Morgunblaðið - 23.11.1968, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 23.11.1968, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER 1S68 7 FÉB hjálpoði 1300 bílum igaþ'ónustnbíll frá FTB dregur bilaðan bíl að geymslu- stnð félagS'ns. Hér á dögHnum varð okkur reikað á förnum vegi upp að Eiríksgötu en þar í nýju Bind- indishöllinni er FÍB, — Félag ístenzkra bifreiðaeigenda til húsa. Við hittum þar að máli skrif- stofustjóra félagsins, Hrólf Hall dórsson, þar sem hann sat önn- um kafinn við að leysa úr vanda málum bifreiðaeigenda. „Góðan daginn, Hrólfur. Við viljum fraeðast um, hvernig vegaþjónusta FÍB gekk á síðast liðnu sumri. Vegaþjón- ustan er mikið rómuð og sjálf- sagt vilja margir vita, hvað þetta er víðtækt starf, sem þið vinnið á þessu sviði“. „Það er nú að vísu ekki lang ur tími, sem vegaþjónusta okk- ar starfar," svarar Hrólfur en það er auðvitað aðallega á sumr in enda er þá þörfin mest. Segja má, að hún væri um þriggja mánaða skeið, eða 12 helgar. Við byrjum um Hvíta- sunnu og endum í september. Fjölmargar viðgerðabifreiðar eru þá á vegum landsins, og með samvinnu við útvarpið og lögreglu, geta bílaeigendur allt- af vitað, hvar vegaþjónustubíl arnir eru staðsettir. Við höfum fengið margt þakklætið frá fé- lagsmönnum fyrir þessa þjón- ustu“. „Hvað hjálpið þið mörgum bílum á sumri, Hrólfur?" .Endanlega liggja ekki fyrir tölur fyrir s.l. sumar en ég myndi segja, að vegaþjónusta FÍB liðsinnti 12—1300 bílum yf- ir sumarið.“ „Hvað eiga menn að gera, þegar skyndilega frystir, og bíl ar þeirra neita vendingu fara ekki í gang?“ ,FÍB hefur samið við Sendi- bílastöðina h.f. að taka að sér að draga bíla í gang fyrir fast verð innan Reykjavíkursvæðis- ins. Það kostar 90 krónur að gera slíkt. Síminn er 24116. Þetta þykir þægilegt, þegar frost fer um jörð'*. „Heyrðu, Hrólfur er krana- þjónusta Félags íslenzkra bif- reiðaeigenda ekki eitt nauð- synjamálið til!“ „Víst má segja það,“ svarar Hrólfur. .Kranaþjónustan svar ar allan sólarhringinn í síma 33614. Þessi þjónusta beinist að allega að því að flytja bíla af árekstrarstað, en venjulega eru þá bílarnir óökufærir, bremsur úr lagi færðar og fleira, og þuffa bílarnir oftast beint á verkstæði. Það heyrir samt til tíðinda, þegar FÍB tekur að sér bll, sem þannig er ástatt um, þá er hann færður til læstrar geymslu, þannig, að ekkert glat ist sem í honum var. Reynsla okkar af þessari þjón ustu er góð, og starfsemin fer vaxandi." „Segðu mér Hrólfur, er ekki sjáanlegt að bíleigendur flykk ist í FÍB?“ ,Jú, við höfum yfir engú að kvarta. Bíleigendur hljóta að sjá hag sinn I því að vera með- limir í FÍB. Sumir spyrja: Hvað hef ég fengið í staðinn"? Því er fljótsvarað. Þeir fá lækkuð trygg ingagjöld, niðurfelld útvarps- gjöld í 'fiifreiðum, sem nú er á döfinni, þeir fá afslátt á vega þjónustu, sjálfsskoðun Ijósastill ingu og skoðunarstöð FÍB Allt þetta gerir árgjald FÍB að hlægilega litlum hluta, við það, sem félagið sparar félags- mönnum." „Hvernig er viðhorfið til fram tíðarinnar í dag, Hrólfur"? ,Það er eindregin stefna okk ar að vinna sýknt og heilagt meir fyrir hagsmuni íslenzkra bíleigenda og þeir munu áreið anlega sjá, áður en líkur, að það er happadrýgst að gerast meðlimir í FÍB.