Morgunblaðið - 20.12.1968, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 1968
að telja að nýtt tryggingatímabil
hefjist.“
Undir þetta skrifaði þáver-
andi sjávarútvegsmálaráðherra,
Lúðvík Jósefsson ásamt ráðu-
neytisstjóranum. Hann hefur því
eins og bæði fyrirrennarar hans
1 embættinu og þeir sem við
tóku á eftir viðurkennt það, áð
nauðsyn bar til að gera þama
breytingu. Sama er það, sem nú-
verandi ríkisstjórn hefur gert og
komið til móts við útveginn með
ýmsum uppbótum.
Ég vil draga þetta fram, vegna
þess að það hefur alltaf verið
talsverður vandi að greiða úr
þessum málum. Bæði fyrir og
nseista ár eftir að vinstri stjóm-
in var vfð völcl þurfti þannig að
hafa þríþætta samninga. í fyrsta
lagi samninga við ríkisvaldið um
hvaða fríðindi útgerðin hefði til
þess að hún gæti rekið bátana,
í öðru lagi fiskverðsisamningar
við sjómenn og í þriðja lagi
kjarasamningar.
Það er ek'ki rétt sem fram hef-
ur komið í umræðum um þetta
mál, að ríkisstjórnin hafi knúfð
útvegsmenn og sjómenn til þess
að gera nýja samninga eftir 1961.
1959 var leitað eftir því af sam-
tökum útvegsmanna, að samn-
ingamir væru endurskoðaðir
með það fyrir augum að hægt
væri að koma málunum þannig
fyrir, að það væri sama verð sem
væri skipt upp og tekjur sem
kæmu fram. Það var hins vegar
ekki fyrr en 1961 að þessir samn
ingar tókust, og þá er einmitt
samið me’ð viðmiðun við þann
grundvöll er þá var fyrir hendi.
Það frumvarp sem hér liggur
fyrir á að leysa af hólmi kerfi
sem verið hefur í sambandi við
uppbótagreiðslumar og er gert
ráð fyrir því að þegar fiskverð
verður ákveðið verði fiskkaup-
endum gert að greiða ákveðna
prósentu í stofnfjársjó’ð, sem
rennur til afborgana og vaxta-
greiðslna útgerðarinnar. Og þvi
til viðbótar er einnig gert ráð
fyirir, að ákveðin prósenta verði
einnig greidd af fiskkaupendum,
sem gengur síðan beint til út-
gerðarinnar og á að standa und-
ir þeirn kostnaði sem gengis-
breytingin leiðir af sér. I þessu
fmmvarpi er farið eins hóflega
í þessar sakir og nokkur mögu-
leiki va,r til.
Sá aukni kostnaður sem út-
gerðin verður nú a'ð taka á sig,
miðað við ákveðið aflamagn á
árinu 1969, mun vera frá 17,9—
29,4%. Frumvarpið reiknar með
17%.
Vissulega er það rétt sem fram
hefur komið að tekjur útgerðar-
innar og sjómanna hafa lækkað
verulega. Hins vegar lítur dæm-
ið ekki alveg eins út og það hef-
ur verfð lagt fram af andstæð-
ingum þessa fmmvarps, sem tala
um 3 millj. kr. sem tekjumissi
hjá sjómönnum, vegna þess að
hjá mörgum bátum hefur verið
um kauptryggingu að ræða.
NAUÐSYN AÐ FULL
ATVINNA HALDIST
Matthías Bjarnason gerði í upp
hafi ræðu sinnar nokkrar fyrir-
spumir til sjávarútvegsmálaráð-
herra, m.a. um orsakir þess að
rækja hefur verið færð til í
flokkum í útflutningsgjaldi. Síð-
an sagði Matthías m.a.:
Það er vissulega ánægjulegt
hve mikla umhyggju stjómar-
andstæðingar bera nú fyrir sjó-
mönnum, en þeir þurfa einnig að
bera umhyggju fyrir þessari
stétt þegar þeir em í stjómar-
aðstöðu, en þá hafa þeir orðið að
grípa til sömu aðgerða og þeir
eru nú að fordæma.
Ég vil minna á það, að á ár-
unnum 1952—1956 var um 15%
munur á fiskverði að viðbætt-
um gjaldeeyrisfríðindum ti] út-
gerðarmanna og á skiptaverði
til sjómanna. Hið raunverulega
verð til útgerðarmanna var þá
1,26 kr. á fyrsta flokks fisk, en
til sjómanna var verðfð þá 1,95
kr. 1957 var fiskverð til útvegs-
manna 1,15 kr. auk verðbóta er
námu þá 47 aurum pr. kg., eða
samtals 1,62 kr. en skiptaverð til
sjómanna var á sama tíma 1,38
kr. Munurinn var þá 21%. Árið
1958 var þessi munur 20%, á ár-
inu 1959 var hann 24% og á ár-
inu 1960 varð breyting á hluta-
skiptum og fullt fiskverð var
greitt til beggja.
Á árinu 1961 breytast kjara-
samningar sjómanna og ég hygg
að síðan hafi sjómenn haft í raun
og veru hærri hlutdeild úr
brúttóafla en áður.
Það er alveg rétt sem vikið
hefur verið að í umræðunum að
engin stétt hefur misst jafnmik-
ið af sínum tekjum og sjómenn,
sökum þess hve aflinn hefur
minnkað sl. tvö ár. En það
breytir ekki þeirri staðreynd að
ástandið var orðið þannig hjá
útgerðinni og fiskvinnslunni í
landinu að það varð að gera rót-
tækar rá'ðstafanir til þess að út-
flutningsatvinnuvegimir stöðv-
uðust ebki með öllu.
