Morgunblaðið - 06.11.1968, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 06.11.1968, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. NÓVEMBER 1968 Dr. Bragi Jósepsson: Skólapróf og londspróf Tilgangur prófa og áhrif þeirra á námsárangur ÉG HELD a'ð allir, sem fást við skólamál, geri sér ljósa grein fyrir mikilvægi góðra námshæfi- leika. Það er þjóðfélagsins að búa svo í haginn að afburða námsgáfur nýtist sem bezt, ekki einungis fyrir þá sjálfa, heldur einnig fyrir þjóðfélagið í heild. Á hinn bóginn er erfitt að rétt- læta þá skoðun, sem telur náms- gáfur gilda forsendu fyrir rétt- arstöðu þegnanna gagnvart fram haldsmenntun. Af þessum sök- um ber oss, tun leið og vér bú- um vel í haginn fyrir þá sem hafa afburða námsgáfur, að leggja áherzlu á að skapa við- unandi áðstæður fyrir þá, sem minni námshæfileikum eru bún- ir. Þessi mál eru ekki einungis tegnd efnahagslegum og þjóð- félagslegum þáttum, heldur snerta þau hina dýpstu þætti al- mennra mannréttinda. Tilgangur námsins, og á ég hér sérstaklega við framhaldsmennt- un, er fyrst og fremst sá, að auka þekkingu og hæfileika ein- staklingsins til þess að takast á hendur hin ólíku störf í þjóðfé- laginu. 1 vaxandi þjóðfélagi verða störf þegnanna marg- breytilegri, og þar af leiðandi er sjaldan hægt að sjá fyrir, full- komlega, hver menntun hæfir bezt hinum stöðugt breytilegu Fyrri hluti þjóðfélagsaðstæðum. Samkvæmt skólakerfi voru hefur prófið ákveðinn tilgang, sem er í því fólginn að stáðfesta ákveðinn námsárangur. Auðvitað segir það til um námsárangur, um það er engum blöðum að fLetta. En hjá oss er prófið iátið merkja mun meira, og verður því ekki betur lýst en hjá Matthíasi Jónassyni, í grein hans í Lesbók Morgunblaðsins frá 5. maí s.l., þar sem hann lýsir prófinn, sem hinum mikla dómi. Það mun vera nokkuð útbreidd skoðun að þessi dómnr sé óraurfhæfur, ómannúðlegur og af þeim sök- um óréttlætanlegur. Því er hald- ið fram að nútímaþjóðfélög hafi gildari verkefnum að sinna, en að ákvarða þroskaferil hvers einstaklings löngu áður en hann fær aðstöðu og tækifæri til að sýna hvað í honum býr. Flestir munu því sammála, að nútíma- þjóðfélag, á borð við vort eigið, þurfi nauðsynlega á kröftum og hæfileikum hvers einstaklings að halda. Til þess að svo megi verða ber þjóðfélaginu að veita hverjum einstaklingi aðstöðu til að nema og auka þekkingu sína í samræmi við hæfileika. Það er erfiitt að sjá að nútímaþjóðfélag hafi nokkra siðferðislega kröfu á hendur einstaklingnum, um að ljúka tilteknu námsefni á til- teknum tíma. Hver maður veit að hæfileikar til náms og skerpa er mismunandi meðal einstakl- inga. En sú staðreynd haggar ekki þeirri mannúðarkröfu, að þjóðfélaginu ber skylda til þess að veita hverjum manni rétt til þess að stunda það nám, sem hann hefur hug á, svo lengi, sem harm getur náð þeim náms- árangri, sem viðunandi er. Nú má vera að einhver segir sem svo: „Nú þetta er einmitt það sem vér erum að gera.