“ Og með það köstuðum við kveðju á Hrólf, vonum seinna, því að hann er upptekinn mað- ur, sem hefur í mörgu að snú- ast. — Fr.S. Á FÖRNUM VECI Hrólfur Halldórsson, skrifstofustjóri. 2ja herb. íbúð til leigu Jean Perrel drengjaúr til nk. vors. Tilboð sendist afgr. Mbl. fyrir mánudags- kvöld, merkt: „Hlíðar — 6729“. með svartri nælonól tapað- ist í Sundlauginni i Laugar dalnum. Finnandi láti vita í síma 32315. Eldliúsinnr. Hlaðrúm Til sölu Til sölu nýleg, notuð eld- húsinnrétting ásamt elda- vél. Hlaðrúm (kojur) til sölu á sama stað. Uppl. í síma 81751. miðstöðvarketill, amerisk- ur 3—4 ferm. ásamt brenn- ara, spíraldunk og dælu með öllu tilheyrandi. Uppl. í síma 34705. Athugið 25 ára stúlka Vil kaupa Ötinn rennibekk minnst 80 mm milli odda. Uppl. í síma 98-2132. óskar eftir vinnu, hefur stúdents- og kennaramennt un. Sími 32760 eftir kL 5. Viðarklæðning Það styttist óðum til jóla um 15 ferim. til sölu. Upplýsinigar í síma 32092. Þér fáið myndirnar inn- rammaðar að Hjallavegi 1. BEZT að auglýsa í Morgunblaðinu íbúð óskast 2ja—3ja herb. ibúð óskast í HafnarfirðL Uppl. í síma 14S42. Kvenskdtaíélag Reykjavíkur heldur sinn vinsæla basar sunnudaginn 24. nóv. kl. 2.30 í Iðnsikólanuim, niðri, gengið inn fná Vitastíg. Þar verða á boðstólum fallegir, ódýrir munir til jólagjafa. Jóla- sveinar selja börnunum lukkupöka. Einnig verður selt kaffi með heimaibökuðum kölkum ó l'águ verði. Basarnefndin. Næstkomandi laugardag þ. 23. nóvember verður næsti hádegisverðarfundur Sölumannadeildarinnar í Tjarn- arbúð, niðri og hcfst kl. 12,30 stundvíslega. 65 ára er í dag 23. nóv. Sigurður Eiríksson, vélstjóri, Rruniniatig 4 Hafnarfirði. Kona 'hians, frú Jenný Ágústedóttir, vairð 60 ára 24. sept. el. Þiau hjóniln taka ó mótii gestum í félagssal iðnaðairmainina í Hafnarfirði að Liinnetegtig 3, III 00 ára er í dag Gunnar Sigmunds son, prentsmiðjustjóri, Brimhólma- braut 24, Vestmannaeyjum. Hann er að heiman í dag. f dag verða gefin saman í hjóna- band í Laugarneskirkju af séra Garðari Þorsteinssyni ungfrú Hrafn hildur Kristjánsdóttir og Þórður Þorgrímsson. Heimili ungu hjón- anna verður að Grænuhlíð 15. í dag verða gefin saman í hjóna band í Fríkirkjunni Hafnarfirði af séra Kristni Stófánssyni, ungfrú Anna Kr. Þórðardóttir Hringbraut 72 Hafnarf. og Þórarinn Jónsson stud. jur. Hávallagötu 13. Heimili þeirra verður að Hávallagötu 13. f dag verða gefln daman í hjóna band af séra Frank M. Halldórs- synl 1 Neskirkju frk Jóhanna Har- hæð, eftir kl. 4 í dag. aldsdóttir kennari Tunguveg 60 og Gunnlaugur Valtýsson bifreiða- ! stjóri Geirmundarstöðum Skaga- i firði. Heimil þeirra er að Hjarðar- , raga 56. Nýlega opinberuðu trúlofun sína | ungfrú Þórey Magnúsdóttir Rauða 1 læk 71. og Sverrir Helgason Greni ! mel 22. FRÉTTIR Kristniboðsfélagið í Keflavík heldur basar og kaffisölu f Tjarnarlundi sunnudaginn 24. nóv- ember til ágóða fyrir kristniboð- ið. Hefst með . samkomu kl. 2.30 Söngur og hljóðfærasláttur. Styðj- ið gott málefni. Allir velkomnir. Kristniboðsfélagið í Keflavík. Kvenfélag Neskirkju Aðalfundur félagsins verður haldinn þriðjudaginn 26. nóv. kl. ! 