Morgunblaðið - 02.10.1968, Side 12
12
MORGUINBLAÐH), MIÐVIKUDAGUR 2. OKTÓBER 196«
Þorsteinn Arnalds, framkvœmdastjóri:
Villandi ummæli Tryggva Ófeigs-
__ *
sonar um rekstur B.U.R.
um án þess að leggja til þeirr-
FÖSTUDAGINTST 27. september
s.l. birtist í Morgunblaðinu yf-
irlit, sem fengið var hjá Félagi
íslenzkra botnvörpuskipaeig-
enda um landanir íslenzkra tog-
ara í heimahöfnum og erlendum
höfnum á þessu sumri. Tilefnið
til þess, að Morgunblaðið afl-
aði sér þessa yfirlits, mun vera
það, að ríkisstjórn og borgaryf-
irvöld höfðu farið þess á leit
við togaraeigendur, að þeir lönd
uðu afla togara sinna, eftir því
sem við yrði komið, hér á landi,
þar sem uggvænlega horfði í at-
vinnumálum landsmanna.
Náði yfirlit þetta til allra fé-
lagsmanna F.Í.B. annars vegar
og hins vegar til skipa Júpiters
og Marz h.f., sem er eign
Tryggva Ófeigssonar. Á það
skal sérstaklega bent, að togara
Bæjarútgerðar Reykjavíkur var
ekki á nokkurn hátt sérstaklega
getið og því enginn samanburð-
ur gerður á aflamagni togara
B.Ú.R. og togara Tryggva Ófeigs
sonar né þeirri vinnu, sem þeir
hvorir um sig sköpuðu. Hins veg
ar kom í ljós, að hlutur togara
Tryggva Ófeigssonar í löndun-
um hér heima yfir sumarmánuð-
ina var næsta lítill. Á þessum
fjórum mánuðum, maí-ágúst,
1968 var heildarafli togara FÍB.,
sem landað var hér’hheima, 26.
072 lestir, en afli togara Tryggva
Ófeigssonar 1.835 lestir.
BLEKKINGAR UM FLAKA-
FAMLEIÐSLU
Sumum mönnum er svo farið,
að þegar á móti blæs, þá Igta
þeir gremju sína bitna á um-
hverfi sínu.
Við, sem störfum hjá Bæjar-
útgerð Reykjavíkur, höfum fyr
ir löngu tekið eftir því, að þeg-
ar eitthvað bjátar á í útgerð
Tryggva Ófeigssonar eða eitt-
hvað verður honum andstætt, þá
er þess ekki langt að bíða, að
hann ráðist á Bæjarútgerð
Reykjavíkur. Enda fór það einn
ig svo að þessu sinni, því að
strax næsta dag birtist í Morg-
unblaðinu grein eftir Tryggva
Ófeigsson, þar sem ráðizt er á
Bæjarútgerð Reykjavíkur, en á
engan hátt svarað eða gerðar at
hugasemdir við yfirlit F.f.B. f
stað þess eru birtar tölur um
framleiðslu frystihúss Júpi-
ters og Marz árið 1967 og born
ar saman við framleiðslu frysti-
húss B.Ú.R. það ár. En þar sem
framleiðsla frystihúss Júpíters og
Marz var nokkru meiri en fram-
leiðsla B.Ú.R. á árinu 1967, var
látið líta svo út sem um enga
aðra framleiðslu væri að ræða.
Til þess að reyna að gera hlut
sinn eitthvað meiri gengur
Tryggvi algjörlega fram hjásalt
fisk- og skreiðarframleiðslu Bæj
arútgerðarinnar á síðastliðnu
ári, sem var 334.764 tonn miðað
við fullstaðinn saltfisk og
557.325 tonn miðað við verkaða
skreið, en saltfisk- og skreiðar-
framleiðsla Júpíter og Marz h.f.
mun hafa verið mjög lítil á því
ári. Þess má svo geta, að fisk-
framleiðsla Bæjarútgeðrarinnar
var 1.613 tonn 1967, en Júpíters
og Marz 1.557 tonn. Það sem
gerir muninn á heildarmagni hús
anna er heilfryst síld.
