Morgunblaðið - 06.11.1968, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. NÓVEMBER 1968
21
Aðalfundur kennurusam
bunds Austurlunds
SVEINN KRISTINSSON SKRIFAR UM:
KVIKMYNDIR
AÐALFUNDUR Kennarasam-
bands Austurlands var haldinn
á Fáskrúðsfirði sunnudaginn 22.
sept. 11908. Dagana 21.-23. sept.
voru kennarar af Austurlandi á
námskeiði á FáskrúlSsfirði. Parna
voru yfir 30 -kennarar mættir og
tókst framkvæmd öll með igæt-
um, en um hana sá fráfarandi
stjórn og Skúli Þorsteinsson náms
stjóri Austurland/s. Þeir sem leið
beindu og fluttu erindi voru:
Eiríkur Stefánsson kennari, sem
leiðbeindi um átthagafræði,
Stefán Ólafur Jónsson náms-
stjóri, er flutti erindi um félags-
fræði, Stefán Júlíusson rithöfund
ur, sem ræddi um Fræðslumynda
safn ríkisins en hann er fram-
kvæmdastjóri þess, Torfi Ásgeirs
son skrifstofustjóri hjá Efna-
hagsstofnuninni, er ræddi um
nýju skólakostnaðarlögin og
áhrif þeirra og Skúli ÍÞorsteins-
son er flutti m.a. erindi um norr-
ænt samstarf. Miklar tunræður
urðu um þessi efni og var mörg
um fyrirspurnum beint til máls-
hefjenda. Kennarar eystra hafa
löngum reynt að fá fœra menn
til fundar við sig og tókst að
allra dómi mjög vel til um fyrir-
lesara. Kennarar lögðu mikla
áherzlu á eflingu Fræðslumynda
safnsins og fögnuðu nýbreyttni
í starfsemi þess s.s. útgáfu skóla-
ljóðanna á hljómböndum. Einn-
ig var mikill áhugi fyrir auk-
inni kennslu í starfsfræði og ein-
dregið óskað eftir úthlutun bók-
arinnar Starfsfræði til nemenda
í 2. bekk unglingastigsins. Varð-
andi nýju skólakostnaðarlögin
var lögð aðaláherzla á að hlutur
hinna smærri skóla yrði ekki fyr
ir borð borinn heldur aukið til-
lit tekið til sjálfsagðra þarfa
þeirra í krafti þeirrar skoðunar
að allir skólanemar landisins eigi
að hafa sem jafnastan rétt og að-
stöðu til náms. Á aðalfundi
K.S.A. flutti formaður sambands
ins, Þórólfur Friðgeirsson, Búð-
um, skýrslu stjórnar, en ásamt
honum voru í stjórn Sólmundur
Jónsson, Stöðvarfirði og Magnús
Stefánisson, Búðum Fundarstjóri
var Hjörleifur Guttormsson,
Neskaupstað, en fundarritari
Ingimar Sveinsson, Djúpavogi.
Miklar umræður voru á fundin
um um kennslumál og ýmis
hagsmunamál kennarastéttarinn
ar, svo sem sjá má á ályktunum
- MINNING
Framhald af bls. 18
gæti hann hjálpað . náunga sín-
um í þeim efnum, var honum
það meira virði en sjálfs síns
þörf.
Einn af áberandi eiginleikum
Guðmundar var, hve hann var
góður börnum og unglingum.
Sem dæmi þess skal getið, þar
sem hann réri margar vertíðir í
Höfnunum var hann ei sjaldan,
er hann hóf göngu héðan í ver-
'tíðarbyrjun, beðinn fyrir ungl-
inga, óharðnaða og óvana sjávar-
störfum ,til umsjár. Var Guð-
mundur þeim sem faðir og móð-
ir, og ef unglingurinn varð fyr-
ir órétti eða aðkasti á einhvern
hátt, kom þá glöggt fram greind
Guðmundar er bar þá klæði á
vopnin, ávallt verndari þess sem
var minni máttar.
