Morgunblaðið - 17.10.1968, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 17.10.1968, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. OKTÓBER 196« Þorsteinn Arnalds, framkvœmdastjóri: SVAR TIL TRYGGVA ÓFEIGSSONAR MIÐVIKUDAGINN 9. októb- er svarar Tryggvi Ófeigsson grein minni, er ég hafði skrifað í Morgunblaðið 2. október vegna villandi ummæla hans um rekst- ur Bæjarútgerðar Reykjavíkur. Nefnir Tryggvi grein sína „Hver vill kaupa Þorkeí mána fyrir 34.452.770 krónur?” Fyrir- sögn þessi er einkar athyglis- verð og kem ég að því síðar. HÓGVÆRÐ OG LÍTILLÆTI Öl'l greinin er skrifuð af hinni sérstöku hógværð og lítillæti, sem eins og allir vita, sem til þekkja, er snar þáttur í skap- gerð Tryggva Ófeigssonar. Sem dæmi um hógværð Tryggva leyfi ég mér að taka upp eftirfarandi úr grein hans: „Ég hefi haft náin kynni af brezka markaðnum í hálfa öld og hefi fytgzt með þýzka mark- aðnum um áratugi. Ég æbti ekki að þurfa að standa í því að leið xétta sofandi sauði í markaðsmál um, fávísa blýantanagara." Þetta mun víst vera ástæðan til þess, að Tryggvi Ófeigsson hefur tal- ið sig yfir það hafinn að afla sér útflutningsleyfa hjá Við- skiptamálaráðuneytinu og fara eftir þeim reglum, sem ríkis- stjórn fslands setur um landan- ir íslenzkra togara erlendis. Eins og áður hefur verið bent á, hefur Tryggvi atdrei getað átt þátt í neinu samstarfi við aðra togaraeigendur, enda varla von, þegar álit hans á þeim er haft í huga, og vitna ég enn í ummæli hans í Morgunblaðinu 9. okt. s.l.: „Togaraeigendur hafa nefnilega verið kúskaðir eins og kvikindi í flestum samningum". Vil ég þó aðeins bæta því við, að Tryggvi Ófeigsson hefur sjálf ur samþykkt alla þá samninga, sem togaraeigendur hafa gert, þar til hann sagði sig úr sam- tökum þeirra fyrir rúmlega ári. Þegar þessa er gætt, er mér ef til vitl nokkur vorkunn, þó að mér yrðu á þau mistök í fyrri grein minni að tedja Tryggva Ófeigsson togara- eiganda — eiganda að h.f. Júpi ter og h.f. Marz — en þetta mun vera „ofrausn og heilaspuni" af minni hálfu, eins og Tryggvi orð ar það, hann mun aðeins vera lítillátur hluthafi í þessum fyrir tækjum. HVAÐ HEFUR VERIÐ HRAKIÐ? En snúum okkur aftur að hinni „rökföstu" grein Tryggva Ófeigssonar og athugum, hvað af athugasemdum mínum og leiðrétt ingum við ummæli hans hann hefur hrakið, og skal nú að því vikið lið fyrir lið.: 1. Um aukaskatt í Hull Ekki tekst Tryggva Ófeigs- syni að hrekja, að um 11.000.:: króna skattur við hverja lönd- un í Hull hefur verið lagður á togaraeigendur sökum trassa skapar hans. 2. Um skattfrjálsa stofnfjársjóði í stríðslok Ég benti á, að við stofnun B.Ú.R var ekki til annarra sjóða að leita en borgarsjóðs um fjár magn til kaupa á hinum marg- víslegu tækjum B.