Morgunblaðið - 23.11.1968, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.11.1968, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐEÐ, LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER 1968 Gestir við opnun sýningarinnar i gær taldir frá vinstri: Jónas Hallgrímsson, varaforseti Félags frímerkjasafnara, Reykjavik, Styrmir Gunnarsson, formaður Æs'kulýðsráðs Reykjavíkurborgar, Gylfi Þ. Gislason, menntamálaráSherra, Jónas B. Jónsson, fræðslustjóri, Gunnlaugur Briem, póst- •og símamálastjóri. Geir Hallgrímsson, borgarstjóri, kona hans Prna Finnsdóttir og Ingólfur Jóns- son, póst- og símamálastjóri. — Ljósm. Ól. K. M. „DIJEX" - '68 frímerkja- sýning opnuð í gærdag Sæsímastrengir slitnir til Ameríku og Evrópu Notast við radiosamband „DIJEX — 68“ heitir íslenzk- þýzk frímerkjasýning, sem opn- uS var í sýningarsal í kjallara aS Frikirkjuvegi 11 í gær. Sýna þar þýzkir og íslenzkir ungling- ar frímerkjasöfn sín i 31 sýning- arkassa. Vemdari sýningarinnar er Geir Hallgrimsson, borgar- stjóri, en til hennar er stofnað af Landssambandi isl. frimerkja- safnara. 1. landsþing LlF var jafnframt sett í gærkvöldi. Sigurður H. Þorsteinsson, for- seti Landssambands íslenzkra frímerkjasafnara bauð gesti vel- komna við opnun sýningarinnar VÍN 22. nóv. (AP). — Lokið er i Vín tveggja daga ráðherrafundi Fríverzlunarsambandsins, EFTA, og hefur næsti ráðherrafundur verið boðaður í Genf í byrjun maí. Á lokafundj ráðherranna í dag var nokkuð rætt um innflutning til Bretlands á frystum fiskflök- um frá Noregi, Danmörku og Sviþjóð, en innflutningur þessi hefur valdið nokkrum deilum milli aðildarríkjanna. Kom í Ijós að Bretar eru ekki reiðubúnir til að afnema með öllu nýálagð- an innflutningstóll á frystum fisk ,og vilja að fulltrúar Norð- urlandanna briggja athugi mögu- leika á að innflutningurinn til Bretlands verði takmarkaður. KSre Willoch viðskiptamála- ráðherra Noregs sagði við frétta- menn í Vín i dag að loknum fimm klukkustunda viðræðum, að afstaða Breta virtist nú ó- sveigjanlegri en í viðræðunum í gær, og virtust þeir einblína á takmörkun innflutnings. Áður hafði Anthony Crosland, viðskiptamálaráðherra Bretlands lagt til á fundinum að Norður- í gær. Hann gat þess að Deutsche Philatelisten Jugend hefði sýnt mikinn áhuga á þátttöku í sýn- ingunni, en að auki sýnir póst- stj. Sam. þjóðanma frímerkjasafn sitt á sýningunmi. Töf varð þó á sendingu safnsins og verður það eigi komið upp á sýningunni fyrr en á þriðjudag, en sýningin stendur til 29. nóvember. Sér- stakt pósthús er starfrækt á sýn- ingunni og er þar notaður sér- stakur stimpill og að auki eru opnir þrír sölubásar frímerkja- verzlana í Reykjavík. Á sýnimg- löndin þrjú tækju sig saman um að takmarka sjálf innflutninginn á frystum fiskflökum til Bret- lands, því ef brezki fiskiðnaður- inn nyti ekki verndar, lenti hann í gífurlegum efnahagserfiðleik- um. Willoch sagði að ákvörðun Breta um að verða ekki strax við tilmælum Norðurlandanna um að afnema innflutningstoll- inn hefði valdið miklum von- brigðum og væri mjög skaðleg hagsmunum Norðmanna, Svía og Dana. Boðað hefur verið til sérstaks fundar fulltrúa Norðurlandanna