Morgunblaðið - 23.11.1968, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 23.11.1968, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER 1968 * Sími 22-0-22 Rau&arársfíg 31 1-^3 S,M' I-44-44 MfMFIM Ilverfissötu 103. Simi eftir lokun 31160. IVfAGIMÚSAR SKlPHOm 21 SÍMAR 21190 pftirlokun 403S1 LITLA BÍLALEIGAN Berjstaíastræti 11—13. H>i$tætt leigujjald. Sími 14970 Eftir lokun 14970 effa 81748. Sigurður Jónsson. BÍLALEIGAN AKBRAUT SENDUM SÍMI 8-23-47 BÍLALEIGAN - VAKUR - Sundlaugavegi 12. Simi 35135. Eftir lokun 34936 or 36217. 350,- kr. dagrjald. 3,50 kr. hver kílómetri. Bílar af Öllum gerðum til sýms og söiu r glæsilegum sýningar- skóla okkar að Suðurlandsbraut 2 (víð Hallarmúla). Gerið góð bílakaup — Hagstæð greiðslukjör — Bílaskipti — Toyota Corona, árg. ’68. Laridrover, benzín, árg. ’64. Bronco, árg. ’66. Taunus 12M, árg. ’63. Opel Cadeitt, árg. ’64. Volkswagen, árg. '63. Singer Vogue, árg. ’63. Morris, árg. ’63. Opel Capitan, árg. ’62. Benz 220S, árg. ’58. Austin Gipsy, árg. ’63. Opið til kl. 3 í dag. Tökum vel með forno bílo i • umboðssölu — Innonhúss eðo uton — MEST ÚKVAL — MEST’R MÖGULEIKAR IIMBOllll KR KRISliANSSDN H.F SUÐURLANDSBRAUT 2, VIÐ HALLARMÚLA SfMAR 35300 (35301 - 35302) 0 Pínupilsin eiga ekki alltaf við „Gestur á hljömleikum" skrifar „Ágætum hljómleikum er að ljúka. Hljómlistarunnendur sem fylla Háskólabíó eru komnir í hátíðaskap. Þeir klappa og klappa aftur fyrir hljómsveitinni. Áheyr endur eru prúðbúnir, og hljóm- listarfólkið í kjólfötum og síðum kjólum. Yfir öllu er virðulegur hátíðleikablær. Á ekki að færa hljómsveitinni blóm? Jú, það er gert, en þá sagði íslendingseðlið til sín, og virðu- leikasvipurinn datt af öllu. Upp á sviðið gengur ung stúlka, sem hafði selt kók í hléinu, og afhend- ir búkettinn. Hún er klædd í þver röndótt stuttpils (pínupils eða miniskirt), hvítt og blátt, og i brún reiðstígvél. — Það fór bók staflega hrollur um salargesti. Nú hef ég síður en svo neitt á móti pínupilsum og reiðstígvél- um. En þau eiga bara ekki allt- af við. Þarna voru þau eins og skrattinn úr sauðarleggnum. Þar að auki er heldur óþægilegt fyrir mörg hundruð manns að horfa aftan og upp undir stúlku, sem er að ganga upp á hátt svið í ör- stuttu pilsi. Þetta er sent til athugunar fyr- ir næstu hljómleika. Gestur á hljómleikum". Glæsileg hlutovelto verður haldin í Félagsheimili Kópavogs í dag kl. 2. Engin núll. Skátafélagið Kópar. Skrifstofuhúsnœði 2ja—3ja herb., eða óinnréttað, óskast til leigu vegna fyrirhugaðrar starfrækslu ÁFENGISMÁLAFÉLACrS. Upplýsingar gefur Steinar Guðmundsson, sími 37209. Utgerðarmenn Óska eftir viðskiptum við tvo togveiðibáta nú þegar, eða á n.k. vetrarvertíð. Ef óskað er eftir getur aðstoð við línu- og netaútgerð komið til greina. EYJABERG, fiskverkunarstöð, Vestmannaeyjum, símar 1123 og 2291. Kmn-vi 39Z80-322GZ Gólfdúkur — plast- vinyl og línólíum. Postulíns-veggflísar — stærðir 714x15, 11x11 og 15x15. Amerískar gólfflísar — Gold Year, Marbelló og Kentile. Þýzkar gólfflísar — DI.W. Hollenzkur Fiesta dúkur — eldhúss og baðgólfdúkur. Málningarvörur — frá Hörpu hf., Málning hf. og Slipp- fél. Reykjavíkur. Teppi — ensk, þýzk, helgísk nælonteppi. Fúgavarnarefni — Sólinum, Pinotex. Silicone — úti og inni. Veggdúkur — Somvyl, frönsk nýjung. Vinyl veggfóður — br. 55 cm. Veggfóður — br. 50 cm. 