Morgunblaðið - 06.11.1968, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. NOVEMBER 1968
17
leit að Vínlandi hinu góða
Það var liðið ár og kominn
timi til að leggja aftur af stað
til Lance aux Meadows og byrja
uppgröftinn. Báturinn sem við
höfðum til fararinnar hét Halt-
en. Hann var einn af björgunar
bátum hins gamla góða Colin
Archers, 47 feta langur, byggð-
ur úr eik. Það var nauðsynlegt
að hafa bát, því að jafnframt
því sem við ynnum að uppgreft-
inum yrðu farnar könnunarferð
ir með ströndum Labrador til að
vita hvort við fyndum fleiri
tóftir.
Svo einn góðan veðurdag var
Halten hífður um borð í skipið
Byklefjell, sem átti að flytja
hann og okkur yfir Atlantshaf-
ið. Við sigldum inn St. Lawr-
ence flóann þar sem miklar ís-
hellur glömpuðu í sólskininu,
upp fljótið og til Montreal. Þar
höfðum við nokkra viðdvöl með
an við undirbjuggum ferð okk-
ar. Það eru margir Norðmenn í
þessari borg og margir þeirra
voru okkur hjálplegir, ekki síst
konsúllinn Ivar Melhuus.
Svo loksins lögðum við frá
bryggjunni þar sem hópur landa
okkar stóð og veifaði. Við sigld-
um niður fljótið mikla og út í
St. Lawrence flóann aftur. Við
höfðum áætlað að fylgja norð-
urströndinni sigla gegnum sund
ið við Belle Isíe og áfram austur
til tóftanna á nyrzta hluta Ný-
fundnalands. Meðan á þeirri
ferð stæði ætluðum við að rann-
saka ströndina eins vel og við
gætum á þeim stöðum sem voru
það byggilegir að við teldum
mögulegt að víkingarnir hefðu
tekið þar land.
Einstaka vísindamenn telja að
Vínland sé á þeim slóðum. Við
vorum sex um borð. Fyrir utan
mig voru það konan mín Anna
Stína, sem átti að stjórna upp-
greftinum, skipstjórinn Paul Sör
nes, ljósmyndari og aðstoðarmað
ur sem heitir Erling Brun-
borg, matsveinninn var dr. Odd
Martens og honum til aðstoðar
cg reyndar okkur öllum var
dóttir mín Benedicte.
Það fyrsta athyglisverða sem
við sáum var hvalavaða. Það
voru Mjaldar og þeir byltu sér
og léku alls óhræddir rétt við
bátinn. Ef eskimói hefði séð þá
hefði hann fengið vatn í munn-
inn, en franskir kanadamenn
menn kæra sig ekkert um þá.
„Landið sem Guð gaf Kain“
kallaði Jaques Cartier, norður-
strönd St. Lawrenceflóans þeg-
ar hann uppgötvaði hana 1534.
Og það er ekki svo fjarri lagi,
við sáum úfið skógi klætt land
með litlu grasi eða öðrum gróðri.
Meðan við héldum lengra og
lengra austureftir var ég enn að
hugsa um hvemig víkingunum
hefði litist á landslagið, var
beitilandið nógu gott? Við stopp
uðum oft, fórum í land og könn-
uðum þau svæði sem okkur
fannst likleg. Við komum að
mörgum smáþorpum þar sem
fólkið býr svotil algerlega ein-
angrað og lífið er með sama
hætti og fyrir hundrað árum.
Prestarnir þarna virtust stjórna
fiestum hlutum og þeir tóku vin
samlega á móti okkur. Fólkið
lifði á fiskveiðum og loðdýra-
veiðum, margt kunni ekki að
skrifa. Við komum líka í Indí-
ánaþorp, (Montaignais índíána)
þar sem fólkið starði undrandi
á okkur, og það var erfitt að
komast i samband við það. En
börnin komu á móti okkur á
harðahlaupum, og þarna voru
stúlkur sem líktust fallegum villt
um dýrum.
Halten hélt áfram austur á
bóginn. Stundum hvessti og há-
ar öldur þeyttu honum sitt á
hvað, stundum var sjórinn speg-
ilsléttur, þakinn ótölulegur grúa
fugla.
En okkur varð smámsaman
ljóst að það var ólíklegt að vík-
ingum hefðu fundist þessi strönd
freistandi. Svo loksins fórum við
um sundið við Belle Isle og
stefndum austureftir að nyrzta
odda Nýfundnalands og tóftanna
við Lance aux Meadows.