þriggja og Bretlands í Genf í febrúar, og verða tollamálin þar til umræðu. Fundarstjóri verður Sir John Coulson framkvæmda- stjórf EFTA. Áður en ráðherrafundinum var slitið lýsti ráðherrafundurinn á- nægju sinni yfir umsókn íslands um aðild að EFTA, og vísaði um- sókninni til fastaráðs samtak- anna í Genf „til undirbúings og samningaviðræðna", eins og kom izt er að orði. unni sýnir og Guðbjartur Óla- son safn sitt af íslenzkum frí- Framhald á bls. 27 EINS og skýrt var frá í Mbl. í gær lýsti Björn Jónsson yfir því, við atkvæðagreiðslu um vantraust á ríkisstjórnina á Alþingi í fyrrakvöld, að um eins árs skeið hefði þremur þingmönnum Alþbl. verið varnað máls í útvarpsumræð- um og jafnframt lét Björn Jónsson í það skína að þessir þingmenn mundu stofna nýj- an þingflokk og bjóða fram við næstu alþingiskosningar. í gær birti Lúðvík Jósepsson, formaður þingflokks Alþbl. sérstaka yfirlýsingu, þar sem hann segir, að Björn Jónsson hafi fengið að taka þátt í út- varpsumræðum á vegum Alþbl. hvenær sem hann hafi óskað þess og að hann ásamt Hannibal Valdimarssyni hafi alltaf verið boðaður á þing- flokksfundi Alþhl., enda sé ekki vitað, að þeir hafi sagt sig úr þingflokknum. Mbl. bar þessa yfirlýsingu Lúðvíks Jósepssonar undir Björn Jónsson í gær og sagði hann að Lúðvík Jósepsson skyldi greinilega ekki orsaka- samhengi hlutanna. Lúðvík hafi aldrei eftir síðustu kosn- ingar boðið sér þátttöku í út- varpsumræðum á vegum Alþbl. og þeir Hannibal Valdi STÚDENTAFÉLAG Reykjavíkur efnir til fullveldisfagnaðar í Súlnasal Hótel Sögu laugardag- inn 30. nóv. n.k. í tilefni af því, að 50 ár eru liðin frá þ’ví ís- lenzka þjóðin fékk fullveldi. Stúdentafélagið hyggst Vcinda cel til fullveldisfagnaðarins á þessum tímamótum. Hefst fagnaðurinn kl. 19.30 með borðhaldi. Þegar fullveldisdagurinn, 1. desember, rennur upp á mfð- nætti, flytur dr. Bjarni Bene- SAMBANDSLAUST er nú um sæsímastrengina bæði til Amer- íku og Evrópu, og verður að notast við loftskeytasamband. Fyrir 10 dögum slitnaði streng- urinn Icecan milli Grænlands og Kanada. Síðan slitnaði strengur- inn líka á leiðinni milli Græn- lands og íslands. Eftir það fór allt símasamband vestur um Skotlandsstrenginn, eins og svo oft áður. En þar sem einnig var slitinn strengurinn frá Skotlandi vestur fóru símtöl fram um gervihnöttinn HS 303 frá Eng- landi og vestur yfir Atlantshaf. Nú í gær slitnaði svo strengur- inn milli Skotlands og íslands. Er ekki vitað hvenær hægt verð- ■ur að gera við þessa slitnu strengi. marsson ekki talið samræmi í gerðnm sínum að fara hón- arveg um þetta mál að meiri- hluta þingflokks, sem hefði gert þeim óvært að starfa þar. | MIKIL aurbleyta er nú komin í vegi víða um land og hefur Vegagerðin orðið að grípa til þungatakmarkana, og sums stað- ar er ekki fært nema jeppum. Bráðabirgðaviðgerðum fyrir vet- urinn á vegum fyrir austan vegna skemmdanna um daginn er þó víðast að Ijúka. Mbl. fékk þær upplýsingar í gær hjá Vegagerðinni, að 1 ná- grenni Reykjavikur væri víða aurbleyta. Grafningsvegur er að- eins fær jeppum, ísólfsskálaveg- ur erfiður litlum bílum og Dragavegur og Hestháls aðeins færir jeppum, og