Morgunblaðið - 11.12.1968, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. DESEMBER 1968
21
endum til stórtjóns. Veiðiskýirsl-
ur frá þessu tímabili sýna sízt
meiri veiði á stöng en fæst á
stöng núna á vatnasvæðinu, þrátt
fyrir netaveiðina. 1 lok þessa
tímabils var álitið á þessu vatna
svæði til stangaveiði ekki meira
en svo, að Sbangveiðifélag
Reykjavíkur bauðst til þess að
taka allt vatnasvæðið á leigu
fyrir 50 þús. kr. — fimmtíu þús-
imd krónur. — En ti'l allrar
gæifu var því boði hafnað og
netaveiði tekin upp, sem senni-
lega hefir fært héraðinu 20—30
milljónir á einum áratug. Og
ekki vantaði okkur nú árnaðar-
óskimar í veganesti, þegar við
byrjuðum aftiyr að nytja eigur
okkar sjálfir. Ég mun eiga í fór-
um mínum eitthvað af blaðaúr-
klippum, þar sem hluti af öllum
hrakspánum fyrir veiðinni og
rányrkjunni er skráður. En
hverjar eru svo staðreyndirnar?
Hvert netaveiðiárið öðru meira,
þrátt fyrir minnkandi veiði-
tælkni, sem frjáls samtök bænd-
arrna sjálfra komu á á vatna-
svæðinu, og sumarið 1967 sló síð
an ödl fyrri met hvað aflamagn
snerti. Svo kemur Helgi Sæm.
og gasprar í sjónvarpið út um
landsbyggðina. Þvílík rán-
ybkja. 90% af allri veiði á
Vatnasvæðinu kemur í net!
Ég vil spyrja Helga. Hefði það
verið að einhverju leyti minni
rányrkja að veiða þennan fisk
á stöng? Þar sem verulegur hluti
aflans væri kannski „húkkaður"
eða kræktur eins og mun al-
gengt við stangarveiði? Vafa-
laust hefði það verið fínna fyr-
ir fiskinn að deyja á þann hátt
en fyrir grófri hendi netamanns-
ins.
En þessi metveiddi lax skap-
ar þó þrátt fyrir allt eftirsótt
útflutningsverðmæti, sem stang
arlaxkm er alls óhæfur til að
keppa við. Og hefir skapað
grundvöllinn að því verði, sem
bændur fá í veiðileigu fyrir
laxárnar sínar í dag. Og mun
einmitt þetta atriði vera mjög
veigamikið fyrir því ofurkappi,
sem forustumenn Stangarveiði-
manna leggja á það að fá allar
metaveiðar úr sögumni, því lækk
ar verðgildi ánna, þegar aðal-
grundvölluriim að verðgildi
þeirra er úr sögunni. Þetta verða
bændurnir sjálfir að skilja
En víkjum svo aftur að rán-
yrkjutáli þeirra félaga. Fiski-
fræðingar telja að meðan ekki
er veitt meira en 50—60% af
stofninum sé hann ekki í neinni
hættu. Veiðifélag Árnesinga hef
ir um margra ára skeið látið
merkja nokkurt magn af laxi
við ósa ölfusár, og sleppt að
því loknu. Um 30% af þessum
laxi hefir endurveiðst. Telja
þeir félagar þetta vera rán-
yrkju? Telja þeri réttara að
láta þessi verðmæti, sem nemur
1-3 af stofninum, sem gengur í
ána verða að mestu ónotað,
veiðibjöllu eða öðrum vargi að
bráð, en héraðið milljónum tekju
minna. Því eins og áður er sagt
mundi' vatnasvæðið il'lá nýtast
til stangarveiði.
Mig minnir að ég hafi ein-
hvers staðar lesið hugleiðingar
eftir Jakob Hafstein um það,
hvers vegna ýmsar ár á Norður-
landi sýna svo þverrandi veiði
á seinni árum t.d. Laxá í Aðal-
dal. Hafa ekki þessar ár verið
nytjaðar eingöngu með stöng.
Ekki hafa netin komið þar við
sögu.
Að lokum vil ég segja þetta:
Ég tel það verði mikil ógæfa fyr
ir veiðimál okkar, ef að þeir
menn, sem í framtíðinni eiga að
stjórna þeim, ætla að haga mál-
flutningi sínum og gjörðum með
álíka rökum, lýðskrumi, gaspri
og s'lagorðum, eins og fram kom
í sjónvarpinu „Á öndverðum
meiði“ 9. ágúst s.l.
Hrauni 10. ágúst.
Ól. Þorláksson.
Frumvarp um
FRUMVARP tii þjóðminjalaga
kom til fyrstu umræðu i neðri-
deild Alþingis í gær. Fylgdi
Gylfi Þ. Gíslason, menntamála-
ráðherra, því úr hlaði, gat um
breytingar frá eldri lögum og ný-
mæli frumvarpsins. Sagði ráð-
herra að þetta væri síðasta frum
varpið í flokki frumvarpa um
söfn er lagt hefði verið fyrir
þetta þing, og jafnframt það viða
mesta. Þjóðminjasafnið hefði nú
starfað í 106 ár, en um það hefði
aldrei verið til nein heildarlög-
gjöf, og yrði það að teljast mjög
óeðlilegt.