0 Vilja ekki, geta ekki og kunna ekki að gefa kvittun „Sendisveinn" skrifar: „Kæri Velvakandi: Hvernig stendur á því að varla (og oft ekki) er hægt að fá kvitt- un í söluturnum í Reykjavík? Eru ekki allir verzlunarmenn skyldir til þess að gefa kaup- anda kvittun? Ég spyr vegna þess að ég er sendisveinn á mjög fjölmennum vinnustað. Ég er oft sendur til þess að kaupa gosdrykki pyls- ur, súkkulaði sælgæti, erlend og innlend blöð. Þegar ég bið um kvittun (jafn- vel kvittanir) eru viðbrögðin þessi: Ég: Vilduð þér gjöra svo vel að gefa mér kvittun. Stúlkan: (mælir mig út): Haa? Ég: Já, ég þyrfti að fá kvitt- un fyrir þessu. Stúlkan: Ég má ekkert vera að því, næsti: Ég: Ég verð því miður að fá kvittun. Stúlkan: Skelfingar rövl er 1 þér drengur, en ég get ekki gefið þér kvittun, því að ég hef engin eyðublöð. Svo er ég heldur ekk- ert skyldug til þess. Ég: Getið þér bara ekki skrif- að kvittunina á umbúðapappír? Stúlkan: (rífur með ólund snifsi af umbúðapappír, leitar að penna finnur ekki, fær penna lánaðan hjá mér, ætlar að byrja að skrifa, en gefst strax upp á dagsetning- unnl, réttir mér svo blaðið með fýlusvip og segir frekjulega) Jæja, skrifaðu þótta þá sjálufr. Jæja, skrifaðu þetta þá sjálfur. Eg (eftir að hafa skrifað reikn- baka): Vilduð þér gera svo vel að skrifa nafn söluturnsins og nafn yðar á blaðið. Stúlkan: Sjoppan heitir ekkl neitt. Og ég skrifa ekki undir neitt! Ég: Þér verðið þó að setja staf ina yðar undir, — annars er þetta ekki kvittun. Stúlkan: (krotar svo ólæsilega stafi neðst á blaðið): Jæja, það er komin biðröð út af þessari vitleysu. Blessaður, reyndu að fara eitthvað annað næst. Og svo verð ég að leggja þenn an skrítna reikning fyrir starfs- fólkið, reikning, sem allir sjá, að ég sjálfur hef skrifað á úmbúða- pappír, og enginn veit hvað þetta krot undir á að tákna. Hvað finnst þér um svona verzl unarhætti, Velvakandi góður? Sendisveinn". Velvakanda finnst þeir með öllu ótækir og minnist þess nú, að hann þurfti einu sinni að kaupa bunka af blöðum í söluturni og gekk ákaflega illa að herja kvitt un út xir seljanda. Vitanlega eru allir skyldir til þess að gefa kvittun og finnst mér, að Félag söluturnaeigenda ætti að beita sér fyrir þvi, að I hverjum turni sé reikningseyðu- blaðahefti og penni. Annars gætu þeir hæglega misst af verzlun, því að mikill fjöldi kaupenda þarf að fá kvittanir fyrir keyptri vöru. Heimar — Vogar „Selskaps“ páfagaukur grár að lit tapaðist 18. þ. m. Finnandi vinsamlega hringi í síma 81985. AUGLÝSING um umferð og bifreiðastöður í Hafnarfirði Að fengnum tillögum bæjarstjórnar Hafnarfjarðar og samkvæmt heimild í 65. gr. umferðarlaga nr. 26/1958 hafa verið settar eftirfarandi reglur um umferð og stöður bifreiða í Hafnarfirði: 1. Einstefnuakstur verður um Austurgötu til austurs frá Reykjavíkurvegi að Lækargötu. — Bifreiðastöður eru leyfðar á syðri götubrún, en bannaðar á nyrðii helmingi götunnar. 2. Bannað er að leggja vörubifreiðum og fóllksbif- reiðum yfir 12 farþega á Austurgötu, Hverfisgötu, Kirkjuvegí og Merkurgötu. 3. Bifreiðastöður eru bannaðar við Reykjavíkurveg, neðan (sunnan gatnamóta Austurgötu og Kirkjuvegar. Ákvæði auglýsingar þessarar taka gildi frá og með 1. des. 1968. Bæjarfógetinn í HafnarfirfH 12. nóv. 1968. Einar Ingimundarson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.