Morgunblaðið - 11.12.1968, Qupperneq 15
MORGU'NHLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. DBSEMBER 1968
15
Prófarkaleiðréttingar og hand
ritafrágangur staðlað
1 FRÉTTATILKYNNINGU, sem
Mbl. hefur borizt frá IMSÍ seg-
ir m.a.:
Á vegum I ð n a ðarm á 1 a.stof nun-
ar Islands hefur starfað stöðl-
unamefnd er borið hefur heitið
prófarkanefnd. Nefndin hefur ný
lokið samningiU staðals um leið-
rérttingar og frágang handrita,
IST — 3.
Staðall þessi skiptLst í fimm
kafla. 1 þeim fyrsta eru helztu
hugtök skilgreind. I öðrum kafla
eru reglur um frágang handrita,
sem stuðlað geta að vandvirkni
og nákvæmni. Þriðji kaflinn
fjallar um reglur, sem prófarka-
lesarar og starfsmenn prent-
smiðju ættu að fyfgja, til þess
að störf hvors aðila um sig verði
hagkvæmari og árangiursríkari
og samskipti þeirra í milli í fast-
ari skorðum. I fjórða kaflanum
eru prófarkatáknin sýnd. Að
langmestu lejrti eiru þessi tákn
hin sömu og þau, sem hafa hlot-
ið aiþjó’ðlega útbreiðslu í hlið-
stæðum stöðlum annarra þjóða.
Loks er í fimmta kaílanum sýnt
dæmi um, hvernig táknimum er
beitt við leiðréttingar á viiilum.
I prófarkanefnd áittu sæti
Bjami Vilhjálmsson þjóðskjala-
vörður, frá Félagi ísl. fræða, Haf-
steinn Guðmundsson prentsmiðju
stjóri firá Félagi ísl. prentsmiðju-
eigenda, Pétur Stefánsson prent-
airi frá Hinu ísl. prentarafélagi og
Sverrir Júlíusson hagfiræðingur
frá Stjómunarfélagi ísiands, sem
jafnframt var ritari nefndarinn-
ar. Að auki tókiu þeir Mag.nús
Ástmarsson premtsmiðjustjóri og
Þorsteinn Magnússon viðskipta-
fræ’ðingur þátt í störfum nefnd-
arinnar um skeið.
Frumvarp að staðli um ledð-
réttingar prófarka og frágang
handrita var sent út til almennr
ar gagnrýni í júli síðastliðnum og
var skilafrestur 2 mánuðir eða
tid 15. sept. Mikill áhuigi virðist
vera fyrix umræddum staðli, því
að umsagnir og athugasemdir
bárust frá möirgum aðilum.
Nefndin yfirfór gagnrýni og
breytti því sem betur þótti mega
fara.
Æviminningabók
Á VEGUfM Menningar- og minn-
ingarsjóðs kvenna er.u nú komin
út þrjú hefti af Æviminningabók
,um íslenzkar konur. Er útgáfa
iþessi hin veglegasta í alla staði
og mun geyma um aldir min.n-
dngu þeirra kvenna, gem þar eru
skráðar.
Sjóðux sá er bækumar gefur
út var stofnaður af Bríetu
Bjarnhéðinsdóttur með dánar-
gjöf til Kvenréttindafélagsins og
skyldi ihonum á sínum tíma var-
ið til þess að styrkja íslenzkar
konur til náms og vísindastarfa.
Sjóðurinn veitir nú styrk á
hverju ári og hefur gert það um
allmargra ára skeið. Annars er
sjóðurinn fyrst og fremst byggð-
lur upp af minningargjöfum um
látnar konur og fylgir þá gjötf-
linni æviminning hiinnar látnu,
löng eða stutt eftir því sem ósk-
að er.
Eins og áður var sagt eru
minningaheftin nú orðin þrjú,
ihið síðasta kom út í fyrra og nú
er verið að safna í fjórða heftið.
Skal það tekið fram, að allur firá-
gangur er hinn prýðilegasti, svo
sem pappír og prentun, svo þetta
er í rauninni hreinasta skraut-
útgáfa, óvenjulega vel fallin ti'l
tækifæris og minningagjafa. Sem
sýnishorn skal hér getið um tvö
fyrstu nöfinin í hverju hefti, en
þau munu nú alls geyma nöfn
180 kvennia.
Fyrsta hafti Æviminninganna
hyrjar á æviminningu Bretar
Bjarnhéðinsdóttur, rituð af hennj
sjálfri, árið 1929, síðan er minn-
ing Laufeyjar dóttur hennar.
Annað heftið heíst á minn-
ingargrein um Þorbjörgu Sveins-
dóttur, ljósmóður, systur Bene-
dikts Sveinssonar, sýslumanns.
Hún var aðalstofnandi „Hins
íslenzka kvenfélags“ 1894, en það
var í raun og veru fyrsta kven-
réttindafélagið á íslandi. Næst
í því hefti kemur svo minning
Elínar Eggertsdóttur Briem, sem
var mikil forystukona um stofn-
un kvennaskóla hér á landi, og
'bar það mál jafnan mjög fyrir
brjósti.
' í þriðja heftinu eru fyrstu
tvær minningargreinarnar um
forsetafrúrnar okkar tvær, sem
iátnar eru, en þær urðu þjóðinni
báðar mjög ástsælar og mim af
hienni jafnan minnzt með virð-
ingu og kærleika.
Bókin Æviminningar fæst hjá
Menningar- og minningarsjóði
kvenna, sem hefur skrifstofu á
'Hallveigarstöðum ásamt K.R.F.Í.
'(Kvenréttindafélagi íslands). —
'Skrifstofan er opin á þriðjudög-
um, fimmtudögum og föstudög-
um á milli kl. 4og 6.
Aðalbjörg Sigurðarðóttir.
BIBLÍAN
•rJÖLABÖKW
10 ARA ÁBYRGÐ
TVÖFALT'
EINANGRUNAR
20ára reynsla tiérlendi
SIM111400 EGGERT KRISTJANSSON «COHF
f
10 ÁRA ÁBYRGÐ
B( Js L w 0 o
Danskir
pinnastólar
margar gerðir
HVÍTMÁLUÐ
BORÐ
B Ú S L w 0 Ð
HÚSGAGNAVERZLUN
VIÐ NÓATÚN — SlMI 18520
ANGU-SKVf ERU MJÖG VINSÆLAR. ITUR
VE RZLUNIN SElsiR" 1
Fatadeildin.
&in$töl( (fœácu/ara, sem a/lir fieJíkja