Morgunblaðið - 06.11.1968, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 06.11.1968, Blaðsíða 1
28 SIÐUR 246. tbl. 55. árg. MIÐVIKUDAGUR 6. NÓVEMBER 1968 Prentsmiðja Morgunblaðsins. ÓVÍST UM UBSUTIN í NÓTT Klukkan um hálf fjögur í nótt ríkti enn mikil óvissa í Bandaríkjunum um það hver færi með sigur af hólmi í forsetakosningunum þar, Hubert H. Humphrey varaforseti eða Richard M. Nixon. Var atkvæðamunurinn á þeim þá aðeins 1%. Sumir stjórnmálafréttaritarar töldu að fylgi Wallace gæti haft i för með sér að forseti yrði ekki kjörinn í Bandaríkjunum í nótt, heldur félli það í hlut Full- trúadeildarinnar að velja forseta. — Svo mjótt var á munum milli Nixons og Humphreys. Hinsvegar henti ýmislegt til þess að atkvæðamagn Humphreys væri ekki nægilegt til að tryggja honum sigur, því eftir var að telja í vestur- og miðvesturhéruðunum, þar sem búast mátti við að Nixon væri sterkari. Fréttaritarar sögðu þó í nótt að fyrstu tölur í sumum þessara héraða bentu til þess að Humphrey hefði meira fylgi í borgunum en gert hafði verið ráð fyrir. Þegar talin höfðu verið um 24% atkvæða klukkan hálf fjögur, hafði Nixon hlotið 7.049.000 at- kvæði eða 41%, Humphrey 7.002.000, eða einnig 41%, og Wallace 3.960.000, eða 18%. Þess má geta til glöggvunar að um svipað leyti í kosningunum 1960, þegar John F. Kennedy sigraði Nixon með mjög litlurr. meirihluta, hafði hann fengið 9.802.000 atkvæði, en Nixon 8.665.000. Það sem mest hafði komið á óvart í kosningunum þegar þetta er skrifað, er eftirfarandi: Wallace hjó dýpra í raðir demókrata í austurhéruðum Bandarikjanna en búizt hafði verið við. Humphrey bar sigur af hólmi í Connecticut, þar sem búizt hafði verið við sigri Nixons. Sigraði Humphrey þar með svipuðum meirihluta og Kennedy árið 1960. Nokkuð kom á óvart að Nixon virtist hafa sigrað i einu suðurrikjanna. Norður Carolina, og var jafnvei talinn líklegur sigurvegari í Suður Carolina, þar sem flestir höfðu reiknað Wallace sigurinn. Þótt Wallacc virðist vera að tapa Carolina ríkjunum, sögðu stjórnmálafréttaritarar í nótt að hann hefði tryggt sér og flokki sínum sess í bandarískum stjórn málum næstu árin, og yrði ekki hjá því komizt að hann léti að sér kveða í þingkosningunum árið 1970 og forsetakosningun- um 1972, enda þótt fylgi hans standi ekki djúpum rótum nema í örfáum fylkjum. Þegar blaðið fór í prentun stóðu leikar þannig að Hump- hrey hafði sigrað í tveimur ríkj- um og höfuðborginni Washingt- on og hlotið þar alls 15 kjör- menn. Auk þess var hann lík- legur sigurvegari í 10 ríkjum öðrum með alls 153 kjörmenn. Nixon hafði sigrað í 6 ríkjum með alls 57 kjörmenn, og talinn líklegur til sigurs í 21 ríki til viðbótar með alls 202 kjörmenn. Wallace hafði unnið tvö ríki með 17 kjörmenn og líklegur til að vinna þrjú önnur með 28 kjör- menn. Meðal ríkja þar sem Hump- hrey var talinn líklegur til sig- urs voru auk Connecticut Massa chusetts, Michigan, West Virg- ina og Maine. Átti hann þá einn ig möguleika á að vinna New York, með sína 43 kjörmenn. Meðal ríkja Nixons voru auk þeirra, sem áður eru nefnd, New Jersey, Florida, Pennsylvania, Maryland, Kentucky og Tenness- ee. Wallace hafði þá sigrað í Al- abama, heimaríki sínu, og Missi sippi. Auk forseta og varaforseta, eru kosnir 34 af 100 þingmönnum Öldungadeildarinnar, og allir 435 þingmenn Fulltrúadeildarinnar. Virðast repúblikanar vinna nokk uð á í þingkosningunum, og er því spáð að þeir nái um 12 sæt- um af demókrötum í Öld- ungadeildinni. Þegar blað- ið fór í prentun voru nokkur úrslit þegar kunn. Höfðu þeir James Fulbright frá Arkansas og Barry Goldwater frá Arizona báðir hlotið kosningu til Öld- ungadeildarinnar. í Pennsylvan- ia hafði Joseph Clark þingmað- ur demókrata beðið óvæntan ósig ur fyrir frambjóðanda repúblik- ana til Öldungadeildarinnar, Richard S. Schweiker. Þótt Clark væri demókrati, var hann þekkt- ur fyrir gagnrýni á stjóm John- sons forseta og styrjaldarrekst- urinn í Vietnam. I Florida sigr- aði frambjóðandi repúblikana, Edlard Gurney, demókratann Le Roy Collins fyrrum ríkisstjóra. Kepptu þeir