Morgunblaðið - 03.10.1968, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 03.10.1968, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER 19&8 Benfica vann Val 8:1 í gærkvöld Benfica skoraði 5 mörk á fyrstu 32 mínútunum Hermann Gunnarsson skoraði eina mark Vals í leiknum Frá Baldvin Jónssyni í Lissabon. Benfica vann Val í síðari leik liðanna í gær með 8 mörkum gegrv 1, eftir að staðan í hálfleik var 5-0. Þrátt fyrir þennan stóra sigur vöktu Valsmenn mikla athygli í leiknum, ekki sízt fyrir það, að ailan tímann iétu þeir ekki bilbug á sér finna, lögðust ekki í vörn, en reyndu sókn tii síðustu stundar. Hún heppnaðist einu sinni er Hermann lék á þrjá varnarmenn og skoraði eina mark Valsmanna um miðjan síðari hálfleik. Danmerkurmeistararnir í handk nattleik, HG. Loksins tóku dönsku meist- ararnir boði um ísjandsför Koma á vegum KR og leika 4 Beiki Þá vakti þá<S mikla athygli Portugala að Valsmenn tóku tap inu vel, klöppuðu liðsmönnum Benfica lof í lófa og mynduðu heiðursröð er sigurvegararnir hurfu af velli. Strax á fyrstu mínútunum tóku Benficamenn leikinn mjög alvarlega. Á 4. mín skoraði Simo es 1. markið £if 8-10 m færi og skoraði viðstöðulaust með þrumu föstu skoti, alveg óverjandi. Á 8. mín. jók Graza forystuna f 2-0. Skot hans var einnig mjög fast alveg út við stöng frá hlið. Lék hann á þrjá varnarmenn áður. 3-0 kom á 11. mín. og var Torr es að verki af mjög stuttu færi eftir snögga fyrirsendingu frá Eusebio. Mínútu sfðar var Torres aftur í samskonar færi en hitti þá ekki markið. Coluna átti litlu síðar tvö lang skot utan vítateigs bæði mjög föst, en hitti landa sinn í annað skiptið en Halldór Einarsson í hitt skiptið. Á 16. mín skoraði Eusebio 4-0 með mjög föstu skoti og hnit- miðuðu í bláhornið uppi. Inn á milli varði Sigurður Dagsson mjög góð skot, en vörn Vals tókst ekki að loka teig sín- um sem í fyrra skiptið enda léku nú Benficamenn mun fastar og ákveðnara. Á 32. mín skoraði Coluna 5-0 úr langskoti um 5 m. fyrir utan vítateig og réði Sigurður engan veginn við það. A 38. mín. var svo Þorsteinn Friðþjáfsson vanda sínum trúr og varði á marklínu — bjargaði þar marki. Þegar á 2. mín. síðari hálf- leiks skoraði Torres 6. mark Ben- fica. Þarna brást Valsmönnum mjög illa, opnaðist alveg og stóð Torres einn á vítateig og gat gert það sem hann vildi. Hermann, Reynir og Ingv- ar voru „agressivastir" í sókn artilraunum og náðu oft á • laglegan hátt upp að vítateig Benfica, en þar reyndist fyr- ir yfirleitt pottþéttur og fast- ur varnarveggur. Á 20. mín. kom eina mark Vals. Hermann brunaði upp völlinn og komst framhjá þremur vamarmönnum og skoraði með hörkuskoti. Þetta var mikið traustamark og fyllilega verðskuldað. Mínútu síðar skorar Augusto 7-1. Skaut hann af stuttu færi og skotið fór í varnarmann, breytti stefnu og Sigurður kast- aði sér í rangt horn. 5 mín. fyrir leikslok kom svo lokamarkið og skoraði Torres það. Línuvörðurinn veifaði rang- stöðu, en dómarinn sinnti því ekki og dæmdi