Morgunblaðið - 23.11.1968, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 23.11.1968, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER 1968 NÚ er eitt ár liðið síðan gengi sterlingspundsins var fell't, en það skapaði á sínum tíma mikinn glundroða í peninga- málum heims. Nú hefur pen- ingakreppa enn einu sinni komið upp og að þessu sinni er það franski frankinn, sem einkum á í erfiðleikum. Gjald eyris- og gullforði Frakklands hefur dvínað stórkostlega að undanförnu og peningarnir streymt þaðan yfir til Vestur- Þýzkalands, sem reynt hefur ákaft að ráða við gjaldeyris- strauminn þangað úr höndum fjármálamanna, sem óðfúsir hafa viljað kaupa þýzk mörk * staðinn í þeirri von, að gengi marksins yrði hækkað. Eftir því sem traust á pen- ingakerfinu minnkaði í Evr- ópu, jukust kaup á gulli og varð það að sjálfsögðu til þess að það hækkaði í verði. „Einu sinni enn er spákaup- mennskan í fullu fjöri“, lét einn af starfsmönnum seðla- bankans í Sviss sér um munn fara. Og sannarlega voru öll merki hennar fyrir hendi. Úti- hú banka eins í grennd við Frankfurt skipti frönskum frönkum að upphæð um 44 millj. ísl. kr. á hálfri klukku- stund einn morguninn og spá- kaupmaður einn í París skýrði frá því að viðskiptavinir kæmu til sín með allt að 1 millj. franka í einu, sem pakkað var inn í dagblöð sem umbúðir, í því skyni að skipta þeim í gull eða traustari gjald miðil. Fundurinn í Basel Það skorti að sjálfsögðu ekki á opinberar yfirlýsingar um þessi mál. Yfirlýsing um, að allt sé í lagi, er eitt gleggsta merki þess, að erfið- leikar séu skollnir á. Þannig lýsti de Gaulle Frakkandsfor- seti því ákveðið yfir í síðustu viku, að frankinn yrði ekki ækkaður í gengi, en Strauss fjármálaráðherra V-Þýzka- lands lýsti því yfir aftur á móti að gengi þýzka marksins yrði ekki hækkað. Og þrátt fyrir það að Henry Fowler, fjármálaráðherra Bandaríkj- anna, færi flugleiðis til Evr- ópu til viðræðna lýstu undir menn hans því eindregið yfir, að hann hefði engin sérstök áform um aðgerðir varðandi þessa kreppu sem óx dag frá degi. Um síðustu helgi beindist at hyglin að hæglátu fjallaborg- inni Basel í Sviss, þar sem bankastjórar margra helztu seðlabanka heims komu sam- an til fundar. Ef þeir gætu brugðizt nógu hratt við, kynnu þeir að geta orðið Frökkum úti um nýbt stór- lán, sem rnyndi hafa mikil áhrif á spákaupmennsku, ef margir bankar stæðu sameig- inlega að því. En þetta hefði verið erfitt að gera með stutt- um fyrirvara og það virtist líklegra, að þeir myndu hafast alls ekkert að. Það virtist Ijóst, að viðbrögð af opinberri hálfu við síðustu kreppu, hefðu aðeins orðið til þess að gera hana enn verri og bezt gæti vel verið að segja ekk- ert. Hvað yfirbragð snerti virtist þessi kreppa vera síðbúinn endurleikur á því, sem gerð- ist í fyrra. En það var samt greinilegur munur. Vandamál Frakka í fyrsta lagi byrjuðu með stúdentaóeirðunum, sem neyddu ríkisstjórnina til til- slakana, sem urðu til þess að kynda undir verðbólgu. Verk- föllin urðu til þess að verka- menn almennt fengu um 13% launahækkun og síðan hefur það verið stefna frönsku stjórnarinnar að vinna þetta upp með efnahagslegri út- þenslu og með þvi að . auka hratt framleiðnina. Timinn hefur hins vegar verið of stuttur til þess að unnt væri Karl Schiller, efnahag'smálaráðherra Vestur-Þýzkalands og Franz Josef Strauss fjármálaráðherra. Frankinn riðar til falls, pundið í erfiðleikum. Slíkar fyrir- sagnir mátti sjá víða í blöðum í síðustu viku. Francois Ortoli fjármálaráð- herra Frakklands. að sýna fram á, að þetta gæti borið árangur og á meðan hef- ur frankinn, sem áður var svo stoltur, misst aðdráttarafl sitt til fjárfestingar. Styrkleiki marksins Bókstaflega þúsundir millj. af frönkum hafa verið fluttir úr landi og þeim skipt yfir í traustari gjialdmiðil. Frá því í óeirðunum í maí, hefur næstum helmingur alls gjald- eyrisvarasjóðs Frakka í gulli og dollurum verið notaður í því skjmi að efla óstöðugan frankann. Fyrir tveimur til þremur vikum virtist þessi fjárstraumur úr landi vera að dvína og svo