Morgunblaðið - 03.12.1968, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 03.12.1968, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, í>RIÐJUDAGUR 3. DESEMBER 1968 19 - RÆÐA FORSETA Framhald af bls. 17 hlaut nútíminn að koma til Is- lendinga eins og annarra. En á fleira er að lrta. Sumir te'lja að velgengni vor á síðustu áratug- um eigi að töluverðu ieyti ræt- ur sínar að rekja til hagstæðs tíðarfars, og satt er það, að þessi fimmtíu ár eru ef til vill lengsti hlýviðriskafli, sem verið hefur hér á norðurhveli síðan land byggðist. Slíkt hefur vitan- lega sínar afleiðingar, sem vandasamt er að meta til hlítar, en misjöfn hafa árin verið eftir sem áður, og enn sem fyrri er ísland á sömu norðlægu slóðun- um. Enda liggur það í augum uppi, að hin mikla framvinda síðustu áratuga er fyrst og fremst afleiðing þess, að einmitt þetta tímabil hefur verið tími hinna miklu sigurvinninga mannsandans yfir náttúruöflun- um, sem vér höfum notið góðs af eins og allir aðrir. Velgengni vor á að verulegu leyti rót sína að rekja til hinna miklu vísinda nútímans, sem vér getum ekki þakkað oss, þó að vonandi megi segja að vér höfum verið náms- fúsir og næmir lærisveinar. Tækniþróunin, vélvæðingin, læknavísindin, félagsmenningin og ailt annað sem vér höfum og teljum nútímans einkenni, hefði komið til vor, hversu sem verið hefði um fullveldi vort og sjálfstæði, en allt hefði það kom ið niður í annan jarðveg ófrjórri og borið annars konar ávexti og ósætari í þjóðlífi voru og menn- ingu. Vér höfum getað þegið all ar þessar gjafir hins nýja tíma fagnandi vegna þess að vér gát- um tekið á móti þeim sem frjáls- ir menn, sem frjáls þjóð. Annars mundu oss finnast þær sem galii blandnar, sem betur fer segi ég, því að vonandi verðum vér aldrei slíkir efnishyggjumenn, að munnur og magi verði einir um að segja fyrir um kröfur vor ar til lífsins. Á háifrar aldar afmæli ís- lenzks fullveldis er eðlilegt að horft sé um öxl og svipazt um yfir farinn veg. Þetta er minn- ingarhátíð eins og öll afmæli. En jafnframt er spurt: Hvað er framundan, er vér ieggjum á næsta hálfrar aldar áfanga? Vér höfðum mikið að verja árið 1918, en þó höufm við að því skapi meira að verja nú, sem vér hljót um að gera meiri kröfur til lífs- ins og til sjálfra vor nú en þá, hvort sem er líf smárrar þjóðar í hættulegum heimi eða líf ein- staklingsins á villugjarnri öld. En þegar spurt er, hvað nú sé fram undan fyrir íslenzka þjóð, komumst vér ekki undan að minnast þess, hversu nú er á- statt í íslenzku þjóðlífi á þess- ari stundu, hversu sigið hefur á ógæfuhlið í efnahagslífi voru á síðustu tímum og hvernig vér nú stöndum andspænis örðugleikum, sem enginn sér enn hvernig úr rætist. Það væri hræsnin einber að reyna að dyljast þess, að ein- mitt nú líta margir, eða þá öllu heldur allir, með nokkrum kvíða til framtíðarinnar, vér höldum þessa hátíð í skugga þess vanda, sem vér erum í. Hann setur sinn blæ á þjóðlífið allt, og hann setur að einhverju leyti sinn blæ á þessi hátíða- höld þjóðarinnar og dag stúdenta. En það er líka stund- um stórhríð á sumardaginn fyrsta, og fögnum vér þó sumri. Erfiðleikarnir eru miklir, og þarf ég sízt að útmála það, en volið og vílið er meira en góðu hófi gegnir. Slíkt bætir lítið úr skák, enda mun aftur rofa til, ef til vffl áður en varir, og þarf engan spámann eða óraunsæjan