Enn reynir Tryggvi að beita
brögðum með upplýsingum sín-
um um framleiðslu frystihúsa
þessara á árinu 1968. Upplýsir
Tryggvi, að á ákveðnu tímabili
ársins 1968 hafi frystihús Júpí-
ters og Marz framleitt 879.7
tonn, en frystihús B.Ú.R. 743.2
tonn. Því skyldi nú Tryggvi
taka til dæmis framleiðslu þess
ara frystihúsa fjóra mánuði úr
árinu? Því ekki að upplýsa,
hvert framleiðslumagnið hafi
verið fyrstu 8 mánuði ársins, úr
því að þær upplýsingar lágu
fyrir? Það var einfaldlega vegna
þess, að sá samanburður yrði
frystihúsi Júpíters og Marz óhag
stæður, en hinn 1. september
1868 hafði frystihús B.Ú.R. fram
leitt 2.047 tonn af frystum flök-
um og 188 tonn af frystri síld.
Auk þess hafði fiskverkunar-
stöð B.Ú.R. framleitt 1.083 tonn
af saltfiski miðað við fullstað-
inn fisk og 137 tonn af full-
verkaðri skreið. Frystihús Júpí-
ters og Marz hefur á sama tíma
framleitt 1.253.1 tonn af frystum
flökum og 487.2 tonn af frystri
síld. Skreiðar- og saltfiskfram-
leiðslan mun vera óveruleg.
ÓMAKLEGA VEITZT AÐ
STARFSMÖNNUM TOGARA-
AFGREIÐSLUNNAR
í grein Tryggva er ómaklega
sveigt að verkamönnum og
stjórn Togaraafgreiðslunnar,
sem hann er reyndar sjálfur
meðilmur í. Er látið í það skína,
að afköst verkamanna hér séu
mun lélegri en erlendis ogreynd
ar öll stjórn á uppskipuninni
Tekur hann til dæmis, að land-
að hafi verið úr einum togara
sinna 1 Hull í marzmánuði s.l.
á 6 kulkkustundum. Að vísu
hafi skipið þurft að bíða 1 3
daga eftir að vinna hæfist. Hins
vegar getur Tryggvi þess ekki,
að meira en helmingi fleiri
menn starfa að löndun í Eng-
landi en hér. Má því af orðum
Tryggva ráða, að vinnubrögð
hér í Reykjavík við losun tog-
aranna séu mjög léleg. Sannleik
urinn er sá, að þeir, sem starfa
að losun, eru allir hörku dugn-
aðarmenn, sem margir hverjir
hafa haldið tryggð við Togara-
afgreiðsluna í mörg ár og er öll
stjórn framkvæmdastjórans,
Hallgríms Guðmundssonar, með
hinum mesta myndarbrag.
Fróðlegt er að rifja það upp,
í sambahdi við hallmæli Trygg-
va Ófeigssonar í garð íslenzkra
verkamanna, að hinir erlendu
verkamenn eru ekki alltaf á
nægðir með samskiptin við hann.
Mundi það skipta okkur litlu
máli, ef það skaðaði engan nema
hann sjálfan.
En svo er mál með vexti, að
er b.v. Júpíter átti að landa í
Hull 3. janúar 1967, komu lönd-
unarmenn um borð, hófu löndun
án þess að ljúka henni og gengu
í land til að knýja fram greiðslu
á slysabótum, sem löndunarmað
ur átti rétt á vegna slyss, sem
hann hafði orðið fyrir við lönd
un úr skipinu í júlímánuði 1965.
Til þess að fá löndun lokið úr
skipinu daginn eftir, varð um-
boðsmaður að kaupa sérstaka
tryggingu vegna löndunarmann
anna með lágmarksiðgjalda
greiðslu, 75 sterlingspundum eða
tæplega 11 þúsund krónur, og
skyldi þessi sérstaka trygging
keypt fyrir íslenzk skip, sem
lönduðu hjá þessum umboðs-
manni framvegis.
Þarna fá íslenzkir togarar á
sig nýjan óvæntan skatt þar sem
ekki voru gerð skil á bótum
vegna slyss, sem sýnilega varð
að greiða.
Tryggvi minnist einnig á í
grein sinni, að b.v. Egill Skalla-
grímsson hafi einhvern tíma orð
ið að víkja fyrir „bæjarútgerð-
artogaranum" Ingólfi Arnarsyni
við löndun í Reykjavík. Auð-
vitað er aldrei hægt að fyrir-
byggja í sérstökum tilvikum, að
tvö skip óski eftir löndun sam-
tímis án þess að hægt sé að
greiða úr því, en ég er ekki að
nefna þau fjölmörgu skipti, sem
togarar B.Ú.R. hafa orðið að
taka tillit til landana annarra
togara, og tel ég ekki nema sjálf
sagt, að viðhöfð sé ákveðin skip
an á þeim málum.
