Morgunblaðið - 06.11.1968, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 06.11.1968, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. NÖVEMBER 1968 3 Garðarsson, Jón Aðils og í>órunn Sigurðardóttir, sem leikur Yv- onne. Þetta er fyrsta stóra hlut verk Þórunnar, en hún hefur leikið allmörg smærri hlutverk síðan hún lauk námi úr Leik- listarskóla L.R. fyrir nokkrum árum. Önnur stór hlutverk eru í höndum þeirra Péturs Einars- sonar, Kjartans Ragnarssonar og Helgu Jónsdóttur. Helga lauk leik listarnámi sl. vor og er þetta hennar fyrsta hlutverk. Tvö leikrit eru nú í gangi hjá L.R. og nýlokið er síðustu sýningum á Heddu Gatoler og hefur aðsókn verið ágæt. Leyni- melur 13 er sýndur við prýði- legar undirtektir og Maður og kona hefur verið sýnt 16 sinnum við mjög mikla aðsókn. Þora Borg, Þorunn Sigurðardóttir og Emilía Jónasdóttir í hlut- verkum. jun ^iguiojornsson, jon aous og Mgnour Hagaun verkum. Yvonne Borgundarprins- essa frumsýnd — hjá Leikfélaginu í kvöld YVONNE Borgundarprinsessa, heitir sjónleikur eftir Whithold Gombrowicz, sem Leikfélag Reykjavíkur frumsýnir í kvöld kl. 20.30. Gombrowicz er pólskur að uppruna, en bú- settur í Frakklandi. Hann skrifaði „Yvonne Borgunda- prinsessu" fyrir um það bil þrjá- tíu árum. en síðan lá leikritið. í fórum hans í mörg ár og var ekki frumsýnt fyrr en árið 1956 og þá í Póllandi. Nokkrum árum síðar var það sýnt í París og vakti mikla athygli og síðan hefur Ieikurinn verið tekinn til sýninga í fjölda landa. „Yvonne Borgundarprinsessa" er annað af tveimur leikhúsverkum Gombro wicz, sem vakið hefur heimsat- hygli, hitt heitir „Hjónavígsla". Auk þess hefur hann ritað all- margar skáldsögur. Hann hlaut Bókmenntaverðlaun Evrópuráðs fyrir Ieikrit sín og sögur fyrir fáeinum árum. Sveinn Einarsson, leikhús- stjóri, hefur sett „Yvonne Borg- undarprinsessu" á svið, leik- mynd gerir Steinþór Sigurðsson, Magnús Jónsson, leikritahöfund- ur, þýddi verkið og Una Collins teiknaði búninga. Með stærstu hlutverkin fara Jón Sigurbjörns- son, Sigríður Hagalín, Borgar AB gefur út fjórar Ijððabækur Þar af þrjár eftir unga höfunda ÞAÐ hlýtur að teljast til nokk- urra tiðinda, að Almenna bóka- félagið sendir frá sér þessa dag- ana fjórar ljóðabækur, þar af þrjár eftir unga höfunda. For- Táðamenn félagsins skýrðu blaða mönnum frá þvi í dag, að AB ’hefði ákveðið að reyna að fara inn á þá braut að gefa bækurnar út í stærra upplagi en tíðkast iim ljóðabækur og jafnframt stefnt að þvi að stilla útgáfu- kostnaði í hóf, þó að vandað væri til bákanna eftir föngum. Ljóðabækurnar fiórar eru: TJndarlegt er að spyrja menn- ina, eftir Nínu Björk Árnadóttur. Þetta er önnur ljóðabók skáld- konunnar, sú fyrri hét Ung ljóð og kom út árið 1965 og hlaut lofsamlega dóma. Bókin er 71 bls. Réttu mér fána eftir Birgi Sígurðsson. Þetta er fyrsta ljóða- bók höfundarins, sem er um þrítugt, kennari að menntun og hefur auk þess stundað tónlistar- nám. Bókin er 62 bls. Haustmál eftir Hallberg Hall- mundsson. Þetta er einnig fyrsta bók höfundarins. Hann er 38 ára að aldri