Morgunblaðið - 20.12.1968, Page 14

Morgunblaðið - 20.12.1968, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. DEiSEMBBR 1968 u BÓKMENNTIR „HRÓPANDANS RÖDD Á VEGAMÓTUM VARSTU" Haraldur Níelsson: Stríðsmaður eilifðarvissunnar. 1868—1968 Séra Benjamín Kristjánsson sá um útgáfuna. Sálarrannsóknafélag: íslands. Rvík. 1968. OFT OG tíðum hefur á sein- ustu áraiugum sett að mér óhug, þegar ég hef séð, að áhrif stát- innar og starblindrar efnis- hyggju ná æ fastari og varan- legri tðkum á þorra manna -— og þá einkum þeim, sem ungir eru að árum og eiga að taka við ábyrgðinni á þessari þjóð á ef til vill enn varhugaverðari tímum en nokkru sinini áður hafa yfir hana runnið frá menningar- legu og þjóðernislegu sjónar- miði. í kjölfar þessarar efnis- •hyggju, sem gerir aðeins ráð fyr- ir fárra áratuga tilveru og vit- uind hvers einstaklings, hefur sem sér gætt meir og meir ærið ugg- vænlegra staðreynda. Setjist nið ur og hugleiðið: Sívaxandi kapp hlaup um hvers komar meira og minna vafasöm og stundum að því leyti fánýt þægindi, að þau eru ekki einu sinni varanleg, heldur krefjast endurnýjunar í samræmi við gersamlega sam vizkulaust hagsmunasjónarmið erlendra fjárplógsmanna — og þá ekki síður aðgerðir nágrann- ans. Æsilegt og óhóflegt skemmtanalíf og fjársóun til ful'l nægingar, sem á sér ekkert var- anlegt gildi, en krefst sifeílldrar endurtekningar og verður brátt vanabundið helsL Gripdeildir, rán, innbrot, líkamsmeiðingar og margsvísleg önnur afbrot, sem benda til þe.«K, að beinlínis sé að verða til innan hins fámenna ís- lenzka bjóðfélags stétt ungs fólks, sem virðir að vettugi ekki aðeins skyldur sínar við sjálft sig, foreldra sína og a'lmennt velsarmi, h''að þá þjóðarheild- ina — heídur lög og rétt og hvers ko-.iar óskráð lögmál mann drrns cg drengskapar, sem áður hafa þó verið talin eiga ítök í sumvm forhertum atvinnuglæpa möanum. Óhugnanlega aukin sjálfsmorð jafnrt yngri sem eldri karla og kyenna, sem auðsjáan- lega finna ekki lífi sínu neinn tilgang eða fullnægju og gera svo ekki ráð fyrir öðru en að með líkamsdauðanum sé tilveru þeirra 'lokið — eins og ónothæfs tækis, sem fleygt er í rusla- tunnu. Notkun vandamála þjóðar inanr til neikvæðs andblásturs í þágu erlendra niðurrifs og harð stjórnarafla, sem hafa sýnt og sannað að þau virða að engu þá mannhelgi, sem er ávöxtur krist- innar trúar og kristinnar lífs- skoðunar og siðalögmála, þrátt fyrir öll víxlspor og mistök. Og loks stefnur og straumar í list- um og bókmenntum, sem eru upp haflega eðlileg tjáning afbrigði- legra, en oft mjög frjórra og sköpunarhæfra ská'lda og lista- manna, en verða gjarnan við tízkubundna eftiröpun afkáralegt og lítt eða ekki skiljanlegt fálm eftir nýjum formum — og þar eð sdík list túlkar ekki sjónarmið, sem hafa mótazt í deiglu and- legrar glímu iistamannsins við vandamál sín og tilverunnar, er þar gripið til þess að vekja á sér athygli með einhverju af- brigðilega fáránlegu í myndlist og í bókmenntum — röskun á helgum dómum þjóðarinnar, í klúrum og kraumfengnum lýs- imgum eða jafnvel sjúklegri ó- náttúru — svo að ekki sé nú á það minnst, sem vart