SKATTFRÍÐINDI GRUND-
VÖLLUR NÝSKÖPUNAR
f fyrirsögn greinar Tryggva
Ófeigssonar og í greininni
sjálfri er því haldið fram, að
borgarsjóður hafi greitt kr. 3.00
með hverju kílógrammi af fiski,
sem togarar B.Ú.R. lönduðu hér
heima árið 1967, sem hann telur
vera 10.600 tonn. (Rétt er
10.148 tonn). Er hér um ein-
hverja mestu blekkingu að ræða
sem ég hefi lengi rekizt á í sam-
bandi við starfsemi Bæjarútgerð
ar Reykjavíkur. Tel ég á þessu
stigi málsins, að rétt sé að rekja
í stuttu máli aðdragandann að
stofnun Bæjarútgerðarinnar og
viðskipti hennar og borgarsjóðs
og jafnframt að skýra örlítið að
stöðu útgerðar Tryggva Ófeigs-
sonar á þeim tíma, sem Bæjar-
útgerðin hóf störf sín.
Þegar nýbygging togaraflot-
ans hófst eftir stríðslok, átti
íslenzk togaraútgerð að baki sér
einstakt velgengnistímabil. Öll
stríðsárin seldist ísfiskur mjög
góðu verði í Bretlandi. Einnig
sátu íslendingar svo að segja
einir að fiskimiðunum kringum
landið.
Þegar því endurnýjunartíma-
bilið á togaraflotanum hófst,
stóðu íslenzkar togaraútgerðir
mjög vel að vígi til endurnýj-
unar, sérstaklega fyrir þá sök,
að íslenzka ríkisstjórnin hafði
sýnt þann skilning að heimila
togaraútgerðunum ýmis skatt
fríðindi, einkum með tilliti til
endurnýjunar á togurunum, sam
anber lög nr. 93 frá 1938, sem
fjölluðu um skattagreiðslur út-
gerðarfyrirtækja íslenzkra botn
vörpuskipa.
Lögum þessum samkvæmt
mátti draga frá tekjum allt tap,
sem orðið hafði frá 1931, og enn
fremur 90 prs af nettó tekjum í
varasjóð. Ekki mátti heldur
leggja á hærra útsvar en lagt
var á árið 1938.
Lög þessi voru afnumin með
lögum nr. 9-1941 og í stað þess
heimilað að draga frá helming
af nettó tejkum í varasjóð, þar
af | hluta í nýbyggingarsjóð.
Einstaklingar og sameigna-
félög máttu leggja 40 prs af
nettó tekjum í nýbyggingarsjóð.
Með lögum nr. 20 frá 1942 er
varasjóðsfrádráttur útgerðar-
hlutafélaga lækkaður niður í
4 af nettó tekjum og hjá öðr-
um útgerðaraðilum í 20 prs.
Er ljóst, að mjög mikill að-
stöðumunur var fyrir Bæjarút-
gerð Reykjavíkur að kaupa
þessi nýju skip og til dæmis
Tryggva Ófeigsson, sem átti
þessi góðæri að baki sér. Átti
hhann verulegar fjárupphæðir í
nýbyggingar- og varasjóðum
til kaupanna, sem lagðar höfðu
verið til hliðar skattfrjólst.
Er vissulega ástæða til að
taka fullt tillit til þessa að-
stöðumunar, einnig þá er borin
er saman rekstursafkoma Bæj-
arútgerðar Reykjavíkur og út-
gerðar Tryggva Ófeigssonar.
STOFNUN BÆJARÚTGERÐ-
ARINNAR OG TILGANGUR.
Við stofnun Bæjarútgerðarinn
ar átti útgerðin því ekkert eig-
ið fé til að leggja í reksturinn
en varð frá upphafi að sækja
til Framkvæmdasjóðs um fé til
fjárfestingar og lánastofnana
um rekstursfé.
Tilgangurinn með stofnun B.
Ú.R. var auðvitað fyrst og
fremst sá að tryggja atvinnu í
borginni og að stuðla að auk-
inni starfsemi fyrirtækja þeirra,
sem veita togurunum ýmiss kon-
ar þjónustu, vera þannig hvati í
athafnalífi borgarinnar. Auðvit-
að er öllum Ijóst, að ekki er
unnt að stofna til mikils at-
vinnureksturs með dýrum tækj-
ar starfsemi mikið fé. Þetta fé
gátu eldri útgerðarfyrirtæki tek
ið af þeim sjóðum, sem þau áttu
frá stríðsárunum og áður er get
ið. Hins vegar var Bæjarútgerð-
in þá nýtt fyrirtæki og því eng
um slíkum sjóðum til að dreifa.