markið gilt. Þannig lauk þessari viðureign. Þetta var ekki að sama skapi ójöfn viðureign og markatalan gefur til kynna. Valsmenn áttu góðar tilraunir, en nú sáum við hin frægu skot Benfica sem hafa lyft þeim í eitt af æðstu sætum getulega séð í Evrópu — og jafn vel víðar. Keflavík íþróttafélag Keflavíkur er að hefja vetrarstarfið og eins og sl. vetur verða æfingatímax í badm inton og frjálsum íþróttum. Fundur verður hjá badming- tonfólki á föstudagskvöld (4. okt.) í Æskulý'ðsheimilinu kl. 8.30 og verður þar rætt um fyrirkomu lag og tekið á móti nýjum félög- ‘DÖNSKU meistararnir í hand- 'knattleik, HG, hafa nú loksins getað þegið boð um íslandsferð 'og koma hingað 14. október og leika hér fjóra leiki. Þetta hefur 'verið langsterkasta lið Dana um 'skeið og því mikill fengur að komu þess. Liðið skipa m. a. 5 'úr silfurliði Dana í síðustu 'heimsmeistarakeppni og margir liðsmanna eru víðfrægir fyrir 'getu sína í handknattleik. Það iná því segja að með komu liðs- íns rætist gamall draumur. ' Handknattleiksdeild KR sem á haustheimsóknina að þessu sinni, hefur nú tekizt að fá hingað til 'lands þetta lið og kemur það með alla sína sterkustu menn (o.g vonandi veitir ekki af) .HG ihefur margoft verið boðið að koma til íslands en aldrei getað þegið boð fyrr en nú. Liðið kemur hingað hinn 14. 'okt. og fer þann 21. okt. Það leikur fjóra leiki við okkar sterk- 'ustu lið svo og úrvalslið H.S.f. Óþarfi ætti að vera að kynna þetta fræga lið fyrir íslenzku handknattleiksfólkí og unnend- 'um íþrótta yfirleitt svo mikið hefur verið rætt og ritað um það. Þó er vert að geta þess að með liðinu leika fjórir liðsmenn úr ÍSLENZKT dómaratríó var í leik norska liðsins Lyn og tyrkn eska liðsins Altay Izmar í síðari ieik liðanna í Evrópukeppni bik armeistara, sem fram fór í Osló í gærkvöldi. Norska liðið náði mjög góðri byrjun og vann leik inn, 4-1. Mikil harka varð í síð- ari hálfleik og að sögn réði Steinn Guðmundsson ekki við neitt. NTB-fréttastofan segir að í síð ari hálfleik hafi leikurinn skipt um svip, upphófust hraðupp- hiaup á báðar hliðar, lítið um góðan leik en mikið um leik- hinu fræga silfurliði Dana frá síðustu HM keppni í Svíþjóð, og þrír af þeim sem leika með HG hér, voru með danska landslið- 'inu sem tapaði fyrir því íslenzka '10—15 síðastliðið haust en það 'var raunar einn eftirminnileg- asti landsleikur íslendinga í 'handknattleik. Með HG leika t. d. Bent Mort- 'ensen. markvörðurinn heims- ÝMSIR Evrópuleikir voru leikn- ir í gær og viturn við um þessi úrslit: KEPPNI MEISTARALIÐA Rapid Vín — Rosenborg 3-3. 