leit út, sem unnt yrði að vinna bug á vandan- um. En eftir því sem frankinn varð veikari, varð vestur- þýzka markið sterkara. Fyrir tilstilli mikils greiðsluafgangs, blómstrandi efnahagslífs og minnstu verðhækkanir á með- al nokkurra stærri þjóða heims, urðu þær kröfur æ rík- ari, að gengi markisins yrði hækkað — yrði dýrara svo að vestur-þýzkar vörur yrðu dýrari á heimsmarkaðinum og aðrar þjóðir fengjiu þannig bétri samkeppnisaðstöðu fyrir vörur sínar. Eftir því sem orðrómurinn unrt þetta barst út, byrjuðu spákaupmenn að kaupa mörk í stórum mæli í von um fljótfundinn gróða. Samtímis þessu gerðist það, að sá orðrómur komst á kreik í Evrópu, að næði Richard Nixon kosningu sem forseti Bandaríkjanna, myndi hann verða fylgjandi verðhækkun á gulli. Þetta myndi verða hið sama og lækkun á gengi doll- arans og fáir efuðust um, að slíkt myndi hafa í för með sér bráðar breytingar til sam- ræmingar á gjaldmiðlum um aUan heim. Ef þetta gerð- ist. myndi markið sennilega hækka hlutfallslega í verði og frankinn lækka. Með tilliti til þessa jókst fjárflutningur- inn á frönkium í mörk um all- an helming. Búizt er við, að 1 síðustu viku einni hafi pen- ingaflóttinn frá Frakklandi jafnivel numið sem svarar 500 milljónum dollara eða 44 millljörðum íslenzkra króna. Vandræðin, sem þetta hafði í för með sér fyrir Vestur- Þýzkaand, virtust nánasf bros leg. Seðlabanki landsins varð í því skyni að koma í veg fyrir, að verð á markinu á frjálsum markaði hækkaði, sem hefði þýtt gengishækkun í rauninni, að bjóða fram mörk til þess að skipta upp- hæð, sem kann að hafa numið 750 millj. dollurum í erlend- um gjaldeyri. Síðan varð að þjóða þennan erlenda gjald- eyri aftur fram í því skyni að koma í veg fyrir, að gjald- eyrisvanasjóður Vestur-Þýzka lands ykist enn og markið yrði enn sterkara. Spákaup- menn urðu þá fljótir til þess að fá það fé að láni, sem þannig var boðið fram og af- hentu það síðan seðlabanka Vestur-Þýzkalands aftur til þess að fá þessu fé skipt í mörk. - SPRENGING Framhald af bls. 1. í sláturhúsi eftir sprenginguna, blóðslettur upp um alla veggi oig allt á tjá og tundri. Elztu menn muna ekki eftir hroðalegra skemmdarverki síðan ísraelsríki var stofnað, og þykir aðferðin minna á hryðjuverk Araba á fyrstu árum ríkisins. I Markaðstorginu var þegar lokað ef fleiri sprengjum kynni að hafa verið komið þar fyrir, og Arafoahverfinu var einnig lokað af ótta við að árásir yrðu gerðax á Araba. Levi Esifchol forsætiis- ráðherra hélt í skyndi til Jerú- salem úr orlofi og kallaði stjórn- ina til fundar. LAGU í BLÓÐI SÍNU Sjónarvottur sagði blaðamönn um: ,,Ég hljóp út á torgið eftir sprenginguna og sá elda loga í fimm e'ða sex verzlunum. Ég hljóp til rakastofunnar og reyndi að verða að einhverju liði. Ég sá látið fólk ög brennt. Sætin voru ötuð blóði. Ég hef aldrei séð hræðilegri ' sjón.“ Hjálpar- sveitir komu í skyndi á slysstað- inn og fluttu hina særðu, sem láu í blóði sínu á gangstéttunum og torginu, á sjúfcrahús. Stór gígur, einn og hálfur metri í þvermál, myndaðist eftir sprenginguna framan við rafcarasitofuna. Eftir sprenginguna stöðvuðu nokkrir Gyðingar arabískan leigubíl, ráfcu farþegana út og eyðilögðu bílinn. Aðrir heyrðust hrópa: „Drepið Arabana“. Eft- ir svipað skemmdarverk, sem framið var í Jerúsalem í ágúst en fcemst þó ekki í hálfkvisti við sprengjutilræðið í dag, reyndu nokfcrir ungir Gyðdngar að koma fram hefndum með því að ráðast á Araba á götum úti, en lífið gengur sinn vanagang í borginni og ekki hefur komitð til óeirða enn sem komið er. Góðar heimildir herma, að arabísk andspymusamtök standi á bak við tilræðið. Um 500 Arab- ar voru handteknir á svæðinu umhverfis markaðstorgið eftir sprengj utilræðið. Alaloss góllteppin í hæsta gæðollokki Wiltonvefnaður úr 100% ull. Breiddin er 365 cm og engin samskeyti á miðju gólfi. Teppaleggjum frá eigin lager með stuttum fyrirvara. Notið tækifærið og kaupið teppin á óbreyttu verði Opið til kl. 4 í dag — laugardag. mm Grensasvegi 3 Sími 83430

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.