Morgunblaðið - 03.12.1968, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 03.12.1968, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER 1968 3 mm* ■ - ■ Ásgrímsmálverkið: Úr Öræfum. Einstæð Ásgrímsmálverk á uppboði S. Ben. Úr Almannagjá. Málverk eftir Kjarval Margar myndir eftir eldri meistarana ÞRJÚ málverk eftir Ásgrim Jónsson eru mestu dýrgripim ir sem seldir verða á mál- verka- og vatnslitamyndaupp boði Sigurðar Benediktssonar uppboðshaldar, sem hefst á Hótel Sögu í dag. Á uppboðs- skránni eru alls 50 númer, og er stærsti hluti myndanna eft ir okkar fremstu málara, en minni hluti uppboðsverka er nú eftir meistara Kjarval, en áður. Stærsta ÁsgríimsTnyndin nefnist á upp'boðssferánni: Úr Öræfum, en bæði Sigurður og aðrir viðstaddir, er blaða- maður Mbl. skoðaði uppboðs- verkín í gær, báru brigður á að mymdin væri úr Öræfun- una. Allt um það er mynd- in sérstaklega falleg, Hún er 9ðxl30 cm. og mnálaði listamaðurinn hana' 1916. Landslaig nefmist hitt olíu- niáilv’erkið etftir Ásgníim er selt verður, það er 75x100. Þriðja Ásgrámsmyndin er vatnslitamynd frá Þingvalla- vatni 60x80 cm. Þá verða tvö tfalleg olíu- málverk etftir Kristánu Jóns- dóttur seld á uppboðinu. Nefnist aninað Með tvo til reiðar, 95x110 om. og hitt mál verkið er tfrá Mýrum 80x100 cm. Þá verða seld 8 mátverk eftir Kjanval, eru það adl fremur litlar myndir og sum ar þeirra orðnar gamlar. Kjanvalsmyndir eru alltaf eftirsóttar, og er eklki að etfa að svo verður einnig að þessu sinni. Ein landslagsmynd etftir Snorra Arinibjarnar verður seld á uppboðinu, en Sigurð- ur Benedilktsson sagðfi. að myndir tians væru orðnar mjög fáséðar, oig þættu hinir mestu kjörgripir. Þá verður einnig seld lítð olíumálverk eftir Þórarin B. Þoriáiksson. Er mymdin frá La-ugarvatni og máluð 1906. Þá eru einnig stór olíumál verk eftir Jóihann Briem, Jón Engillberts og Guðmund Ein- arsson frá Miðdal. Aðrir málarar sem myndir eu eftir á uppboðinu eru þess ir: Eyjólfur J. Eyfells, Sveinn Þórarinsson, Karl Kvaran, Jóhannes Jóhannesson, Hösik- uldur Björnsson, Sólveig Eggerz Pétunsdóttir, Hringur Jóhannesson, Örlygur Sigurðs son, Ragnar Páll Einarsson, Eggert Guðimundsson, Magnús Á. Árnason, Gunnar Hjalta- son, Hatfsteinn Austmann, Jakoto Hafstein, Nína Sæ- mundsson, Helgi Guðmunds- son, Haukur D. Sturluson, Gréta Bjömsson, Eggert E. Laxdal, Bjami R. Haralds- son og Svavar Hansson. Málverkauppboðið hetfst kl. 5 stundvísilega, en kl. 10—4 í dag, gefst fóliki kostur á að skoða uppboðsmyndimar. Ritsafn Einors H. Kvnrnns kemur ut EINAR H. KVARAN hefur ávallt verið einn af ástsælustu rithöf- undum þjóðarinnar, og eru það því góð tíðindi, að nú skuli vera hafin á ný útgáfa á skáldverkum hans, sem hafa verið með öllu ófáanleg um margra ára skeið. Er það Prentsmiðjan Leiftur hf., sem þar með bætir úr brýnni þörf, því að mörgum hefur þótt það miður, að ritsafn hans skuli ekki hafa verið á boðstólum. Ritsafnið mun verða alls 6 bindi í þessari nýju útgáfu, og komu fyrstu bindin í bókaverzl- anir nú fyrir síðustu helgi, en ætlunin er að gefa það út í áföngum, tvö bindi í einu, á næstu tveimur árum. í fyrstu bindunum, sem komin eru út, eru 13 smásögur og skáidsögurnar Ofurefli og Gull, en í ritsafninu munu birtast smásögur höfund- ar, skáldsögur, leikrit og ljóð. Hér virðist vera um vandaða og smekklega útgáfu að ræða, og hef-ur dóttursonur skáldsins, Sig- urður Arnalds, haft umsjón með hen-ni. í tilefni af útgáfu þessari er ekki úr vegi að rifja upp nokkur orð af því, sem Tómas Guð- mundsson sagði um Einar H. Kvaran á aldarafmæli hans: „Hann ©r sá höfundur, sem sennilega ’hafði víðtækari áhrif en nokkur a-nnar á andlegt líf samtíðarinnar og eftirlét þjóð sinni bókmenntir, siem halda munu nafni hans á loft um aldix fram.