Bragi Kristjánsson
Jón Kristinsson
annað hvort síðasta íslandsmót
ráða váli manna eða efna til sér
staks úrtökumóts, þar sem sér-
staklega sé teflt um réttindin
til að keppa á Olympíumóti.
Hin leiðin er sú að veljamenn
eftir „styrkleika“, þ.e. eftir
mati forráðamanna á því, hverj-
ir séu hæfustu fulltrúar okkar
hverju sinni. Að visu er þar
komið út á nokkuð hála braut,
ef lið er eingöngu valið eftir
þeirri aðferð, því fáir eru
óskeikulir í mati á öðrum mönn
um. Fyrri leiðin væri bersýni-
lega eðlilegri og tryggari ef —
og hér er komið að kjarna sjálfs
vandamálsins — nógu margir af
skákmönnum okkar úr sterkasta
flokki tefldu ávallt á íslands-
þingum eða sérstökum úrtöku-
keppnum fyrir Olympíumót. En
því er sjaldan að fagna. Það er
að verða æ sjaldgæfara að þeir
skákmenn okkar hinir „eldri“,
sem mestri frægð stafar af, tefli
á Skákþingum fslands.
Af því hefur oftast stafað og
stafar enn hin erfiða völ og
kvöl skákforráðamanna okkar.
Eftir að Friðrik Ólafsson
Ingvar Ásmundsson
vann sér stórmeistaratitil og Ingi
R. Jóhannsson alþjóðlegan meist
aratitil, þá hefur að vísu aldrei
sprottið ágreiningur um það, að
þeir væru sjálfkjörnir í Olymp-
íusveitir okkar. Vandinn hefur
þá fremur verið sá, að fá þá í
sveitirnar, og hefur stundum
misheppnazt, eins og drepið var
á áðan, að fá þá til að tefla í
Olympíusveitunum, ýmist annan
hvom eða báða. Forföll Frið-
riks nú eru ekkert einsdæmi í
þessum sökum, en við slíku er
fátt að gera, enda vel skiljan-
legt, að forföll geti teppt skák-
meistara, eins og aðra menn —
Og því ber þó alla vega að
fagna, að Friðrik hefur staðið
fyrir þjálfun Olympíusveitar
okkar nú.
Um val sveitarinnar að þessu
sinni er annars það að segja,
að sjálfsagt má um það deila,
hversu vel það hefur tekizt,
hvort einstakir menn, sem heima
sitja, séu sterkari eða hafi átt
meiri rétt til herkvaðningar en
hinir, sem valdir voru. Vil ég
ekki reyna að kveða upp dóma
um það í einstökum tilvikum. —•
En í heild tel ég, að þetta sé
allsigurstrangleg sveit, sé litið
til þess, að Friðrik Ólafsson gat,
nú ekki mætt til leiks.
Væntanlegt Olympíuskákmót íi
Sviss verður fjölmennt ogsterkt.'
mót, og er áætlað að eigi færri
en 54 þjóðir muni tefla í því,
og verður það þá fjölmennasta
Olympíumót, sem haldið hefur
verið. Mun fyrst verða teflt í
7 undanrásarriðlum, en síðan
fjórum riðlum til úrslita. — Fyr
irhugað mun að taka upp þá
nýjung, að úrslit í undanrásum
í keppni einstakra þjóða, verði
látin gilda sem endanlegt upp-
gjör þeirra í milli á mótinu,
þannig, að sömu þjóðir tefli ekki
tvisvar saman, þótt þær lendi
aftur saman í riðli í úrslitum.
Mun þetta gert, til að reyna að
koma í veg fyri hrossakaup í
undankeppninni, og einnig spar
ast með þessu ein umferð. —
Trúlega verður þéssi nýjung eitt
hvað umdeild, enda hefur hún
vissa ókosti.
Ekki er annað vitað en allar
sterkustu skákþjóðir heims tefli
á þessu móti. Til dæmis munu
nú Vestur-Þjóðverjar mæta með
öflugt lið, en þeir tóku ekki
þátt í síðasta móti. Fischer
og Reshevsky munu báðir mæta
frá Bandaríkjunum, en eigi að
síður verður líklega erfitt að
koma í veg fyrir sigur Sovét-
Ingi R. Jóhannsson
manna. Þeir tefla fram Petrosjan,
Spassky, Korsctnoy og Tal,
sem aðalmönnum, en Geller og
Polugajevsky sem varamönnum.
Þótt skákstyrkleiki hinna ólík-
ustu þjóða sé nú mjög tekinn
að jafnast, þá er langlíklegast,
að Sovétríkin hreppi efsta sæt-
ið einu sinni enn. Baráttan get-
ur hins vegar orðið tvísýn um
næstu sæti.
Óska svo fslenzku sveitinni
heilla og sigursældar á þessu
mikla móti.
Sveinn Kristinsson.