Ú.R Hins veg ar- hafi tógaraútgerð sú, sem Tryggvi Ófeigsson átti þátt í, átt mikla sjóði við stríðslok, sem myndazt höfðu vegna ýmissa skattívitnana fyrir togaraútgerð ina, sem náðu allt aftur til árs- ins 1931. Voru lög þessi um skattívlinanir beinlínis sett til þess að gera togaraeigendurm fært að endurnýja flota siron, þeim, sem þess óskuðu, eftir lok heimsstyrjaldarinnar. Þessir skattfrjálsu peningar eru undir staðan undir togarakaupum h.f. Júpiter og h.f. Marz í stríðslok. Þetta hefur ekki verið hrakið. Til þess að gera sem minnst úr þeim skattfrjálsa hagnaði, sem félög Tryggva Ófeigssonar höfðu til ráðstöfunar til kaupa á nýjum togurum eftir síðustu heimsstyrjöld, forðast Tryggvi að nefna, að h.f. Marz gerði út togarann Hafstein nær öll stríðs árin, eða fram á seinni hluta árs 1944, en þessi tími voru hin mestu velgengnisár togaranna. Skyldi Tryggvi Ófeigsson hafa gleymt því, að hann var fram- kvæmdastjóri togarans Hafsteins um margra ára bil. 3. Um mismun á kaupverði tog- ara Tryggvi Ófeigsson telur, að dýrasti togari B.Ú.R hafi kost- að innan við 16 milljónir, en hann mun eiga við togarann Þor móð goða, sem kom til landsins árið 1958. Upplýsingar þessar eru algjörtega villandi, því að þótt hið upphaflega kaupverð togarans væri um 16 milljónir, þá er hið raunverulega kostn- aðarvjrð hans kr. 28.128.722.00 og stafar hækkun þessi af gengis- breytingum á lánum í sambnadi við kaupin. Á það skal jafn- framt bent, að vaxtagreiðslur jukust samsvarandi hækkuðu kostnaðarverði. Eins og ég gat um í fyrri grein minni, jókst skuldabyrði B.Ú.R. vegna kaup á 4 togur- um B.Ú.R., sem komu til lands- ins á árunum 1951 og 1952, um 24.371.000 krónur og er aðeins þessi upphæð um þrefalt hærri en kaupverð þríggja togara h.f Júpiters og h.f. Marz af fjórum. og eins og að framan getur varð togarinn Þormóður goði um 8 milljónum dýrari en fjórði tog- ari framangreindra útgerðarfé- laga, b.v. Júpíter. Þetta hefur á nengan hátt veirið hrakið. Vert er að benda á í þessu sambandi, hve erfitt er fyrir mig að bera saman rekstur B.Ú.R og rekstur h.f. Júpiters og h.f. Marz, þar sem ég hefi engin gögn í höndum önnur en reikn- inga B.Ú.R, sem öllum eru opin bók, en Tryggvi Ófeigsson hef- ur aldrei látið neinar upplýsing ar í té um starfsemi h.f. Júpi- ters og h.f. Marz. 4. Reikningskúnstum hætt. Tryggvi Ófeigsson hélt því fram, að borgarsjóður hafi greitt kr. 3.00 með hverju kílói af fisk, sem togarar BÚ.R. hefðu landað í Reykjavík árið 1967. Sýnt var fram á í grein minni, hvílík firra þessir útreikningar eru, enda ber Tryggvi ekki við frek ari reikningskúnstir í svari sínu. 5. Viðurkennir móttöku opín- berra f járf ramlaga. Bent var á, að h.f. Júpíter og h.f. Marz tæki fegins hendi fjár hagsstuðningi ríkissjóðs, enda seg ir Tryggvi sjálfur, að togarinn b.v. Marz hafi verið að „stöðv- ast vegna fjárhagsvandræða í ársbyrjun 1967 eftir 19 ára stanzlaust úthald, enda eitt af mestu happaskipum þjóðarinnar um fjölda ára“. Vitnar Tryggvi einnig til viðræðna sinna við Jón Árnason, formann fjárveitingar- nefndar, sjávarútvegsmálaráð- herra og fjármálaráðherra um nauðsyn áframhafldandi fjárfram laga. Hann viðurkennir því, að fyrirtæki hans takið við fjár- framiögum frá því opinbera, rétt eins og önnur útgerðarfyrirtæki 6. Um brot á löndunarreglum er lendis. Ég benti á, að Tryggvi Ófeigs son hefuir þráfáldlega brotið þær reglur, sem viðkomandi ráðu neyti hefur sett