Morgunblaðið - 06.11.1968, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 06.11.1968, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. NÓVEMBER 1968 19 EINAR HANNESSON: VIÐHORF í VEIÐIMÁLUM Veiðimálin spanna fjölbreytt svið, veiði í ám og vötnum, fisk- rækt, fiskeldi, stjórnun veiði- mála, leiðbeiningar, umsjón, rann sóknir, tilraunir og söfnun skýrslna um þessi málefni. Eins og kunnugt er, eru veiðmál í sérstakri löggjöf, lax- og silungs veiðilögin frá 1957. YFIRSTJÓRN VEIÐIMALA Forusta veiðimálanna og yfir- stjórn þeirra er í Landbúnaðar- ráðuneytinu og ráðherra til að- stoðar er Veiðimálastjórnin, þ.e. veiðimálastjóri (Veiðimálastofn- unin) og Veiðimálanefnd, auk sérstakrar fjármálanefndar. stjórn Laxeldisstöðvar ríkisins í Kollafirði, skipuð 5 mönnum. í Veiðimálanefnd eiga sæti bún- aðarmálastjóri og forstjóri Haf- rannsóknarstofnunarinnar, en for maður er Þórir Stein- þórsson, fyrrv. skólastjóri í Reyk holti. f yfirmati veiðimála eru hæstaréttardómari, ráðuneytisstj. í landbúnaðarráðuneytinu og for maður Veiðimálanefndar. Ég, sem þessar línur rita, hefi átt þess kost að starfa að veiði- málum um árabil, og mig lang- ar til að sþjalla við lesendur Mbl. um þetta efni, enda þó að fljótt verði að fara yfir sögu vegna takmarkaðs rýmis í dag- blaði. Bið ég lesendur velvirðing ar á þeim annmörkum, sem þeir munu sjá á þessum greinum m.a. af þessum sökum. Sumt í grein- unum er sett fram til athugun- ar og umhugsunar, annað eru skoðanir mínar og í þriðja lagi fullyrðingar eða tillögur um þessi mál. VlðKVÆMT MÁLEFNI. Veiðimál eru viðkvæm og láta menn oft tilfinningar sínar hlaupa með sig í gönur í sambandi við umræður um þau. Eðlilegt er að skoðanir séu skiptar um þessi mál. Snertir það lögin og fram- kvæmd hinna ýmsu þátta veiði- málanna og endurspegla viðhorf manna yfirleitt hagsmuni þeirra, hvort sem það eru einstaklingar eða félagshópar, sem um málin fjalla hverju sinni. Þó eru þessi FYRRI GREIN mál oft rædd með almennan hag þeirra fyrir augum og tillögu- gerð í þeim anda. Velvilji og stuðningur sá, sem í þessu felst er afar mikilvægur fyrir veiði- málin og þeim oft til verulegs framdráttar. HJÁRÓMA RÖDD. Hitt er einnig til að neikvæð öfl séu á ferðinni og heyrist stundum í þessum hjáróma rödd- um á opinberum vettvangi. Þessi niðurrifsöfl, sem ég nefni svo, flækja sig gjarnan í eigin neti gífuryrða, ósannra, vanhugsaðra og mótsagnakenndra fullyrðinga, sem engan veginn fá staðist í veruléikanum. Um þetta viitna nokkrir langhundar hér í blað- inu eftir Jakob Hafstein, lög- fræðing, auk bréfa hans, sem hafa mest haft að geyma per- sónulega rætni og hatur í garð Þórs Guðjónssonar, veiðimála- stjóra. Hefi ég tvívegis hér í blaðinu sýnt fram á vinnubrögð þessa manns. Og vegna skrifa hans ekki alls fyrir löngu hér í blaðinu, get ég ekki stillt mig um annað en að geta um eitt dæmi til viðbótar um sannleiks- elsku þessa manns. Hann hefur itönglast á því, að veiðimálastjóri segðist ekki lesa greinar hans og hefur í því sambandi talað um hroka. Hverjar eru nú staðreynd ir þessa máls. Mbl. hafði sam- band við veiðimálastjóra daginn áður, en ein af