Þetta framlag varð því að koma
frá borgarsjóði.
STOFNFRAMLÖG OG
REKSTRARFRAMLÖG BORG-
ARSJÓðS.
Til kaupa á 8 togurum Bæj-
arútgerðarinnar, til kaupa á
frystihúsi, saltfiskverkunarstöð,
skreiðarverkunarstöð og síldar-
verkun og margvíslegum tækj-
um og til greiðslu á skuldbind-
ingum, sem Bæjarútgerðin tók á
sig með kaupum á þessum marg-
víslegu framleiðslutækjum, hef-
ur borgarsjóður (Framkvæmda-
sjóður) lagt fram kr.
139.947.418.46. Hitt er e.t.v. ekki
öllum Ijóst, að af framlagi borg
arsjóðs hafa frá upphafi verið
reiknaðir vextir og vaxtavextir,
og nemur sú upphæð nú sam-
tals kr. 30.660.672.13, sem eru
innifaldir í áðurnefndum 139.9
millj. Geri ég ráð fyrir, að mik-
ill halli yrði á útgerð Tryggva
Ófeigssonar, ef með sama hætti
væru reiknaðir vextir og vaxta-
vextir af hinu skattfrjálsa fé,
sem hann lagði til sinnar eigin
útgerðar og því fé, sem hann
hefur síðan varið til hennar.
Rétt er að benda á, að Bæj-
arútgerð Reykjavíkur hefur á-
vallt verið gert að greiða út-
svar og aðstöðugjöld eins og öðr
um útgerðarfyrirtækjum, og nem
ur upphæð þessara gjalda kr.
8.607.660.00. Er upphæð þessi
einnig innifalin í ofannefndum
kr. 139.9 millj. Hefur Tryggvi
Ófeigsson hvað eftir annað
haldið fram þeim ósannindum,
að Bæjarútgerð Reykjavíkur sé
ekki gert að greiða aðstöðu-
gjald eða útsvar. Hefur hann
haldið þessu fram í mörg ár,
enda þótt honum hafi allan tím-
ann verið ljóst, að hér fór hann
með hrein ósannindi, sem ekki
byggðust á misskilningi.
Nú vaknar sú spurning, hvað
hefur borgarsjóður þá lagt fram
til reksturs Bæjarútgerðar
Reykjavíkur? Eftir allar þær um
rSeður, sem farið hafa fram um
þessi mál, skyldu menn ætla, að
hér væri um háa fjárhæð að
ræða. Tryggvi Ófeigsson held-
ur því t.d. fram, að úr borgar-
sjóði hafi á árinu 1967 verið
greiddar kr. 3.00 með hvejrju
kílógrammi, sem togarar B.Ú.R.
haaf landað hér. Er því rétt að
taka til athugunar rekstursaf-
komu B.Ú.R. frá stofnun henn-
ar og fram til þess tíma, er
reikningar liggja fyrir, en það
er 31.12 1967.
Samkvæmt reikningunum er
tap B.Ú.R. frá upphafi kr.
164.848.786.95, þar af afskriftir
kr. 139.502.414.96. Mismunur-
inn á töpum Bæjarútgerðarinn-
ar og afskriftum er því kr.
25.346.371.99. Það mun augljóst
hverjum manni, að beint fjár-
framlag borgarsjóðs til rekst-
urs Bæjarútgerðarinnar á þeim
22 árum, sem hún hefur starf-
að, getur ekki orðið hærri upp-
hæð en heildartapið að frá-
dregnum afskriftum, eða eins og
að framan getur kr. 25.346.371.99
Nú er einnig þess að gæta, að
þegar þessi niðurstaða er feng-
in, hefur borgarsjóður reiknað
sér vexti kr. 30.660.672.13, af
eigin fé og einnig að sjálfsögðu
útsvar og aðstöðugjald kr.
8.607.660.00. Af þessu er því
ljóst, að úr borgarsjóði hefur
ekkert verið greitt til Bæjarúit-
gerðarinnar annað en hluti af
vöxtum af eigin fé borgarsjóðs,
sem svarar til taps fram yfir
afskriftir á þeim 22 árum, sem
Bæjarútgerðin hefur starfað.
Framlag borgarsjóðs (Fram-
kvæmdasjóðs) hefur þannig að
langmestu leyti farið til greiðslu
á stofnkostnaði, þ.e. til uppbygg
ingar útgerðarinnar.