8.30 i Félagsheimilinu. Skemmtiat- riði. Afmæliskaffi. Sálarrannsóknarfélagið í Hafnar- firði Enski miðillinn Mrs. Kathleen St. George, heldur nokkra fundi fyrir félaga i Sálarrannsóknafélag- inu í Hafnarfirði, þriðjudaginn 26. þ.m. Þátttaka tilkynnist I síma 50083 fyrir laugardagskvöld 23. nóv Konur í Styrktarfélagi vangefinna. Basar og kaffisala verður 8. des. í Tjarnarbúð. Vinsamlegast skilið basarmunum sem fyrst á skrifstofu félagsins, Laugavegi 11 Sjálfstæðiskvennafélagið EDDA, Kópavogi, heldur námskeið í tau- prenti. Félagskonur athugið. Ekk- ert kennslugjald. Mörg önnur nám skeið verða síðar í vetur. Sími: 41286 og 40159. Kvenfélag Kópavogs heldur basar í Félagsheimilinu laugardaginn 30. nóv. kl. 3. Félags- konur og aðrir velunnarar félags- ins geri svo vel að koma munum til Rannveigar, Holtagerði 4, Helgu Kastalagerði 5, Guðrúnar, Þinghóls braut 30, Arndísar Nýbýlavegi 18, Hönnu Möttu, Lindarbarði 5 eða Líneyjar Digranesvegi 78, eða hringi í síma 40085 og verða þá munirnir sóttir. Basar Sjálfsbjargar verður í Lindarbæ sunnud. 8. des, 1. 2. Velunnarar félagsins eru beðn- ir að koma basarmunum á skrifstof una eða hringja í síma 33768 (Guð rún). Kvenfélag Hallgrímskirkju hefur hafið fótaaðgerðir fyrir aldr- að fólk í Félagsheimili kirkjunn- ar alla miðvikudaga kl. 9-12. Síma- pantanir í síma 12924. Kristniboðsvikan Á samkomunni í kvöld, sem hefst I húsi KFUM og K við Amt- mannsstig kl. 8.30 Verður rædd fjárhagsáætlunin 1969 Ástríður Sig ursteindórsdóttir flytur hugleið ingu. Æskulýðskórinn syngur. All- ir eru velkomnir. Gestur og ræðumaður á fundinum verður Björn Bald- ursson, deildarstjóri hjá K.E.A. og mun hann ræða um „Sölumenn og viðskipti þeirra við inn- kaupstjóra“. Félagar eru eindregið hvattir til að mæta og taka með sér gestL STJÓRNIN. VERZLUIVI - lÍTTLUTIIiGUR í ráði er að setja á stofn verzlun, er selji handunnár íslenzkar vörur og listrænan iðnaðarvarning. Ráða þarf mann (karl eða konu) til að standa fyrir verzluninni og jafnframt til að gera innkaup á sams konar vörum til útflutnings (nokkrar markaðsrannsóknir hafa þegar farið fram erlendis). Ráðvendni, dugnaður og frumkvæði í starfi eru nauðsynlegir kostir. Einnig enskukunnátta og helzt nokkur reynsla af verzlunarstörfum. Umsækjendur eru beðnir að gera nokkra grein fyrir sér (svo sem varðandi menntun og fyrri störf og senda umsóknir, sem farið verður með sem trúnaðarmál, til Mbl. fyrir 3. des. merktar: „Góð kjör — XXX — 6607“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.