Morgunblaðið - 11.12.1968, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. DESEMBER 1968
11
Guðlaugur Císlason:
Fufl hagnýting fiskimiöanna
er þjdöarnauösyn
Akvörðun Dómsmálaráðuneyt-
isins um að framfylgja án und-
antekninga lögunum um bann
gegn botnvörpuveiði eftir að upp
gjöf saka hafði átt sér stað hinn
1. des. sl. hefur vakið all mikið
umtal um þessi mál og umræður
um hagnýtingu veiðisvæðanna
innan fiskveiðimarkanna.
Með útfærslu fiskveiðimark-
anna 1958 skapaðist nýtt við-
horf í þessum efhum og vanda-
mál fyrir þá báta og skip, sem
dragnót og togveiðar stunduðu,
alveg sérstaklega fyrir hina
smærri báta, sem ekki hafa að-
stöðu til að stunda þessar veið-
ar á djúpmiðum eða fjarlægari
miðum.
Vandkvæði dragnótabátanna
var leyst með lögurn nr. 40 frá
9. júní 1960, um takmarkað leyfi
til dragnótaveiði innan fiskveiði
landhelgi íslands. Vandkvæði
emærri báta og skipa, sem tog-
veiðar stunda eru hinsvegar enri
ekki verið leyst: Hafa þó ein-
staka þingmenn á undanförnum
árum flutt á Alþingi frumvörp
ti'l laga um breytingu á lögunum
um bann gegn botnvörpu veiði,
en þau ekki náð fram að ganga
vegna mjög slkiptra skoðana þing
manna á nauðsyn þess að breyta
lögunum og einnig á því hvað
langt ætti að ganga, ef breyt-
imgar væru gerðar. Segja má, að
málið hafi verið í algerri sjálf-
heldu síðan að útfærslan 1958
átti sér stað. Útgerðarmenn og
sjómenn hafa af illri nauðsyn
neyðst til að halda þessum veið-
um áfram, því miður oft í trássi
við gildandi lög og reglur, og
Landhelgisgæzlari séð í gegnum
fingur sér með framkvæmd lag-
anna. Ég he'ld að öllum, bæði
sjómönnum, útgerðarmönnum og
löggæzlunni sé orðið ljóst að
þannig getur þetta vart áfram
gengið.
En spurningin er þá. Er nauð
synlegt að breyta lögunum um
bann gegn botnvörpuveiði? Er
ekki hægt að afla hraðfrystihús
unum og fiskvinnslustöðvunum
nægilegs hráefnis á annan hátt?
Guðlaugur Gíslason
Ég hygg að þeir sem bezt til
þekkja þessara mála séu sam-
mála um það að breyting sé
nauðsynleg og óhjákvæmileg, þó
að vitað sé að ágreiningur er
um hvað langt eigi að ganga í
tilslögunum frá gildandi lögum.
Fiskiðnaður íslendinga er ekki
lengur heimilisiðnaðu,r einis og
áður var, meðan algengast var,
að hver útgerðarmaður verkaði
afla sinn sjálfur með fjölskyldu
sinni og venzlafólki, heldur er
sem betur fer, orðið um þróaðan
stóriðnað að ræða, sem krefst
hráefnis, ekki einasta á vetrar-
vertíð, heldur allt árið. Hjá þessu
verður ekki komist með þeirri
fjárfestingu og uppbyggingu, er
átt hefur sér stað í þessari iðn-
grein á undanförmum árum. Og
állir vita, að í hinum fjölmörgu
útgerðarstöðvum allt í kringum
landði, eru fiskvinnslustöðvarn-
ar mjög víða nær einasta undir-
staða atvinnulífsins. Samdráttur
í hráefnisöflun til þeirra þýðir
því minni atvinnu og lokun
þeirra einhvern hluta árs, algert
atvinnuleysi. Þetta er sú stað-
reynd, sem við blasir.
Það hlýtur að teljast tímabært
að 'landsmenn geri sér þess fulla
grein, á hvern hátt fiskimið þau,
sem við einir ráðum yfir verði
bezt nýtt, bæði vetur, sumar vor
og haust, án þess að um ofveiði
eða rányrkju sé að ræða, og
mega þar engin aldarmóta eða
ofstækissjónarmið ráða. Hin rót-
gróna fcrú allt of margra á að
botnvarpan sé enn, þrátt fyirir
mjög aukna möskvastærð, hættu
legra veiðarfæri en sum önnur,
sem nú eru notuð, samrýmist eng
anveginn áliti fiskifræðinga eða
þeirra reynslu, sem fengin er af
þeim veiðistöðvum, sem holn hef
u r lengst og mest verið notuð á.