lauk stúdentsprófi frá MR og BA prófj í sögu og íslenzku frá Háskóla íslands. Hann hefur ver- ið búsettur í New York síðan Birgir Sigurðsson 1960. Hallberg hefur þýtt allmik- ið af íslenzkum Ijóðum yfir á enska tungu. Bókin er 78 bls. Mjallhvitarkistan eftir Jón úr Vör, og er hann elztur skáldanna fjögurra. Fyrsta ljóðabók Jóns Ég ber að dyrum kom út árið 1937 og alls eru ljóðabækur hans orðnar átta talsins. Mjall'hvítar- kistan hefur að geyma Ijóð, ort Hallberg Hallmundsson ALMENNA bókafélagið sendir um þessar mundir frá sér ís- lenzkt orðtakasafn, sem dr. Hall- dór Halldórsson hefur samið og búið til prentunar. Er það þriðja verkið í bókaflokknum íslenzk þjóðfræði, sem AB gefur út. Það fyrsta var Kvæði og dansleikir árið 1964, tveggja binda rit, sem Jón Marinósson Samsonarson tók saman. Næst í röðinni voru tslenzkir málshættir 1966 í sam- antekt Bjarna Vilhjálmssonar, þjóðskjalaverðar og Óskars Hall- dórssonar mag. art. íslenzkt orðtakasafn verður í tveimur bindum og kemur hið síðara út á næsta ári. í ritinu er á síðustu sex árum. Bókin er 100 ibls. að stærð. Jón úr Vör Allar eru bækurnar prentaðar ,í Odda hf og bundnar í Sveina bókbandinu. Félagsmannaverð, hverrar um sig er 135 krónur. Þá er að geta um bækur sem AB sendir frá sér á næstunni og ber fyrst að minnast á nýja út- gáfu af Fögru veröld eftir Tóm- as, .myndskreytta af Atla Má meg^nhluti íslenzkra orðtaka frá gömlum og nýjum tíma og ferill þeirra rakinn til upprunalegrar merkingar. Fyrra bindið nær yf- ir stafina A—K og er raðað eftir aðalorði hvers orðtaks. Dr. Halldór Halldórsson segir í formála m. a.: „Mjög er títt að fólk rugli saman því sem kallað er orðtak og því sem er kallað málsháttur. Þetta tvennt er þó fjarri því að vera hið sama. Ef til vill verður munurinn bezt skýrður með dæmum. Ef sagt er hóf er bezt í hverjum leik eða hver er sínum hnútum kunnugastur er um að ræða málshætti. Þetta eru full- Islenzkt orðtakasafn — komið út hjá Almenna bókafélaginu Nína Björk Árnadóttir Árnasyni. Svo vill til, að um þessar mundir eru liðin 35 ár síðan Fagra veröld kom út. Sið- an kemur bókin „1918“ eftir Gísla Jónsson, menntaskólakenn- ara og fjallar eins og titillinn .bendir til um fullveldisárið og er gefin út í tilefni fimmtíu ára ártíðar þess. Tvær bækur í Alfræðiorða- safni AB eru væntanlegar innan tíðar og jafnframt hinar síðustu. Gjafabók til þeirra félagsmanna, sem keypt hafa sex bækur og fleiri á árinu, kemur um nýár og er Skólaræður eftir Svein- björn Egilsson. gerðar setningar sem fela í sér fullyrðingu, oft meginreglu eða lífsspeki, sbr. fyrra dæmið. Máls- háttur skilst án samhengis. Orð- tak getur verið fullgerð setning og falið í sér fullyxðingu, eins og t. d. þar fór góður biti í hunds- kjaft, en þessi fullyrðing skilst ekki, nema hún sé sögð í tilteknu samhengi.“ í fréttatilkynningu Almenna bókafélagsins um ritið segir og m. a.: „íslenzkt orðtakasafn er ómissandi uppsláttarrit náms- mönnum, kennurum og öðrum, sem leita þekkingar á tungu sinni. Þá geta ekki síður ræðu- menn og rithöfundar sótt þang- að þjóðlegan orðaforða og um leið aflað orðum sínum dýpri merkingar með því að skyggnast að tjaldabaki daglegs máls.