Big Chief stóð á ströndinni og
tók á móti okkur, með breitt
glott á sínu sjóræningjafési. Það
er gott að vera kominn aftur á
þennan stað, þar sem landið er
svo miklu frjósamara en hrjóstr
ugar strandirnar sem við höf-
um siglt mieðfram. Hið slétta
land er fagurgrænt, við strönd-
ina stinga jarðaberjarunnar
upp kollinum, mýrin bak við
tóftirnar er hvít af blómum og
Írísíu við hjalandi ána er rétt í
þann mund að breiða úr bláum
blöðum sinum, Það eina sem er
kuldalegt við umhverfið er gríð-
arstórt ísfjall sem rekið hefur á
land milli eyjanna, eftir langa
ferð suðureftir Labradorstraumn
n.
Svo byrjuðum við uppgröft-
inn undir stjórn Önnu Stínu.
Eins og ég hef áður sagt eru
tóftirnar á landlengju um 100
metra frá flæðarmálinu. Það ar
alveg eins líklegt að við yrðum
íyrir vonbrigðum, rústirnar gætu
verið eftir Eskimóa, Indíána eða
landnema sem komu þangað eft-
ir að Cabot uppgötvaði landið
1497. Það var spennandi gröftur.
Síðari grein
Við byrjuðum á lítilli tóft sem
var næstum ferhyrnd. Eftir því
sem neðar kom urðum við spennt
ari og spenntari, við tókum
strax eftir því að þarna voru
engin steináhöld eða mulningur
frá steinvinnu, eins og er svo al-
gengt að finna í rústum eftir
Fskimóa eða Indíána. f neðsta
laginu kemur í íjós eldstæði við
vesturvegginn, hyrnt með uppi-
standandi steinhliðum. Rétt þar
hjá er gróf með trékolum, lék-
lega nokkurskonar hlóðir. Lag
af trékolum í miðju herberginu
gefur til kynna að þar hafi ver-
ið langeldur. En athyglisverðasti
fundurinn var lítið glóðarker,
rétt við langeldinn. Það var
grafið í gólfið og með hellu á
botninum og á þrjár hliðar. Þar
hafa glæðurnar líklega verið
geymdar yfir nóttina til þess að
auðveldara yrði að kveikja upp
um morguninn.
Þetta var mjög ánægjulegur ár
angur, ekki síst að finna glóðar
kerið en mörg samskonar hafa
fundist á bæjum í hinum nor-
rænu byggðum Grænlands. Á
höfðingjasetrinu í Brattahlíð þar
sem Leifur Eiríksson bjó fannst
einnig samskonar glóðarker.
Byr.junin lofaði góðu, en það
/ar mikið eftir og eins gott að
draga ekki of margar ályktan-
ir. í næstu tóft fundum við þung
an klump sem eftir öllu að
dæma hlaut að vera gjall, og
það var dálítið merkilegt.
Gjallið hlaut að vera frá járn
vinnslu. Víkingarnir voru vel að
sér í henni, en ekki Eskimóar-
nir eða Indíánarnir sem hömr-
uðu járnið kalt. En hvar var
járnvinnslan, smiðjan og hráefn
ið? Mýrarmálmur?
Það varð að sýna sig seinna.
Það var ætlunin að halda áfram
uppgreftinum stanzlaust fram á
haust en um leið áttu nokkur
okkar að sinna öðrum mikilvæg
um verkefnum. Það þurfti að
kanna strendur Labrador betur
en ég hafði gert síðastliðið ár.
Sörnes, skipstjóri brosti breitt
þegar hann heyrði að Halten
ætti aftur að kljúfa bylgjurnar.
Við héldum norðureftir, fram-
hjá Belle Isle og áfram með-
fram skoróttri ströndinni þar
sem er aragrúi eyja og þar sem
fjörður eftir fjörð skerst inn í
landið. Það er villt land þar sem
fáir búa, aðeins nokkrir fiski-
menn, loðdýraveiðimenn, Eski-
móar og Indíánar. Það er allt, að
undanskildnum nokkrum námum
lengst í vestri. Landið var nokk
uð slétt og skógi klætt. Þegar
maður sér það frá sjónum, pass-
ar lýsing sögunnar á ferð Leifs
Eiríkssonar mjög vel. Þar seg-
ir: að landið hafi verið slétt og
skógi vaxið. Þeir hafi gefið því
nafn í samræmi við það og kall-
að það Markland.