togaraeigendum, til þess að fara eftir, er landað er erlendis. Hfur hann með þessu framferði sínu þráfaldlega skaðað togaraeigendur og teflt markaðsmálum okkar í hættu. Hinn 23. september s.l. lét hann togarann Neptúnus sigla til Bremerhaven og selja þar afla togarans gegn mótmælum ís- lenzkra og þýzkra yfirvalda. Varð af þessu tjón, sem nemur nokkur hundruð þúsund krón- um. Hinn 16. nóvember 1965 lét Tryggvi selja aflan-n úr b.v. Júpi ter í Cuxhaven í algjöru heim- iMarleysi og án leyfis Viðskipta málaráðuneytisins. Hinn 15. janúar 1964 var afli úr b.v. Úranusi seldur í Bret- landi án nokkurrar heimildar. Skömmu eftir þennan atburð var enn reynt að láta b.v. Júpiter selja í Bretlandi án nokkurar heimildar. Tókst að koma í veg fyrir það án þess að til vand- ræða kæmi eins og svo oft áður. Ekkert af þessu hefur verið hrakið. 7. Um dieseltogarana. í grein minni 2. október gat ég þess, að vélar í togurunum Hallveigu Fróðadóttur, Jóni Þcxr lákssyni og Þorkeli mána væiru orðnar mjög úr sér gengnar og dýrar í viðhaldi. Lég ég því fylgja töflu yfir viðgerðarkostn að á árunum 1965V1967 og gat þess jafnframít, að í athugun væri að skipta um vélar í tog- urunum. f þessu sambandi spyr Tryggvi, hvort Bæjarútgerð- in eigi ekki einn dieseltogara til viðbótar, og er spurning þessi þannig fram sett, að það gefur til kynna, að einhverju sé hér að leyna. Vissulega er hér engu að leyna. Bæjarútgerðin á fjórða dieseltogarann, Þormóð goða, sem ég hefi rætt um hér að fram an, en ástæðan til þess, að hann var ekki tekinn með í kostnað- aryfirlitinu er einfaldíega sú, að vélarnar í þeim togara eru enn í ágætu lagi, enga togarinn miklu yngri en hinir þrír. Því hefur ekki verið á dagskrá að skipta um vélar í þeim togara. að gefnu tilefni vi'l ég lýsa yfir því, að vélstjórar þeir, sem hafa gegnt störfum á þessum tog urum, hafa reynzt mjög færir menij í sinni grein, og hefur mér aldrei komið til hugar að kasta -neinni rýrð á störf þeirra. Þegar rætt er um þes-sa fyrstu dieseltogara, sem byggðir voru fyrir íslendinga, vil ég geta þess, að það var fyrst og fremst fyrir atbeina og framsýni Gísla Jónssonar, fyrrverandi alþingis manns, að ráðizt var í byggingu þessara dieseltogara, enda pant aði hann einn þeirra, og var hann hinn eini af útgerðarmönn- um, sem óskaði eftir diesel-tog- ara. Það var ein-nig fyrst og fremst fyrir ráð Gísla Jónssonar, að ákveðið var, að allar hjálpar- vélar í nýsköpunar-gufutogurun um voru rafmagns-dieselvélar, að togvindum undanskildum, til þess að vélstjórar fengju æf- ingu í meðferð dieselvéla. 8. Samstarfsmaðurinn. í tilvitnun hér að framan kem- ur greinilega í ljós, hver hugur Tryggva Ófeigssonar er til ann- arra togaraeigenda, og vil ég benda sérstaklega á, að hér á hann ekki eingöngu við bæjarút gerðir, heldur yfirleitt alla tog- araeigendur. Hann líkir þeim við kvikindi. Stjórnvöldum íamdsins og stjórn F.Í..B bregð- ur hann um óvitaskap, en í stjórn F.Í.B. eru nokkrir reynd ustu togaraútgerðarmenn lands- ins. Með þrotlausu starfi stjórn ar F.