skýjaborgamann til að fara nærri um það. Svo hefur ætíð orðið, þegar að hefur syrt, og eins mun verða nú. Til framtíð- arinnar hljótum vér að hugsa í því ljóisi, en ekki í drunga þess- ara skammdegisdaga. En reynd- ar minna þeir oss hastarlega á, og það á sjálfu hálfrar aldar af- mæli fullveldisins, hve höllum fæti vér stöndum með atvinnu- vegi vora, sem eru grundvöll- ur tilveru vorrar í landinu, for- sendan fyrir lifi, frelsi og menn- ingu landsins. f baráttunni fyr- ir að viðhalda því sjálfstæði þjóðarinnar, sem til var stofn- að árið 1918, mun það án efa verða einn veigamesti þátturinn á næstu árum og áratugum að leitast af öllu afli við að treysta þessar undirstöður, gera oss óháðari duttlungum náttúrufars- ins og markaðskenjum, að svo miklu leyti sem í mannlegu valdi stendur. Á því veltur hvort hér tekst að láta gróa það góða, hamingjusama og réttláta mann- líf, sem feður vorir trúðu að hér mundi gróa, þegar stundir liðu fram, og sem vér einnig vonum og trúum staðfastlega að hér muni þrífast. Og á því byggist einnig hvort hér fær þrifizt ís- lenzkt menningarþjóðfélag, sem hlýtur að vera markmið vort og keppikefli og oss ber sérstak- lega að leggja oss á hjarta á hverjum þjóðlegum minningar- degi og ekki sízt stúdentadegi. Og er þá komið að því, sem oss má aldrei gleymast í arga- þrasi og brauðstriti líðandi stundar. Menningararfur vor og þjóðerni hefur meira en nokk- uð annað hvatt fslendinga fram á síðustu tímum og sett þeim mark að keppa að. Vér værum ekki sú þjóð, sem vér erum nú, ef forfeður vorir hefðu ekki skrifað bækur þar sem þjóðar- sálin lifir. Þeir glopruðu reynd ar sjálfstæði þjóðarinnar úr hendi sér, en þeir höfðu áður sýnt, hvers íslenzk menning er megnug og þeir skiluðu þeirri arfleifð, sem fól í sér fyrirheit- ið um að fyrr eða síðar mundi þjóðin vinna sig upp aftur. Nú er það vort að skila hvoru tveggja áleiðis, sjálfstæðinu og menningararfleifðinni. Minning- 'in um gullöld íslendinga og af- rek þjóðarinnar fyrr á tíð var sífelldur aflgjafi í frelsisbarátt- unni á 19. öld, það var hún sem var undrirót hinnar vonglöðu bjartsýni aldamótakynslóðarinn ar og ungmennafélagsskaparins, sem sumum finnst nú hafa ver- ið barnslegur í aðra röndina, en vissúlega táknaði hann á sínum tíma heilsteyptan og hreinhjart- aðan vilja til góðs fyrir hönd lands og þjóðar. Hinn forni tími, sem um er skrifað á bók- felli miðalda, á þegar öll kurl koma til grafar, drýgstan þátt I að hér var að lokum stofnað sjálfstætt lýðveldi. Enginn get- ur skilið hið mikla kapp fslend inga að vilja vera a'lgjörlega sjálfstæðir og öðrum óháðir, nema sá sem ber skyn á sögu þjóðarinnar, upphaf hennar, vist í landinu, menninguna sem hún hefur skapað og búið við. Efna- leg hagsæld er í rauninni eins og hver annar sjálfsagður hlut- ur og óhjákvæmileg forsenda, sem allar þjóðir krefjast sér ti'l handa, hvort sem þær teljast sjálfstæðar eða ekki. fslending- ar hafa keppt að sínu marki af því að þeir vildu fá að halda áfram ævintýrinu, eða tilraun- inni, sem landnámsmenn stofn- uðu til hér í öndverðu, af því að þeir hafa sérstöku hlutverki að gegna, sem enginn annar getur leyst af hendi. Það er að rækta íslenzkt mannlíf og menningu, í miðju samfélagi þjóðanna, þetta safn lífsþátta, sem allt í einu lagi ber þetta nafn og er ekki ómerkur dráttur í ásýnd heims- ins. Allt