Morgunblaðið - 03.12.1968, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 03.12.1968, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJ UDAGUR 3. DESEMBER 1968 Hún setti vatnsketil yfir gasið I — Hvað gerðist á þriðjudag- og gekk svo aftur til Maigrets. | inn? ERIJÚFIIR DaU^ DRVKKUR Instant DAILY er súkkulaði- drykkur. DAILY leysist upp á augabragði í mjólk eSa vatni. Ein eða tv»r teskeiðar nægja í eitt glas. Aðeins þarf að hræra og þá er tilbúinn undra- Ijúffengur súkkulaðidrykkur, heitur eða kaldur, eftir því sem hver óskar. DA.H-'f meí mæm';. Góó Ijósmynd af barnahörnunum er sem afi ogamma kunna ad meta pantió myndatöku og/eða stœkkanir & laugavegilS simi 17707 ATH. Vió getum útbúió jólcdcortin Jyrir vióskiptavini okkar — Hún var allan daginn að pakka niður. — Bíðið andartak. Hún var búin að vera gift í hálft þriðja ár, var það ekki? Átti hún ekki eitthvað talsvert til sjálf? I — Hún átti að minnsta kosti þrjátíu kjóla og álíka mörg pör af skóm. — Var hún snyrti'leg? — Hún íleygði aldrei neinu. Sumir kjóilarnir voru orðnir tíu ára gamlir. Hún var aldrei í þeim, en hún hefði aldrei farið að gefa þá hvað sem í boði hefði verið. — Nízk? — Er kannski ekki allt ríkt fólk nízkt? — Mér er sagt, að hún hafi ekki tekið annað með sér en eina kistu og tvær töskur. — !>að er alveg rétt. Hitt var farið viku áður. — Þér eigið við, að hún hafi sent hinar kisturnar á undan sér — Já, kistur, töskur ogpappa kassa. Það kom sendibíll eftir því öllu á föstudag eða laugar- dag í síðustu viku. 22 — Lituð þér nokkuð á merki- spjöldin? — Ég man nú ekki eftir merkj unum, en þetta var sent til Am- sterdam. — Vissi húsbóndi yðar af þessu? — Vitanlega! — Svo að brottför hennar hef ur þá þegar verið ákveðin nokkru áður? — Já, síðan hún fékk síðast kast. Eftir hvert kast talaði hún alltaf um að hverfa aftur til ilandsins síns. — Hvaða köst voru þetta? — Fyrir hjartanu, að því er hún sagði. o — Var hún þá veil fyrir hjarta? — Það virðist svo. — Dr. Dubuc. — Kom nokkur læknir að líta á hana? — Tók hún nokkur meðöl? — Alltaf eftir mat. Það gerðu það öll. Hin tvö gera það enn, og hafa alltaf eitthvert pilluglas við diskinn hjá sér. — Hvað gengur að honum Guillaume Serre? — Það veit ég ekki — En að móður hans? — Það gengur ailta eitthvað að ríku fólki. Kom þeim vel saman? — Stundum sögðu þau ekki orð, hvort við annað, vikum saman. — María Serre skrifaði ein- hver ósköp af bréfum? — Næstum myrkranna milli. — Fóruð þér nokkurntíma með þau í póst? — Já, oft, Þau voru öll til konu með einhverju skrítnu nafni sem á heima í Amsterdam. — Eru Serre mæðginin efnuð? — Það lít ég svo til, að þau séu. — En María sjáK? — Áreiðanlega. Aldrei hefði hann annans gengið að eiga hana það leyti sem þau giftust? rafh/öður fyrír ÖH viötæki Heildsala - smásala VILBERG & ÞORSTEINIM Laugavegi 72 sími 10259 Hún mamma þín segir að þú reykir handa honum pabba þínum? áttu þá ekki eina — Nei. — Þér vitið ekki, hver gerði húsverkin um þær mundir? — Þau voru alltaf að skipta um vinnukonur. Og nú er ég á síðustu vikunni. Undir eins og þær vita hvernig þetta er allt saman, þá fara þær. — Hversvégna? að láta telja molana í sykur- kerinu og fá skemmt ep'li í eftir- mat? — Er það sú gamla, sem stend ur fyrir því? — Já. Bara af því, að henni fellur sjálfri aldrei verk úr hendi þrátt fyrir aldurinn — og það