Morgunblaðið - 23.11.1968, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 23.11.1968, Blaðsíða 28
LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER 1968 Síldveiðisjómenn kæra Rússa ÍSLENZKIR síldveiðisjómenn hafa kært veiðiaðferðir sovézka reknetaflotans fyrir austan ís- land til viðkomandi ráðuneytis, Dott í höfnina 1 GÆRKVÖLDI datt skipverji á Jóni forseta milli skips og bryggju er hann var að fara um borð í Reykjavíkurhöfn. Skips- félagar hans náðu taki á honum og héldu í hann er lögreglan kom á staðinn og hjálpuðust þeir þá að því að ná manninum upp. Honum varð ekki meint af þessu. SMYGL ITOGARA TOLLGÆZLUMENN fundu við leit í togaranium Jóni Þorláks- syni I gær á annað þúsund flösk- ux af áfengi. Var þar 75% vodka og aðrar áfengistegundir. Var málið sent rannsóknarlögregl- unni, sem í gærkvöldi var far- in að yfirheyra skipsmenn og voru tveir í gæzluvarðhaldi í gærkvöldi. Togarinin Jón Þorláksson var að koma frá Þýzkalandi á fimmtudag. í gærmorgun tóku toilgæzlumenn a'ð leita af krafti í skipinu og voru þeir í gær- kvöldi búnir að finna víðsvegar um skipið ofangreint magn af áfengi. Sáust m.a. merki um að áfengi hefði verið falið í tönk- um. en íslenzku sildveiðiskipin og rússneski reknetaflotinn hafa ver ið á sömu slóðum fyrir Austur- landi að undanförnu. Telja fs- lendingarnir Rússana hafa brotið alþjóðalög um merkingu veiðar færa í sjó, en það eru alþjóða- reglur, sem Norðuratlantshafs- nefndin samþykkti 1967. Hefur það oft komið fyrir, að íslenzku síldveiðiskipin hafa siglt yfir reknet sovézku rekneta bátanna, sem ekki hafa verið merkt eins og ætlast er til. Hafa netin þá flækzt í skrúfum bát- anna og farið í síldarleitartæki þeirra, sem eru á kjölnum. Ráðuneytið sendir nú Má Elías syni, fiskimálastjóra, kæruna til umsagnir og eftir það verður tekin ákvörðun um hvað gert verður. Myndin af Rúnari Gunnarssyni, Þorvaldi Halldorssyni og Sigrúnu Dungal, aðstoðarstúlku stjórn- anda, er tekin á Ráðhústorginu á Akureyri. Þarna er verið að kvikmynda eitt atriði í þáttinn „Vor Akureyri“, en þar kemur fram hljómsveit Ingimars Eydal. Hljómsveitin leikur og syngur á ýmsum stöðum í bænum, svo ©g inni í verzlun einni við Hafnarstræti. Þessi þáttur verður sýndur, þegar Akureyringar fá sjónvarpið. (Ljósm. Sigurliði) HUGUR IIÐNREKENDUM UM UTFLUTNING eftir verðhœkkun vegna gengisfellingar Iðngreinar sameinast um markaðsöflun Sjónvarp: NÝLEGA efndi Félag íslenzkra iðnrekenda til fundar með þeim iðnrekendum, sem áhuga hafa á útflutningsmálum. Reyndist vera mikill áhugi og hugur í mönnum að nota þetta tækifæri, sem nú gefst eftir gengisfellinguna, til að reyna að koma íslenzkum iðnvarn ingi á erlenda markaði, þar sem hann stendur nú miklu betur að vígi um verð. Mbl. náði tali af Gunnari J. Friðrikssyni, formanni samtakanna, og spurði nánar um fundinn. j Gunnar sagði, að Félag ísl. iðn- rekenda hefði skrifað öllum með- limum sínum og boðað þá, sem jáhuga hefðu á útflutningsmálum, til fundar sl. mánudag. Mættu 30 I sem ovndi m klu meiri á- í huga en forráðamenn félagsins höfðu þorað að vona. Var fundar- mönnum gefinn kostur á að ræða við hinn nýráðna forstöðumann | tflutningsskrifstofu iðnaðarins, ( sem komin er i gang. Voru þarna j mættir menn, sem þegar hafa I flutt út og hafa nokkra reynslu og því gagnlegt að heyra álit I þeirra og fá ábendingar. Einnig j voru mættir aðrir, sem ekki hafa flutt út, en hafa hug á því nú. | Á fundinum var ákveðið að ! efna aftur til funda innan sér- i stakra iðngreina. Er ætlunin að þeir sem framleiða fatnað hafi ! samstarf um að koma framleiðslu | sinni á framfæri, t.d. með sameig inlegri þátttöku í kaupstefnum. j Kom fram, að þessir aðilar hyggj ast sameinast um að leita sam- vinnu við íslenzka tízkuteiknara, j til að fá fram einhvern íslenzk- an stíl í fatnaði. Þá voru fulltrúar húsgagna- framleiðenda þarna. Er ætlunin að kalla þá saman sérstaklega, til að skipuleggja sameiginlegt átak varðandi útflutningsmál. Þá kom fram talsverður áhugi á að fara að flytja út eitthvað af veið