Morgunblaðið - 02.10.1968, Síða 24

Morgunblaðið - 02.10.1968, Síða 24
24 MOKGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. OKTÓBER 1968 búri. Er þetta ekki spennandi? 4. kafli. Þegar Alisha kom með kaffið og ávextina, sátu stúlkurnar hlið við hlið í hróka samræðum. Þær höfðu haft svo margt að segja hvor annarri. — Hann Oliver fann mig. Sá gæri gert Scotland Yard skömm til. Hann rakti slóðina mína frá farmiðasölunni, en þar hafði mað ur vísað mér á ódýrt gistihús, og þaðan aftur í lítið kaffihús. Ég var þar rétt að fá mér hress- ingu, sem ég hefði fulla þörf á. Hann sagði bar við mig: — Þú getur ekki verið svona ein. Þér væri betra að koma og vera í nótt með Fallowman-leiðangrin- um í húsinu hans í Byblos. Hún Jill, vinstúlka þín er þar. Og hér er ég komin. — Hversvegna vaktirðu mig ekki þegar þú komst inn? spurði Jill. — Ég sagði nú eitthvað við þig, en þú varst alveg í öðrum heimi. Og sjálf var ég svo syfjuð, að ég lagðist strax fyrir. Hún hló galðlega. — Þetta var fall- ega gert af honum Oliver, finnst þér ekki? Hér er miklu betra en í gistihúsinu. — Já, Oliver er ágætur. Og það er hann Graham vitanlega líka. Þú hefur væntanlega getið þér þess til, að ég fór beint til hans, þegar ég fór af flugvellin- um, og spurði hann hvort ég gæti fengið þessa eldabusku- stöðu. Og nú hef ég fengið hana. — Já, Oliver sagði mér frá því. Og ég er alveg viss um, að þú verður bara ágæt, sérstak lega þó ef þú bakar þessar á- gætu litlu sítrónukökur. En hér er víst morgunverðurinn okkar. Hún brosti blíðlega til Alishu, sem hneigði sig djúpt á móti. — Þetta er ágætis fólk, er það ekki? Ég er svo hrifin af Mið-Austurlöndum. Helltu íboll ana, Jill. Þú gerir það alltaf, hvort sem er. Jill fyllti bollana og hugsaði með sér, að hvaða ógöngum, sem Sandra lenti f, gæti það aldrei haft varanleg áhrif á skapið hennar. Svo átu þær og drukku þegj- andi í nokkrar mínútur, en þegar JiU hafði lokið við appel- sínuna sína, vildi hún fá að vita, hvað komið hefði fyrir Söndru þennan þriðjudagsmorgun. — Því að klukkan var orðin tvö þegar þú komst heim, en Oliver skildi við þig klukkan rúmlega tólf, svo að einhvers- staðar hefurðu verið í millitíð- inni. Komdu með það, Sandra. Hvar varstu? Sandra varð óvenju alvarleg, rétt sem snöggvast. — Jú, ég var nú aldrei þessu vant ofklók, Jill, játaði hún. — Eða öllu heldur, ég var ekki nógu stað- föst. Þegar Oliver var skilinn við mig, opnaði ég dyrnar fyrir mér, en rétt þegar ég var að stíga upp í stigann, snerist mér hugur. Mér fannst ég verða að nota mér lykilinn til fullnustu, svo að ég fór út aftur. — Á þeim tíma nætur? Skárri var það nú bölvuð vitleysan. — Já, það var það sannar- lega. Ég gekk svo aftur niður á sjávargötuna og inn á barinn í þessu stóra hóteli Luxuria, eða hvað það nú heitir, rétt til þess að kynnast svolítið næturlífinu í Beirut, skilurðu. Jill brosti og andvarpaði, hvortveggja í senn. — Ég skil skensið. Og þarna var þessi töfrandi maður, var það ekki? Sandra kinkaði kolli. — Hann hét Hamid. Að minnsta kosti sagði hann mér það. Dreymin svört augu og stórkostlega fríð- ur — ó, hann var stórglæsilegur. Við töluðum svoíltið saman og svo spurði hann mig, hvað ég vildi að drekka. Nú, ég sagði ávaxtasafa, því að ég var þegar búin að fá nóg kampavín. Ég hef alltaf vitað, hvenær nóg er komið. — Svo að þessi ágæti Hamid hefur þá reynt að lauma ein- hverju sterkara í glasið hjá þér? sagði Jill. — Nei, hann var nú sniðugri en svo. Ég hefði strax fundið það á bragðinu, ef hann hefði reynt gömlu aðferðina. Hann stakk bara uppá geitamjólk, af því að hún væri svo róandi. Svo bablaði hann eitthvað á ara- bisku og auðvitað hefði það átt að nægja til þess