Við komum til Cartwright og
fórum nokkrar könnunarferðir
inneftir Sandwich Bay, þar sem
sumir telja að Þorfinnur karl-
efni hafi átt höfuðstöðvar. Þar
rákust við á veiðikofa þar sem
78 ára gamall unglingur bjó með
kynblendings konu. Hann átti
21 barn og þau þeyttust hróp-
andi fram og aftur umhverfis
kofann. Það var ró yfir mann-
inum í þessum fátæklega kofa
og hann virtist vera ánægðari
með lífið en flestir sem ég þekki.
Frá Cartwright sigldum við í
fimm tíma í norðurátt og þá
breytist ströndin á furðulegasta
fcátt, breið sandströnd nær alveg
veg upp að skógarjaðrinum svo
langt sem augað eygir. Frá þess
ari strönd liggur langur oddi
„Porcupine Point“ sem líkist
skipi á hvolfi. Það eru næstum
engar eyjar fyrir utan svo að
þegar vínlandsfararnir komu
siglandi suðurmeð ströndum
Labrador hafa þeir ekki komizt
Ihjá því að sjá þessa strönd
sem er minnst sextíu kílómetra
löng. Það var prófessor V. Tann
er sem hélt því fram að þetta
hlytu að vera Furðustrandir og
að öllum líkindum hefur hann á
réttu að standa. Mér finnst einn
ig líklegt að hinn langi oddi
sé „Kjalarnesið". f sögu Þor-
finns karlsefnis segir að þeir
hafi gefið ströndunum nafn og
kallað þær Furðustrandir vegna
þess hve langan tíma það tók
að sigla meðfram þeim.
Við fórum í land á oddanum
og skoðuðum okkur um kring.
Við fundum nokkrar gamlar rúst
ir en þær eru tæplega eftir nor-
iænt fólk. Við gengum eftir
ströndinni sem er vel 100 metra
breið Sandurinn er fíngerður og
öldurnar gjálfra við ströndina.
Skógurinn nær svotil niður að
flæðarmálinu og þar eru bein-
vaxin grenitré. Við rekumst á
nýleg bjarnarspor sem eru skýr
i rökum sandinum. Við fáum
íljótlega skýringu á því hvers-
vegna svona margir birnir eru
á ferli. Þetta er sá tími að loðn-
an kemur upp að landi. Sums-
staðar hefur heilum torfum skol
að á land og smásíldin er eins
og glitrandi belti eftir fjörunni.
Fyrir utan eru torfur af stór-
þorski. En fyrst þegar kvöldar
sjáum við hversu ótrúlega marg
ir birnir það eru sem hafa lagt
leið sína niður að sjónum. Við
sjáum tíu svartbirni og þeir eru
svo nærsýnir að þeir labba
stundum beint í fangið á okkur
til mikillar ánægju fyrir Brun-
borg, sem skoppar í kringum þá
og fer í kapphlaup við þá.
Við göngum á land á fleiri
stöðum og finnum nokkrar rúst-
ir en engar sem okkur þykir
líklegt að séu eftir víkingana.
Svo er haldið aftur til Lance
aux Meadows. Þegar við siglum
suðurmeð ströndum Labrador
kemur mér enn í hug hversu
eðlilegt það hefði verið fyrir
víkingana að stefna beint á Ný
fundnaland, þegar það kemur í
ljós út við sjóndeildarhringinn.
Við siglum milli Big og Little
Sacred eyja og skipstjórinn seg-
ir: Þessa leið myndu allir sjó-
menn fara.
Kunnuglegt umhverfi Lance
aux Meadows birtist og við för-
um að verða spenntir. Hvað hafa
Anna Stína og aðstoðarmenn
hennar grafið upp meðan við vor
um í burtu? Kannske eitthvað
sem staðfestir eða afsannar allt
sem ég hafði gert mér í hugar-
lund.
Þegar báturinn urgar í fjöru-
borðinu kemur hún hlaupandi
með Big Chief, og bæði eru bros
andi. Það er semsagt allt í lagi.
Hún leiðir okkur upp að tóft-
unum, norðaustur hluta þeirra,
og sýnir okkur hina miklu upp-
götvun. Þar hafði jarðvegurinn
verið svotil sléttur og við gát-
um aðeins gizkað á að þar væri
eitthvað undir.