Síðustu ár Guðmundar — svo
sem áður er tekið fram — dvaldi
hann í Sunnu'hlíð hér í Höfða-
kaupstað, þá farinn að heilsu,
hjá Ámýju Magnúsdóttur og
dætrum hennar. Naut hann hjá
þeim mæðgum nákvæmni, sam-
úðar og umönnunar. Bar Guð-
mundur hlýjan og þakklátan
huga ávallt til þeirra mæðgna.
Nú er Guðmundur Rafnsson
horfinn yfir síðustu landamærin,
en við trúum að orð Biblíunn-
ar hafi rætzt á honum — þessi
orð: „Kom og erf það ríki sem
yður var fyrirbúið“.
Höfðakaupstað í okt. 1908.
Lárus G. Guðmundsson.
fundarins. í næstu stjórn voru
kjörin: Helgi Seljan, Kristinn
Einarsson og Valtýr Sæmunds-
son, til vara Lára Jónsdóttir, öll
á Reyðarfirði.
Hér fara á eftir nokkrar éilykt-
anir fundarins.
1. Aðalfundur K.S.A. haldinn á
Fáskrúðsfirði 22. sept. 1908, lítur
svo á, að kennsla í kristnum fræð
um hafi ótvírætt uppeldis- og
þroskagildi fyrir nemendur á mót
unarskeiði í unglinga- og gagn-
fræðaskólum. Telur fundurinn
því, að efla beri siðfræðilegt inn
tak í kennslu í öllum bekkjum
áðurnefndra skólastiga og skor-
ar á fræðsluyfirvöld að vinna að
því, að svo megi verða.
2. Ársþing K.S.A. haldið á Búð
um 22. sept. ’68 skorar á fræðslu
yfirvöld að skipa nefnd skóla-
manna, er hafi það verkefni að
semja reglugerð um kennslu-
tækjabúnað skólanna í landinu
og fylgja eftir framkvæmd henn
ar.
3. Aðalfundur K.S.A. 1968
skorar á fræðslumálastjórn og
stjómir S.Í.B. og L.S.F.K. að
hlutast til um að greiddur verði
að fullu ferðakostnaður kennara
er sækja þau námskeið er haldin
eru á vegum fræðslumálastjórn-
ar eða viðurkennd af hennL
4. Aðalfundur K.S.A haldinn
á Fáskrúðsfirði 22. sept. 1908 skor
ar á Fjárveitingavaldið að veita
Bandalagi íslenzkra leikfélaga
árlegan fjárstyrk til útgáfu leik-
bókmennta fyrir börn og ungl-
inga.
TOGARINN Kingston Peridot
frá Hull, er hvarf með 20manna
áhöfn við ísland í vetur, var á
lista 10 skipa, sem höggva átti
upp, að því er fram hefur kom-
ið í Hull í réttarhöldunum vegna
hvarfs skipsins.
Graham Hellyer, forstjóri fyr-
irtækisins Hellyer Brothers,
sem átti togarann, sagði, að King
ston Peridot og systurskip tog-
arans, Kingston Sarfius, hefðu
verið elztu skipin í eigu fyrir-
tækisins. Fyrir réttu ári hefði
verið ákveðið, að 10 af skipum
fyrirtækisins, þar á meðal King-
ston Peridot, yrðu höggvinn upp
af fjárhagsástæðum.
Hann sagði, að niðurrif skip-
anna hefði verið frestað, þar sem
slíkt hefði valdið atvinnuleysi og
haft ýmsar aðrar afleiðingar í
för með sér, og þess vegna hefði
verið ákveðið að notast við þessi
skip enn um sinn í þeirri von,
að fjárhagsafkoma fiskiðnaðar-
ins batnaði. Hellyer bætti því
við, að Kingston Sardius hefði
nú verið lagt og biði niðurrifs.
Aðspurður um afdrif Kingston
Peridot kvaðst Hellyer útiloka
þann möguleika, að skipinu hefði
hvolft, þar sem stöðugleiki þess
hefði verið fullnægjandi.
Hann sagði, að sú staðreynd
að björgunarhringir, lífbátur og
brak hefðu fundizt á tak-
mörkuðu svæði, benti til þess, að
Laugarásbíó.
VESLINGS KÝRIN
(Poor Cow)
Ensk mynd
Leikstjóri: Kenneth Loach.