“ Þess vegna fellum vér nemendur, sem ekki ná stúdentsprófi, o.s.frv. Svar mitt er einfalt. Þetta er ein- mitt það sem vér erum ekki að gera. Samkvæmt kerfi voru er prófið hinn stóri dómur, og eftir að sá dómur er upp kveðinn ger- ir þjóðfélagfð mjög lítið til þess að stuðla að frjálsri og hnit- miðari menntun þegnanna. Námsflokkarnir og málaskól- arnir eru lítill vottur þessarar almennu kröfu um aukna mennt- un. Hér á landi hafa námsflokk- amir verið stórlega vanræktir, til mikils tjóns fyrir þjóðar- heildina. Stóridómurinn hefiu einnig lamað svo sjálfsvirðingu ýmissa nemenda, að þeir misstu trúna á sjálfa sig og tóku það sem kerfið rétti þeim, án þess að mögla. Nútímaþjóðfélag, sem virðir almenn mannréttindi, getur ekki haldið áfram á þessari braut. Me'ðal annarra þjóða sjáum vér tugi þúsunda verkamanna, iðn- aðarmanna, sjómanna, verzlun- armanna, húsmæðra og annara hópa leggja á sig framhaldsnám til að auka þekkingu sína og hæfileika. Á sama hátt hafa nemendur á framhaldsskólastigi, kennarar, skrifstofúfólk og em- bættismenn fengið tækifæri til að viðhalda þekkingu sinni á ýmsum sviðum, og um leið auka réttindi sín og hæfni til starfa. Skólakerfi vort hefur ekkert af þessu. Ástæðan er einfaldlega sú, að skólakerfi vort er í eðli sínu ólýðræðislegt og stuðlar ekki að því, að einstaklingurinn fái að auka réttarstöðu sína í þjóðfélaginu, með aukinni menntun. Þjóðfélag vort skilur ekki að sýslumenn, prestar og kaupfélagsstjórar hefðu gott af því að auka menntun sína, eftir að þeir hafa tekið við embætti. Skólar vorir útskrifa þess vegna alvitra embættismenn, sem frá- leitt þykir að gefa kost á viðbót- armenntun. Yfirleitt má segja svo um kerfið sem heiid, að þa'ð reiknar með því að allur lær- dómur sé fenginn í skólum og ekkert nýtt komi fram eftir að skóla lýkur, og þess vegna sé það fráleitt að veita viðbótar- nám eftir að út í starfið er komið. Það er réttlætiskrafa íslenzkr- ar alþýðu að fræðslukerfið ver'ði leyst úr viðjum fasistískrar heimspeki, sem stuðlar að því, að skipa æsku landsins í tvo hópa, það er að segja þá sem stóffust prófið og þá sem féllu. Hinn „harði dómur", sem Matt- hías Jónasson vitnar til, er í beinum tengslum við stefnu vora í skólamáltun. Hver einasti maður, sem nokkra reynslu hef- ur af kennslu barna og unglinga veit vel, að áhrif landsprófsins rista mun dýpra en sumir áhrifa menn vilja vfðurkenna. Það er „dómurinn", sem í eðli sínu er óréttlátur. Hann er óréttlátur vegna þess að hann er óraunsær og auk þess eru tæknilegar veil- ur matsins svo áberandi að undrun sætir að menn, sem telja sig málsmetandi, geti haldið því fram að landsprófið sé gagnlegt og nauðsynlegt. Grein Matthíasar Jónassonar, sem áður er gelið, er í marga staði athyglisverð. Höfundur greinarinnar, sem telja verður meðal mikilhæfustu fræðimanna vora, skrifar grein sína af mik- illi hógværð og stillingu, eins og hans er vísa. Þáð er þó greini- legt að höfundi er mikið niðri fyrir, og efast ég um að hann tjái hug sinn allan. í upphafi greinar sinnar segir M. J.: Mér sýnist það háskaleg villa að ætla að með því að leggja landsprófið niður verði mikill vandi leystur að fullu.“ Þá segir höfimdur: „Sá vamdi, sem landsprófinu þykir takast illa að leysa, hverfur ekki með brottfellingu þess, heldur stend- ur áfram og heimtar nýja lausn.“ Ég veit ekki til þess að nokkur ma’ðtu hafi haldið því fram að vandinn leysist að fullu með því að leggja niður landsprófið. Síð- ari staðhæfingin er algerlega út í hött. Þá bendir höfundur á hina gagnmerku tillögu Stein- dórs Steindórssonar skólameist- ara, sem birtist í Heima er bezt, 11. hefti 1967. Þessi tillaga var í þá átt að leggja landsprófið niður í núverandi formi og fela gagnfræðaskólunum að annast próf, sem veittu réttindi til menntaskólanáms. Um þessa til- lögu segir M. J.: Hér er sá vandi, sem slíku prófi fylgir, aðeins fluttur yfir á aðrar her'öar. Allt veltur á því, hvernig tij tekst unglinga til æ'ðri náms, 2) að jafna aðstöðumun xmglinga til að þreyta prófið. Á þennan hátt, segir höfundur, „mun dreifbýlis- barni gefast færi á að sanna hæfni sína með svipuðum hætti og borgarbarninu...... Aðstaðan til að afla sér réttar til æðra náms skal, eftir því sem tök eru á, vera óháð efnahag, stétt og búsetu.