Við augum okkar núna blasir
hálf uppgrafið hús með torf-
veggjum. Það lítur út fyrir að
vera stórt og merkilegt, og með
fleiri herbergjum. Það lítur út
fyrir að vera amk. 20 metra
langt og næstum jafn breitt. Enn
þá eru mörg leyndarmál geymd
undir grassverðinum en allt
bendir til þess að við höfum
fundið eitthvað mikilvægt. Anna
Stína stendur við uppgröftinn,
þreytuleg en ljómandi af ánægju
Síðan Helge Ingstad skrifaði
þessar greinar hefur hann far
ið margar ferðir til Lance aux
Meadows, er nú nýkominn úr
þeirri áttundu. Alls hafa verið
grafnar upp níu húsarústir og í
þeim hafa fundist margir merki
legir hlutir.
Nú síðast kom leiðangurinn
heim með mjög merkilega hring
nælu frá víkingaöld sem fannst
í langeldi í einu húsanna. Frá-
sögn um það birtist í Morgun-
blaðinu sunnudaginn 20 október
síðastliðinn.
(Þýtt og endursagt úr Aften-
posten).
- SKOLAPROF
Framhald af bls. 12
inda. Þessi hlið snýr að nemand-
anum sjálfum. Sérréttindi hins
skynsama verða ekki fremur
réttlætt en sérréttindi hins auð-
uga. í frjálsu nútímaþjó'ðfélagi er
það fyrst og fremst réttur ein-
staklingsins, að fá að þroskast á
eðlilegan hátt, án þvingunar eða
eftir boðum óréttlátra skilyrða,
sem afturhaldssömum áhrifa-
mönnum hefur tekizt að við-
halda í þjóðfélaginu.
Hér er um að ræða eitt af
þeim fyrirbærum, sem greina má
í menningu og félagsmálaþróun
allra þjóða. Stöðnun ákveðinna
þjóðfélagsforma og skilgreining
þegnanna á stö'ðu einstakra þjóð
félagshópa gerir stjórnmálamönn
um og öðrum umbótamönnum
oft erfitt um vik. Þjóðfélagsfræð
.ingar og aðrir þeir, sem vinna
að félagsfræðilegum vandamál-
um standa hér einnig illa að vígi.
Lýðræðishugsjónin, sem byggist
á ákvörðunarvaldi almennings
um vál stjórnenda, sem hafa yf-
irlýstar skoðanir um flest meg-
insjónarmið, tekur ekki svo mjög
tilllit til hinnar hugsjónalegu
mótunar, sem stefnan byggist á.
Af þessu leiðir að almenningur
á oft erfitt með að greina e’ðli
og orsakatengsl einstakra mála-
flokka. Það kemur því í hlut
þjóðfélagsfræðingsins, að benda
á hinar einstöku leiðir, skýra or-
sakir og afleiðingar og þannig
veita almenningi aðstöðu til að
meta málin án fordóma og ann-
arra handahófskenndra sjónar-
miða. Eins og ég drap á hér að
framan hafa Islendingar heils-
hugar stutt jafnréttishugsjónina
um nám, án þess að greina á
milli efnahags, stéttar eða bú-
setu. En hvað um einstaklinginn
sjálfan, þá mannkosti er hann
býr yfir, eftir a'ð þessir utanað-
komandi þættir hafa verið metn-
ir? Það er einmitt hér sem oss
ber að staldra við og athuga af-
stöðu vora. Það er sagt að matið
byggist á hæfileikum og getu
einstaklingsins. En áhrif matsins
rista mun dýpra, og meðal ann-
ars vegna þess að þjóðfélag vort
hefur alið með sér ómeðvitaða
dýrkun á „sigurvegaranum.“
Áherzla þjóðfélagsfræðinga á al-
menn mannréttindi brjóta því í
bág við þ j óðf élagshætti, sem
stuðla að sérréttindum á grund-
velli skölaprófa. Ég vil sérstak-
lega leggja áherzlu á orðið al-
menn, því flestir munu gera sér
grein fyrir hinum margbreyti-
lega aðstöðumun samfara ólíku
námi.
Matthías Jónasson segir svo
um landsprófið: „Það tundur,
sem sífellt kveikir deilur um
landsprófið, er hlutverk þess að
votta hæfni unglinga ti'l æðra
náms. Þeir úrskurði hljóta ýms-
ir að kvfða, bæði unglingarnir
sjálfir og foreldrar þeirra, enda
getur hann ekki fallið öllum í
vil. Því er von, að þetta sé við-
kvæmt mál.“ Hvers vegna er
þessi úrskurður, þrátt fyrir veik-
ar forsendur, slíkur stóri dæmur,
að unglingar og foreldrar þeirra
líta tii landsprófsins með kvíða?
