Morgunblaðið - 20.11.1968, Side 12

Morgunblaðið - 20.11.1968, Side 12
12 MORGUN'BLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. NÓV. 1068 Útgeíandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstj ómarfulltr úi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgrei'ðsla Auglýsingar Askriftargjald kr. 130.00 í lausasölu Hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Sigurður Bjamason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsison. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. Sími 10-100. Aðalstræti 6. Sími 22-4-80. á mánuði innanlands. Kr. 8.00 eintakið. A TVINNUÖR YGGIÐ OG VERKAL ÝÐURINN YTe gna efnahagsörðugleika * okkar íslendinga hafa menn síðustu mánuði mjög óttast atvinnuleysi og raun- ar hefur bryddað á því víða um land. Ríkisstjórnin hefur lýst því yfir, að hún muni leggja allt kapp á að tryggja fulla atvinnu, og gengisbreyt- ingin, sem ákveðin var, mið- ar einmi'tt að því að kóma í veg fyrir atvinnuleysi. En forsendur þess, að geng- isbreytingin beri tilætlaðan árangur, full atvinna verði, framleiðslan aukist og þar með batni lífskjörin á ný á komandi árum, er að sjálf- sögðu sú, að ekki verði nú knúðar fram almennar kauphækkanir, sem gera mundu hin hagstæðu áhrif gengisfellingarinnar fyrir ís- lenzkt atvinnulíf að engu. Þetta skilja menn mætavel, og athyglisvert er, að forseti Alþýðusambands íslands hef- ur lýst yfir orðrétt eftirfar- andi: „Verkalýðshreyfingin gerir sér mætavel ljóst, að alhliða laimahækkanir mundu eyði- leggja áhrif gengisfellingar- innar. Hins vegar er athygilsvert, að ýmsir þeirra, sem berjast fyrir hagsmunum fastlauna- manna og hinna tekjuhærri, hafa hátt um það, að sjálf- sagt sé að brjóta efnahagsráð stafanirnar á bak aftur. Fyrir þessum mönnum vakir fyrst og fremst að knýja fram mikl ar kauphækkanir. Þeir þurfa ekki að óttast atvinnuleysi, því að þeir hafa fastar og góð ar stöður, og þeir vilja ekki sætta sig við að atvinnuörygg ið sé látið sitja í fyrirrúmi; það varðar þá ekki um. En fyrir verkamenn og aðra þá, sem ekki eru ríkis- starfsmenn eða hafa á annan hátt örugga atvinnu, hvað sem á dynur, skiptir auðvitað meginmáli að tryggja atvinnu öryggið. Launahækkanir, sem hindra mundu fullan rekstur atvinnulífsins, eru ekki kjarabætur, heldur kjaraskerðing fyrir fjölda þeirra manna, sem verða að hafa fulla atvinnu — og helzt nokkra aukavinnu — til að geta sæmilega séð sér og sín- um farborða. Baráttan stendur þess vegna um það nú, hvort efna- hagsaðgerðirnar muni takast og full atvinna verði í land- inu, eða hvort ævintýramönn um tekst að brjóta hin hag- stæðu áhrif efnahagsaðgerð- anna niður, knýja fram al- mennar kauphækkanir, sem engum yrði til góðs, ' en mundu hins vegar hindra þá atvinnuuppbyggingu, sem er lífsnauðsyn verkalýð og þeim, sem við lakari kjörin búa. Ríkisstjórnin hefur lýst því yfir, að hún sé fús til sam- starfs við verkalýðshreyfing- una um ýrnsar hliðarráðstaf- anir til að auðvelda hinum lægst launuðu lífsbaráttuna nú á tímum mikilla erfið- leika. Ef allir snúa bökum saman um lausn þess vanda, er vafalaust, að fram úr hon- um er unnt að ráða. Ragnar Jónsson orðar þetta svo í grein í Morgunblaðinu í gær: „Á fslandi er engin ástæða til að kvíða framtíðinni. Við þurfum aðeins að taka hönd- um saman, eins og við höfum gert oft áður, koma öll með tölu. Strika sjálf yfir nokkur gífuryrði