Morgunblaðið - 06.11.1968, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 06.11.1968, Blaðsíða 8
8 MORG-UNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. NÓVEMBER 1968 Ágúst Húlfdúnarson, Eyri Minningarorð Hinn 13. okt. s.l. lézt Ágúst Hálfdánarson bóndi á Eyri í Seyðisfirði í sjúkrahúsinu á ísa firði. Fór útför hans fram frá Eyrarkirkju 19. okt. að við- stöddu miklu fjölmenni. Ágúst hafði kennt sjúkdóms þess er dró hann til dauða fyrir nokkru, en hann lá aðeins eina viku á sjúkrahúsinu. Þessi harð- skeytti og dugmikli Djúpbóndi stóð þannig meðan stætt var. Ágúst Hálfdánarson varfædd- ur að Hvítanesi 1 Ögursveit 1. ágúst árið 1894. Var hann því 74 ára gamall er hann lézt. For- eldrar hans voru Hálfdán Ein- arsson bóndi á Hvítanesi og kona hans Daðey Daðadóttir. Var Ágúst því af hinni kunnu biskupsætt, sem er mjög fjöl- menn við Isafjarðardjúp. Ágúst fluttist 7 ára gamall með foreldrum sínum að Hesti í Hest- firði. Ólst hann þar upp og stund aði sjó og land. Hann hóf bú- skap að Hesti árið 1922 og bjó þar til ársins 1933. Hestur er fremur lítil jörð. Engu að síður kom Ágúst þar upp allstóru búi. En árið 1933 flytur hann að Eyri i Seyðisfirði, sem er stórbýli að fornu og nýju. Bjó hann þar stór búi til dauðadags. Ágúst mun um skeið hafa verið stærsti fjár- bóndi á Vestfjörðum. Hafði hann um tíma á fóðrum töluvert á sjö unda hundrað fjár. Meðan hann bjó á Hesti stundaði hann lengst um sjó jafnhliða búskapnum. Á Eyri vann Ágúst miklar um bætur á jörð sinni. Hann byggði þar nýtt og myndarlegt íbúðar- hús og hófst handa um stórfelld- ar ræktunarframkvæmdir. Hann var frábær dugnaðarbóndi, hafði yndi af skepnum og um- gekkst þær af alúð og árvekni. Hann hafði einlæga trú á fram- tíð íslenzks landbúnaðar og unni heimahöfum sínum af alhug. Ágúst á Eyri gegndi margvís- legum opinberum störfum í héraði sínu. Hann var í um 20 ár formaður Búnaðarfélags Súða víkurhrepps. Um skeið var hann einnig formaður Ræktunarsam- bands Hóls- Eyrar- og Súðavík- urhrepps. í hreppsnefnd Súða- víkurhrepps átti hann sæti í fjölda ára og sýslunefndarmað- ur var hann í mörg ár. Þá var hann einnig fulltrúi á fundum Stéttarsambands bænda og Bún- aðarsambands Vestfjarða. Vann hann öll sín störf af festu og áhuga. Höfuðeinkenni Ágústar áEyri voru skapfesta, harðsækni og ó- bilandi kjarkur. Hann sló aldrei undan fyrir erfiðleikum eða and byr. Hann var sjálfstæður í skoðunum og fór sínar eigin göt ur, svo að sumum þótti jaðra við sérvizku. Hann naut lítillar skólagöngu í æsku en var vel greindur, og vel lesinn á mörg- um sviðum. Ágúst á Eyri var traustur maður og tryggur vin- um sínum, heiðarlegur og áreið- anlegur. Ágúst kvæntist árið 1917 Sig- urborgu Ásgeirsdóttur, en hún lézt árið 1918 úr spönsku veik- inni. Áttu þau einn son, Frið- geir sem búsettur er í Kópavogi, kvæntur Sigríði Jónasdóttur. Ár ið 1922 kvæntist hann Rann- veigu Rögnvaldsdóttur frá Upp- sölum í Seyðisfirði, áttu þau -ÍURÝMSUM ÁTTUM Framhald af bls. 14 — Reistar verða margar safnbyggingar, þar sem sýnd- ur verður fatnaður, matvæli, vopn og verkfæri lík þeim, sem frá segir í Biblíunni. Braslavi leggur áherzlu á, að engar „brúður“ verði í Bibílulandi, engar eftirlíking- ar. Er stungið var upp á því, að leikin yrði af grammófón- plötu raust Guðs „er hann kallar til Móse úr miðju skýi“ við líkan af Sinaifjalli, var sú uppástunga afgreidd sem guðlast og