Morgunblaðið - 20.12.1968, Síða 11

Morgunblaðið - 20.12.1968, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. DESEMBBR 1968 11 vegna fátæktar stofnunarinnar, en í framhaldi af því sem ný og betri tæki til mælinga. Skýrði Þorbjörn fyrst frá flóknu tæki til mælinga í borholunum, sem Örn Garðarsson, eðlisfræðingur, smíðaði á einu ári, og hefði reynzt ómissandi við margskon- ar mælingar síðan 1963. Hefur það m.a. verið notað til að mæla segulsviðið og til mselinga í Surtsey. Hlaut þetta tæki nafnið magni. í framhaldi af því tók Þor- bjöm að smíða annað mælitæki, sem gæti mælt stöðugar og tók smíði þess 4 ár. Hefur það, sem kallað er móði, verið í notkun í 2 ár 1 segulmælingastöðinni, þetta tæki hefur þann kost, að hægt er að setja mælingarnar beint inn á tölvu til úrvinnslu. Seinna var farið að reyna að nota móða til segulkortagerðar úr flugvél. Er tækið þá látið hanga neðan í ílugvélinni og tónn frá því leiddur á segulband, en klukka gefur tímann. Á eftir er svo unnið úr niðurstöðum í reikni- vél. Tónninn frá flugmóðanum, eins og tækið í flugvélinni er kallað, sýnir styrkleika segul- sviðsins fyrir neðan, en það er tíðni tónsins sem gefur hann til kynna. Því má erun skjóta inn í, að þegar Þorbjörn var farinn að gera tilraunir með að fljúga með tæki til segulmælinga og í Ijós kom hve mjög hann þurfti á flugvél að halda, brá hann sér í að læra að fljúga og nú flýgur hann sjálfur flugvélinni, þegar hann er við slíkar segulmæling- ar með flugmóðann. En aðalvandkvæðin á þessum mælingum hefur verið nákvæm staðsetning flugvélarinnar. Tæki til svo nákvæmrar staðsetningar eru ekki til. Þá var bara að smiða það. Og þetta tæki er nú í smíðum. Skýrði próf. Þorbjörn frá því, en kvað það á algjöru byrjunarstigi. Á jörðu niðri er móttökutæki og sendir og sami útbúnaður í flugvélinini. Senda þessi tæki merki á milli sín. f þessum útvarpsbylgjum er tónn, sem tekinn er á segulbandið og tíðni hans gefur fjarlægðina. Er Þorbjörn var spurður, hvort þessi merkilegu tæki, móði og flugmóði, gætu orðið útflutn- ingsvarningur, svaraði hann á þá leið, að þetta væru líklega hægustu tækin til mælinga úr litlum flugvélum, sem til væru. Reikmaði hann með, að þegar aðrir kynntust þeim, þá yrðu þau notuð. Það gæti því komið til greina að selja þau eða jafn vel hugsanlegt að taka að sér segulmælingar í öðrum löndum. í lok fyrirlestursins ræddi próf. Þorbjörn Sigurgeirsson framhald þessara rannsókna. Sagði hann, að safnazt hefðu saman allveruleg gögn, sem hægt væri að leggja til grundvallar nýju rannsóknarstarfi. Hægt væri að vinna úr þeim á annian hátt en þegar hefði verið gert. Línurit öll lægju fyrir, t.d. væru ti'l þarna allar breytingar á seg- ulsviðinu, sem orðið hafa hverja mínútu sl. 10 ár. Um verulega úrvinnslu þessara gagna verði liklega ekki að ræða fyrr en kennsla í eðlisfræði verði tekin upp í Háskólanum og gætu þá t.d. doktorsefni fundið þarna verðug viðfangsefni. Hingað til hefði aðeins vexið unnið úr gögnum, eins og vergulega er gert á segulstöðvum. Að loknum fyrirlestrinum lögðu áheyrendur ýmsar spurn ingar fyrir próf. Þorbjörn. Svör um við surnum þeirra hefur þegar verið skotið hér inn í. M.a. var spurt um hagnýtt gildi segulmæl inga. Svaraði próf. Þorbjörn á þessa leið. STERKIR SEGULBLETTIR A SV-LANDI Hægfara breytingar sem mæl- ast segja ti’l um það sem er að gerast langt niðri í jörðinni. Segja má að ekki sé bráðnauð- synlegt að vita það. Þó hefur það áhrif á áttavitaskekkju og siglingar. Hraðfara breytingarn- ar liggja okkur nær. Þær segja til um hvað er að gerast fyrir ofíin okkur, t.d. varðandi út- breiðslu útvarpsbylgna og eins í sambandi við atburði sem eru að gerast á sólinni, og gætu varð- að okkur. Husqvarna saumavélarnar eru nú fáanlegar. HUSQVARNA Class 2000 er fulkomnari en flestar aðrar á markaðnum. HUSQVARNA-saumavélar eru þekktar hérlendis, sem erlendis fyrir gæði og auðveldar í notkun. HUSQVARNA Class 2000 hefur alla nytjasáuma og auk þess fjölda mynstra, overlock, sjálfvirkan hnappagátasaum o. fl. o. fl. / uruiai SfyzeMbMi k.f. Suðurlandsbraut 16. - Laugavegj 33. - Símj 35200. önnur hlið þessa máls eru mæl ingar á segulsviðinu og gerð korta af því. Það gefur upplýs- ingar um jarðmyndanir, sem undir liggja. Sem dæmi um hag- nýtingu kortanna, má nefna, að á vissum stöðum á þeim koma fram jarðhitasvæði. Á segulkort- unum af svæðinu hér í nágrenni Reykjavíkur eru t.d. vissir seg- ulblettir sterkari en búizt var við. Ekki er enn vitað af hverju það stafar. Væri þetta í Svíþjóð, mundu þeir telja að þama væru málmar undir, en hér er það ekki talið líklegt, heldur að það séu sérstaklega segulmagnaðar bergtegundir: Það hefur líka komið í ljós, að út af Reykja- nesskaga eru reglubundnar seg ultruflanir og er segulsviðið sterkt. Þær fylgja hryggnum sem liggur hér í hafinu, en halda á- fram á hryggnum á Reykjanes- skaga. í hafinu er erfitt að kom- ast að til að rannsaka þetta, en hér á þurru landi gefst tækifæri til að fimna ástæðuna fyrir þessu. Gæti því gefist tækifæri til rannsókna á fyrirbæri er gildir fyrir úthafghryggi. Erfitt er því að segja fyrir fram um hagnýti slíkra rannsókna. E. P. Þetta er nýjasta lœknaskáldsagan eftir SHANE DOUGLAS Hrífandí og spennandi ástarsaga ELDUR ÁSTARINNAR er jólabók kvenna SANNAR FRÁSAGNIR ÚR STRÍÐINU í þessari bók eru sannar frásagnir um menn, sem börðust fyrir föðurland sitt í hildarleik síðustu heimsstyrjaldar. — Þetta er bók um karlmennsku, hreysti og fórnarlund. í FREMSTU VÍGLÍNU er karlmannabók HÖRPUUTGÁFAN

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.