REIKNINGSKÚNSTIR
TRYGGVA ÓFEIGSSONAR.
En hvernig er þá með 3 krón
urnar hans Tryggva, munu nú
margir spyrja. Ég geri ráð fyrir,
að flestum sé Ijóst, hversu fár-
ánleg sú aðferð er, sem Tryggvi
Ófeigsson beitir til þess að kom
ast að þessari niðurstöðu.
Tryggvi tekur tap Bæjarútgerð
arinnar árið 1967 og bætir við
þá tölu kostnaði af þeim skip-
um, sem B.Ú.R. hefur hætt út-
gerð á og 'hefur selt. Kemst
hann að þeirri niðurstöðu, að
þessi upphæð, ásamt fyrningar-
afskriftum, nemi kr. 31. millj.,
sem greitt hafi verið úr borgar-
sjóði, sem er þó algerlega rangt.
Síðan tekur hann einn þátt fram
leiðslu Bæjarútgerðarinnar, þ.e.
það magn af fiski, sem togarar
B.Ú.R. lönduðu í Reykjavík á
árinu, og deilir með kílóafjöld-
anum, sem h'ann telur vera
10.600 tonn, og fær út úr því
kr. 3.00 pr kg., sem Bæjarút-
gerðin tapi á hverju kílói og
borgarsjóður greiði. Á sama hátt
mættí einnig taka það aflamagn
sem togarar B.Ú.R. lönduðu er-
lendis á árinu 1967, en það
voru 3.525 tonn, og deila þeirri
tölu inn í 31 milljón krónur (en
auðvitað er sú tala algerlega
röng viðmiðunartala, eins og
kemur fram hér að framan).
Mundi þá útkoman vera tap kr.
8.79 pr. kg. f þriðja lagi mætti
taka enn eina framleiðslugrein
B.Ú.R. t.d. keyptan fisk af bát-
um og togurum annarra togara-
félaga, beita sömu aðferð og fá
enn eina niðurstöðu. Yrði þá
heildartapið strax orðið þrefalt,
miðað við þá tölu, sem Tryggvi
valdi sjálfur til viðmiðunar.
Hversu gífurlegt gæti tapið ekki
orðið með þessari reiknings-
aðferð hjá verzlun, sem verzl-
aði með 1000 vörutegundir, eins
og Sigurður Magnússon upp-
lýsti í sjónvarpsþætti s.l. sunnu
dagskvöld, að venjuleg matvöru
verzlun gerði. Ef slík verzlun
tapaði kr. 100.000.00 á tilteknu
ári, yrði tapið með aðferð
Tryggva 1000x100.000.00 krón
ur eða 100 milljón krónur!
RAUNHÆFARI ÚTREIKNING
AR.
En þótt beitt sé öðrum raun-
hæfari reikningsaðferðum en
þessari, þá er ekki fyrir það að
synja, að rekstur Bæjarútgerð-
ar Reykjavíkur hefur ekki geng
ið eins vel og æskilegt værL
Öllum landslýð eru kunnugir
hinir miklu rekstrarörðugleikar
sjávarútvegsins og þá ekki sízt
togaraútgerðarinnar, sem hefur
fengið á bak sitt hverja byrð-
ina á fætur annarri, t.d. með út-
færslu fiskveiðilögsögunnar, og
þegar togaraútgerðin fékk
greiddan fisk sinn á lægra verði
en bátaútvegurinní en sýnt hef-
ir verið fram á, að þetta mun
aði hvern togara 5.6 millj. króna
á árunum 1951-1958 og þá Bæj-
arútgerðina um 45 millj. króna.
Að þessu leyti er aðstaða Bæj-
arútgerðarinnar auðvitað hin
sama og aðstaða útgerðar Trygg
va Ófeigssonar og annarra
einka-útgerðarfyrirtækja. Af
þessum sökum hafa mörg einka-
útgerðarfyrirtæki orðið gjald-
þrota eða orðið að draga veru-
lega ú rrek stis níursvosme.m
Kveldúlfur hf., eða hætta
rekstri, svo sem Alliance h.f.
Örðugleikar B.Ú.R. eru því ekk
ert einangrað fyrirbrigði, held-
ur sameiginlegir fyrir alla út-
gerðarmenn. Það gefur auga leið
að reksturinn hvílir ekki á heil-
brigðum grundvelli, ef útgerðar
Framhald & bls. 17