þykir nú tiltökumál, en áður var frekar illa ræmrt og kalllað guðlast! Og hvað svo um hina ís- lenzku kirkju? Hvers er hún megniug í þessari gerningahríð efnishyggjunnar? Sitthvað reyn- ir hún til að laða að sér hjörð- ina. Hún reisir vegleg guðshús, Haraldur Níelsson hún freistar að taka upp forn an söng og tilbrigði í messuhátt- uim — og það, sem raumhæfasta mundi: hún rækir allvíðtæka æskulýðsstarfsemi. . .En samt: Við mig hafa sagt klerkar: Við erum máski seinasta kynslóðin, sem hefur á hendi prestþjón- ustu hér á íslamdi. Og stundum hefur mér dottið í hug þetta er- indi Hamdismála, þegar ég hef leitt hugann að íslenzku kirkj- unni: „Einstæð em eg orðin sem ösp í holrti, fallin að frændum sem fura að kvisti, vaðin að vilja sem viður að laufi, þá er hin kvinskæða kemur um dag varman.“ Allt þetta rifjaðist upp fyrir mér, þegar ég fékk í hendur aldarminningu Haralds Níelsson ar prófessors — og því áleitn- ara varð það sem ég las meira — og fleira frá liðnum tímum rifj- aðist upp fyrir mér, því að Har- aldur Níelsson var einn af þeim mönnum á fyrsta fjórðungi þess arar aldar, sem sættu mestu að- kasti og hann var einnig með eindæmum dáður af fjölda mann í þessari bók eru birtar marg- ar greinar um séra Hara'ld, sem ihann var oftast kallaður, þó að hann væri prófessor við Há- skóla íslands. Eru þær flestar gamlar, skrifaðar við andlát hans — eða fyrir rúmum fjórum ára- tugum — af samstarfsmönnum hans eða lærisveinum, sem þá voru orðnir eða urðu síðar kunn. ir kennimenn. Vil ég einkum benda á greinar þeirra Tryggva fyrrverandi forsætisráðherra >ór hallssonar Benjamíns Kristjáns- sonar um afrek séra Haralds sem biblíuþýðanda, synóduser- indi Haralds Níelssonar og fyrir- lestur séra Haralds sjálfs, Kirkj- an og ódauðleikasannanirnar, ásamt þeirri einu stólræðu hans, sem þarna er birt. Annars skal það tekið fram, að mér virðist hafa mætavel til tekizt hjá séra Benjamín um valið í þessa stóru og mjög athyglisverðu bók. Um það mun ekki verða deilit, að biblíuþýðing séra Haralds Ní elssonar var bæði vísindalegt og þjóðlegt afrek. Það mun heldur ekki dregið í efa af þeim vitnis- burðum, sem eru birrtir í þess- ari bók, að hann var ágætasti kennari, sem guðfræðideild há- skólans hefur átt, og enn er til fjöldj manns, sem mun fús til að vitna, að annan eins predik- ara hafi þeir aldrei heyrt, hvorki fyrr né síðar, að öllum öðrum ólöstuðum. En eitt er það, sem ég vil sérstaklega vekja athygli á: Það er sú spámannlega köll- un, sem aftur og aftur er vik- ið að í greinum og umsögnum um hann í þessari bók. Séra Haraldur var uppalinn í trú á bókstaf Biblíunnar, en þegar hann tók að sökkva sér niður í hinn hebreska texta sem þýðandi varð honum ljóst, að Biblían, sem heild og þá ekki sízrt einstakar bækur hennar eru að uppruna mjög á annan veg en hann hugði. Jafnvel um Nýja testamentið komst hann að eftir- farandi niðurstöðu: „Nýja testamentið verðum vér að lesa og skýra einis og hvert anmað rit frá liðnum tímum. Vér verðum að beirta við það ná- kvæmlega sömu aðferðum og við rit Hómers, Virgils og Tacitus- ar. Guðspjöllin eru sögurit, sem tjá sig