Um álit fiskifiræðinga vil ég
vitna til ágætrar greinar Aðai-
steins Sigurðssonar, fiskifræðings
í 20. tölubl. Ægis 15. f.m. Og
reynslan af svæðinu frá Reykja
nesi og austur fyrir Vestmanna-
eyjar staðfestir álit fiskifræð-
inga. Á þessu svæði hefur ver-
ið veitt með botnvörpu lengur
og meir bæði vetur og sumar en
á noikikru öðru svæði innian niú-
verandi fiskiveiðitakmarka og
verður ekki séð að þau séu neitt
frekar að gefa sig en þau svæði
önnur þar sem mimna hefur ver-
ið veitt með þessu veiðarfæri
eða með dragnót.
Það sem hlýtur að verða gert
og þarf að vinda bráðan bug
að, er að gefa sjómönnum og
I hópvinnu á námskeiði Vinnuveitendasambandsins. (Frá vinstri) Þórður Gröndal, verkfr.,
Gunnar Bjarnason, verkfr., Sveinn K. Sveinsson, forstj., og Örn Johnson, forstj.
„Verkefni vinnu-
veitandans"
— námskeið tyrir stjórnendur fyrirtœkja
VINNUVEITENDASAMBAND
fslands hefur hafið námskeiða-
hald fyrir stjórnendur fyrirtækja.
Á aðalfundi sambandsins, sem
haldinn var í Reykjavik 20.—22.
maí í vor var samþykkt álykitun
þess efnis, að brýna nauðsyn
bæri til að stilla öllum fram-
leiðslukostnaði í hóf svo sem kost
ur er og taldi fundurinn að auk-
in hagræðing og aukin menntun
stjómenda fyrirtækja væru
grundvallarskilyrði hagkvæms
reksturs.
Tæknideild Vinnuveitendasam-
bandsins hóf svo undirbúning að
námskeiðahaldi fyrir stjórnendur
fyrirtækja og var gerð heildar-
áætlun um námskeiðahaid á veg
um sambandsins. Framkvæmda-
stjóm sambandsins samþykkti
þessa áætlun og var henni þá
hrundið í framkvæmd.
Mánudaginn 2. desember var
fyrsta námskefðið haldið í hinum
nýju húsakynnum Vinnuveit-
endasambandsins að Garðastræti
41, en þar hafa verið innréttaðar
tvær kennsiustofur með tilliti til
námskeiðahalds. Var aðalefni
þessa námskeiðs „Verkefni vinnu
veitandans“ og voru þátttakend-
ur 13. Auk starfsmanna tækni-
deildar Vinnuveitendasambandis-
ins voru þeir prófessor Guðlaug-
ur Þorvaldsson og Jónas Haralz
forstjóri Efnahagsstofnunarinnar
fyrirlesarar á námskeiðinu. Stóð
námskeið þetta í fjóra daga frá
kl. 14.00 til 18.00.
1 beinu framhaldi cif þessu nám
skeiði verður haldið annað nám-
skei'ð dagana 11. og 12. desember
frá kl. 19.00 til 23.00 fyrir að-
stoðarmenn þeirra sem voru á
fyrra námskeiðinu. Þátttakendur
á þessu námskeiði verða 16.
Eftir áramótin verða haldin
fleiri námskeið á vegum Vinnu-
veitendasambandsins og verður
þá miðað við að koma til móts
við óskir fleiri vinnuveitenda
hvað þessari starfsemi viðvíkur.
Gerir stjóm Vinnuveitendasam-
bandsins sér miklar vonir um
gildi starfsemi þessarar í fram-
tíðinni.
(Frá Vinnuveitendasambandi
fslands).
útgerðarmönnum meira valfrelsi
um hvaða veiða'rfæri þeir vilja
nota á hverjum tíma og hverj-
um stað. Gömlu hindurvitnin og
hjátrúin um að eitt veiðarfæri
sé skaðlegra en annað verður
að víkja og eðlileg og skyn-
samleg hagnýting veiðisvæðanna
innan fiskveiðimarkanna að kom
í staðinn. Ef þetta dregst úr
hömlu, er ekki annað fyrirsjá-
aniegt, en að stórfelldur atvinnu
samdráttur verði við sjáv-
arsíðuna þegar í vetur og víða
algert atvinnuleysi þegar á næsta
vori. Þetta er. því ekkert sér-
hagsmunamál útgerðarmanna og
sjómanna heldur undirstöðuatriði
undir lífsafkomu verkafólks í
fjölmörgum útgerðarplássum víðs
vegar kringum 'land.