greinum Jakobs skyldi birtast, og spurði blaðið vstj., hvort hann vildi lesa grein ina og gera athugasemd við hana Um svar vstj. við þessu sagði Mbl. orðrétt: „Kvaðst ekki af fenginni reynslu á undanförnum mánuðum af furðulegum ritsmíð- um Jakobs Hafstein um veiðimál hafa áhuga á að lesa þessa grein hans né svara henni frekar en öðrum ritsmíðum höfundar, þar sem þær að áliti veiðimálastjóra væru ekki svaraverðar." Á þess- ari tilvitnun getur nú hver og einn séð, hvernig Jakob þessi hagræða hlutunum. Hvernig skyldi þá vera með annað og veigameira mál í höndum hans? Hver skyldi hrokagikkurinn ann ars vera? VEIÐISKAPUR VÍÐA Rúmlega 12 af hundraði sér- metinna jarða á landinu höfðu laxveiði og rúmlega fjórða hver jörð silungsveiði samkvæmt fast eignamatinu 1942, en jörðum þess um hefur fjölgað verulegá frá því matið fór fram. Með ýtarlegri löggjöf hefur verið leitast við að vernda fisk- stofnana fyrir ofveiði og opna Einar Hannesson. leiðir til að auka veiðina með ræktun fiskjar og öðrum umbót- um. í laxveiðilögunum er m.a. ákvæði um félagsskap veiði-eig- enda, svokölluð veiðifélög, er ná eiga yfir heil fiskihverfi eða hluta þeirra. Nú eru um 50 slík félög, og eru þau starfandi við flest helztu veiðisvæði lands- ins. BANN VIÐ LAXVEIÐI 1 SJÓ Eitt mikilvægasta ákvæði lax- veiðilaganna, er kom í lögin ár- ið 1932, er bann við laxveiði í ísjó. Voru þeir menn framsýnir, er komu þessu fram. Er óvíst, að hagur veiðibænda stæði nú jafnvel og raun ber vitni, ef laxveiði í sjó hefði fengið að þró ast óhindrað. Reynsla Norðmanna segir okkur sína sögu. Eru þó laxastofnar í ánum þeirra mikl- um mun stærri en okkar. í Nor- egi fást um 85 af hundraði lax- veiðinnar í sjó við strendur lands ins. BYLTINGAKENND ÞRÓUN. Þróun veiðimála hefur lengst af verið afar hæg. Það er eigin- lega fyrst eftir heimsstyrjöldina síðari að verulegur skriður kemst á þessi mál og má segja að síðustu 20 árin hafi bylting átt sér stað, svo ör hefur þró- unin verið. Verðmæti veiðinnar hefur aukist m.a. í hækkuðum veiðileigum. Hefur hlutur stanga veiðifélaganna verið afar mikil- vægur í þessari þróun, en fyrr- nefnd félög ábúenda, veiðifélög- in, hafa gert þess hluti mögu- lega með útleigu ánna á einni hendi til stangveiðifélaganna eða hópa veiðimanna. Þannig hafa stangveiðifélögin á þessu sviði gengt hlutverki mjólkurbúa og dreifingarfyrirtækja framleið- enda. Góð meðferð ánna yfirleitt hefur ráðið miklu og góðærið, sem ríkt hefur í þjóðarbúskapn- um á sinn þátt í velgengninni. Innanlandsneyzla fyrir laxi og sil ungi hefur aukizt og útflutning- ur á þessum fiski verið minni en ella, enda þótt að fengist hafi sæmilegt verð fyrir útflutt- an lax. Heildarleigutekjur af stangar- veiði í ám landsins hafa verið áætlaðar 17 milljónir króna á árinu 1965 og þá eru ótalin verð- mæti allra netaveiði í ám og vötnum og silungsveiði á stöng í vötnunum. NETAVEIÐI A UNDANHALDI Stunduð hefur verið netaveiði og stangarveiði og er nú svo komið að um helmingur veiðinn- ar fæst á stengur en hitt í netin. Víðast hvar er stunduð stangar- veiði. í tveimur mestu veiðihér- uðum landsins á netaveiði drjúg an hlut í