Morgunblaðið - 06.11.1968, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 06.11.1968, Blaðsíða 26
26 MORGUN'BLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. NÖVEMBER 1968 Innanhússknattspyrna í Laugardalshöllinni — — Hljómar leika gegn Lúðrasveitinni A MORGUN efnir knattspyrnu- deild Víkings til knattspyrnu- móts innanhúss í Laugardalshöll inni. Mót þetta er liður í afmæl- ishátíðarhöldum þeim er Víking- ur hefur efnt til í tiíefni af 60 ára afmæli félagsins, sem var sl. vor. í mótinu taka þátt öli Reykj avíkurfélögin og lið frá Akranesi og Keflavík. Keppnin verður útsláttarkeppni og gilda sömu reglur og gilt hafa í þeim mótum sem haldin hafa verið 'hér. :Það lið sem vinnur fær fork unarfagran bikar, sem Söebec.hs- verzlun hefur gefið og fær það lið bikarinn til eignar. Auk leikanna fer fram leikur milli Lúðrasveitar Reykjavíkur undir stjórn Páls P. Pálssonar og Hljóma undir stjórn Gunnars Þórðarsonar. Verður eflaust spennandi að sjá þessar kempur leika knattspyrnu og verður gaman að sjá hvort þeir leiki hana eins vel og þeir }|3ika á Jiljóðfæri. Búast má við að Páll P. Pálsson hafi þó nokkra yfir- burði yfir aðra í þessum leik, þar sem hann hefur eflaust lært mikið af þeim leikjum sem hann hefur verið áhorfandi að í nokk- ur undanfarin ár, en eins og flest um mun kunnugt, hefur hann stjórnað hljómsveitinni þegar hún hefur leikið fyrir áhorfend- Vetrorstorf Bridgefélogs Hofnorfjarðar VETRARSTARP Bridgefélags Hafnarfjarðar er hafið fyrir nokkru. Tvímenningskeppni er nýlokið og sigraði sveit Guðna Þorsteinssonar og Kristófers Magn ússonar með 624 stig, önnur varð sveit Þorsteins Þorsteinssonar og Einars Árnasonar með 611 stig og þriðja sveit Árna Þorvalds- sonar og Sævars Magnúrsonar með 609 stig. Þá er nýlokið keppni í rúbertu bridge og sigruðu þeir Böðvar Guðmundsson og Gísli Stefáns- son. Sveitakeppni hefst svo í Al- þýðuhúsinu í kvöld kl. 8. Stjórn Bridgefélags Hafnar- fjarðar skipa nú Ágúst Helgason formaður, Sævar Magnússon rit- ari, Ólafur Guðmundeson gjald- keri og meðstjórnendur Hörður Þórarinsson og Halldór Bjarna- soru Borðtennis í Laugardals- höllinni Í.B.R. hefur nú ákveðið að koma upp aðstöðu til æfinga og keppni í borðtennis í Laugardalshöll- inni. Hafa verið sett upp skilrúm í fatageymslunni niðri og þar komið fyrir 10 borðtennisborð- um, sem f.B.R. hefur keypt. Ætl- unin er að gefa bæði féliögum og einstaklingum kost á æfing- um þarna, og einnig mun standa tií að halda mót í íþróttagrein- inni innan tíðar. Margir hafa æft borðtennis hérlendis undanfarin ár, en við fremur slæm skilyrði. Verður því aðstaðan í Laugar- dalshöllinni afar kærkomin þeim sem íþróttina stunda. ur í hléum á Laugardalsvellin- um. Á blaðamannafundi, sem stjórn knattspyruudeildar Vík- ings hélt í gær, var dregið um hvaða lið myndu leika saman í fyrstu umfreð og fer það hér á eftir: Keflavík—Akranes Valur—Fram Víkngur b—KR Víkingur a—Þróttur Strax að lokinni fyrstu ferð fer fram leikur Hljóma og Lúðrasveitarinnar. Því næst verða undanúrslit og áður en sjálfur úrslitaleikurinn hefst, munu Hljómar leika og syngja vinsæl pop-lög. Aðgöngumiðaverð verður kr. 75.00 fyrir fullorðna og kr. 26.00 fyrir börn, og eins og áður sagði hefst mótið kl. 20.00. Reykjavíkurmeistarar Vals í kvennaflokki ásamt þjálfara sinum Þórami