Hvaða þýðingu togveiðar
smærri báta hafa i sambandi við
hráefnisöflun hraðfrystihúsanna
og fiskvinnslustöðvanna,, sýna
bezt skýrslur Fiskifélags íslands
en þar kemur fram að 103 bát-
ar stunduðu togveiðar á síðustu
vetrarvertíð og varð afli þeirra
samtals um 25 þúsund tonn. Sxð-
aista sumar stunduðu hinsvegar
142 bátar þessar veiðar og skil-
uðu samtals á land tæpum 35
þúsund tonnum. Afli togbátanna
nemur því um 60 þúsund tonn-
um það sem af er þessu ári.
Sýna skýrslur Fiskifélagsins að
ef afli í Vestfirðingafjórðungi er
dreginn frá, en þar hafa tog-
veiðar ekki verið stundaðar, er
afli togbáta, sem lagður hefur
verið á land annarsstaðar meiri
bæði vetur og sumar en a.fli línu
og handfærabáta samtals. Ef ein
hver heldur að þessar veiðar
verði stundaðar áfram með ein-
hverjum árangri, að óbreyttum
lögum og reglum þá er það mis-
skilningur. Flestir þessara báta
eru of smáir til þess að afla-
möguleikar þeirra séu nægjan-
legir, nema að farið sé inn fyrir
þau mörk, sem nú eru í gildi.
Útgerð þeirra myndi því víð-
ast hvar hætt þar sem þeim næg
ir ekki að hafa aðeins rekstrar
grundvöll yfir þá vetrarvertíð-
ina. Afleiðing þessa yrði 'lokun
fiskvinnslustöðvanna í mörgum
stærstu sjávarplássum landsins
fir sumar og haustmánuðina, sem
hreinlega myndi kippa grund-
vel/linum undan tilveru margra
byggðarlaga.
Eðlileg og full hagnýting fiski
' miðanna innan fiskveiðimarkana
með þeim veiðarfærum, sem arð
væmlegust eru og bezt á hverj-
um tíma og hverjum stað er
ekkert sérmál sjómanna eða út-
gerðarmanna, heldur þjóðarnauð
syn, til þess að halda uppi nauð
synlegri og samfeldri atvinmu við
sjávarsíðuna. Og alveg er kom-
inn tími til þess að við áttum
okkur á þvi, að útfærsla fisk-
veiðilandheílginnar 1958 váa*
ekki einasta til að bægja frá
erlendum fiskiskipum, heldur
ekki síður til þess, að íslend-
ingar sjálfir nytjuðu án fordóma
veiðisvæðin innan fiskveiðimark-
anna á sem arðbærastan hátt
fyrir þjóðarheildina.
- SEÐLABNKINN
Framhald af bls. 5.
sen reisti á sinum tíma á Fri-
kirkjuvegi 11. Fari svo, að bot-g-
aryfirvöld telji varðveizlu húss-
ins æskilega, mundi Seðlabank-
inn vilja stu'ðla að henni með því
að taka að sér allan kostnað að
því að flytja húsið á annan stað
í Reykjavík og koma því þar
fyrir, þegar að því kemur, að úr
byggingarframkvæmdum geti orð
ið af hálfu Seðlabankans. Mun
mál þetta verða rætt við borga.r-
stjórn Reykjavíkur og kannað,
hverjar leiðir ver'ði taldar heppi-
legastar í þessu efni.
Sýning verður haldin næstu
daga á tillögum þeim, sem fram
komu í samkeppninni, en hún
hefst miðvikudaginn 11. þjn.
Verður hún haldin í húsnæði
Byggingarþjónustu Arkitektafé-
lags íslands við Laugaveg 26.“
ÍSLAND
50 litskyggnur í öskju.
jSkýringar á dönsku og ensku.
t Kynning á landi og þjóð.
Verð kr. 500,-.
jFræðslumyndasafn
,ríkisins - Borgartúni 7.
FYRIR DRENGI
Jakkar með síðbuxum, stakir
jakkar, vesfi með síðtouxum,
skyrtur, buxur og fleira.
Laugavegi 31,
Jólaiundur
HVATAR
Hvöt, félag Sjálfstæðiskvenna, heldur jólafund sinn
miðvikudaginn 11. þessa mánaðar kl. 8.30 í Sjálfstæðis-
húsinu.
Skemmtiatriði:
1. Blandaður kvartett syngur jólalög.
Sigurveig Hjaltested, Margrét Eggertsdóttir,
Sverrir Kjartansson og Hjálmar Kjartansson.
Ruth Little Magnússon annast undirleik.
2. Jólahugvekja. Séra Ólafur Skúlason.
3. Kaffidrykkja.
4. Jólahappdrætti. 100 vinningar.
5. Sýning á ísienzkum heimilisiðnaði.
Sýndur verður margvislegur handunninn,
íslenzkur fatnaður.
Félagskonur og fleiri sýna.
Félagskonur fjölmcnnið og takið með ykkur gesti.
STJÓRNIN.
'm