Og með gengisbreytingunni
og þessum hliðarráðstöfunum er
reiknað með því að útgerðin geti
gengið áfallalaust miðað við það,
að méðalafli haldist. Auðvitað
verður hvorki hægt að skapa út-
gerð eða öðrum atvinnugrein-
um neinn grundvöll, ef afli
bregzt verulega eða að öllu leyti
Eg er hræddur um það, að ef sjó
menn hefðu nú fengið að njóta
áhrifa gengisbreytingarinnar að
öllu leyti, þá hefðu aðrar stéttir
í þjó'ðfélaginu engan veginn sætt
sig við það og þar með hefðu
þessar ráðstafanir að engu orðið
á stuttum tíma.
Við vitum það, að þjóðin hef-
ur orðið fyrir miklum áfölkim
— að útflutningsverðmætið hef-
ur fallið úr yfir 6 milljarða kr.
íuorn 3 milljarða kr. Þetta hlýtur
að koma við alla þjóðina, og þá
sjómenn sem aðra. Við verðum
fyrst og fremst að gera nú harð-
ar ráðstafanir til þess að halda
uppi atvinnu í landinu og ég
hygg að þa'ð sé miklu meira
virði bæði fyrir sjómenn og
verkamenn að atvinna verði
nægileg, þótt lífskjörin versni.
Það kom fram í ræðu Lúðvíks
Jósefssonar að útflutningsgjald
af sjávarafúrðum rynnu til vafa
samrar starfsemi og hann lýsti
því yfir í ræðu sinni að hann
vildi algerlega hverfa frá útflutn
ingsgjaldinu og fella það niðuir.
Ég vil minna þingmanninn á
Margar nýjar gerðir
at kvenskóm
það, að þegar hann ré’ði þessum
málum voru greidd vátrygginga-
iðgjöld fiskiskipa á svipaðan
hátt og nú. Og þá komu einnig
framlög í fiskveiðasjóð og hluta-
tryggingasjóð og aðrar greiðslur
sambærilegar við greiðslur af út-
flutningsgj aldi eins og það er
nú. Ég hygg, að enginn ágrein-
ingur sé um það innan útvegs-
ins að útflutningsgjaldið eigi áð
taka með þessum hætti og standa
undir þeim greiðslum sem því er
nú ætlað að standa undir, en
80% af því fer til greiðslu á
vátryggingariðgjöldum fiski-
skipa, 12,7% til fiskveiðasjóðs og
í aðra starfsemi fer 7,3%.
ÞJÓÐIN A ÖLL AÐ TAKA
A SIG AFÖLLIN
Hannibal Valdimarsson sagði
að þær 'bjrrðar sem frumvarpið
gerði rá'ð fyrir að lagðar yrðu á
sjómenn, væru ekki sanngjamar.
Þjóðin öll ætti að taka á sig
áföllin. Þá væri farin mjög óæski
leg leið í þessu máli, þar sem
engin tilraun hefði verið gerð til
þess að semja við sjómennina
áður en þetta ákvæði var tekið
inn í lögin. Mikið væri rætt um
það, að ef ekki fengist gengið
frá hlutunum á þennan hátt
mundi útgerðin stöðvast, en vert
væri að vekja athygli á því að
með samþykkt frumvarpsins
skapaðist sú hætta -að sjómenn
fengjust ekki á flotann vegna
launakjaranna.
Það var af hálfu A.S.Í. og sjó-
mannasamtakanna reynt að fá
ríkisstjórnina til að fresta af-
greiðslu frumvarpsins meðan
samningaleiðin væri reynd, en
við þvf fengust engin svör önn-
ur en þau að ekki yrði hafður á
óeðlilegur hraði við afgreiðslu
þess. Mikil bót var þó að breyt-
ingu sem gerð var á frumvarp-
inu, þess efnis að samningar við
sjómenn renna út um leið og
frumvarpið er samþykkt, en aug-
ljóslega verða allir samningar
erfiðari eftir að búið er að setja
slík lög. Ég er viss um að sjó-
menn hefðu verið hógværir og
sanngjarnir ef samningaleiðin
hefði verið farin. Þeir hafa jafn-
an sýnt það að þeir eru tilbún-
ir að axla sitt þegar leggja þarf
byrðar á þjóðina. Frjáls samn-
ingaleið er alltaf farsœlust í
ákvörðun um kaup og kjör, en
ríkisstjórnin valdi ekki þá leið,
að þessu sinni.
ÁVAXTAMARKAÐUR
10 kg. appelsínur kr. 330, ananas kr. 37.40, kílódós, jarðarber kr.
49.75, kílódós og kr. 27.40 hálfdós.
Ódýrar sultur, ódýr aspas kr. 23.10, ódýr grænn aspas kr. 34, ódýr
appelsínusafi kr. 36 flaskan, ódýrt kakó, piparkökur kr. 19 pakkinn,
hafrakex kr. 19 pakkinn, tekex kr. 15.55, Santos kaffi kr. 32.50 pk.
Vínber, grapefruit, mandarínur, perur og sítrónur.
Matvörumiðstöðin, Lœkjarveri
Laugalæk 2, horni Lau galækjar og Rauðalækjar.
Leðurstígvél kurlmunnu
loðföðruð, með og ön rennilass.
Mjög vönduð vora — hogslætt verð
Skóverzlun Péturs Andréssonur
Laugavegi 17, Laugavegi 96, Framnesvegpi 2.
DRENGJASKÓR