Uxahryggir og aðrir slíkir vegir ófærir. Á Vestfjörðum hefur orðið að setja takmarkanir á vegi í Barða. strandasýslu vegna aurbleytu, allt niður í 5 tonna öxulþunga. Og Hjallaháls er nánast ófær nema jeppum. Á Norðausturlandi er aðeins leyfður 5 tonna öxulþungi milli diktsson, forsætisráðherra, minni fullveldisins. Ennfremur mxmu félagar úr Lúðrasveit Reykjavík ur þá koma til fagnaðarins og þeyta lúðra sína. Gísli Jónsson, menntaskóla- kennari á Akureyri, flytux ræðu í fagnaðinum, en um þessar mundir er að koma út hjá Al- menna bókafélaginu bók eftir hann um árið 1918, sérstaklega þó um sambandslagasamningiinn og aðdragann að honum. Þá syngur Jón Sigurbjörnsson Mbl. spurði Stefán Arndal í loftskeytastöðinni í Gufunesi hvernig þeir færu að. Hann sagði, að loftskeytastöðin væri undir það búin að þetta geti gerzt og hafi til vara radíótæki, sem prófað sé vikulega. Ef radíó- skilyrði eru eðlileg, þá sé með því hægt að hafa eðlilegt sam- band fyrir flugþjónustuna. Var sambandjð ágætt í gær. Þetta veldur aðallega töfum á talsamböndum til útlanda fyrir almenning, því þau þurfa að fara með radíósambandi, en ekki er tiltæk nema ein rás fyrir öll samtölin. Einnig fyrir ritsíma- þjónustu og telexþjónustu, en í gær hljóp varnarliðið undir ’bagga með fjarritaþjónustu. Hér fer á eftir orðrétt yfir- lýsing Björns Jónssonar við atkvæðagreiðsluna á Alþingi í fyrrakvöld, yfirlýsing Lúð- víks Jósepssonar, sem birt var í gær og viðtal Mbl. við Björn Jónsson: Yfirlýsing Björns Jónssonar á Alþingi: Eg vona, að það verði ekki tal ið til þingspjalla, þótt ég geri Framhald á bls. 27 Þórshafnar og Vopnafjarðar, og aðeins leyfður jeppaakstur um Sandvíkurheiði. Töluverðar tak- markanir eru líka á Austurlands- vegum, 7 tonna öxulþungi á Út- héraðsvegi, Austurvegi um Velli, Upphéraðsvegi frá vegamótum hjá Úlfsstöðum og að Hrafnkels- stöðum og einnig um Suður- fjarðaveg. Á Fjarðarheiði hefur aðeins verið leyfður 5 tonna öx- ulþungi. Þá er leyfður 7 tonna öxulþungi á Austurlandsvegi um Hróarstungu, Breiðdalsheiði og á Norðfjarðarvegi um Oddsskarð. Unnið er við að fylla að brúnni í Norðfirði, þar sem skemmdirn- ar urðu í vatnavöxtunum um daginn og mun því verki vera að ljúka. Ástand vega er orðið nokkuð gott á syðri hluta Aust- fjarðavega. Vegir eru orðnir sæmilega færir sunnan Djúpa- vogs og fyrir Berufjörð, en ekki er hægt að gera endanlega við einsöng, og fluttur verður gam- anþáttur. Hljómsveit Ragneuns Bjama- sonar leikur fyrir dansi til kl. 2 eftir miðnætti. Forsala aðgöngumiða verður í anddyri Súlnasals Hótel Sögu í dag, laugardag, kl. 3—4, og verða þá jafnframt tekin frá bohð. Aðgöngumiðasala fyrir fé- laga, sem þegar hafa greitt ár- gjöld sín, verður kl. 2.30—3. (Frá Stúdentafél. Reykjavíkur). ‘Starfsfólk póstþjónustunnar í pó sthúsinu, sem opið er á sýning- unni. Fisktollurlnn brezki — veldur enn deilum í EFTA Lúðvík Jósepsson hefur aldrei boðið fram þátttöku í útvarpsumrœðum segir Björn Jónsson um yfirlýsingu Lúðvíks vegina fyrr en í vor. 50 círa fullveldisffagnaður Stúdentafélagsins 30. nóv. Aurbleyta takmarkar umferð víða um vegi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.