að engu haf- andi. Musteri Salómons mun verða reist úr nákvæmlega sama efni og talað er um í ritningunni, en að vísu er nokkur sparnaður ráðgerður að því er tekur til gullskreyt inga, en hinn vitri konungur var ósínkur á notkun þess. Biblíugarðurinn mun rísa á „Hetjuhæð“, Tel Giborim, þar sem 30 Gyðingar létu lífið er þeir vörðu leiðina til Tel Aviv í styrjöldinni 1948. — Brunnin virkisrúst verður lát- in standa áfram til minningar um þann atburð. Skemmtigarðurinn, sem byggður verður í tengslum við Biblíuland, verður við rætur hæðarinnar. Þar verður byggð stærsta sundlaug í ísra el. Lítil járnbraut mun tengja Biblíugarðinn við skemmti- garðinn. VELJUM fSLENZKT Af öðrum mannvirkjum má nefna 75 metra háan turn. — Efst á honum verður veit- ingahús, sem snýst. ísrael nú- tímans verður kynnt á tveim- ur ekrum lands og einnig verða þarna keilubrautir og skautasvell. Unnið er nú að því að safna hlutafé með sölu á bréfum í fyrirtækinu sem ber nafnið Israel Bibleland Inc., og var stofnað og skrásett í New York 1966. Fjármálasérfræðingar í Washington hafa fullvissað fsraelsmenn um að Biblíuland mtmi laða til sín allt að 1% milijón manns á ári, sem eyða muni tun 5 milljónum dollara á staðnum. STANLEY HANDVERKFÆRI í úrvali HEFLAR, margar gerðir HALLAMÁL, fl. stærðir STÁLHAMRAR HJÓLSVEIFAR MÁLBÖND SPÓNHNÍFAR SPÓNSAGIR SVÆHNÍFAR SPORJÁRN BAKKASAGIR BRJÓSTBORAR TAPPABORAR TRÉBORAR ÚRSN.BORAR VINKLAR, AXIR o. fl. Allt á gamla verðinu. , STORR , Laugavegi 15. — Sími 1-3333. þrjú börn, tvo syni, Einar bygg- ingarmeistara í Reykjavík, sem kvæntur er Hrefnu Jónsdóttur, og Halldór bónda á Eyri, sem nú hefur tekið við jörðinni að föður sínum látnum. Eina dóttur áttu þau Rannveig og Ágúst, Sig urborgu, sem vinnur í Landsbank anum hér í Reykjavík. Öll eru börnin myndar og dugnaðarfólk, eins og þau eiga kyn til. Á heimili þeirra Rannveigar og Ágústs að Hesti og Eyri ríkti sérstæð og hlý gestrisni. Rann veig er hin mesta mannkosta kona. Er mér í barnsminni ást- úð hennar og hlýja gagnvart okkur Vigurdrengjum er við vor- um í smalamennskum í Hests- firði og gistum þá oft á Hesti hjá þeim hjónum. Það var eins og að koma í foreldrahús, að gista þetta góða fólk. Þau Rannveig og Ágúst ólu upp tvær fósturdætur, frænkur sínar, þær Kristínu Samúelsdótt- ur, sem gift er Friðrik Friðriks- syni, símstjóra í Súðavík og HaH dóru Ólafsdóttur, sem gift er Jó- hannesi Sölvasyni bónda í Skaga firði. Rannveig og Ágúst voru bæði sérstaklega barngóð. Kom það bæði fram við þeirra eigin börn, fósturbörn og vandalausa. Með Ágústi Hálfdánarsyni er tH moldar hniginn einn dugmesti bóndinn við fsafjarðardjúp. Það er vissulega mikið skarð fyrir skildi við fráfall hans. Við sem höfum þekkt hann frá barn- æsku, munum minnast hans með þakklæti og virðingu. Ég votta öllum ástvinum hans og venslafólki innilega samúð við fráfall þessa gamla vinar. S.Bj. J0HHI8 - MMILLE glerullareinangrunin Fleiri og fleiri nota Johns- ManviHe glerullareinangrun- ina með álpappírnum, enda eitt bezta einangrunar- efnið og jafnframt það langódýrasta. Þér greiðið álíka fyrir 4” J-M glerull og 2Vi” frauð- plasteinangrun og fáið auk þess álpappír með! Jafnvel flugfragt borgar sig. Sendum um land allt — Jón Loitsson hf. Hringbraut 121. - Sími 10600. Hefi til sölu m.a. Einstaklingsíbúð við Fálkag. íbúðin er í steinhúsi og er eitt herb. og svefnkrókur, eldhús og bað. 3ja herb. íbúð við Ásvallag. íbúðin er teppalögð og í góðu ásigkomulagi. 