Höfundur segir: „enda getur
hann ekki fallið öllum í vil.“
Auðvitað fellur hann ekki öllum
í vil, því það sem hér er verið
að gera, er í algerri andstöðu
við almenn mannréttindi. Það
er einfaldlega verið að afskrifa
stærsta hluta íslenzkrar æsku frá
því að njóta þeirra réttinda, sem
æðra nám veitir. Það er verið að
velja úr sáralítinn hóp unglinga
til þess að njóta þessara réttinda,
ef þeir þá hafa manndóm í sér
og getu til að halda áfram
námi.
Próf gefa vissulega vísbend-
ingu um hve vel nemandinn hef-
ur lært. Aftur á móti geta eink-
unnir aldrei gefið algert tilefni
til að tilgreina markalínu mil'li
hins hæfa og hins óhæfa. Til
þess liggja ótal ástæður. Auk
þess má benda á, að fjölmargir
eiginleikar, sem gæfu fyllsta til-
efni til mats koma hvergi til
álita. Eiginleikar svo sem hag-
sýni, hófsemi, stjórnsemi, skipu-
lagsgáfa, athafnasemi, fómfýsi í
starfi, baráttuvilji, samvinnu-
andi, hugkvæmni og viljastyrk-
ur koma að mjög takmörkuðu
leyti til mats. Sama má einnig
segja um eiginleika svo sem leti,
kæruleysi, þr j ósku, einstreng-
ingshátt, eigingirni, tortryggni
og skapofsa. Hér er um a'ð ræða
eiginleika, sem miklu skipta þeg
ar út i lífið kemur. Þessa eigin-
leika gefur skólafyrirkomulag
vort lítinn möguleika á að kanna
og meta.
Eins og nú er háttað eru al-
menn skólapróf notuð tii þess
að meta þekkingu og náms-
árangur einstaklingsins í einstök
um greinum, án tillits til að-
stæðna. Þrátt fyrir það geta þessi
próf verið gagnleg, og auk hins
formlega tilgangs, geta þau
stuðlað að námsárangri. Sem
endanlegur mælikvarði á hæfni
og óhæfni til ákveðins fram-
haldsnáms eru þessi próf mjög
vafasöm og jafnast á engan hátt
við ýmisskonar greindarmæling-
ar og hæfnispróf, sem nú eru
almennt notuð vfða um heim.
Utanaðkomandi próf, í beinum
tengslum við námsefni og
kennsl'u skólanna (Sjá Skýri-
mynd A) eru nú almennt tal-
in mjög óheppileg vegna hinna
fjölmörgu neikvæðu áhrifa, sem
þau hafa á kennslunna og nám-
ið sjálft. íslenzka landsprófið er
gott dæmi um þetta úrel'ta form.
Það má lagfæra hitt og annað
varðandi framkvæmd lands-
prófsins, en slíkar lagfæringar
geta aldrei haggað megintilgangi
og áhrifum prófsins, sem eru í
eðli sínu mjög neikvæð. Hannes
J. Magnússon lýsir þessum áhrif-
um vel í grein, er birtist í Heim-
ili og Skóli, árið 1965. Þar segir
höfundur á þessa leið: „Prófin
stjórna kennslunni. Þarna liggur
mesta hætta prófanna yfirleitt.
Þau eru draugur, sem hlýtur að
fylgja hverjum kennara í starfi
sínu og útiloka að verulegu
leyti allt jákvætt frumkvæ’ði í
kennslunni." En Hannes J.
Magnússon hefur einnig aðra
lýsingu á prófunum, sem er á
þessa leið: „Próf eru nauðsynleg,
jafnvel ómissandi, sem lokatak-
mark skólagöngu, sem veitir
einhver ákveðin réttindi. Það er
handhægasta aðferðin til þess
að kanna þekkingu manna, sem
eiga að taka að sér ákveðið
hlutverk í þjóðfélaginu. En fyr-
ir utan þetta eru þau óþörf, oft
beinlínis hættuleg." Þessi er hin
hagnýta hlið málsins, það er, af-
staða ríkisins til einstaklings-
irns.