Morgunblaðið - 11.12.1968, Blaðsíða 17
MORGUNHLAÐH), MŒ)VIKUDAGUR 11. DESEMBER 1968
17
Hvern fjandann variar mig um
nokkra sveltandi negra í Afríku?
Sao Tomé, 19. nóvember.
ÞESSARI setningu hefl ég
sjálfsagt hreytt út úr mér, og
einnig hefi ég heyrt marga
aðra tala í líkum dúr. Og
segja má, að þetta sé ósköp
mannlegt. Flestir hafa nóg af
áhyggjum á sinni könnu, og
nóg af skyldum að gegna, án
þess að hafa áhyggjur af
nokkrum svertingjum í svört-
ustu Afríku. Nú get ég aldrei
sagt þessa setningu aftur. Ég
eyddi sólahring í Biafra.
Matvælaflutningarnir til
Biafra hafa gengið heldur brös
ótt hérna hjá okkar fyrir-
taeki. Við erum búnir að vera
hér í einn mánuð, og flutt
u. þ. b. eiinn þriðja af því
magni, sem til stóð. Framan
af urðum við fyrir ýmsum ó-
höppum, sem urðu þess vald-
andi að flugið takmarkaðist
af flugvélaskorti, en áhafn-
irnar gegnu um með hendur
í vösum.
Svo fyrir u.þ.b. hálfum mán
uði voru Nígeríumenn svo bí-
ræfnir að gera sprengjuárás
á Annabella (flugvöilinn, sem
við 'lendum á í Biafra) og
særðu tvo Norðurlanda flug-
menn. Eftir þetta atvik höf-
um við haft þrjár flugvélar,
en því miður aðeins eina á-
höfn, því af flestum af okk-
ar flugliðum leizt ekki á blik
una og fórum heim. Sem bet-
ur fer eigum við von á nýj-
um áhöfnum hingað á morg-
un, svo að við ættum að geta
haft þrjár vélar í gangi aft-
ur annað kvöld.
Að undanförnu hafa Nígeríu
menn gert næstum daglegar
árásir á Annabella, venjulega
rétt fyrir myrkur. Þamnig
i'eyna þeir að draga úir flutn
ingum okkar þangað, en lítið
orðið ágengt því i'lla gengur
þeim að hitta flugvöllinn, jafn
vel í dagsbirtu, hvað þá í
rökkrinu eða myrkri. Nú er
aðeins kveikt á brautarljós-
unum rétt á meðan flugvél
er að lenda, og fer öll starf-
semi á jörðu niðri í algeru
myrkri, sem er stór breyting
frá því sem áður var. Virð-
ast þeir nú hafa gefizt upp
við að ónáða okkur eftir rökk
ur, a.m.k. fyrst um sinm.
Vegna umræddra loftárása
hafði ég áhuga á að vera á
Annabella að degi til, og sjá
með eigin augum hvernig þess
um árásum var háttað, og
með hverskonar tækjum. Fór
ég því í fyrrakvöld sem far-
þegi þangað og gisti nóttina.
Um morguninn var mér boðið
að skreppa með 100 km leið
endingur, sem stjórnar spítal
anum, og um leið dreifingu
allra matvæla og lyfja, sem
við flytjum á vegum kirkn-
anna til Biafra, sagði mér
brosandi, að fjöldinn állur af
sjúklingunum tryðu því að
Nígeríumenn vildu ekki reita
Eldsabetu til reiði með því
að kasta sprengjum á spítal-
nokkrar þúsundir mynda, því
engin tvö börn þjáðust á sama
hátt. Að hægt skuli vera að
afskræma mannlegar verur á
jafn hryl'lilegan hátt, og að
þetta skuU endilega þurfa að
koma verst niður á þessum
vesaHngs sakleysingjum er of
ar ölíum skilningi.
Ég hafði myndavélina með
þessu. í eftirrétt fengu börn-
in úthrætrða þurrmjólk, u.þ.b.
enn þriðja af venju'legum
kaffibolla hvert.
Það var undravert að sjá
hversu vel börnin döfnuðu
við góða aðhlynningu. Ég hef
átt bágt með að trúa, að börn,
sem höfðu orðið að þola jafn
miklar þjáningar, gætu sarnt
brosað svona blítt og ég sá
þarna.
Sjaldnast fá mæður barn-
anna að fylgja þeim inn á
barnaheimilin. Stafar þetta af
því, að oftast nær hafa mæð-
urnar önnur börn, sem þurfa
umönmunar, og svo vegna
plássleysis á heimihnmim. Und
antekningar eru samt gerðar,
og þá sérstaklega, þegar börn
in eru svo ung að þau þurfa
„Ég hefði átt bágt með að trúa, að börn, sem höfðu orðið að þola jafn miklar þjáningar, gætu samt brosað svona hlýtt..."
ti'l Umuahia, sem er eina borg
in, sem nokkuð hveður að í
höndum Biaframamma, og er
núverandi stjórnarsetur. Þar
er einnig stór spítali, nefndur
í höfuðið á Elisabetu Breta-
drottningu. Er þetta eini stór
spítalinn eftir á yfirráðasvæði
Biaframanna. Einnig er þetta
eini spítaiinn, sem enn hefur
ekki orðið fyrir árás Nígeríu
flughers. Dr. Middelkoop, Holl
Hver verða örlög hans?
ann henmar, og þættust því al-
veg óhultir þar.