2-2 í hálfleik. Rapid heldur áfram með samanlagða markatölu 6-4. . Spartak Trnava Tékkóslóvak- íu — Steua Bukarest 3-0. Spart- ak heldur áfram með 5-3 saman- lagt. Fenerbahce Tyrklandi — Manc hester City 2-1. Fenerbache hef- ur þá slegið út ensku meistarana með 2-1 samanlagt. brot og síðan segir: „íslenzki dómarinn, sem í fyrri hálfleik skipti sér ekkert af leikn um, smitaðist af taugaspennunni og flautaði í tíma og ótíma og i flestum tilfellum að ástæðu- lausu. En hann var isvo diplo- matiskur að skipta aukaspyrn- unum nokkurn veginn jafnt milli liða, þó það nægði .engan veginn til að draga úr því slæma áliti, sem maður fékk á honum“. Sigur Lyn var nógur til að þeir unnu upp tapið í fyrri leikn um, 3-1 og komast í 2. umferð með samanlagt 5-4. frægi, Vemer Gaard, Gert Andersen, Gunnar Jurgens og 'Carsten Lund, en hann var í sumar eini Norðurlandabúinn sem valinn var til að leika í heimsliðinu á móti heimsmeist- urunum Tékkóslóvakíu. Saman- lagður landsleikjafjöldi þessara manna er 200 leikir. Með HG eru einnig nokkrir ‘ungir upprennandi handknatt- leiksmenn sem leikið hafa fjölda 'unglingalandsliðsleikja. Celtic Skotlandi — St. Eti- enne Frakklandsmeistarar 4—0. Celtic heldur áfram með 4—2 samanlagt. Leikurinn var harður og mikill slagsmálaleikur. —Manch. Utd. -— Waterford fr landi 7—1. Manchester Utd. held ur áfram með 10—2 samanlagt. Jeauness d’esch Lux. — A50K Athen, Grikklandi 3-2. AEK heldur áfram með 5—3 saman- lagt. Ajax Amsterdam — FC Nurn- berg 4—0. Ajax heldur áfram með 5—1 samanlagt. AB Kaupmannahöfn — FC Zurich 1—2. AB áfram með 4—3 samanlagt. Glentorian N-írland — And- srlecht Belgía 2—2. Anderlect áfram með 5—2 samanlagt. 'Bikarmeistarar Apoel, Kýpur — Dunfermline 0—2. Dunfermlina heldur áfram ■með 12—1 samanlagt. Bor, Júgóslavíu —■ Slovan Bratislava Tékkóslóvakíu (mót- herjarnir sem KR fengu upphaf- lega) 2—0. Slovan heldur áfram með 3—2 samanlagt. West Bromwich Albion — Brugges Belgíu 2—0. West Brom. 'kemst áfram á jafruri stigatölu '3—3, því þeir skoruðu mark á útivelli (1:3). FC Köln — Giroindins Frakk- landi 3—0. Köln áfram með 4—2 samtals. Shamrock írlandi — Freja Randers, Danmörku 1—2. Freja áfram með 3—1 samanlagt. Nörrköping — Belfast, N.-ír- land 4—1. Nörrköping áfram 6—3 samtals. Sagt eftir leikinn Fréttamaður Mbl. í Lissa- bon átti tal við Simoes, Col- una og Otto Gloria þjálfara eftir leikinn. Gloria hrósaði Sigurði mark verði, kvað hann mjög efni- legan og hafa skemmtilega til finningu fyrir knattleiknum. Á sama hátt hrósaði hann Reyni Jónssyni og Eusebio bætti í þann hóp einnig Her- manni og Ingvari, sem hann kvað hafa sýnt skemmtilegan leik. Eusebio minntist á atburð- inn í Laugardal er krakkarn- ir hlupu á eftir honum inn á völlinn í hálfleik. Kvað hann það bara hafa verið skemmti- legt og bað fyrir kveðjur til allra er hann hefði hitt hér. íslandsheimsóknin hefði ver- ið mjög ánægjuleg. Allir iýstu þeir undrun á að Valsmenn skyldu sýna svo mikið keppnisskap þrátt fyr- ir markasúpuna á herðum þeirra. Óli B. þjálfari sagði, að lið- ið hefði brotnað í byrjun við hraða Benfica. Hann hefði ætlað að hafa tvo framherja, en það hefði gefizt illa. Hann var ánægður með leik Vals- liðsins í siðari hálfleik, en þá náðu þeir sínum bezta kafla, eins og einnig sést á marka- tölunni. ísL dómarinn þótti afleitur Evrópuleikir í gær

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.