herma frá staðreyndum. Það lgigur því í augum uppi, að þau verður að skýra eftir sömu •reglum sem hver önnur sögurit. f því efni er enginn munur á, hvort við fáumst við að skýra og gagnrýna Njálu eða Lúkasar guðspjall." Séra Haraíldur var ekki mað- ur, sem neitaði staðreyndum, og þó að hann hefði, samkvæmt innilegri trúartilfinningu sinni og skoðunum heittrúaðra manna í hópi ættingja og vina á æsku- árum sínum og síðan félaga sinna í lærða skólanum í Reykjavík og í Kaupmannahafnarháskóla, fylgt eindregið biblíufastri bók- stafstrú, gerðist hann í deilum þeim, sem hófust milli heittrú- aðra gamalguðfræðinga og fylgj enda nýguðfræðinnar þýzku með séra Jón Helgason, skó’lsatjóra prestaskólans og son hins virta sálmaskálds og höfundar Hélga kvers í broddi fylkingar, skel- eggur fylgismaður hinna síðar- nefndu. Minnist ég þess ærið glögglega hve deilurnar um þessi mál vöktu mikla og almenna at- 'hygli í minum átthögum, og hve ég varð þess Ijóslega var, að hin nýja gagnrýni tengdist í hugum manna hinni fyrrum áleitnu efn- ishyggju sem hafði fengið því á- orkað, að hin aldagamla dulræna Teynsla kynslóðanna var úrskurð uð staðlaus hindurvitni og brenni merkt með samheitinu hjátrú. Hjá flestum hinna yngri og ófyr- irleitnari manna virtist mér deil- urnar verka þannig, að þeir af- neituðu trú sinni á kristindóminn og auka hina áður þrásæknu óvirðingu á klerkum og kirkju, en eldra fólkið ýmist leiddi hjá sér allt umtal um þessi efni — eða fordæmdi fortakslaust alla hina nýstárlegu og í þess aug- um hneykslanlegu gagnrýni. Eins og ég hef gert grein fyrir í ævisögu minni, var ég á þess- um árum mjög hugsandi um trú- arefni. Mér var hin nýja skoðun á Biblíunni að sumu leyti mikill léttir — og þá fyrst og fremst með tilliti til hinnar ógnþrungnu útskúfunarkenningar, en hins vegar óaði mig við þeirri tilhugs un, sem mér fannst ærið nær- liggjandi, að með hinni nýju bibl íuskoðun væri í rauninni allt hið yfirnáttúrlega í Nýja testa- mentinu og þar með guðdómur og kraftaverk Krists orðið hlið- stætt við hina ömerku og stað- lausu íslenzku hjátrú. En sem ungur maður, fullur af öðrum umhugsunarefnum, svo sem skáldadraumum og sjálfstæðisbar áttu þjóðarinnar, vék ég þessu frá mér, þó að það raunar stæði svo djúpum rótum í huga mín- úm, að ég síðar sem ungur blaða maður skrifaði greinar um áhrifa og alvöruleysi íslenzkrar þjóð- kirkju og legði til aðskilnað rík is og kirkju. . .. Og þó að séra Haraldur Níels- son hikaði ekki við það, sam- vizku sinnar vegna, að viður- kenna í ýmsum meginatriðum hina nýju skoðun á Biblíunni, duldist honum ekki sem sann- trúuðum mamni á guðdóm Krists kraftaverk hans og flestar frá- sagnir Biblíunnar um yfirnátrtúr lega atburði, sú hætta, sem hinni nýju skoðun fylgdi, — ekki aðeins fyrir einstaklinga, heldur og fyrir kirkjuna sem þá stofn- un, er skyldi glæða guðstrú og eilífðarvissu og vera vörður þeirrar mannhelgi, sem var — þrátt fyrir al'lt — árangur krist- indómsnis í viðsjálli veröld. Hann gerði sér fulla grein fyrir því, hver stoð efnishyggju 19. aldarinnar var í niðurstöðum hinna kaldvitru þýzku guðfræð- inga, og