“ Þó að undan séu skilin hin margþættu neikvæðu áhrif, sem landsprófið hefur á kennsl- una í heild má benda á fjöl- margt, sem beinlínis gefur tM kynna að hvorugt þessara hlut- verka er leyst af hendi svo við- unandi sé. Þessi til stuðnings má drepa á eftirfarandi atriði; 1) Ákvörðun um lágmarksein- A. Utanabkomandi Próf (bein tengsl) um framkvæmd í hinu nýja formi.“ Það er athyglisvert að höf. notar orðið aðeins. Ef haft er í huga að M.J. talar hér um mál, sem hann vegna starfs síns og menntunar, mun gerþekkja, mætti ætla að hér væri um mis- sögn að ræða. Það er rétt, að með því að afnema landsprófið og fela það hlutverk skólunum sjálfum, er verkefni'ð flutt frá einum aðila til annars. Það, í sjálfu sér, þarf lítillar útskýr- ingar við. Hitt ætti einnig að vera augljóst, að með því að gera þessa mikilvægu breytingu er um leið lagður grundvöllur að margbrotnum og áhrifamikl- um afleiðingiun á alla menntun í landinu. Þessi málsmeðferð M. J. er því fyllsta máta óheppi- leg og villandi. Síðari hluti setn- ingarinnar: „Allt veltur á því, hvernig til tekst um framkvæmd í hinu nýja formi.“ Þessi stað- hæfing er einnig villandi. Hér er höf. að gera tilraun til sam- anbur'ðar á tveim ólíkum leið- um, og segir svo, að gildi hins síðara formsins fari eftir því, hvemig tekst til um framkvæmd. Hvað um framkvæmd hins fyrra formsins? Það mætti ætla að það réttlættist af forminu einu sam- an. Það virðist þó einnig stinga í stúf við röksemdina þar sem höfundur bendir á „að lands- prófið hafi mikla galla.“ Þá drepur M.J. á, að lands- prófið hafi tvíþættu hlutverki að gegna: 1) að staðfesta hæfni kunn er óraunsæ, að því leyti að hún skipar unglingunum í tvo hópa, hina hæfu og hina óhæfu. Slík skipting á ekkert skylt við veruleikann. 2) Ákvörðun um lágmarkseinkmm byggist ekki á rökréttum tengslum milli getu og vals, heldur á hugmynd um ákveðinn fjölda unglinga til há- skólanáms. Þetta kemur vel fram í þeirri staðreynd, að fjöldi stúdenta er mun lægri á tslandi en í nágrannalöndunum. Þó mun fráleitt að ætla að ís- lenzkir unglingar séu ógreindari en æska annarra þjóða. 3) Mats- aðferðir á hæfni unglinga til framhaldsnáms eru ónákvæmar að því leyti sem raunverulega skiptir má'li en smásmugulega nákvæmar að því leyti, sem sára- litlu máli skiptir. 4) Grundvöll- uriinn fyrir mati á hæfni unigl- inga til æðra náms er vafasam- ur og óraunsær. Þessu til skýr- ingar má benda á eftirfarandi þætti, sem hafa bein eða óbein áhrif á árangur nemandans sem matið grundvallast á. 1 fyrsta lagi: a) kennaramentun, b) kennslúbækur, c) kennsluaðferð- ir, d) skóli og e) heimili. I öðru lagi má nefna, a) greind og námshæfileika, b) starfsorku, c) starfsvilja, d) andlegt heil- brigði, e) líkamlegt heilbrigði, f) andlegan vaxtarhraða og g) líkamlegan vaxtarhraða. 