Morgunblaðið - 20.12.1968, Side 13

Morgunblaðið - 20.12.1968, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 196« 13 Bakkabræður endurfæddir, nýjustu sannanir UM ALLLANGT árabil hefir verða fyrirsjáarilega of lítil, þarf staðið deila um endurholgunar- kenninguna. Hefir þar hvorki gengið eða hrakið, af eðlillegum áatæðum, þar sem allar raumhæf- ar sannanir hefir vantað. Hins- vegar hafa nú komið fram í dags ijósið sannanir í þessu efni, sem hljóta að hrekja á brottu allan þann efa, sem hingað til hefir staðið þessu máli fyrir þrifum, í eitt skipti fyrir öíl: Bakkabræð ur eru endurfæddir og láta nú Ijós sitt skína mitt á meðal vor íslendinga í íslenzkum landbúnaði hefir það verið vandamál allra tíma, hversu afla megi nægilegs hey- fengs fyriir búpening lands- manna. Hafa beljurnar, að sjálf- sögðu verið þar eitt höfuð vanda málið, þar sem þær þurfa bæði mest og bezt fóður alls búpen- iings. Þegar illa hefir árað um heyfenginn, hefir það, að sjálf- sögðu verið áhyggjuefni hversu komast mætti fram úr slíkum vanda. Nú hafa hins vegar, hinir endiurfæddu Bakkabræður fundið upp ráð þjóð vorri til bjargar, undir slíkum kringumstæðum, sem mun reynast óbrigðult, og er það svo stórkostlegt, að af því mun geta leitt hina ótrú'legustu þjóðargæfu í framtíðinnii, ef fólki aðeins skilst hver snilli hér er á ferð. Ef hart er í ári um öflun hey- fengs í framtíðinni hafa þeir fundið upp óbrigðult .ráð, sem gerir það af verkum, að enginn þarf lengur að hafa af því á- hyggjur, þótt heyfengur minnki. — Er næsta ömurlegit til þeas að vita að hugkvæmni manna skulli hafa verið svo bágborin, að síðan þeir Bakkabræður féllu frá hér fyrr á öldum, skuli eng- um hafa dottið þetta mjög svo auðvelda ráð í hug. En lausnin er einfaldlega sú, að ef heyföng ekkert annað, en gefa bara belj- unum minna og segja þeim um leið, að skammturinn sé sá sami og áður. — Og töfraáhrif þessa ráðs koma tafarlaust í Ijós, að því er þeir Bakkabræður upp- lýsa, því kýrnar lifa fullkom- lega eins góðu lífi eftir, sem áð- ur, ef aðeiins er passað upp á, að segja þetta svo trúlega og sakleysislega við bilessaðar skepnurnar, að fullvíst sé að þær trúi því að rétt sé með far- ið. Ef landsfólkið gerir sér ljóst hvert sni'lldarbragð hér hefir ver ið upp fundið, þá liggur það ald eilis klárt fyrir, að afkomu þjóð- arinnar um örugga öflun mjólk- urafurða án tillits till árferðis, er um alla framtíð borgið. Er hér um að ræða mikið þjóðar af- rek, sem gera ætti heyrum kunn ugt sem víðast um heim, svo sem allra flestir íbúar heimsbyggðar- innar geti fært sér þetta snilld- arráð í nyt. Ekki er úr vegi að geta þess, að það er önnur uppfynding, sem nú hillir undir að einniff muni koma fram í dagsljósið í þessu sambandi, frá hendi þjóð- hetja vorra Bakkabræðra, en það er það, að útlit er fyrir að inn- an ekki lantgs tíma getum vér fslendingar farið inn á algjör- lega ótroðnar slóðir, að því er allla nýtingu á nautpeningi vorum og afurðum áhrærir. Það virðist sem sé,. vera á næsta lieiti, að tákast megi fyrir snilli þessana ágætis bræðra, að nýta kýr vorar á tvennan máta í senn þannig að án þess að skerða hið minnsta nytina úr kúnum, þ.e. mjólkur- magn, megi einnig éta af þeim kjötið á sama tíma. Má öllu greindu og gegnu fólki vera það augljóst hver reg in bylting hér er á ferðinni, sem, ef vel til tekst, ætti að geta valdið gjörbýltingu í efnahags- lífi þjóðar vorrar, sem sannar- lega veitir ekki af nú, á þess- um síðustu og verstu tímum, til að vega upp á móti því sem þjóð vor hefir tapað vegna und- anfarandi aflabrests útgerðar- innar og verðfails á útflutnings- afurðum erlendis niú undanfar- andi misseri. í verzlun vor íslendinga hefir vegna fóðurskorts (álagningar) verið mikil óáran nú um skeið, en þar sem aðferð Bakkabræðra var þegar orðin kunn, þótt lágt færi, um það bil er síðustu geng isbreytingar áttu sér stað, hafa hinir ski'lningsgóðu frændur þeirra í verzlunarálagningar- akömmtunarnefndinni brugðið við til bjargar með því að hagnýta hina snjöllu hagræðingaraðferð þeirra bræðranna, og hafa inn- leitt hana í þessa mikilsverðu atvinnugrein. Liggur það í aug- um uppi hvílíka þjóðarblessun hlýtur af því að leiða, að slík ráðsnilld skuli vera hagnýtt án tafar