“ Einar H. Kvaran. JÓLIN NÁLCA5T KARNABÆR JÓLIN NÁLCA5T Jólavörur komnar í búðar deildir HERRADEILD Litlar sem engar verðhækk- anir ennþá. ★ JAKKAR FRÁ 2.700 — ★ STAKAR BUXUR ULL OG TERYLENE FRÁ 1.295,— ★ SKYRTUR FRÁ 640,— ★ FÖT DRENGJA FRÁ 2.590,— ★ FÖR HERRA FRÁ 4.800,— ★ PEYSUR FRÁ 625.— ★ BINDASETT — KLÚTAR — BINDI — HNAPPAR SOKKAR O.M.FL. DÖMUDEILD Litlar sem engar verðhækk- anir ennþá. ★ KÁPUR TVEED FRÁ 2.995.— ★ STAKAR BUXUR, AL- FÓÐRAÐAR TWEED 1.170,— ★ MINIPEYSUR í MIKLU ÚRVALI FRÁ 650.— ★ KJÓLAR FRÁ 1.200,— ★ PILS FRÁ KR. 650.— Svartar sokkabuxur — skokkar dragtir — slæður — húfur o. m. fl. STAkSTtlMIÍ G rund vallaimunur á skoðunum I ræðu, sem Eysteinn Jónsson flutti nýlega á Alþingi, lagði hann áherzlu á, að alþingismemr c ættu að sinna þingstörfunum einum, og þingið ætti að standa miklu lengur en nú er tíðkað. Þessi foringi Framsóknarflokks- ins vildi með öðrum orðum, að 60 atvinnustjórnmálamenn sætu á þingi, en þangað kæmust engir vegna þess, að þeir hefðu skarað fram úr á ýmsum sviðum í þjóð- lífinu. Bjarni Benediktsson for- sætisráðherra hélt fram alveg gagnstæðri skoðun. Hann kvað það sízt til bóta, að allir al- þingismenn væru atvinnustjórn- málamenn, heldur bæri einmitt að leggja áherzlu á, að þingmenu sinntu öðrum störfum og tll þingsetu veldust þeir, sem sýnt hefðu afburða hæfileika á hin- um ýmsu sviðum í þjóðlifinu. « Langt og stutt þing Enginn etfi er á því, að yfir- gnæfandi meirihluti íslendinga eru sömu skoðunar og forsætis- ráðherra og algjörlega andvígur sjónarmiðum Eysteins Jónssonar. Alþingi og stjórnmálamenn hafi einmitt að undanfornu verið gagnrýndir fyrir það, að vera ekki í nægllega ríkum tengslum við kjósendurna, fólkið í land- inu. Ef farið yrði að ráðum Ey- steins Jónssonar, mundu tengslin á milli kjósenda og þingmanna rofna meir en nokkru sinni áð- ur, og þá yrði „ný stétt" finna stjórnmálamanna alls ráðandi. Athyglisverð eru einnig þau sjónarmið Bjarna Benediktsson- ar, að mjög megi stytta þing- tímann með betri vinnubrögðum, en Eysteinn Jónsson vill lengja þingið. I þessu efni hefur for- sætisráðherra líka rétt fyrir sér, en foringi Framsóknarflokksins rangt. Virðing Alþingis Að sjálfsögðu er erfitt að koma við miklum breytingum í starfs- háttum Alþingis, nema sæmileg samstaða sé um það á milli ar að Leiknuim verða að Flúðum stjórnmálaflokkanna. Líklega reynist því erfitt fyrir for- sætisráðherra að koma á þeim umbótum, sem hann hefur gert að umtalsefni, það er að segja að hraða störfum þingsins og sjá til þess, að það starfi af þróttí, meðan foringi stærri stjórnarandstöðuflokksins er ein- dregið andvígur slíkum starfs- háttum og vill draga þingið á c langinn og gera þingmenn alla að atvinnupólitíkusum. Líklega verða umbætur þær, sem for- sætisráðherra berst fyrir, þess vegna ekki innleiddar á núver- andi þingi né hinu næsta, vegna þessarar eindregnu andstöðu Framsóknarflokksins, en að þessu málí ber þó að vinna, og enginn efi er á því að sjón- armtð forsætisráðherra mundi sigra, þótt seinna verði. *

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.