að ég færi að vara mig. Þegar svo mjólkin kom, fannst mér hún eitthvað skrítin, en ég hafði nú áður ekki kynnzt neinu nema kúamjólk. Rétt á eftir kom yfir mig ein- hver svimi og áður en ég vissi af, var ég komin út í bílinn hans. Hún ranghvolfdi í sér augun- um á ahrifamikinn hátt. — Þarna stóð bíllinn undir tré og ég var í óðaönn að verja heiður minn og allt það. — Það var þá engin furða þó að kjóllinn þinn væri rifinn, sagði Jill. — Þeir hljóta að hafa blandað einhverju í mjólkina. — Oliver segir , að það hafi alls ekki verið mjólk, heldur eitthvert innlent gums, sem þeir kalla arak. Þegar vatni er bland að í það, verður það mjólkur- hvítt. Og það er hreinasta sprengiefni, jafnvel vatnsbland- að. Þú hefðir átt að vita, hvern- ig mér leið í gær. — Jæja, þú hefur að minnsta kosti getað losnað ósködduð frá Hamid. Eða var það ekki? — Jú, en það var rétt á tak- mörkunum. Ég stökk út úr bíln- um og hjlóp eins og hundelt. Einhver lögreglumaður vísaði mér á veginn heim. Og lyfti ekki einusinni augnabrúnunum. þetta er víst ekkert óvenjuleg sjón í Beirut. Ég slapp vel, finnst þér ekki? En það geri ég líka venju- lega. — Jú, en það mátti víst ekki tæpara standa, Sandra. Þú verð- ur að fara varlegar framvegis, þegar þú hittir laglega karl- menn. — Æ, farðu nú ekki að lesa yfir mér, elskan! Ég fékk svo rækilegan umgang á leiðinni hingað! Oliver skammaði mig alveg í klessu. Mér hefði aldrei dottið í hug, að hann gæti verið svona grimmur. — Þú áttir það fullkomlega skilið, sagði Jill. — En þú til- biður hann víst jafnt fyrir því. — Já, það geri ég vitanlega og get varla beðið eftir að hitta hann aftur. — Þá er okkur eins gott að fara að komast á fætur, sagði Jill, og svo stóð hún upp og tók að ganga frá rúmfötunum. — Ég þarf að tala við Graham og frú Fallowman um störfin mín. En hvað ætlar þú nú að gera, Sandra? — Já, mér þætti gaman að vita til hvers ég er notandi. — Þú getur farið heim aftur. Eða reynt að fá eitthvað að gera hérna. — Já, og með meðmælunum frá henni ungfrú Gilmore! Ég verð nú að hugsa mig um. Þú skilur, að ég... Hún þagnaði er Alisha kom inn, og á eftir henni lítill dreng- ur, sem rogaðist með stórt bað- ker og setti það á gólfið, en flýtti sér síðan út. Þegar stúlk- urnar litu á hana, bablaði hún eitthvað á arabisku, en rétti svo út hönd og svipti nátthjólnum af Jill, í einum rykk. Svo ýtti hún henni að baðkerinu og benti henni, að hún ætti að standa í því. Þegar Jill var kom- in í baðkerið, greip Alisha vatns könnuna og hvolfdi innihaldi hennar yfir hana. Jill veinaði upp yfir sig, af því að þetta kom svo óvænt. Alisha veltist um af hlátri og rétti henni einhvern hvítan dúk, til að þurka sér á. Síðan greip Alisha til Söndru, sem var skríkjandi, og gerði henni sömu skil. — Það er þá svona, sem þær þvo sér í kvenna búrunum, sagði Sandra, þegar hún loksins náði andanum. Vatn ið hafði verið jökulkalt. Þetta litla atvik kom báðum stúlkunum í betra skap, er þær gengu út úr herbergi sínu. Flest ir voru að búast til útgöngu, berandi töskur og stóla og alls konar kassa og áhöld. Nokkrir arabiskir burðarkartar voru þar á stjái og tóku saman ýmiskonar 1 - h -r ar Listdansskóli Cuðnýjar Pétursdóttur Lindarbæ Reykjavík og Félagsheimili Kópavogs. Kópavogi. Kennsla hefst mánudaginn 7. október. Innritun og upplýsingar daglega frá kl. 2—7 í síma 40486. DANSKENNARASAMBAND ÍSLANDS ^ ><►0 tæki. Hammond Barker og Davíð Game heilsuðu stúlkunum stutt- lega en héldu síðan áfram verki sínu. Frú Fallowman hafði eftir- lit með öllu. Nú var hún í síðbuxum og skyrtu með belti og með stóran sólar- hatt á höfðinu. Hún kink- aði snöggt kolli til Jil'l en starði síðan rannsakandi á Söndru. — Svo