Morgunblaðið - 23.11.1968, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 23.11.1968, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER 1968 17 Hleypum sumri inn í veturinn „innanfrá" „Eg held að það sé engin ástæða fyrir mig að skipta skapi eftir árstíðum" sagðí Þórður Þorsteinsson 84 ára gamall hvithærður öldungur á gönguferð í Bankastræti, þegar við spurðum að því hvort hann væri ekki hlyntur sumarskapi þrátt fyrir skamm degi. Við töltum einn hlýindadag inn um miðborgina og heils- uðum upp á fólk. Það var ekki eins miklll asi á því og þegar norðangjólan bítur, eða regnið rennur auðmjúkt niður hárið á vegfarandanum. Og reyndar var veðrið á- gætt, svalt, en milt, eins og hugguleg haustveður eiga að vera. Sólbrot var annað veif- Ung kona með sumarbros í nóvember og barnið sitt í fanginu — á gönguferð um stræti Tómasar. ið úr suðaustur skýjaþykkn- inu og yfirleitt voru laugu fólksins ekkert þunglynd þrátt fyrir peningjaflækjur víða í Evrópu og rökkvaða dag. I Bankastræti hittum við Helga Hálfdánarson lyfjafræð ing, Shakespeare þýðanda, eðl isfræðikennara og bragsnilil- ing með meiru. Það var eins og Helgi læsi hugsanir okkar því að það fyrsta, sem hann sagði var: „Finnst þér ekki að við ættum að hleypa sumr inu inn í veturinn". Vel mælt og hressi'lega og við vorum honum alveg sammála Því að láta árstíðirnar, skammdegið og veturinn rugla okkur með því að svæfa svokallað sól- skinsskap sumarsins Snúa á skapvaldinn og hleypa sumr- inu inn í veturinn „innanfrá", eins og Margrét Jónfcdóttir handavir.nukennari á hús- mæðraskólanu m á Löngumýri sagði. Við hittum Margréti á Lækjartorgi, rétt nýkomna að norðan, en hún var gaman- söm og kvaðst rétt vera hér til bess að líta á bcrgarlífið og líta eftir því — bætti hún við — en segðu cngum. Við röbbuðum lítillega við Margréti um jarðlífið og hún sagði að sér fyndist að fólk ætti að reyna að hafa sumar í kring um sig állt árið, að minnsta kosti hið innra. Gera það bezta úr öllu, sem við höfum, því h/að væri unnið við annað. Margrét sagði að sér liði að mörgu leyti betur að búa úti á landi. Þar væri minna kapphlaup við tímann, heldur en í borginni, það væri minna um streitu, en: „Borgin er nauðsynleg“, sagði hún, ,og fólkið á að gera mannlífið í borginni eins gott og það getur, því borgin sjálf er falleg Ef eitthvaff fer úr- hendis þá gefur það mikla möguleika að segja — þetta hefði getað farið verr, — Það er alltaf vinsælt að koma niður að Tjörn og gefa fuglunum, eða sulla svolít- ið. Þeir voru að koma úr skólanum þessir. - í jarðlífsþenkingum á malbiki Margrét Jónsdóttir jafnvel síðasta gengisbreyt- ing“. Svo fór Margrét norður, en við héldum áfram að ramba um bæinn. Við stjórnarráðið hittum við ungan m&nn, sem bar aðra höndina við enni og skimaði á móti sól, en í hinni hélt hann á tösku, sem badmintonspaði stóð út úr. Hann sagðist hafa ætlað að hitta konuna sína á Lækjar- torgi, orðið seinn, og væri nú búinn að hlaupa hér fram og aftur án þess að hitta á ha>na“. Þetta er ljóta vesenið", sagði hann og hélt áfram að hlaupa „en það þýðir víst ekkert ann að en að vera hress og halda áfram“ heyrðum við síðast til hans. Utigar mæður voru með börn sín í gönguferð góð- virðisdaginn þann, fólk -skoð- aði í búðarglugga og það virt ust aðeins „komin jól“ í mann skapinn. Á Mermtaskólatröpp unum voru skólastrákar að tuskast, eins og hraustum strákum sæmir, en engar sá- um við meyjarnar. Það var farið að halla degi enda líður senn að skemmst- um sólargangi, og dökkskýjað ur suðurhimininn nálgaðist. Nú var það ekki tunglið sem óð í skýjum, heldur sólin fö'l- hvít og „intresantí1, eins og sagt var um stúlkurnar hér á árunum. Þrátt fyrir allt, þennan venjulega hraða í borginni, og malbikuð stræti, sáum við í öllum og kemur allstaðar fram, reis styt+an af séra Frið rik Friðrikssyni fyrir ofan mannlíf þeirra, sem gengu um Lækjargötu. Stvtta af öldn- um manni góðviljans, sem hafði fagurt mannlíf að leið- arljósi, stytta þar sem hönd leiðbeinandans hvílir á kolli barnsins. Við tjörnina voru strákar Það hefur verið hlýtt undanfarna daga og því ekki að fara í gönguferð með bömin. Svo er jú líka alltaf eitthvað í búðargluggunum, að minnsta kosti. Þegar viö rafuðum um Lækjargotu sast solin sknða yfir húsþökunum skvggð af dökk skýjuðum suðausturhimni. Á milli höfuðs styttu séra Friðriks og drengsins við hlið I hans. Lijósm. Ami Johnsen. tvær tegundir af „sveitaróm- antík“ í miðborginni Við sá- um hendur ungrar konu og ungs manns halda saman þar sem þau gengvi suður með Tjörninni á móti sólbrotum úr skýjaþykkni ugglaust í sól- skinsskapi, og við sáum einn- ig og heyrðum þar sem nokkr ar stúlkur, kannski kvenna- skólastúlkur, sátu á tröpp- unum hjá Thor Jenssens hús- inu í Hallargarðinum og sungu „Kondu og skoðaðu í kistuna mína“. Skyldi ekki húsið fá að 9tanda? Og eins og bað góða er til að leika sér eins og vant er, sulla við tjarnarbakkann og horfa út yfir „hafið“. Við spurðum þá hvcrt þeir vildu heldur hafa sumar eða vetur, Þeir voru ekki vissir, og þó, það var bezt að hafa það eins og það er, það er hvort tveggja svo skemmtilegt. Og hvað eru mennirnir annað en mismunandi stór börn, hví að vera að fjargviðrast alltaf í hversdagsleikanum og þreyt- ast á jarðlífinu — hleypum heldur sól og sumri inn í mann líf þessa stutta jarðlífs á með an tími er til. — Á.J.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.