til bjargar þessari hrjáðu atvinnustétt, sem því miður hef- ir orðið að búa við skertan hey- feng um áraraðir, og er því orð- in æði mögur auk þess sem hún mjólkar illa þótt enginn hafi, að því er virðist, ski'lið af hverju þetta stafar, nema þeir frændur. Fyrir hina snjöllu lausn þeirra Bakkabræðra, ætti þessi mjólkur kýr ekki lengur að þurfa að vera mögur og Illa haldin, þar sem þeir bræður hafa sannað svo ekki verður um deilt, að ef því er aðeins trúað, að heygjöf- in (álagningin) sé hin samaog áður (þ.e. álagning sú í krónu- tölu en lækkar að prósentutölu) þá þurfi mjólkurkýrnar á möl- inni ekkert frekar að drepast úr hor, en venjulegar beljur í sveit, Sveinn Ólafsson, S’ilfurtúni. „Árin og seglið" AF gefnu tilefni finn ég mig knúða til að taika mér penna í hönd, vegna síendurtekins spjalis í blöðum, útvarpi og nú síðast á sjónvarpsskerminum 15. nóv. sl. um hákarlaskipið „Ófeig“. Þama var hann sýndur fyrir fullum seglum með áíhöfn, og sikipstjórans getið, sem og alltaf, þegar á „Ófeig“ er minnst. Og nú spyr ég: Hveis vegna er skipasmiðsins aldrei nokkurs staðar getið, Jóns Jónssonar smiðs, f. 14. nóv. 1819 á Reykja- nesi í Árnessókn, smiður og bóndi í Munaðarnesi, svo Krosa- nesi sömu sókn, síðustu érin í Norðurfirði, og þar andaðdst hann 3. sept. 1883. Foreldrar Jóns smiðb, sem hann var jafnan kallaður, voru Jón Ólajfsson bóndi og smiður á Eyri, Ámessóbn og Helga Hjélm- arsdóttir, Hjélmar Jónsonar f. 1767 í Miðdalsgröf. Hjálmar var albróðir Einars bónda og danme- bnogsmanns í Kollafjarðarnesi, föður Ásigeirs alþingismanns á Þingeyrum og Torfa alþingis- manns á Þinigeyrum og Torfa al- þingismanns á Kleifum. Faðir Hjálmars Jónssonar var Jón BrynjólÆsson f. 1725, hrepp- stjóri og bóndi í Miðdalsgröf í Tungusveit. Kona hans var Þuríð ur Ólafsdóttir, systir Eggerts bónda í Hergiisey á BreiðafirðL Hér hef ég aðeins drepið á ætt Jóns smiðs til Breiðafjarðar. Stóðu að honum sterkar ættir. Að hans skuli aldrei minnzt, sem smíðaði hákarlaskipið Ófeig, er svo stórfurðulegt, að hrvorki ég né margir aðrir, sem á þetta hafa minnzt, fáum skilið, því að venjan er að geta þeirra, sem verkið vinna og þá sérstaklega sé það vel af hendi leyst, eins og á sér stað í þessu sambandi, enda heyrði ég' alltaf talað um afa rninn, Jón, sem sérstakan völundarsmið og gáfumann, sem mætti vel geta, ekki síður en margra annarra, sem gist hafa móður jörð. Og þótt hans sé minnzt, er ekki verið að sneiða neitt að því, sem skipstjórans er og eig- anda „Ófeigs“, síður en svo, þess ágæta manns s'kal minnzt með virðingu. En, bara þetta: Hver maður sinn hlut. Eigi hver það hann á, og hef ég nú rifjað upp nafn afa míns og vona, að hans verði getið framvegis í tengslum við þetta skip. Há'karlaskipið „Ófeigur“ var ekki eina skipið, sem Jón smiður smíðaði, enda ótrúlegt að svo væri, nei þau munu hafa verið mörg og öll sérlega mikil happa- skip, að mér hefur tjáð. Og það er gott að vita, að velferð hafi fylgt verkum hans. Fyrir mörgum árum var ég samtíða gömlum manni, ættuð- uim frá Rauðasandi við Breiða- fjörð sem fræddi mig um afa, þekkti hann vel, því að Jón smiður hafði komið víða við bátagmíði, eða suður um alla firði, sagði hann mér þessi aldni maður. Hann lýsti Jóni, sem ár- vökrum dugnaðarmanni, sem lagði oft nótt við dag við smíð- ar, er svo stóð á. Þótti hann sér- legur i háttum, einkum í vali viðar í bátana, því talinn hieldur sérvitur, en það skipti hann engu, hvað aðrir sögðu, heldur gekk hann sinn veg. Að lokum: Megi smiðurinn og skipstjórinn hvíla í friði 1 gröfum sínum. Ólöf Jónsdóttir. Til minnis fyrir þá sem eru að velja lolagiofma Gull og dýrir steinar Skartgripaúrval okkar er stórt og nútímalegt. Demantshringar Úrval af hringum, dýrum og ódýrum. Silfur og kristall á hátíðaborðið Silfurskálar Silfurvasar Silfurbakkar Kristalsglös og karöflur Fyrir húsbóndann Silfursvipur Silfurtóbaksdósir Silfurgöngustafir Kínverskir listmunir Smelltir vasar Heimilisklukkur Gylltar smáklukkur. — Ferðaklukkur. NÝTT í DAC KARLMANNASKOR SPORTSTÍGVÉL AUSTURSTRÆTI 6. FRANSKIR DRENGJASKOR NÝJASTA TÍZKA AUSTURSTRÆTI 6. RUSKINNS- PELSAR ðpunússon Skdrlqripoverzlun „ ^a^ur (firipur er ce tll yndió u

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.