Ráðherra vék síðan að helztu
breytingum og nýmælum frum-
varpsins, en þau eru þessi: Fom-
þjóðminjor
minjar sem finnast í jörðu skulu
vera eign ríkisins, hægt verður
að friða kirkjugripi, sem varð-
veittir eru í kirkjum landsins.
Sett eru ákvæði sem heimila frið
un þeirra húsa sem talin eru hafa
sérstakt gildi, menningarsögulegt,
listrænt eða sögulegt. Að lokium
er svo breytt reglum um byggða
söfn og gert ráð fyrir að framlag
ríkisins við byggingu þeirra verði
aukið úr Vi í %.
BEZT að auglýsa
í Morgunblaðinu
{ þessu fyrsta bindi eru eftirtaldar
sögur:
Egils saga,
Hœnsna-Þóris saga,
Gunnnlaugs saga ormstungu,
Bjarnar saga Hítdcelakappa og
Gisls þóttur lllugasonar.
ÍSLENDINGASÖGUR
með núfíma stafsetningu
Grímur M. Helgason mag. arf. og Vésfeinn Ólason cand. mag. bjuggu til prenfunar.
Oft heyrist það, einkum hjó ungu fólki, að erfitt sé að lesa íslendingasögurnar
vegna hinnar samrœmdu fornu stafsetningar. Á seinni órum hafa menn þv(
fremur haliazt að því að prenta jslendingasögurnar méð nútfma stafsetningu,
enda er hún oft sízt fjœr stafsetningu handritanna en samrcemd stafsetning forn
og hefur þann ótvírœða kost að vera auðveldari ilestri fyrir þó, sem henni einni
eru vanir. — Þessi heildarútgófa islendingasagna með nútíma stafsetningu verð-
ur ótta bindi. Ný bindi koma út í apríl og nóvember 1969 og síðan tvö og þrjú
bindi órin 1970 og 1971. Er þvi kjörið tœkifceri að eignasf þetta safn á þann
hótt að kaupa bindin jafnótt og þau koma út, — það verður engum tiifinnanleg
f jórfesting, en hinsvegar verðmcet og varanlég eign.
ÍSLENDINGASÖGUR með nútíma stafsetningu
eru sjólfsögðustu bcekur í bókaskóp hvers Islendings, því 'allir geta iesið íslend-
ingasögur méð nútíma stafsetningu sér til gagns og skemmtunar.
Takmarkið er: Ekkert islenzkt heimili ón íslendingasagna með nútíma stafsetningu
Verð kr. 645,00.
5KUGG5JA
Um þessar mundir er að hefjast framleiðsla hérlendis á rafgeymum undir hinu heimsfræga
vörumerki CHLORIDE. Hér er um að ræða samvinnu, sem tekizt hefur með rafgeymaverk-
smiðjunni Pólar H/F og brezka risafyrirtækinu Chloride Electrical Storage Co Ltd.
Samband íslenzkra samvinnufélaga hefur haft milligöngu um þessá samvinnu, en það
hefur um árabil haft á hendi aðaiumboð Chloride hérlendis.
Chloribe
RAFGEYMAR
Þessi samvinna hefur m. a. það I för með sér, að nú geta Pólar nýtt að ‘vild allar tækni-
nýjungar Chloride, en á rannsóknarstofum þeirra vinna yfir 300 manns og auk þess opnast
nú Chioride notendum alþjóðleg þjónusta Chloride fyrirtækjanna.
Chloride rafgeymirinn framleiddur af Pólum H/F mun innifela allar þær tæknilegu nýjungar,
sem hafa gert Chloride heimsfrægt á þessu sviði.
Jafnvel enn mikilvægari er þó sú staðreynd, að ýmáir hlutar framleiðslunnar, sem of dýrt
er að framleiða hórlendis vegna takmarkaðs fjölda munu fást frá Chloride á mun lægra
verði vegna fjöldaframleiðslu þeirra fyrir heimsmarkaðinn.
Bein afleiðing þessarar samvinnu er veruleg verðlækkun, sem er mismunandi eftir gerðum.
Rétt stærð rafgeymis verður fáanleg fyrir allar tegundir bíla, báta og dráttarvélaV
Einnig hafa verið gerðar ráðstafanir til framleiðslu á geymum til margvislegra annarra not§i.
Pólar H/F munu framleiða 37 tegundir Chloride rafgeyma, sem panta má frá verksmiðjunni
beint eða Véladeild S.I.S.
SMÁSALA: Umboðsmenn um land allt.
HEILDSALA:
Pólar H/F, Einholti 6, Reykjavík Pósthólf 809 Símar 18401 og 15230.
Véladeild S.Í.S., Ármúla 3, Reykjavík — Pósthólf 180 — Sími 38900.
Framleiðsla: POLAR H.F.