Því miður lagði ég ekki á
minnið tölurnar um sjúklinga
fjöldann, sem Dr. Middelkoop
sagði mér. Ég man bara að
spítalinn hefur margfalt fleiri
sjúklinga en hann var byggð
ur fyrir. Auðvitað er stór
hópur þessara sjúk'linga særð
ir hermenn. Mestan áhuga
hafði ég á að sjá barnadeild-
ina, því að uim 90% af því,
sem við flytjum, fer til barn-
amna.
Oft hefur maður séð í blöð-
um heimspressunar hryllileg-
ar myndir af svel'tandi börn-
um í Biafra og jafn oft hef-
ur maðuir velt fyrir sér: Hve
mikið af þessu eru staðreynd
ir, og hvað mikið hreinn á-
róður. Nú veit ég.
Fólkið, sem ég sá meðfram
þjóðveginum, hafði alls ekki
Htið út fyrir að vera svelt-
andi. Börnin, sem hlupu og
vinkuðu bílnum virtust kát og
fjörug og í eðli'legum holdum.
Hvar var þá allt þetta svelt-
andi fólk?
Nú get ég sagt, að ég hafi
séð ofurlítimn hiluta af því.
Blöðin og tímaritin höfðu
ekki logið. Ég var leiddur í
gegn um þrjá langa skála,
þar sem lágu nokkur hundruð
börn, ef þá hægt er að kalsla
þessar vesalings verur börn.
Sum þeirra voru að vísu særð
brennd eða limlest af völd-
um loftárása, en langflest af
þeim voru fórnarlömlb hung-
ursneyðarinnar.
ÞvíHkiri eymd og ég sá þar
get ég ekki lýst með orðum
eiraum. Til þess hefi ég ekki
nægilegt vald á móðurmáHnu.
Myndaivélin aatti að geta lýst
þessu betur, en til þess þyrfti
ferðis, en því miður voru skil
yrði fyrir myndatökur mjög
slæm. Bæði var, að dumbung
ur var og svo voru börnin
inni í skálanum, þar sem að
birtan var af mjög skornum
skammti. Myndir reyndi ég
samt að taka, og sendi ég
Morgunblaðinu filmuna með
þessum línum í þeirri von um
að eitthvað sé nothæft á henn
Vona ég þarmeð að þú, 'les-
andi góður, fáir að sjá líftið
brot af því, sem ég sjálfur
var vitni að.
Næst var mér boðið að
sfereppa út í ei'tt af hinum
mörgu, en samt allt of fáu,
barnaheimilum og matvæla-
dreifingarstöðum „úti í skógi“
Þar var frá mjög svipuðu að
segja. Voiu þar þrír skálar
fyrir „byrjendur“, sem helzt
er hægt að lýsa sem beima-
grindum með starandi augu.
I öðrum skálum og fyrir utan
voru börnin, sem lengra voru
komin á bataleiðinni. Um mat
málstímann stóðu börnin í bið
röðum með lit'lu skálarnar sín
ar, pottlok, dósir, potta eða
hverskonar ílát, sem hægt var
að láta lítilsháttar matarslatta
í. Gengu þau fram með spekt
og ró án þess að ýta eða
troðast, og þó að óviljandi
yrði matarskammturimn mis-
jafnlega stór sást aldrei neinn
kvarta eða klaga. Þessi börn
voru smámununum þakklát.
Þarna sá ég hvernig skreið
ar er neytt. Er hún soðin
saman við allskonar græn-
meti í nokkurskonar mauk,
og fær hver krakki sem svar
ar skammit af fiski á stærð
við eldspýtustokk. Var mér
tjáð að þetta væri efitirlætis
fæða þeirra, og gætu þeir
hvergi nærri fengið nóg af
nauðsynlega á móðurinni að
halda. Það hafði fréttzt að
einn af flugmönnunum, sem
færðu börnumum „lífið" væri
viðstaddur og var ég allt í
eirau umkringdur af þakklát-
um mæðrum, sem vildu hver
fyrir sig þakka mér persómu-
lega. Aldrei hefi ég séð þakk-
læti jafn innilegt, og var ó-
mögulegt að komast hjá því
að vera hrærður.
Það sem við flytjum til Bi-
afra með flugvélum er ekki
nema dropi í hafið, miðað við
það sem vantar. Núna sem
stendur er bezta timabilið i
þessum slóðum. Haustuppsker
an var góð, en það, sem venju
lega fer í geymálu til vors-
ins er nú étið jafnóðum og það
kemur upp úr jörðinni. Jafn-
vel útsæðið er étið. Meðfram
þjóðvegum og helztu sam-
gönguæðum hefur fólk ennþá
ofan í sig. Aftur á móti „úti
í skógimum“ deyr fólkið um-
vörpum vegna þess að matur-
inn, sem kom úr borgunum
kemur ekki lengur. Eftir 3
—4 mánuði verður sama eymd
arástandið um allt landið. Tek
ur það því, að vera að þess-
um „dropaflutningum“?
Ég þarf ekki annað en að
sjá í huganum þessi stóru,
starandi augu barnanna til að
fá svarið. Sum með þakklætis
svip, sum með voraleysissvip.
Era þessi börn, sem ég sá, eru
„lukkunar pamfílar", því að
vonleysissvipurinn þeirra get
ur hæglega breyzt í g'Ieðisvip.
Hvernig er með þær þúsundir
barna, sem aldrei eiga eftir
að tsjá þurrmjól'k eða þurrk-
aðan þorsk?
Hvern fjandan varðar mig
um nokkra sveltandi negra í
Afríku?