ber þetta að þeim brunni, að viðurkennt sjálfstæði og blómlegir atvinnuvegir eru ekki hið endanlega markmið í sjálfu sér, heldur nauðsynleg skilyrði til þess að þjóðin geti rækt þetta h'lutverk sitt í heim- inum. Um þetta hafa skáldin ort á marga vegu. Ef þjóðin gleymdi sjálfri sér og svip þeim týndi er hún ber, er betra að vanta brauð, var einu sinni kveðið, og mun sjálfsagt mörgum nútímamanni þykja heldur óraunsætt, því að lítið verður eftir af svip þess, sem brauðið vantar til lang- frama. En það er þarflaust að snúa út úr þessum orðum. Boð- skapur þeirra er sá eini að það sé hlutverk þessarar þjóðar að vernda, efla og frjóvga hina sí- gildu íslenzku menningararfleifð og til þess sé nokkru fórnandi, því að hún gefur oss tilverurétt og tilgang. Án hennar væri ver- öldin fátækari, og það sem meira er, án hennar værum vér sjálf- ir ekki til, ekki sem þjóð, held- ur ef til vill 200 þúsund sálir, og á þessu tvennu er mikillmun ur. Nú mun einhverjum þykja nóg komið af slíku tali, en þó vil ég bæta þessu við. Mér virðist ís- lenzk menning hafa haldið vel í horfinu á marga lund og hafa sannað lífsmátt sinn á vorum dögum. Á miklu umbrotaskeiði hafa að vísu ýmsar fornar dyggð ir, sem vel höfðu dugað þjóð- inni um aldir, látið undan síga, og mat vort á sönnum verðmæt- um lífsins er ef til vill ekki sem skyldi, það hefur skekkzt í ann- ríki voru við að hefjast frá fá- tækt til bjargálna. En í menning arlífinu er gróska, í senn á þjóð legum og alþjóðlegum grund- velli og þannig á það einmitt að vera. Það sem vér köllum ís- lenzka menningu á ekki að vera neinn furðufugl, sem vér geym- um í einangrun hér úti í höf- um, heldur lífsafl, sem lifir hér sínu sérstæða lífi í sífelldri snertingu við menningu heims- ins. Hér eigum vér vitandi vits að stefna að hollu og hófsam- legu jafnvægi. Vér getum ekki vænzt þess að verða forustu- þjóð í hámenningu og vísindum, í þeim efnum hljótum vér að verða þiggjendur hér eftir sem hingað til. En anda þess getum vér tileinkað oss og haft sem mælikvarða á viðleitni vora. Ég er ekki einn þeirra, sem halda að fslendingar séu betur afguði gerðir en aðrar þjóðir. Ég held að vér séum álíka gáfaðir og ó- gáfaðir og a'llir aðrir. En ég held að það sé einmitt einn þátturinn í menningararfleifð vorri að íslendingar séu opnir og vakandi og það er meira virði, þá nýtast þær gáfur, sem fyrir hendi eru. En það er einmitt þetta, sem vér þurfum hvað mest á að halda, að gáfurnar nýtist. Mann fæð þjóðarinnar er svo mikil, að oft finnst manni sem hver ein- staklingur þurfi að vera margra manna maki. En hvað sem slíku líður, er það skylda hvers menn ingarþjóðfélags að stuðla að því eftir megni, að gáfur manna nýt- ist, að hver fái notið þess sem í honum býr, til hamingju og lífs fyllingar fyrir sjálfan hann og til gagns fyrir þjóðarheildina. Á stúdentadegi er þetta verðugt í- hugunarefni. Æskan í landinu er það dýrmætasta, sem þjóðin á, þeir sem 'landið eiga að erfa, sjálfstæði þess og menningu. Is- lendingar eru ung þjóð, hér er tiltölulega mikið af ungu fólki, eins og alls staðar þar sem fólksf jölgun hefur verið ör. Þeg ar vér reynum að gera oss ljósa stöðu vora í dag og hvert hefur orðið okkar starf á síðustu ára- tugum, getur engum blandazt hugur um að hér er í landinu hraust og mannvænleg ung kyn- slóð, sú sem fyrr en varir tek- ur við