að þér eruð þá hin stúlk- an, sagði hún. — Ég verð víst að sjá um yður. . . nei, ég vil fá breiðu linsuna, Davíð. Það er sú einasta, sem dugar við þess- ar tröppur. Graham kom nú til þeirra. — Gott og vel, sagði hann. Þú kem- ur með mér Jill. Ég skal segja þér fyrir, hvað þú átt að gera og setja þig inn í embættið. En þú ættir að bíða hér um kyrrt og láta fara vel um þig, Sandra. Oliver sækir þig bráðum. Hann er að hringja í prófessorinn. Jill elti Graham inn í annað minna herbergi við hliðina. Hún settist þar niður við stórt skrif- borð, en hann settist hinumegin við það. Sem ráðsmaður leiðang- ursins, vildi hann sýnilega hafa allt skellt og fellt. Hann sagði Jill frá kaupinu og öðrum ráðn- ingarskilyrðum. — Þú skilur, að þú berð á- byrgð á öl'lum matföngum, þegar Við erum úti í eyðimörkinni, sagði hann. — Og þú þarft oft að stilla þig, því að matmálstíminn hjá okkur getur orðið dálítið óreglu legur, þegar við erum úti að vinna. Því að ef við rekumst á eitthvað merkilegt, viljum við rannsaka það meðan bjart er, og þá gleymir maður öllu, sem heitir matur. Og svo bætti hann við, brosandi: — Og þá kemur maður ofseint og glorsoltinn og heimtar mat sinn strax og engar refjar. — Jú, ég skil þetta, sagði hún. — Þetta er alveg eins og í sveitinni um sáðtímann og upp- skerutímann. Ég hugsa, að ég geti klárað það. — Já, ég held, að þú sért skynsöm stúlka og veit það reyndar. Þú færð tvo stráka til að hjálpa þér. Við þurfum að kenna þér svolítið í arabisku, svo að þú getir skipað þeim fyrir. Það getur hann Davíð gert. Hann er svo mikill tungumálahestur. Hrúturinn 21. marz — 19. apríl Gefðu þér tíma til að útskýra smáatriði, og forða þannig mis- skilningi. Eitthvað blæs byrlega í einkamálum. Farðu hægt 1 fjár- málum. Nautið 20. apríl — 20. maí Haltu þig við vanaatriðin, en sóaðu ekki tlma í hugaróra. Ef þú ferð í reimsókn í kvóld, verðurðu margs vísari. Tvíburarnir 21. maí — 21. júní Reyndu að ljúka bréfaskriftum. Taktu ekki neinar ákvarðanir, en reyndu að vinna að gömlum áformum. Segðu aðeins það sem þú meinar. Krabbinn 21. júní — 22. júli Þér gefst tækifæri til að kynnast ýmsum nýjungum. Fólk, sem kemur langt að kann að segja þér eitthvað forvitnilegt. Ljónið 23. júií — 22. ágúst Ef þú ert ekki gætinn, kann það að valda misskilningi. Vertu ekki of stoltur. Gömul vandamál verða aðeins leyst með fhugun, eða ráðum frá gömlum samstarfsmanni, sem er kunnugur ölium hnútum. Meyjan 23. ágúst — 22. sept. Eitthvað, sem þú áformaðir fyrir löngu, og skipulagðir ekki nógu vel, hleypir snurðu á þráðinn fyrir þér núna. Gættu því vel að öllum útreikningum. Sinntu einhverjum málum fyrir aldrað fólk núna. Vogin 23. sept. — 22. okt. Fjölskylda þín gengu^ fyrir. Treystu tryggðabönd þar, sem þess gérist þörf. Gættu fyllstu varúðar í fjármálum. Sporðdrekinn 23. okt. — 21. nóv. Vera má, að þú þurfir að láta einkamálin sitja á hakanum til að hlynna að þeim, sem gamlir eru og farlama. Farðu vel í smá- atriðin. Bogmaðurinn 22. nóv. — 21. des. Heilmikið ber á hugmyndaflugi fólks í dag. Haltu þig við dag- leg störf. Steingeitin 22. des. — 19. jan. Ef þú skipuleggur smáatriðin um of, getur það komið þér í vanda. Vertu hógvær ailan daginn, en gefðu smáfólkinu einhvern glaðning. Vatnsberinn 20. jan. — 18. febr. Þú færð eingöngu ónákvæmar upplýsingar i dag. Það tekur þig langan tíma að safna réttum upplýsingum. Þetta er ágætt kvöld til að hlýða á tónlist. Fiskarnir 19. febr. — 20. marz Þér er hollast að vera hófsamur. Leitaðu ráða hjá einhverjum, en hugsaðu þig vel um, áður en þú hagnýtir þér þau. Ef þú legg- ur þig allan fram, mun rætast úr fjármálaöngþveitinu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.