aflanum. Þannig fæst annar hver lax í Borgarfirði í net meðan níu af hverjum tíu löxum í Árnessýslu veiðast í net in. Netaveiðin hefur jafnt og þétt verið á undanhaldi þar sem netum hefur fækka'ð, en stang- arveiði hefur verið tekin upp í staðinn. Annarsvegar hafa eigend ur sjálfir gert þetta, sem fyrr segir, eða netin hafa verið keypt upp. Má ætla að þessi þróun haldi áfram hægt og rólega á næstu árum. Er það heppilegt fyrir veiðimálin í heild. Ýmsir tala ávallt um netaveiði sem rányrkju eða ofveiði, þó að þar sé oftast um arðskráratriði að ræða, sbr. skipting þjóðartekn- anna fremur en nokkuð annað. Kem ég að þessu atriði nánar síðar. FRAMBOЗEFTIRSPURN Samtök íslenzkra stangveiði- manna, stór eða smá, hafa leigt flestar laxveiðiárnar, til að út- vega félögum sínum veiðileyfi. Oft er talað um háar veiðileig- ur meðal stangarveiðimanna, og um nauðsyn þess að þær lækki. Eru sumir menn oft mjög gagn- rýndir í þessu efni. Virðast þeir gleyma því, að það eru stanga- veiðimennirnir sjálfir, sem þarna eiga stærsta hlut að máli með til- boðum sínum í árnar. Hér sann- ast, sem svo oft áður rækilega, að framboð og eftirspurn ræður hvað sem hver segir. Þá er mik- ið rætt um að banna eigi alla netaveiði fyrir lax. Hafa menn gert sér grein fyrir því, hvað það kynni að leiða af sér, ef framkvæmt yrði. Líklegt er að í kjölfar þess fylgdi stórfelld lækk Ibn veiðileiga vegna gífurlegs fram boðs á stangarveiðidögum. Geta menn í þessu sambandi hugleitt, t.d. Borgarfjarðarhérað. Þar sem myndu falla til 5 þúsund stanga veiðidagar, ef að þessu ráðiyrði horfið. Það tjón, sem af þessu leiddi, myndi ekki aðeins ná til veiðieigenda, heldur einnig til stangarveiðifélaganna, sem bund in eru í samningum. Óþarft er að lýsa frekari afleiðingum þessa. NETAVEIÐI — HÆRRA VERÐ! Það þykir kannski hlálegt að segja það, að netaveiðin í heild, sem nú er stunduð, haldi verði veiðilega uppi. En er það svo fráleitt þegar það, sem áður er greint frá, er haft í huga. Um netaveiðina má einnig segja, að hún valdi vissum erfiðleikum gagnvart útleigu til stangarveiði á „blönduðum“ svæðum, eins og t.d. á Ölfursár-, Hvítársvæðinu, þar sem stangarveiði er stund- uð á netasvæði eða í næsta ná- grenni við það. Hæg þróun í þá átt að netin hverfi er því ekki aðeins æskileg, heldur nauðsyn. Oft er því haldið fram manna á meðal að lækka þurfi lax- veiðileigur til þess að sem flest- ir geti notið veiðiskapar ogþeirr ar hollu útiveru, sem henni fylg ir. Þessi rök eru ekki sannfær- andi, þegar það er haft í huga, Veiðivél í einni af stórám landsins. hve auðvelt það er raunverulega fyrir fjöldann að komast í sil- ungsveiði í ám og vötnum og það fyrir hagstætt gjald í mörg- um tilvikum. ERLENDIR VEIÐIMENN Um erlenda stangarveiðimenn er ósjaldan talað og hafa þeir oft verið þyrnir í augum landans. Þetta er eðlilegt. Hinn þjóðlegi metnaður er ávallt fyrir hendi og hér í fylgd með hagsmuna- baráttunni. Það er yfirlýst stefna hér á landi, að ísland sé svo- kallað ferðamannaland. Mjög mik il aukning hefur átt sér stað á þessu sviði síðasta áratug. Al- kunnugt er að stangarveiði hef- ur mikið aðdráttarafl fyrir er- lenda