MeSal leikenda: Carol White,
Terence Stamp.
Mynd þessi er á margan hátt
sérstæð. Þó ekki væri nema fyrir
þá sök, að hún sýnir enga „hetju“
í algengri merkingu þess orðs.
Aðalpersónur eru þjófar eða hór-
ur, nema hvort tveggja sé. Þetta
er út af fyrir sig, hvorki kostur
eða galli á kvikmynd. Nefndar
tegundir fólks þurfa ekki að
vera óforvitnilegri en ýmsar aðr-
ar.
Hversu trúverðuglega jýsir hún
lífi þessa fólks? Og að hvaða nið
urstöðu kemst hún um orsakir
þær, sem ráða breyttni þess? Býr
hún kannski yfir einhverjum
töframeðölum vfð því þjóðfélags
lega bölí, sem það er talið valda?
í prógrammi er sagt, að leik-
stjóri fjalli um það, hvort fanga-
vist sé hinum fangelsuðu til góðs.
Og niðurstaðan er samkvæmt
sömu heimild sú, að „hann telur
hana sóun á kostum einstakling-
anna, og oft gefur samfélagið
mönnum ekki tækifæri til að
sýna hvað í þeim býr.“
Vel má vera, að nokkuð sé til
í þessu. Þó var Dave búinn a’ð
sýna, að hann bjó yfir dágóðum
þjófnaðarhæfileikum, áður en
haxm hlaut tólf ára fangelisdóm-
inn, sem hann hefur enn ekki
afplánað, er myndina þrýtur.
skipið hefði tekið niðri á skeri
eða blindskerjum og sokkið á
skömmum tíma. Önnur skip,
sem tekið hefði niðri hefðu sokk
ið á tveimur til þremur mínút-
um í kyrrum sjó, en Kingston
Peridot hefði strandað í myrkri,
hvassviðri og hörkufrosti.
Hellyer játaði, að engin skeyti
hefðu borizt frá skipinu fyrstu
fjóra dagana eftir að það lagði
úr höfn. Síðasta skeytið frá King
ston Peridot barst 25. janúar um
Kingston Saridus. Eigendurnir
báðu Kingston Saridus að koma
skilaboðum til Kingston Peridot,
og 27. janúar tilkynnti Kingston
Sardius, að ekkert samband næð-
ist við systurskipið.
GÚSTAF A. SVEINSSON
hæstaréttarlögmaður
Laufásvegi 8. - Sími 11171.
Sími 20070 -19032
Volkswágen 1500 station
árg. 65.
Opel Cadett árg. 66.
Volkswagen 1500 árg. 63,
góður bíll.
Volkswagen 1300 árg. 68.
Chevy II Nova árg. 67.
Opel Caravan éirg. 65.
Bronco árg. 66.
Skipti á ódýrari bíl.
Moskwiteh árg. 67, skipti
á ódýrari bíl.
Landrover benzín árg. 66.,
keyrður 28 þús.
Siaukin sala sannar öryggi
þjónustunnar.
^"^biloiftQiloi
GUOMUNDAR
Bertþ&rusötu 3. Simar 19032, 20010.
Einnig hafði hann til að bera
hæfileika til aö nýta ástir eigin-
konu vinar síns, meðan sá sami
vinur sat í fangelsL
Sj álfsagt er ekki mjög algengt,
að fangavist sé hinum fangelsuðu
beinlínis „til góðs“. Refsingar
fyrir afbcrot hafa líka allajafnan
verið hugsaðar fremur öðrum til
viðvörunar svo og til a'ð firra
samfélagið hættu, heldur en þær
færðu afbrotamanninum sérstak-
an ágóðahlut. — Stundum kann
að vísu að vera hægt að „heila-
þvo“ pólitíska fanga í tugthús-
um, þannig, að þeir verði taldir
betri menn eftir en áður. Og
heyrzt hefur, að venjulegir af-
brotamenn hafi stundum tekið
sinnaskiptum í „betrunarhúsum“,
og þegar slíkt igerist, má auðvitað
bæöi reikna þjóðfélaginu og við-
komandi einstaklingum það til
tekna.