frá í fyrra og hittið- fyrra, og áður en annarlegar hjálparsveitir spara okkur ómakið. Við verðum að læra af raunarlegu fáhni okkar á velgengnisárunum. Og okkur vantar kannski efcki endilega ný stjómmálasamítök, en að minnsta kosti ríflegt magn af nýju æskublóði í þau, sem fyrir eru. En í þetta sinn held ég ekki að neinn megi skerast úr leik“. Þessi orð þyrftu allir að hugleiða. HLUTVERK NATO argir þeirra, sem hér á landi voru andvígir Atl- antshafsbandalaginu framan af starfstíma þessara varnar- samtaka, hafa nú lýst yfir fullum stuðningi við þau og gera sér grein fyrir því, að það er einmitt NATO, sem komið hefur í veg fyrir yfir- gang kommúnismans og tryggt frið í Evrópu. Meðal þeirra manna, sem einna harðast börðust gegn aðild íslands að Atlantshafs- bandalaginu, var Hannibal Valdimarsson. Hann hefur nú, eins og svo margir aðrir, gert sér grein fyrir hinu veiga mikla hlutverki Atlantshafs- bandalagsins, sem er hvorki meira né minna en það, að bandalagið hefur tryggt frelsi okkar og annarra vestrænna þjóða. Á fundi með stúdentum hef ur Hannibal Valdimarsson Fær Pétain uppre isn æru? Blóm frá de Gaulle á leiði hetjunnar frá Verdun, sem seinna gekk til liðs við Þjóðverja LAUST fyrir bl. 10 f.h. ó vopna- hlésdeginuim 11. nóvember lenti þyrla í Pont-Joinville, eina bæn- «n á Mtilli eyju, Ile d’Yeu, við Frabklandsstrendur. Með þyrl- unni ikom Jean Reiller, lögreglu- stjóri Garonne-'héraðs, sérstakur fuilltrúi Oharles de Gaulles, for- seta. Þyrlan kom einnig með stóran blómsveig með borða í frönsku fánalitunum. Á honum stóð: „Frá forseta fransika lýð- veldisins". Reiller lagði blómsveiginn við hvítan legstein í kirkjuigarðinum í þorpinu. Sex foringjar úr her- lögregluinni og sjö háttsettir em- bættismenn stóðu heiðursvörð. Sálmurinn „Aux Morts“ var sung inn og hins fallna var minnzt með einnar mínútu þögn. Philippe Pétain, marskálkur, sem þarna var minnzt, var aðeins einn hinna átta marskálka Frakk lands úr fyrri heimsstyrjöldinni, sem heiðraðir voru á svipaðan hátt, en de Gaulle hershöfðingja bar engin skylda til að minnast hetjunnar, sem bjargaði Verndun en seinna gdkk til samvinnu við Þjóðverja og veitti forstöðu rík- isstjórn, sem dæmdi de Gaulle til dauða. Þetta er í fyrsta sinn, sem de Gaulle hefur sýnt honum þetta drengskaparbragð. SUMIR REIDDUST Raunar reiddust þessu margir. ,,Smánarlegt“, hrópaði hægri- sinnaleiðtoginn Jean-Louis Tixi- er-Viignaneourt á fundi með flokki sínum í Lýðveldisbanda- laginu. Hann sagði, að de Gaulle hefði lagt blómsveig að „minnis- varða fanga“. Þrátt fyrir þessi ofsafengnu viðbrögð spá því flastir, að at- höfnin sé undanfari þess, sem margir 'hafa lengi búizt við: að de Gaulle hafi loksins ákveðið að veita samþykki sitt til þess að iík marskálksins verði jarðsett í Douauimiont-ikirkjugarði, skammt frá Verndun eins og hann fór fram á í erfðaskrá sinni. f áhrifamikilli vopnahlésræðu bar de Gaulle hershöfðingi mikið lof á hetjuna frá Verdun, en það var ekkert nýtt. Fyrir tveim- ur árum, á fknmtíu ára afmæli orrustunnar um Verdun, flutti de Gaulle svipaða lofgerð um fyrrverandi læriföður sinn. En lofið var alltaf vandlega ein- skorðað við hermanninn Pétain marskák, en aftur á móti var Pétain marskálkur, foringi Viohy stjórnarinnar á árum seinni heimsstyrjaldarinnar, hrakyrtur. Þá sagði de Gaulle, að elliglöp Pétains marslkálks gætu ekki máð