öllu úr hendi hinna eldri, tekur við stjórnartaumum, tek- ur við menningararfleifðinni. Stúdentar eru aðeins 'lítill hluti íslenzkrar æsku, og sízt vildi ég ýkja hlut þeirra á kostnað ann- arra hópa æskumanna. En þetta er stúdentadagur, og ekki verð- ur því heldur neitað, að stúd- Volkswagen '65 í úrvals standi til sölu. Skipti geta bomið til greina. Bíla- og búvélasalan við Miklatorg, sími 23136. entar eru að ýmsu leyti útval- inn hópur, og úr þeirra flokki má vænta verðandi forustu- manna þjóðarinnar á ýmsum svið um. Því beinum vér athygli vorri fyrst og fremst að þeim í dag. Þegar ísland varð fullvalda ríki árið 1918 voru innritaðir stúd- entar í Háskóla íslands 87 tals- ins. Að vísu voru þá eins og æ- tíð margir stúdentar við nám er- lendis, svo að þessi tala segir ekki aíla sögu. Það gerir ekki heldur tala stúdenta við Há- skólann nú, þegar hún er nær 1300. Enn verða margir aðsækja nám víða vegu um heiminn, og raunar er ekki nema gott eitt um það að segja. Það eru and- legir aðdrættir, sem sá hópur annast, nú eins og verið hefur öldum saman. Menntaleit ís- lenzkra stúdenta erlendis er ekki veigalítill þáttur 1 sögu ís lenzks sjálfstæðis og menning- ar. Engu að síður er þó megin- þorri stúdentanna hér heima við nám í háskóla vorum. Ef bor- inn er saman stúdentafjöldinn frá 1918 við það sem er nú, sést hver verið hefur vöxtur háskól- ans, og reyndar er hann þó allra mestur á síðustu árum og mun væntanlega enn færast í aukana á komandi tímum. Þetta er þró- un, sem mikið veltur á að gerist vel og skaplega. Stúdentarnir eru að verða þjóðfélagsafl, sem miklu getur orkað. Svo bezt leggst það afl í réttan farveg, að háskólinn haldi áfram að efl ast og þroskast sem mennta- og vísindastofnun. Sú verður krafa stúdenta, en það verður einnig að vera krafa þjóðfélagsins á hendur sjálfu sér, því að nú- tíma menningarþjóðfélag er ó- hugsandi án blómlegs háskó'la, vakandi og virkrar miðstöðvar fyrir æðri menntir og vísindi. Ég vil óska íslenzkum stúdent- um þess, að þjóðfélagið verði þess megnugt í æ ríkari mæli að búa þeim fullnægjandi þroska- skilyrði, en þó jafnframt og ekki síður hins, að þeim sjálfum end ist gifta og manndómur til að nota sér slík skilyrði til þroska- vænlegs undirbúnings undir þá þjónustu við land og lýð, sem þeir verða vissulega kaflaðir til. Stúdentsárin er ekki eintóm ur dans á rósum, þeim fylgir erf iði og áhyggja, en þó eru þau um leið sá tími ævinnar, þegar sjálfkrafa safnast í sjóð þeirra minninga, sem bezt ylja og mest gleðja þegar lengra líður á ævi. Það er hollt að gera sér þetta ljóst fremur fyrr en seinna, og því minni ég á það nú, um leið og ég óska stúdentum til ham- ingju með daginn. Og nú leggur íslenzka þjóðin upp úr hálfrar aldar áfanga fúllveldisins. Ég lýk máli mínu með því að minnast sameignar vor allra, ættjarðarinnar, þessa fagra og góða og merkilega lands, sem forfeður vorir hafa byggt og vort hlutverk er að byggja og gera að gróðrarreit fyrir hamingjusamt og fagurt mannlíf. Um þá ósk, að svo megi verða, sameinast hugir vor allra á þessum þjóðminningardegi. Leyndardómur hallarinnar eftir Dorothy Eden. Þýð.: Hjörtur Halldórsson. Dulúðug og æsispennandi ástarsaga.. tAt Bækur Stafafellsútgáfunnar eru ekki seldar hjá útgefenda en — FÁST í NÆSTU BÓKABÚÐ. STAFAFELL.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.