ferðamenn, sem gera við- reist til veiða. Erfitt hefur ver- ið fyrir erlenda stangarveiði- menn, að komast í veiði hér á landi á góðum tíma síðustu ára- tugi. Um það hafa hinir áhuga- sömu íslenzku veiðimenn séð ó- beint. Á seinni árum hafa þó tvær veiðiár verið leigðar erlend um aðilum og hefur það verið gagnrýnt mjög og bent á að um lagabrot hafi verið að ræða. Út- skurður ráðuneytis í þessu efni sagði þetta vera löglegt í alla staði. Víst er að það var óheppi- leg framkoma leigutaka, sem höfðu haft þessar veiðiár á leigu sem olli því að árnar komust í hendur erlendra manna. Ljóst er, ef íslenzkir stangaveiðimenn ætla að rá'ða ferðinni í þessum efnum, þá þurfa þeir að beita heppilegum vinnubrögðum. f því sambandi minnist ég athyglisverð ar greinar, sem Gunnar Bjarna- son, formaður Stangaveiðifélags Reykjavíkur skrifaði í Mbl. fyr- ir þremur árum um þessi mál. Þar sagði formaðurinn m.a.: „Stangaveiðifélagið hvorki get ur né vill standa í vegi fyrir eðlilegri þróun í ferðamálum hér. Stangaveiðifélagið vill fyrir sitt leyti gréiða fyrir veiðiferðum er lendra ferðamanna hingað, að svo miklu leyti sem það er hægt og ef samvinna um þessi mál gæti tekist með ábyrgum aðilum er sjá um fyrirgreiðslu ferða- manna og félagsins, er von til að þeim mætti vel lykta.“ Þarna sýnist mér vera mörkuð skynsam leg stefna, sem beri að fara í höfuðdráttum. Með henni er vís- ast komið í veg fyrir að erlend- ir aðilar nái tökum á heilum veiði ám. MAL ALÞJÓÐAR Veiði í ám og vötnum hér á landi var um aldir eingöngu hlunnindi jarðanna, sem nytjuð voru fyrst og fremst sem mat- björg búenda. Á þessu hefur orð ið gjörbreyting. Snerta þessi mál nú þúsundir manna í borg og bæ. Hreinn atvinnurekstur er nú kiominn í spilið og fjölbreytnin vex með hverju ári. Afskipti margra af þessum málum eru því eðlileg. Sumir virðast ekki hafa skynjað þetta fyllilega. Um þetta vitna ummæli, eins og t.d. rödd úr hópi forustumanna bænda, er sagði: „Engar gælur við sport- veiðimenn". Slík ummæli eru ó- heppileg, jafnvel skaðleg. Veiði- eigendur eiga í fullu tré við sína viðsemjendur, veiðifélögin munu gæta hagsmuna sinna um- bjóðenda, eins og þau hafa yfir- leitt gert. Eðlileg samskipti inn- byrgðis og afskipti allra, sem að þessum málum starfa á einn eða annan hátt, eiga að koma til, þegar málin eru tekin fyrir í heild. FRAMTÍÐ VEIÐIMALA í seinni grein minni verður fjallað um fiskrækt, fiskeldi, Lax eldisstöðina í Kollafirði, rætt um fiskeldi sem aukabúgrein. Vikið verður þá að „Gísla, Eiríki og Helga“, stórlaxagloríu, sagt frá smálaxabikar og rætt um f jármál til veiðimála, spjallað um lax- veiðilöggjöfina og framtíð veiði- mála og fleira. Reykjavík, 24. október 1968. Einar Hannesson. Klúbbar — lélög Tökum að okkur hvers konar veizlur og smásamkvæmi í samkomuhúsinu að Garðaholti. Upplýsingar í síma 50468. Árbæjarhverfi og nógrenni Framvegis munum við annast afgreiðslu á faitnaði í frágangshreinsun og pressun fyrir Efnalaugina Lindin. — Hraðhreinsum eins og áður allan algengan fatnað samdægurs. HRAÐHREINSUN ÁRBÆJAR Verzliunarmiðstöð, Rofabæ 7.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.