1 þriðja lagi má svo benda á eftirfarandi þætti, a) prófið, b) framkvæmd prófsins, c) mat prófsins og d) merking einkunna. Ef þessir þættir eru athugaðir nánar kem- ur í ljós að matið á hæfni ungl- inga til æðra náms er byggt á einkar veikum grundvelli, svo veikum, að vart ver'ður talið réttlætanlegt að þjóðfélagið beiti þessum háttum til að svipta stóran hóp velgreindra unglinga þeim mannréttindum, sem eru samfara góðri framhaldsmennt- un við æðri skóla. Nú má segja, að afsaka megi þetta fyrirkomu- lag með því að benda á, að þjóð vor hafi hvorki næga skóla né nægan hóp velmenntaðra kenn- ara til að annast þetta verk. Þetta er satt, en sá sannleikur réttlætir á engan hátt, þá stefnu sem fylgt hefur verið á undan- förnum árum. M.J. bendir á, áð annað meg- inhlutverk landsprófsins sé að jafna aðstöðu unglinga til að þreyta prófið. Nú þarf engan sérfræðing til að segja oss að aðstöðumunur við hina einstöku skóla er verulegur og er hægt að benda á margt því til staf- festingar. Einnig mun flestum ljóst, að stór hópur kennara við gagnfræðaskólana er réttinda- laus, og einnig er engum blöð- um um þa’ð að fletta, að kenn- arar gagnfræðaskólímna eru mjög misgóðir og sumir þeirra alls ekki starfi sínu vaxnir. Ég þori að fullyrða að þessi mis- munur á hæfum kennurum við hina einstöku skóla hefur veru- leg áhrif á nám, og þar af leið- andi, á einkunnir nemenda um allt land. Oft er rætt um að íslenzkir nemendur hafi tiltölulega jafna aðstöðu til náms. Enda þótt þessi staðhæfing sé, í sjálfri sér, um- deilanleg er fyllsta ástæða til þess að gera sér grein fyrir þeim áhrifum, sem ólík aðstaða til náms hefur á námsgreinar og einkunnir. Samkvæmt upplýs- ingum, sem mér bárust frá Fræðslumálaskrifstofunni í júlí 1966 segir svo um farskóla og farskólanám: „Námstími farskól- anna er oftast 6 mánúðir, geta verið 5, 4 eða 3 ef börn eru fá.. . Það er mjög misjafn tími sem hvert barn nýtur kennslu“ Samkvæmt skólaskýrslu um far- skóla, skólaárið 1964—65 kemur fram að skóladagar á barn, að meðaltali, eru frá 36 til 99 skóla- dagar á ári. Samkvæmt þessum skýrslum kemur einnig fram að starfstími eins farskólahverfis var 1% mánuður. Þeir farskólar, sem störfuðu í 3 mánuði voru tíu að tölu, og þetta gerist tveimur áratugum eftir að hin miklu samhæfingarlög íslenzkra skóla- mála voru samþykkt. Matsaðferðir á hæfni unglinga takmarkaat við þær aðatæður aem þjóðfélagið hefur mótað. Hér á landi hefur ríkt stöðnun og aum- ingjadómur um stjórn fræðslu- málanna um langt skeið. Enda þótt ein og ein nefnd hafi verið skipuð af og tál er þetta allt stefnulaust fólm manna, sem eru ánægðir með lítið takmark og lágt mið. Enda þótt nú sé farið að örla á nokkrum raunhæfum athugunum á námsefni er þetta mál allt í slíkri niðurlægingu að undrum sætir. Þrátt fyrir dug- andi forstjóra hjá Ríkisútgáfu námsbóka verður námsbóka- vandamálið aldrei réttlætt, en því miður stöndum vér í þessu máli mjög illa að vígi. Allt ber þetta að sama brunni. Skólakerf- ið í heild er úrelt og árangurinn eftir þvL Kennarar vorir hafa enga aðstöðu til að kynna sér námsbækur, námsefnisrannsókn- ir eða samningu námsbóka. Af þessu leiðir að fáir kennarar leggja sig niður við samningu námsbóka, enda er slíkt í megn- ustu andstöðu vi’ð anda kerfisins og fræðslumálastjórnarinear. M. J. bendir á að efnahagur, stétt og búseta eigi, eftir hug- sjón landsprófsins, ekki að hafa áhrif á aðstöðu unglinga til þesis að afla sér réttar til æðra náms. Þessi kenning er ein af skraut- fjöðrum kerfisins, enda þótt flestir munu telja þetta til al- mennra mannréttinda. Á hinn bóginn höfum vér vanrækt aðra hlið þessa máls, sem einnig ætti að teljast til almennra mannrétt- Framhald á bls. 17

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.