Annars finnst mér ofangreind
kvikmynd gera fremur lítið að
því að reyna að greiða úr gátum,
prédika eða troða skoðunum upp
á fólk. Hún sýnir okkur tilveru
og athafnir fólks þess, er hún
fjallar um, og rétt er það: hugs-
anagangur Joy (Carol White) er
tíðum gefinn upp í eins konar rit
uðum endurminningum á hvíta
léreftinu. En vegna hraðra skipt
inga og fremur losaralegrar bygg
ingar myndarinnar, þá njóta þess
ar endurminningar sín lakar en
ella mundi.
Svo er að sjá sem Joy sé áskap-
áð að vera hálfgert allragagn,
hún er hvorki trú manni sínum
né friðli. Efnahagslegar orsakir
eiga nú að einhverju leyti að
liggja þessu að baki og kannski
miður heppileg éihrif frá óhollu
uppeldi. En hvorugt verkar sér-
lega sannfærandL og einhvern
veginn er sú undarlega tilfinning
áleitin, að manneskjan hafi fæöst
með þessum ósköpum.
Carol White er eigi að síður
■töfrandi persónuleiki og leik-
kona, og í samleik hennar viö
Johny litla, son sinn, koma fram
mest hrífandi atriði þessarar sér
kennilegu kvikmyndar. Þá á
Terence Stamp sinn ágæta leik í
hlutverki friðilsins, og ýmis auka
hlutverk eru einnig vel leikin. —
Það gefur kvikmynd þessari auk
ið gildi, að hún býr yfir talsverð
um húmor, sem kemur einkum
fram í orðaskiptum og gerir hana
líflegri og skemmtilegri en ella.
Þar sem myndin vekur auk
þess fólk til hugsimar um erfið
þjóðfélagsvandamál — þótt ekki
bendi hún á lauism þess vanda þá
er hún vel þess virði að sjá hana.
S. K.
SVAR MITT |3j
EFTIR BILLY GRAHAM
Hlýtur sá maður að vera geðbilaður, sem fremur morð?
Margir þeirra, sem fremja morð að yfirlögðu ráði,
fá vægan dóm, vegna þess að þeir eru úrskurðaðir
geðbilaðir. Þótt stundum sé um geðbilun að ræða, er
vafalaust svo, að flest morð eru framin af fólki, sem
er fullkomlega sjálfrátt gerða sinna.
Saga mannanna er blóði drifin. Blóði var fyrst út-
hellt, þegar Kain fylltist reiði og öfund og drap Abel
bróður sinn. Frá þeim degi hefur vegur mannkyns-
ins verið blóðugur. Hvers vegna? Orsökin er syndin.
Margir heimspekingar og lögfræðingar hafa tilhneig-
ingu til að sjá í gegnum fingur við þessa meinsemd
mannlegs eðlis og telja mann óheilbrigðan, ef hann
skrökvar, stelur, svíkur, prettar eða myrðir.
En Biblían lýsir þvi skýrt og afdráttarlaust, að við
höfum öll hneigð til þess, sem illt er. Hún segir:
„Ekki er neinn réttlátur, ekki einn. Ekki er neinn
vitur . . . Allir eru þeir fallnir frá, allir saman orðnir
duglausir. Ekki er neinn, sem auðsýnir gæzku, ekki
svo mikið sem einn einasti" (Róm. 3,10-12).
Þetta táknar ekki, að ekki sé til neitt gott í mann-
legu eðli. Það er margt gott til í náttúrlegum manni,
en okkur skjátlast, ef við höldum, að manninum sé
eðlilegt að vera alltaf góður. Við erum öll sambland
góðs og ills. Við getum gert mikið illt og einnig
mikið gott. Þess vegna kom Kristur til að fyrirgefa
syndir, til að umbreyta eðli okkar og gefa okkur styrk
til að sigrast á hinu illa.
BLADBURÐARFOLK
OSKAST
í eftirtalin hverfi:
Sjafnargötu, Skeggjagötu, Víðimel.
Talið v/ð afgreiðsluna í sima 10100
Kingston Peridot
beið niðurrifs