Í.B. og þá sérstaklega for- manns hennar hefur verið hald- ið uppi baráttu fyrir hagsmun- um allra togaraeigenda, og er vafasamt, að togaraútgerð Tryggva Ófeigssonar væri enn við lýði, ef þessu srtarfi hefði ekki verið haldið uppi og ís- lenzk stjórnvöld sýnt skilnin-g sinn með fjárframlögum til tog- araútgerðarinnar. Mjög ómaklega víkur Tryggvi orðum sínum að skrifstofustjóra F.Í.B., sem hefur innt af hendi mikið ábyrgðarstarf. Hefur hann ávaíllt unnið af hinni mestu sam- vizkusemi að málefnum togaraút gerðarmanna og oft lagt mótt við dag. Eru þau skiptin ótelj- andi, sem ég og aðrir sem að tog araútgerð starfa höfum orðið að ráðgast við hann utan sbrif- stofutíma á heimili hans. Um stóryrði og illkvittni Tryggva Ófeigssonar í minn garð hirði ég ekki. 9. Ósannindi um greiðslur til Togaraafgreiðslunnar h.f. Furðulegt er, hvað menn geta leitað langt á náðir ósannind- anna í þeirri viðleitni annað hvort að varpa ljóma á sjáífa sig eða þá til þess að kasta rýrð á þan-n, er þeir eru ósammála þá stundina. Tryggvi reynir að gera hvort tveggja, er hann gef ur í skyn, að hann hafi lánað Togaraafgreiðslunni h.f. peninga til þess að setja í kaupumslög starfsmanna og orðar það þann- ig: „Mér þykir leiítt að þurfa að segja það um Þorstein Arnalds, að hann lofi ódýrt, en liggi í léttu rúmi, hvort Togaraaf- greiðslumenn fá kaupið sitt, sem komið hefur fyrir að þurft hefur að sækja á skrifstofu h.f Júpi- ters og Marz, þegar peninga vantaði í umslögin og vitanlega þótti mér vænt um að geta hlaup ið undir bagga með Bæjarúf- gerðinni, þó að ég yrði að fá það að láni“. Já, það fer ekki hjá því, að gei-slabaugur hvílir yfir höfði Tryggva Ófeigssonar, en rétt er þó að athuga mó'lið svolítið nán ar. 9 Um sex mánaða skeið hafa tog arar Bæjarútgerðar Reykjávík- ur nær eingöngu landað aflasín um í Reykjavík. Af þessu hefur skapast mikil vinna við höfn- ina og viðskipti B.Ú.R við Tog- araafgreiðsluna verið mjög mik il. Tryggvi telur skuld B.ú.R við Togaraafgreiðsíuna vera um 1100-1200 þúsund krónur, en það eru eins til tveggja mánaða við- skiptL Á þessu sama tímabili hafa togarar h.f. Júpiters og h.f. Marz landað nær eingöngu er- lendis, og því viðskipti þessara fyrirtækja verið miklu minni við Togaraafgreiðsluna h.f. Út af fyrir sig er ég ekki að gagn- rýna ákvarðanir Tryggva Ófeigs sonar að láta togara fyrirtækja sin-na selja afla sinn erlendis á þessum árstíma, ef þess er jafn- framt gætt, að farið sé eftir fyr irmælum innlendra og erlendra aðila, sem híut eiga að máli, og landanix þessar orsaki ekki trufl anir og séu í samráði við þá, sem sérstakra hagsmuna eiga þar að gæta. Hér ríkir hagnaðarsjónarmiff Tryggva Ófeigssonar, og er það einkar eðlilegt. Hins vegar verð ur Bæjarútgerð Reykjavíkur að gæta atvinnusjónarmiffsins í Reykjavík, en eins og kunnugt er hefur í sumar verið fuTl þörf fyrir alla þá atvinnu, sem Bæjar útgerðin hefur getað veitt. Hér kemur í ljós sá grundvallarmis- munur, sem er á rekstri B.