um Öldungadeildar- sæti demókratans George Smath- ers, sem dregur sig nú í hlé. I Oregon féll demókratinn Wayne Morse fyrir Robert Pack wood, frambjóðanda repúblik- ana til Öldungadeildarinnar. Er Morse einn helzti gagnrýnandi Vietnamstefnu Johnsons. Framhald á bls. 2 Humphrey Nixon Albanía gagnrýnir Júgóslavíu harðlega Vínarborg, 5. nóvember — AP ALBANÍA hefur aftur hafið harða gagnrýni á stjóm Júgó- slavíu og vekur það nokkra furðu, því að henni var hætt strax eftir að Rússar réðust inn í Tékkóslóvakíu, enda voru lönd in tvö nokkuð á sama báti, báð- um ógnað af Rússum. Búizt hafði verið við batnandi sambúð landanna tveggja, en Albanía hefur nú gert þann draum að engu. Tító, forseti Júgóslavíu, er kailaður glæpa- maður og svikari, og sagt, að hann og fylgifiskar hans séu að reyna að endurvekja auðvalds- stefnuna. ÞRAINS NK SAKN AÐ MED10 MONNUM TÍU manna á vb. Þráni NK er saknað. Ekkert hafði til bátsins spurzt i gærkvöldi frá því kl. 5.40 í gærmorgun. Var báturinn þá staddur út af Skarðsfjöru á leið af mið- unum fyrir austan land til Vestmannaeyja, en þaðan er hann gerður út. Níu af áhöfn- inni eru frá Vestmannaeyj- um, en einn úr Kópavogi. Eru þetta flest ungir menn. Vonzkuveður var á þessum slóðum allan fyrri hluta dags í gær, 10—12 vindstig. Með kvöldinu lyngdi þó aðeins, en var enn 7—8 vindstig. Vb. Ófeigur II frá Vest- mannaeyjum hafði síðast tal- stöðvarsamband við áhöfnina á Þráni. Skipstjóri á Ófeigi er Einar Ólafsson, og átti Morgunblaðið stutt samtal við hann í gærkvöldi. — Ég átti tal við skipstjór- ann á Þráni rétt fyrir kl. 6 í morgun, sagði Einar. — Við vorum þá staddir um 8 mílur út af Hjörleifshöfða, en Þrá- inn hefur verið um 15—20 Þráinn NK 10. mílum á eftir okkur. Skip- stjórinn minntist þá ekki á annað en allt væri í lagi, og það kom fram, að engin síld var í hátnum. Við komum inn til Vestmannaeyja milli kl. 10 og 11, en þeir hefðu þá átt að vera komnir í höfn um kl. 13. En frá því að Einar hafði samband við skipstjórann á Þráni hefur ekkert heyrzt frá honum, sem fyrr segir. Skipverjar á Reykjafossi telja sig þó hafa séð bát í rat- sjá um tveimur mílum vest- an Péturseyjar milli kl. 13 og 13.40. Þá telja skipverjar á Uranusi sig hafa séð bát í rat- sjá um 11 mílur suðaustur af Hjörleifshöfða um kl. 8 í gærmorgun, og stefndi sá til Vestmannaeyja. Þegar Þráinn kom ekki til Vestmannaeyja á eðlilegum tíma, voru strax gerðar ráð- stafanir til að hefja víðræka leit. Hófst hún síðari hluta dags í gær og var leitað fram á nótt, en leitin hafði ekki borið árangur, þegar síðast fréttist. Á landi leituðu fimm slysa- varnasveitir allt frá Veiðiós í Skeiðará að austan og að Þjórsá að vestan. Var leitað með fjöru, og voru björgun- arsveitirnar allar komnar til stöðva sinna skömmu eft- ir miðnætti og höfðu ekk- ert fundið. Þá fór Lóðs- inn frá Vestmannaeyjum til leitar strax í gærdag og eins varðskip, og í gærkvöldi voru 9 bátar frá Vestmannaeyjum farnir út til Ieitar. Sigldu skipin mjög þétt á leitarsvæð- inu eða með um 3 km milli- bili. Þráinn NK. er 90 tonn að stærð; var upphaflega sænsk- ur blöðrubátur, en endur- byggður 1962. Báturinn er skráður í Neskaupstað, en gerður út frá Vestmannaeyj- um. Einnig er sagt, að þeir gang- ist fyrir miklu útlendingalhatri og neiti milljónum manna um borgararéttindi. Er þar átt við Albani sem búa í Kosov, Make- dóníu og Montenegro í Júgósla- víu. Það var málgagn kommúnista- flokks Albaníu sem flutti þessa gagnrýni og sagði, að það væri gert vegna umsagna júgóslav- neskra blaða á 20 ára afmæli við skilnaðar Júgó'slavíu og Sovét- ríkjanna. 50 NATO skip til æfinga ó Miðjarðarhafi — Þar eru fyrir 60 rússnesk NAPOLI 5. nóvember, AP. Um 50 herskip frá fimm NATO löndum hófu æfingar á Miðjarð- arhafi í dag. Flugvélar taka einnig þátt í æfingunum og verða æfðar kafbátaveiðar og ýmislegt annað er að loft og sjó- hernaði lýtur. Skipin eru frá Bretlandi, Frakklandi, Grikk- landi, Ítalíu og Bandaríkjunum. Ekkert var sagt um það í dag Framhald á tols. 27

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.