burtu frægðarljóma hetj- unnar frá Verdun, þvi að sá ljómi væri óumdeilanlegur og hann væri ekki hægt að mis- skilja. ÞRJÁR ÁSTÆÐUR Til þess iiggja einkum þrjár ástæður, að tailið er að de Gaulle sé nú þess loksins albúinn að veita Pétain uppreisn æru.: al- menn rtáðun andstæðinga hans í Alsírstríðinui, 50 ára afmæli enda loka fyrri heimsstyrjaldarinnar oig sú staðreynd, að de Gaulle er það þvert um geð að láta því verki ólokið, að endurreisa mann, sem eitt sinn stóð honum afar nærri. Hlutverki hans í sögu Frakklands er senn lokið, hann gefur að öllum líkindum ekki aftur bost á sér í forsetaembættið þegar yfirstandandi kjörtímabili lýkur og hann vill ógjarnan láta eftirmönnum sínum það eftir að gera það sem stendur honum sjálfum næst. Leiðir Pétains og de Gaulle lágu oft saman. Marsbálkurinn var yfirmaður herdeildarinnar, er de Gaulle barðist með árið 1914, þegar fyrri heimsstyrjöldin brauzt út. Eftir heimsstyrjöldina skírði de Gaulle son sinn Philippe í höfuðið á Pétain, sem þá naut enn mikillar virðingar. Árið 1925 skipaði Pétain hann aðstoðarforingja sinn í yfirherráðinu þótt hann væri gersamlega óþekktur. Tveimur áruim siðar kynnti hann de Gaulle höfuðsmann í fyrir- lestrarsal í herskóla með þessum orðum: „Herar mínir, hlustið á de Gaulle höfuðsmann. Hlustið á hann af at'hygli, því að sá dagur kemur þegar þakblátir Frakkar kalla á hann.“ HRÖRNUN FRAKKLANDS En eins og de Gaulle komst að orði í ræðu þeirri er hann hélt á 50 ára afmæli vopnahlésins, varð „ihrörnun11 Frakklands gagn vart leifturstyrjöld nazista til þess að leiðir þeirra skildu fyrir fullt og allt. Pétain hélt kyrru fyrir og myndaði stjórnina í Vichy.en þannig segja verjendur hans að hann hafi bjargað Frakk lamdi frá útrýmingu. De Gaulle flúði úr landi, kom á fót hersveit- um frjálsra Frakka og lifði það að hetjan frá Verdun dæmdi hann til dauða. Eftir styrjöldina var það Pétain sem dæmdur var til dauða fyrir landráð. De Gaulle hers- höfðingi, sem þá var leiðtogi bráðabirgðastjórnarinnar, breytti dæminum í ævilangt fangelsi og manskálkurinn gamli var fluttur til Ile d’Yeu. Þar andaðist Pétain 1951, 95 ára að aldri. Fyrir fjórum árum, 8. október 1964, var erfðaskrá Pétains mar- skálks birt. Efðaskráin var dag- sett 18. apríl 1938, þegar hann var ennþá hetja: „Æðsta ósk mín er sú að verða grafinn í þjóðangrafreitnum í Douauimont, eða í nágrenni hans, Framhald á bls. 14 Franskir hermenn klæddir bláum einkennisbúningum og búnir rifflum með löngum bys sustingjum úr heimsstyrjöldinni fyrri við hersýningu á vopnahlésdeginum 11. nóvember. De Gaulle heilsar að hermannasið. lýst því yfir, að hann mundi andvígur því, að íslendingar segðu sig úr Atlantshafs- bandalaginu, og hann benti á, að innrás Yarsjárbandalags ríkjanna í Tékkóslóvakíu hefði sannfært marga um, að full ástæða væri til að vera á verði. Vissulega var það mikil gæfa, að íslendingar skyldu marka sér heilbrigða utanrík- ismálastefnu með þátttöku í samstarfi vestrænna þjóða. Þetta skilur nú allur þorri ís- lenzku þjóðarinnar. En auð- vitað munu kommúnistar héðan í fram eins og hingað til berjast gegn Atlantshafs- bandalaginu, vegna þess að þeir vilja, að herstyrkur Rússa nægi til þess að undir- oka eina þjóðina af annarri, og hámarki mundi gleði þeirra þá, þegar ísland yrði undirokað af heimskommún- ismanum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.