Ú.R og rekstri togara einstaklings- fyrirtækja. Forráðamönmnm Bæj arútgerðarinnar er full Ijóst, að það væri hagkvæmara fyrir fjár hag útgerðarinnar sjálfrar að landa erlendis á ákveðnum tím- um, en þeir hafa litið svo á, að um fjárhag borgarbúa í heild gegni öðru máli. Með öðr- um orðum, þeir hafa talið, að sú atvinna, sem skapazt hefur við löndun hér heima sé meira virði en sá fjárhagslegi ávin-ningur, sem útgerðin hefði af löndum er lendis, þegar um litía atvinnu er að ræða í borginni. Auðvitað geta skapazt þau tilvik, að sam- setning afla togaranna sé þann- ig, að erfitt sé að nýta hanmi hér, en hins vegar geta sömu fisktegu-ndir verið mjög hag- kvæmar til sölu á erlendum markaði. En víkjum aftur að „láni“ Tryggva Ófeigssonar til Togara afgreiðslunnar h.f. „til þess að hlaupa undir bagga með_ „Bæjar útgerð Reykjavíkur". Ég geri ráð fyrir, að engum komi til hug ar annað en að Tryggvi Ófeigs- son fari hér með rétt mál, -einkum þegar haft er í huga, hvað Try-ggvi telur sig hafa þurft á sig að leggja til þessarar „hjálpar- starfsemi", nefnilega að fá féð að láni. Ég vil því leyfa mér að birta eftirflarandi yfirlýsingu frá stjórn TogaraafgreðSlunnar h.f. Stjórn Togaraafgreiðslunnar h.f., Reykjavík, upplýsir hér- með, að h.f. Júpiter og h.f. Marz, Reykjavík hafa aldrei innt af hendi neinar greiðslur til Togaraafgreiðslunnar aðrar en þær, sem framangreindum fyrirtækjum bar að greiða vegna viðskipta við Togaraaf- greiðsluna. Reykjavík, 14. október 1968, Hafsteinn Bergþórsson, R. Thorsteinsson, Jónas Jónsson, Thor Hallgrímsson. Ælttu þá ósanmindi Tryggva Ófeigssonar um „hjálparstarf- semi“ hans við B.Ú.R. og Tog- araafgreiðsluna h.f. að vera úr sögunni. 10. Hvers vegna keypti Tryggvi ekki? Að lokum vil ég vikja að fyr irsögn greinar Tryggva Ófeigs- sonar: Hver vill kaupa Þorkel mána fyrir 34.452.770 krónur? (Að vísu er þessi tala algjör- lega röng, kosnaðarverð Þorkels mána er kr. 23.857.057,- og bók- fært verð 31. 12. 1967 kr. 2.027.500-) En það er ekki í fyrsta sinn, sem þessari spurn- iingu hefur verið varpað fram. Einmitt þessi spurning var lögð fyrir Reykvíkinga árið 1948, er borgarstjórn Reykjavíkur hafði ákveðið að kaupa til bor^ar- innar sjö togara 'í því skyni að halda uppi atvinnu í borginni. Var þó aðeins úthlutað fjórum til Reykjavíkurborgar, og var einn þeirra togari sá, sem nú heitir Þorkell máni. En enginn gaf sig fram til kaupanna, heldur ekki Tryggvi Ófeigsson, og kom það því í hluit Bæjarútgerðar Reykja víkur að reka þá. En rétt væri að Tryggvi ófeigsson gerði grein fyrir því, hvers vegna hann keypti ekki togarann Þor- kel mána. Þetta skýrir ef til vill betur en flest annað hlutverk Bæjar- útgerðar Reykjavíkur. Bæjar- útgerðin er ekki stofnuð til höf- uðs togararekstri einstaklinga. Bæjarútgerð Reykjavíkur er stofnuð til atvinnuöryggis íbúa borgarinnar og sem hvati í viðskipta- og atvinnulífl borg- arinnar. Umboðsmaður óskast að viðurkenndri danskri plastverksmiðju sem fram- leiðir aðallega umbúðir og tappalok, plastflöskur og dunka allt að 5 lítra. Þarf að heimsækja efnagerðir, snyrtivöruframleiðendur, apótekara og fl. Meðmæli á dönsku eða ensku sendist afgr. Mbl. merkt: „750 — 6819“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.