Eyþórssyni. Pressuliðið nýtti illa góð tækifæri — Jafntefli við landsliðið 14:14 i daufum leik ÚRVALSLIÐ landsliðsnefndar í handknattleik mátti í gær bita í það súra epli enn einu sinni að ganga af velli án sigurs á pressu- liðinu. Jafntefli varð í leiknum 14:14 ag var það eftir atvikum ósanngjöm úrslit. Pressuliðið átti heldur meira í leiknum, og voru afar óheppnir í skotum sín- um, sem bezt má marka af því að það átti hvorki fleiri né færri en 10 stangarskot og þrjú hrað- upphlaup og opin tækiíæri fóru forgörðum. Það er sjálfsagt hægrt að færa fram sem skýringu á slakri frammistöðu landsliðsins að það lék án þriggja leikmanna er í það höfðu verið valdir, þeirra Geirs og Arnar Hallsteins- sonar og Sigurðar Einarssonar. Nauðsynlegt væri að efna til ann ars pressuleiks með þátttöku þessara manna og sjá hver út- koman yrði úr honum. Heil vika er til stefnu, og ekki veitir landsliðinu af samæfingu hvort sem er. GHUR VARNARLEIKUR Landsliðið lék nokkuð góðan varnarleik í fyrri hálfleik, en þá skoruðu pressuliðemenn aðeins fjögur mörk, þar af eitt úr víta- kasti. Guðjón og Stefán skoruðu fyrstu mörkin, en landsliðið komst ekki á blað fyrr en 11 mínútur voru af leik en þá skor- aði Ingólfur með glæsilegu skoti. Upp úr miðjum hálfleiknum tófcst því svo að jafna og komast tvö mörk yfir 4:6 fyrir lok hálf- leiksins. Munaði þar mest 'um einstaklingsframtak Jóns Hjalta lín en það þarf aldrei að sökum að spyrja þegar hann nær að skjóta. FJÖRMEIRI SÍÐARI HÁLFLEIKUR Síðari hálfleikur var mun fjör- legra leikinn, þótt sjaldan væri hægt að hrópa húrra fyrir góð- um handknattleik. Gekk á ýmsu, en yfirleitt höfðu landsliðsmenn eitt til tvö mörk yfir. Sem fyrr var það Jón Hjaltalín sem drýgstur var að skora. Nokkrum mínútum fyrir leikslok var stað- an 13:13 en þá átti Jón eitt af sínum föstu og snöggu hopp- skorum og færði landsliðinu for- skot. Skömmu síðar jafnaði svo Þórður fyrir pressuliðið 14:14. Lokamínúturnar voru mjög spennandi og áttu þá bæði liðin ágæt tækifæri sem fóru forgörð- LIÐIN Landsliðið var heldur ósann- færandi og víst er að betur má ef duga skal í komandi lands- leikjum. Vörnin var betri hluti liðsins, en línumannaúrvalið nýtt ist heldur illa, — og umfram allt var ekki góður baráttuandi í lið- inu. Pressuleikurinn setur lands- liðsnefnd vafalaust í mikinn vanda þegar þeir ganga endan- lega frá vali landsliðsins. Bezti maður liðsins var Jón Hjaltalin, nái hann að skjóta á sama hátt og í leiknum í gær, ræður enginn Samtök sundþjálfara EFTIR Unglingameiistaramót ís- lands 15. septemlber sl., gekkst Sundsamband Rlands fyrir fundi sundþjálfara. Á fundinum var ákveðin stofnun samtaka sund- þjálfara. Kosin var undirbúningsinefnd til þess að ganga frá formlegri stofnun þessara samtaka, sem ákveðin er eftir Sundmeistara- mót íslands 1969. Markmið þessara samtaka er að efla þekkingu og hæfni félags manna og gera þeim fært að til- einka sér nýjungar á sviði sund- þjálfumar. Hyggjast samtökin vinna að þessu með útgáfu fréttaíbréfa, fundahöldum og upplýsingum um bækur, tímarit og kvikmynd ir sem fáanlegar eru á hverjum tíma. Ákveðið hefur verið að hefja útgáfu fréttabréfa nú strax í vetur. Þeir sem hafa hug á þátttöku í samtökum þessum hafi sam- band við Erling Þ. Jóhannsson, co. Sundlaug Vesturbæjar, Reykjavík, sími 15004 eða Guð- mund