“ Bókin er 338 bls. prentuð í Prentsmiðju Jóns Helgasonar og .bundin í Félagsbókbandinu. STAkSÍEINAR Hvað hræðast þeir? Eitt helzta einkenni á lands- fundi Kommúnistaflokksins um síðustu helgi var það, að ótrú- lega margir áhrifamenn í þeim samtökum fengust ekki til að taka kosningu í trúnaðarstöður. Fyrstan í þeim hópi má nefna Lúðvík Jósepsson. Sagt er að hann hafi beðizt undan því að vera kjörinn formaður eða vara- formaður. Líklega er það nú ekki alveg rétt með farið, en hitt liggur alveg ljóst fyrir, að Lúð- vík gaf þessi embætti eftir alveg baráttulaust. Karl Guðjónsson, sem setið hefur á þingi fyrir kommúnista um langt árabil, sótti ekki landsfundinn og neit- aði að gefa kost á sér til mið- stjómarkjörs. Jónas Árnason, einn af þingmönnum kommúnista flokksins, gaf heldur ekki kost á því að vera kjörinn í miðstjórn Kommúnistaflokksins. Fyllsta ástæða er til að velta þeirri spurningu fyrir sér, hvað þessir menn hræðast. Lúðvík Jósepsson og Karl Guðjónsson eru báðir þrautreyndir stjórnmálamenn. Hvorugur þeirra er í rauninni reiðubúinn til að láta af hendi þau áhrif, sem þeim hefur tekizt að ná. Eina skýringin á tregðu þessara manna til þess að taka kjöri í trúnaðarstöður Kommún- istaflokksins er sú, að þeir hafa enga trú á þessu fyrirtæki. Þeir eru greinilega sannfærðir um, að það sem kokkað var um síðustu helgi, fái hörmulegan endi. Og þeir ætla að vera í þeirri að- stöðu að geta sagt: Þarna sjáið þið, þetta sögðum við. Tregða hjá öðrum En það voru ekki aðeins þesslr þrír þingmenn, sem voru tregir til að taka kjöri í trúnaðarstöður á vegum Kommúnistaflokksins. Sérstök áherzla var lögð á það að fá menn, sem studdu I-listann í síðustu kosningum eða háfa starfað við vikublaðið Frjálsa Þjóð til þess að taka kjöri I trún- aðarstöður svo sem miðstjórn. Sú viðleitni bar þó lítinn árang- ur. Menn eins og Svavar Sig- mundsson, Gunnar Karlsson, Sig- urður Guðgeirsson, Magnús Torfi Ólafsson og Einar Hannesson neituðu algjörlega öllum tilmæl- um um að takast á hendur ábyrgð arstörf í þágu Kommúnista- flokksins. Hins vegar lét Guðjón Jónsson hafa sig til þess og Þórir Daníelsson og Jóhann Kúld. En eftirtekjan var rýr, þótt mikU áherzla væri lögð á að fá þessa menn til samstarfs. Miðstjórnin hans Einars Hin nýja miðstjórn Kommún- istaflokksins er fyrst og fremst miðstjóm Einars Olgeirssonar. Hann hefur ekki um langan ald- ur haft miðstjórn í flokki sínum, sem verður honum jafn þægt verkfæri og þessi. Hún er bók- staflega hlaðin af handbendum og uppeldissonum Einars, þótt einn þeirra félli að vísu við mið- stjórnarkjörið. Það var Ingi R. Helgason. Einari tókst ekki að koma honum inn. Annar áhrifa- maður í Kommúnistaflokknum á einnig um sárt að binda vegna miðstjómarkjörsins og er það Guðmundur Vigfússon. Hann náði ekki kosningu — Lúðvík átti ekki að fá of marga fulltrúa inn í miðstjómina. <r < t

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.