er hennar eigið mál — þá er hún óðar á höttunum, ef maður sezt niður augnablik. — Skammar hún yður þá? — Það hefur hún aldrei gert, enda hafði ég gaman af að sjá hana gera það. Nei, þetta er ennþá verra. Hún er afskaplega kurteis og lítur á mann einhverj m meðaumkunaraugum, rétt eins og maður sé einhver hryggðar- mynd. — Tókuð þér eftir nokkru sér stöku þegar þér komuð ti'l vinnu á miðvikudagsmorgun? — Nei. — Þér tókuð ekki eftir, hvort rúða hafði brotnað um nóttina, eða hvort nýtt kítti var á ein- hverri rúðunni? Hún kinkaði kolli. — Þér farið dagavilt. — Hvaða dag var það þá? — Tveimur eða þremur dögum áður þegar þrumuveðrið var. — Eruð þér viss um það? Já, alveg hárviss. Ég þurfti meira að segja að þurrka gólfið af því að það hafði rignt inn um rúðugatið. — Hver setti rúðuna í? — Herra Gu'llaume. — Fór hann sjálfur og keypti hana? — Já hann kom sjálfur með kíttið. Það var klukkan um tíu. Hann varð að fara í járnvöru- búðina í næstu götu. Þau nota aldrei aðkeypta hjálp, ef þau geta komizt hjá því, og herra Guill- aume hreinsar sjálfur allar leiðsl ur. Þér eruð viss um daginn? — Alveg hárviss. — Þakka yður fyrir. Maigret hafði hér ekki meira að gera. Og í rauninni hafði hann heldur ekki meira að gera í Bæjargötu. Nema náttúrulega, af Eygenie var bara að tafsa lexíu, sem henni hafði verið kennd, og væri svo, þá var hún betri lygari en almennt gerist. — Haldið þér, að þau hafi 4 DESEMBER Hrúturinn 21. marz — 19. apríl Forðaztu flýti, kapp er bezt með forsjá. Reyndu fremur að hlusta en að láta skoðanir þínar í ljós. Nautið, 29 apríl — 20. mai Styrkur þirin felst fremur í leikni þinni en heppni. Vand- kvæði eru á fjármálum. Haltu þér við dagleg störf. Tvíburarnir, 21. maí — 20. júní Þú færð enga samvinnu, sva að þú skalt vinna einn. Þú verður að halda þér fast við það sem þú hefur sagt, en vertu þolinmóður og fordóma laus. Krabbinn. 21. júní — 22. júií Ef þú ferð að útskýra eitthvað, lendirðu bara í málastappi. Ljónið, 23. júlí — 22. ágúst Allir krefjast mikils af þér, svo að þú skalt forðast öll loforð og tímasetningar. Meyjan, 23. ágúst — 22. september Vertu staðfastur, þótt eitthvað gangi illa, er það ekki í sam- bandi við neitt, sem þú hefur aðhafst undanfarið. Vogin, 23 september — 22. október Þolinmæðin gerir þér kleyft að sjá, hversvegna dagurinn hef- ur gengið svona órólega. Farðu ekki í ferðalög eða skrifaðu undir neina samninga, upplýsingar eru til þess ónógar. Sporðdrekinn, 23. október — 21. nóvember Styðstu við eigin skynsemi. Þeir sem sitja við völd, hafa senni- lega ekki rétt fyrir sér. Farðu varlega í öllum millifærslum ver- aldlegs eðlis. Bogamaðurinn, 22. nóvember — 21. desember Höfðinglyndi þitt er misskilið. Dragðu þig í hlé og láttu aðra um öngþveitið. Leiddu togstreiturnar hjá þér. Steingeitin, 22. desember — 19. janúar Fylgdu fast eftir eiginhagsmunamálum, og framkvæmdu orða- laust. Gerðu seinna grein fyrir þvi, ef þörf krefur. Vertu hlut- laus! Vatnsberinn, 20. janúar — 18. febrúar Þú finnur þörf til að fara T smáatriðin. Athugaðu vel, hvað veldur, úr því að eigin kenningar mæta mótþróa. Fiskarnir, 19. febrúar — 20. marz Þú finnur þig störfum hlaðinn, reyndu því að finna einkamála og atvinnu. Slepptu öllu, sem þjónar ekki sjálfum þér. i vei, mvctu a meðalveg L Id beinlínis /

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.