arfærum og einnig af umbúð- um, og svo skinnavöru. Einnig var áhugi varðandi fleiri grein- ar, m.a. að vélaiðnaðurinn geti komizt inn á erlendan markað •-» *,-5indi fraimleiðslu einstakra vélahluta eftir útboðum, og sagði Gunnar, að verið væri að kanna það, hvort ekki sé hægt að komast inn í hinn svokallaða ■'ik •i'ti'i'aíVÍskra „undrleiveraind- örbörs“, en þar fara fram samn- ingar um framleiðslu á hlutum fyrir stærri vélar. Gunnar sagði, að meiri bjart- sýni ríkti meðal iðnrekenda eft- ir gengisfellinguna, því fram- Framhald á hls. 27 Hið nýja barnaheimili Thorvald sensfélagsins, sem er samtengf V öggustofu félagsins. Hið nýja barnaheimili Thorvaldsensfélagsins — lullbúið og afhent Reykjavíkurborg NorÖur 1.-2. des. ALLT bendir til þess að sjón- varpsútsendingar til hluta Norð- uriands hefjist 1. eða 2. des. í þessum áfanga munu Akur- eyringar og nágrenni ná útsend- ingu sjónvarpsins auk nokkurra svæða nærri endurvarpsstöðvum. Sjónvarpið norður fer í gegn um endurvarpsstöðvar á Skála- felli, Skipalóni og Vaðlaheiði. Að því er Pétur Guðfinnsson framkvæmdastjóri Sjónvarpsins tjáði okkur í gær, bendir allt til þess að útsending sjónvarps til Akureyrar og nágrennis hefjist strax um mánaðamótin, jafnvel 1. eða 2. desember. Þrjár endur- varpsstöðvar sjónvarpa norður í þessum áfanga. Stöðin á Skála- felli kastar til stöðvarinnar á Skipalóni og sú stöð til stöðvar- innar á Vaðlaheiði. Stöðin á Vaðlaheiði er í um 600 metra hæð og kastar aðallega yfir Ak- ureyri og vestanverðan Eyja- fjörð. Stöðin á Skipalóni kastar einn- ig á Svalbarðsströnd og ná- grenni, en bráðlega verður til- búin stöð á Dalvík, sem mun sjónvarpa til Svarfaðardals að hluta, Dalvíkur og nágrennis. Fljótlega eftir að útsendingin norður hefst mun sjónvarpað Akureyrarþáttum sem nýbúið er að taka upp og m. a. verður sýndur þátturinn „Vor Akur- eyri“, sem Andrés Indriðason stjórnaði, og barnatími sem ný- lega var tekinn upp á Akureyri, og Tage Ammendrup stjórnaði. BARNAHEIMILI hefur verið reist við Vöggustofu Thorvald- sensfélagsins við Dyngjuveg og er það nú tilbúið til að taka til starfa. Afhentu Thorvaldsensfé- lagskonur heimilið Reykjavík- urborg 19. nóvember, en þá var 93. afmælisdagur félagsins. Er barnaheimilið viðbygging við vöggustofuna, og tekur það við eldri börnum eða frá 18 mánaða til 3Ví árs. Og er það ætlað fyrir 16—18 börn. Unnur Ágústsdóttir, formaður Thorvaldsensfélagsins afhenti Geir Hallgrímssyni, borgarstjóra, barnaheimilið fyrir hönd félags- kvenna. Mbl. fékk hjá henni ýmsar upplýsingar um þetta nýja barnaheimili, byggingu þess og væntanlegan rekstiur. Þetta er hugsað sem sérstakt heimili, byggt við Vöggustofuna, en rekst urinn sameiginlegur fyrir bæði heimilin. Bæði heimilin eru fyrir börn, sem mæðurnar geta ekki annast vegn.a veikinda eða ann- arra erfiðleika. Á Vöggustofunni eru börn fram að 18 mánaða aldri, en við þann ald/ur getur barnaheimilið tekið við og haft þau til hálfi- fjórða árs. Hefur hingað til vantað mikið barna- heimili fyrir þetta síðara aldurs- skeið. Gætu börn, sem verið hafa á Vöggustofunni, og þarfnast áframhaldandi dvalar, þá verið áfram á Barnaheimiilin/U og ekki eins erfitt fyrir þau að þurfa að skipta alveg um stað. Húsið er 400 fermetrar að stærð og innangengt í Vöggustof- una, en þaðan kemur allur mat- ur fyrir bæði heimilin. Er nýja barnaheimilisálman falleg, björt og vönduð bygging, og kostar hátt á 6. milljón krónur, en þeirri upphæð hafa Thorvald- sensfélagskonur safnað á sl. 5 árum. í byggingunni eru svefnher- bergi fyrir börnin og stór dag- stofa og einnig er aðstaða fyrir lækni. Arkitekt er Skarphéðinn Jóhannsson. Var fyrsta skóflu- stungan að húsinu tekin 5. ágúst 1967 og er húsið nú fullbyggt og nær fullbúið húsbúnaði. Dregið í gærkvöldi DREGIÐ var í Landsihappdrætti Sjálfstæðisflokksins í gærkvöldi hjá borgarfógeta í Reykjavík. iSökum þess að ekki hafa enn borizt fullnaðarskil utan af landi, er ekki hægt að birta vinnings- númerin fyrr en á þriðjudag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.