Morgunblaðið - 03.10.1968, Side 1

Morgunblaðið - 03.10.1968, Side 1
28 SÍÐUR - 216. tbl. 55. árg. FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER 1968 Prentsmiðja Morgunblaðsins. N-Vietnam hafnar tilboöi Humphreys París, 2. október. AP. Norður- Vietnam hafnaði opin berlega í dag tilboði Hubert Humphreys, varaforseta og for- setaefnis demókrata, þess efnis, að loftárásum á Norður-Vietnam verði hætt, ef Hanoi-stjórnin geri ráðstafanir til þess að gera hlutlausa beltið á mörkum Norð ur- og Suður-Vietnam í raun og veru hlutlaust. Á 24. fundi Vietnam-vi'ðræðn- anna í París í dag sagði aðal- samningamaður Norður-Vietnam, Xuan Thuy, að stjóm sín gæti ekki fallizt á kröfu Bandaríkja- manna um, að dregið verði gagn- kvæmt úr stríðsaðgerðum. Hann sagði, að bæði Humphrey og Johnson bæru fram slíkar kröfur og hélt því fram, að Humphrey hótaði nýjum loftárásum. Xuan Thuy sakáði Bandaríkin um að undirbúa nýja árás á Norður-Vietnam í þeim tilgangi að leggja allt landið undir sig. Aðalsamningamaður Bandaríkj- anna, Averell Harriman, vísaði þegar í stað á bug þessari ásök- un, sem kom honum greinilega á óvart. Harriman sakaði Norður-Viet Framh. á bls. 27 Taft-Hortley- lögum beitt New York, 2 .október. AP. ALRÍKISDÓMARI hefur gefið út skipun um, að 75.000 banda- rískir hafnarverkamenn, sem eru í verkfalli, taki aftur upp vinnu meðan reynt sé að miðla málum í deilunni. Þar með er verkfallinu, sem hófst á mið- nætti á þriðjudag, lokið í bili að minnsta kosti. Samkvæmt Taft- Hartley-lögunum er heimilt að skipa verkfallsmönnum að snúa aftur til vinnu meðan sáttatil- raunir standa yfir, en hafi samn- ingar ekki tekizt eftir 80 daga, geta verkamenn aftur lagt niður Fimm af sexburunum, sem fæddust í gær. Sá sjötti dó 1 klst. eftir fæðinguna. Sexburar fæðast í Bretlandi — Eitt barnanna þegar látið Birmingham, 2. ökt. - NTB, AP. BREZK kona, sem í tíu ár hefur óskað þess að geta eignazt barn, fæddi sexbura í dag, en þá var afmælisdagur hennar og hún 'varð 30 ára. Af sexburunum Voru fjögur meybörn og tvö Fundur leiötoga Tékkóslðvakíu og Sovétríkjanna væntanlega í dag — Krefjast Sovétríkin breytinga á stjórn Tékkóslóvakíu? Prag, 2. október — NTB — SAMNINGAVIÐRÆÐUR þær, sem lengi hefur verið beðið eft- ir, að hefjist á milli Sovétríkj- anna og Tékkóslóvakíu, munu sennilega hefjast í Moskvu á morgun, fimmtudag, en þá er gert ráð fyrir, að sendinefnd frá Tékkóslóvakíu undir forystu Alexanders Dubceks komi þang- að. Var skýrt frá því í kvöld, að auk Dubceks verði ennfrem- ur í nefndinni þeir Oldrich Cernik, forsætisráðherra Tékkó- slóvakíu og Gustav Husak, vara- forsætisráðherra og leiðtogi kommúnistaflokksins í Slóvakíu. Samkvæmt frétt frá CTK hélt forsætisnefnd kommúnistaflokks landsins fund í dag, þar sem tekin var til meðferðar tillaga um að kalla saman alla mið- stjórnarfulltrúa flokksins til fundar. Talið er þó, að á þess- um fundi hafi fyrst og fremst verið rætt um viðræður þær, sem fyrir dyrum standa í Moskvu. Er bent á, að Vasilij Kusnetsov, varautanríkisráð- herra Sovétrikjanna og sérstak- ur sendifulltrúi þeirra í Prag, sé ennþá í Moskvu, og mun hann taka þátt í viðræðunum við tékkóslóvakísku leiðtogana. Samkvæmt fréttum frá Prag hafa frestanir á fyrirhuguðum Moskvufundi hvað eftir annað aukið á óvissuna þar í borg en einnig orðið til þess að efla enn frekar stuðning almennings við Dubcek flokksleiðtoga og sam- starfsmenn hans. Alexander Dubcek og fleiri forystumenn Tékkóslóvaka voru fluttir til Moskvu eftir innrásina 21. ágúst sl. Þar undirrituðu þeir samninginn um að taka upp aft- ur stefnu rétttrúnaðarkenndari Framhald á bls. 27 sveinbörn og fæddust þau öll lif- 'andi, en meybarnið, sem síðast fæddist, dó, áður en klukkutimi var liðinn. Móðirin hafði fengið hormónameðferð í tvö ár, eftir að hún hafði kvartað yfir von- brigðum sínum yfir að geta ekki 'eignazt barn. Nafn hennar er 'Sheila Ann Thorn. Bömin, sem vógu milli 0,91— '1,36 kg fæddust tveimur mánuð- um fyrir tímann og var beitt keisaraskurði. Sjálf fæðingin stóð aðeins yfir í þrjár mínútur. Það var fæðingarlæknirinn Margaret Shotton, sem stjórnaði sérfræðingahópnum, sem