4ra herb. íbúð við Eskihlíð. íbúðin er á fyrstu hæð og er laus strax. 5 herb. íbúð við Hraunbraut í Kópavogi. fbúðin er á efri hæð í tvíbýlishúsL Einbýlishús við Hrauntungu í Kópavogi. Húsið er tilbú- ið að hluta, en fokhelt að hluta. Lítið einbýlishús við Álfhóls- veg í Kópavogi. Byggingar- lóð fylgir. Byggingarlóð undir einbýlis- hús í Vesturbænum í Kópa vogi. Þorlákshöfn: 3ja herb. íbúð í Þorlákshöfn, góðir greiðslu skilmálar. Baldvin Jónsson hrl. Kirkjutorgi 6. Sími 15545 og 14965. TIL SÖLU Nýtt raðhús við Hrauntungu, Kópavogi, 7 herb. ásamt bíl skúr. 6 herb. einbýlishús við Hof- gerði, laust. Timburhús, 5 herb. með kjaU ara við Grettisgötu. Verð rtm 750 þús. 3ja herb. 1. hæð við öldugötu útb. 200 þús. Nýleg 5 herb. 3. hæð með sér hitaveitu við Þórsgötu. — Hæðin er um 130 ferm. í góðu standi, lág útborgxm. 3ja, 4ra og 5 herb. hæðir ný- legar í Háaleitishverfi. Glæsileg hálf húseign í Háa- leitishverfi, 9 herb., allt sér, bílskúr. Raðhús í smíðum við Sævið- arsund og á Seltjarnarnesi, gott verð. Einar Sigurðsson hdl. Ingólfsstræti 4. Sími 16767. Kvöldsími 35993. Hafnarfjörður Til sölu m.a. Ný glæsileg 3ja herb. íbúð í fjörbýlishúsi við Álfaskeið. 4ra herb. íbúð á neðri hæð í tvíbýHshúsi við Háukinn. Glæsileg 5 herb. íbúð við Kelduhvamm. Teppi á stof- um og gangi. HRAFNKELL ÁSGEIRSSON hdL Strandgötu 45, Hafnarfirði. Sími 50318. Opið 10—12 og 4—6. WITTENBORG búðarvogir 2ja og 15 kg. fiskvogir 15 kg. ÓLAFUR GÍSLASON &CO HF Ingélfsstræti la — Sími 18370 Z48S0 2ja herb. jarðhæð, uim 65— 70 ferm. í 2ja ára gömlu húsi við Auðbrekku í Kópavogi. Verð 700 þús., útb. 300 þús. Laus strax. 2ja herb. kjallaraábúð við Brekkustíg, um 75 ferm. Sérhiti, útb. 300 þús. 2ja herb. Htið niðurgrafin kjallaraíbúð við Hlunna- vog, um 75 ferm., sérhiti, inngangur, Htuæ vel út. 3ja herb. risíbúð við Máva hlíð, um 95 ferm. 3—4 herbergi á jarðhæð við Nýbýlaveg í Kópa- vogi með harðviðarhurð um og parketgólfum, hægt að gera 3ja herb. íbúð. 3ja—4ra herb. íbúð við Hjallabrekku um 95 ferm. jarðhæð, sérhiti og inngangur. 4ra herb. endaábúð við Skipholt, harðviðarinn- réttingar, góð íbúð. — Blokkin er um 5 ára göm ul, sameign fullfrágeng- in, útb. 700—750 þús. 4ra herb. jarðhæð 95 ferm. við Skipasund sérhiti og inngangur. 5 herb. íbúð á 2. hæð við Bogahlíð um 130 ferm. suður og austursvaHr, herb. og eldhús í kjall- ara, teppalögð, góð íbúð. motiso&Eii mTEÍENItB Austurstrætl 10 A, 5. hæS Sími 24850 Kvöldsími 37272. Kvöldsími 37272. Fasteignasalan Hátúni 4 A, N óatúnghúsið Símar 21870 - 20998 Einstaklingsíbúðir við Aust- urbrún, Gautland og Rofa- bæ. 2ja herb. góð íbúð í steinhúsi við Klapparstíg. 2ja herb. góð íbúð við Hraun- bæ. 3ja herb. vönduð íbúð á Hög- unum. . 3ja herb. íbúð á sérhæð í Kópavogi. 3ja herb. vönduð íbúð í Hafn- arfirðL 4ra herb. vönduð íbúð við Kleppsveg. 4ra herb. vönduð íbúð við Ljósheima. 4ra herb. góð íbúð á sérhæð við Hátún. 4ra herb. góð risábúð í Vest- urborginni, væg útborgun. 5 herb. góðar íbúðir í Kópa- vogi. 5 herb. vönduð íbúð við Hraunbæ. 5—6 herb. vönduð íbúð í Vest urborginni. 6 herb. vönduð íbúð við Goð- heima. Parhús í Vesturbor ginni. Heilar húseignir við Laugar- nesveg, iðnaðar- og verzlun arpláss fylgir. Jón Bjamason hæstaréttarlögmaður Hilmar Valdimarsson fasteignaviðsklptl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.