Harðarson, Nýlendugötu 29, Reykjavík, fyrir lö. nóvem- ber nk. markvörður við þau skot. Auk þess var Jón góður í vörninni. Þá átti Ingólfur allsæmilegan leik, svo og Auðunn Óskarsson sem er orðinn mjög sterkur varnarleikmaður og glúrinn línu- maður. Hjalti Einarsson var beztur pressuliðsmanna. Varði hann oft stórkostlega og má mikið vera ef landsliðsnefnd telur sig geta verið án hans í landsleikunum. Þá átti Gunnlaugur Hjálmarsson einnig ágætan leik, sennilega sinn bezta um nokkurn tíma. Aðrir sem nefna mætti til eru Þórður Sigurðsson og Stefán Jónsson. Mörkin skoruðu: Landsliðið: Jón Hjaltalín 8, Ingólfur Óskars- son 2, Gísli Blöndal, Ólafur Jónsson, Ásgeir Elíasson 1, Sig- urbergur Sigsteinsson 1. Pressu- liðið: Gunnlaugur 4, Guðjón Jónsson 2, Stefán Jónsson 2, Brynleifur Markússon 2, Vil- hjálmur Sigurgeirsson 1, Þórar- inn Ólafsson 1, Sigurður Óskars- son 1, Þórður Sigurðsson 1. — stjl. ATHUGASEMD VK) GREIN GUDMUNDAR GUNNLAUGUR Hjálmarsson bað Mbl. að birta eftirfarandi athugasemd við grein Guðmund- ar Hermannssonar í blaðinu í fyrradag: í ágætri grein sem Guðmund- ur Hermannsson ritar í blað yð- ar 5. nóv. sl. um Olympíuleik- ana í Mexíkó og þátttöku íslend- inga í þeim, vitnar hann sérstak- lega í ummæli sem eftir mér voru höfð, er ég var inntur eftir áliti um þátttöku íslendinga í nýliðnum Olympíuleikum. Svar mitt var þetta: „Já, endilega, sér- staklega þá sem ekki ná lág- marksárangri". Að sjálfsögðu þykir mér afar leiðiníegt ef þessi ummæli mín hafa sært tilfinningar Guðmund- ar Hermannssonar, en eigi að síður er ég sama isinnis. Fyrir Olympíuleikana setti Ol- ympíunefnd íslands ákveðin lág- marksafrek, sem íþróttafólk þurfti að ná til þess að hafa möguleika á að verða sent til Mexíkó, en þótt þessum „afrek- um“ væri náð, var ekki þar með sagt, að þátttaka væri tryggð. Eins og öllum er kunnugt náðu ekki allir íslenzku Olympíufar- arnir þessum lágmörkum, en það skipti ekki máli, þeir voru eigi að »íður sendir með þeim árangri sem alþjóð er kunnugt og Guðmundur Hermannsson er svo ánægður með. Er þó komið að einu aðat- atriði þessa máls — til hvers að setja kröfur um lágmarksafrek, en hunza þær síðan? Jafnvel Guðmundur Hermanns- son, sem þó náði lágmarksafreki, var á báðum áttum með þátt- töku sína — hvers vegna? Að sjálfeögðu var ég þess full- viss fyrir leikana, að sigurmögu- leikar islenzku þátttakendanna voru engir og gerði ekki kröfur til þess; árangur þeirra varð hvorki lakari né betri en ég bjóst við, og einmitt þess vegna var ég eindregið á móti því að senda svo stóran flokk. Hafi þurft að verðlauna ein- hverja fyrir fágæt ,,afrek“ þá var því lokið, því nokkrir af þeim sem til Mexíkó fóru tóku nú þátt í sínum þriðju Olympíu- leikum. Eins og glöggtega kemur fram í grein Guðmundar höfum við dregizt aftur úr hvað við kemur tækni og þjálfun, og hefði verið nær að eyða einhverju af þeirri fúlgu, sem nú var sóað, til þess að mennta og styrkja þjálfara til náms og leggja þannig grund- völl að betri árangri á komandi leikjum. En meðan sjálfsumglaðir íþrótíamenn og leiðtogar varða veg getuleysisins undir kjör- orðinu að vera með án árangurs, þá yrði mér ekki brugðið þótt sami fslendingurinn tæki þáit í sínum fjórðu Olympíuleikum, og þá í skylmingum. Gunnl. Hjálmarsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.