tók á móti bötrnunum. Sagði hún, eftir að fæðingin var um garð gengin, áð of snemmt væri að segja um, hvort börnin fimm, sem eiffl lifðu, myndu ná að lifa og vaxa upp. Kvaðst hún fyrst vilja segja Framh. á bls. 27 Dtlendingar falla í Biafra Lagos, 2. október. NTB-AP. Nígeríuher fyrirskipaði í dag rannsókn á dauða tveggja full- trúa Alþjóða Rauðakrossins og tveggja brezkra trúboða, sem féllu í bardögum um bæinn Oki- gwi sem sambandshersveitír náðu á sitt vald á mánudaginn. Sá bær er aðeins 42 km frá Umuahia síðasta stóra bænum, sem er enn á valdi Biaframanna. Rauða kross-mönnunum, Franz Georg Carlsson frá Svíþjóð, og Dragan Hercog, lækni frá Júgó- slavíu, hafði verið skipað að yf- irgefa ekki stöðvar sínar þrátJt fyrir bardagana. Annar Svíi, Percy Nilson, hlaut skotsár,. en líðan hans er ekki alvarleg. Trú boðarnir, sem féllu eru hjóniin A’lbert og Majorie Savory, og störfuðu þau á vegum Alkirkju ráðsins. Ljósmyndari Time-Life blaða- samsteypunnar, Priya Ravravha Kenyamaður af asísku bergi brot inn, féll í dag fyrir kúlum Bi- aframanna, sem réðust á hann og annan ljósmyndara úr laun- Framh. á bls. 27 Skipun Fortas dregin til baka Dean Rusk utanríkisráðherra Bandaríkja nna: Árás Sovétríkjanna á Tékkó- slóvakíu er friðinum hættuleg — Hefur eyðilagt vonir um bætta sambúð og hefur sáð efa og vonleysi Sameinuðu þjóðunum, 2. október — AP — DEAN RUSK, utanrikisráðherra Bandaríkjanna, fordæmdi í dag á Allsherjarþingi Sameinuðu Washington, 2. október. AP. Johnson forseti féllst í dag á beiðni Abe Fortas hæsta- réttardómara þess efnis, að forsetinn dragi til baka til- nefningu hans í embætti for- seta hæstaréttar. Johnson kvaðst harma það að þurfa að verða við þessari bón, þar sem hann teldi Fortas hæf- asta manninn í embættið. Hann sagði, að málþóf það, sem haldið hefur verið uppi í öldungadeildinni, gegn til- nefningu Fortasar, væri sorg- legt, sögulega séð og stjórn- arfarslega. f lausnarbeiðni sinni sagði Fortas, að jafnvel þótt öld- ungadeildin staðfesti skipun hans í embættið yrði afleið- ingin sú, að árásum á hæsta- rétt yrði haldið áfram. Þess vegna fór hann þess á leit að skipun hans í embættið yrði dregin til baka. Framh. á hls. 27 Gullverð lækkur LONDON, 2. október. — NTB. Verð á gulli lækkaði í dag og hefur aldrei verið lægra á gull- markaönum í London um þriggja mánaða skeið. Verðið var lækk- að um 115 sent únsan í 38,30 dollara únsan. Hér er um að ræða fyrstu verðsetninguna í London síðan fjármálaráðherra Bandairíkjanna, 'Henry Fowler, staðfesti á þriðju- dag, að hann væri ákveðinn í að beita sér gegn hvers konar á- Framb. á bls. 27 þjóðanna innrás Sovétríkjanna í Tékkóslóvakíu og lýsti því yfir, að hún væri friðnum hættuleg. Vegna innrásarinnar hefði „alda reiði og ótta farið um allan heim.“ Aðgerðir Sovétrikjanna hefðu eyðilagt vonir um betri sambúð milli austurs og vesturs og sáð efa og vonleysi. Skoraði hann á Sovétríkin að flytja burt þegar í stað hersveitir sínar frá Tékkóslóvakíu. Rusk sagði ennfremur, að hvorki sáttmáli Sameinuðu þjóð anna né þjóðaréttur veitti Sov- étríkjunum neina heimild til þess að beita valdi gegn Vestur- Þýzkalandi og Vestur-Berlín. Hvers konar aðgerðir í þá átt af hálfu Sovétríkjanna myndu þegar í stað leiða til aðgerða í sjálfsvarnarskyni af hálfu At- lantshafsbandalagsins. Þá sagði Rusk, að Bandarík- in vildu frið í Víetnam og væru reiðubúin til þess að stöðvg sprengjuárásir á Norður-Viet- nam, hvenær sem þau gætu ver ið þess fullviss, að slíkt myndi verða til þess að miða í frið- arátt. Unnt væri að komast að heiðarlegu samkomulagi, og tími væri kominn til þess, að Hanoistjórn sneri sér að því al- varlega verkefni að semja um frið í viðræðunum í París. Rusk sagði, að vegna árásar- innar á Tékkóslóvakíu, væru Rússar nú að reyna að finna upp réttlætingu á því, sem hann nefndi „stórfellt brot“ á sáttmála Sameinuðu þjóðanna. Varpaði hann fram þeirri spurningu, hvort röksemdir þær, sem fram hefðu komið í Pravda málgagni sovézka kommúnistaflokksins, að undanförnu, þýddu það, að Sov- étstjórnin misvirti þann sátt- Framhald á hls. 27

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.