jafnpersónuleg guðs- trú hans sem rík ábyrgðartil- finning gagnvart þjóð hans og öllum sem þjáðusit í þessari ver- öld af margvíslegum meinum menningar og menningarleysis hvatti hann til leitar nýrra úr- ræða til staðfestingar kristnum dómi. Dr. Jakob segir í sýnódus erindi sínu meðal annars: „En hann getur ekki sætt sig við, að sagnfræðilegum stoðum sé kippt undan dularfullum fyrir- ibærum í Bi'blíunni og að allar slíkar sögur séu gerðar að ýkj- um og helgisögnum. Hann hef- ur með öðrum orðum sterka trú á vísindalegum aðferðuim við rtúlkun trúarbragðanna. „Því meiri sem þekking mannanna verður því göfugri og sannari verður guðshugmynd vor. Vísind in hljóta því, er til lengdar lætur, að efla og göfga trú mannanna". gi'lt mótvægi gegn efnishyggj- unni og hinum kaldrænu ólykt- unum hinnar þýzku nýguðfræði... Fyrir honum varð þetta „mik- ilvægaóta málið í heimi“, — það mál, sem gærti orðið undirstaða almennrar menningarlegrar sið- bótar — hér á landi undir hand leiðslu íslenzkrar kirkju, hinnar göimlu stoðar íslenzkrar menning arerfða. Og þrátt fyrir spott og spé og beinlínis ofsóknir sam- teinaðra herja heimskra efnis- öyggjumanna meira og minna einsýninar bókstafshyggju með dönskum heimatrúboðsstimpll,, beirtti séra Haraldur sér fyrir kyinningu þeirra sanninda, sem höfðu gætt líf hans spámannlegri köl’lun. Hinn hrífandi persónu- leiki hans, afburða mælska og frábær áhugi, kveikti slíkrt trúar legt bál i hjörtum þúsunda, að ég þekki ekki slíks dæmi með þessari þjóð. Guðsþjónustur hans í Fríkirkjunni voru svo fjölsótt- ar, að stundum varð allt að því jafnmargt fólk frá að hverfa og að komst. Ég var í þennan tíma hugsunarlítill um eilífðarmál, svo sem ég hef áður getið, en nokkr- um sinnum reyndi ég að komast að í Fríkirkjunni, þegar séra Haraldur prédikaði. Aðeins einu sinni tókst mér það, og minnt- ist ég þá þrumuklerksins meisrt- ara Jóns, sem á bernskuárum mínum fékk mig fávísan og lítt þroskaðan til að víkja frá minni venjuleg húslestradægradvöl og 'hlusta í undrun og spurn. — En ég hafði öðrum hnöppum að hneppa á þessum árum en að sökkva mér niður í trúarleg vandamál, sem raunar hafa aldrei verið mér sjálfs mín vegna mik- ið eða örðugt viðfangsefni, þó að á síðari áratugum hafi þau að mér sótt sem samfélagslega veiga mikil. En svo er þó frá því að segja, að síðsuimars árið 1919 fór ég á gufuskipi vestur og norður um land til Seyðisfjarðar. Nokkru eftir að skipið fór frá ísafirði, var ég staddur uppi á efri þilj- um og naut í fögru veðri útsýn- En honum virðist náttúruvísindi 19. aldatinnar vera komiin langt á leið að byrgja mannkynið inni í eins konar nátthaga, sem þeir hafa reist kínverskan múr um, og inni í þessum nátthaga eru þeir nýguðfræðingar, sem túlka lækningaundur Krists sem ýkjur og sefjanir, svo að dæmi sé tekið. Það er með öðrum orð- um þekkingarfræði 19. aldarinn ar, sem í hans augum stendur í vegi fyrir því, að sumar þýðing- armestu frásögur Biblíunnar séu taldar sagnfræðilega sannar,, svo að sjálfum vobtunum er ekki trúað.“ Fyrir tilstilli Einar H. Kvar- ans, sem hafði verið einn af efn- ishyggjulærisveinum Georgeis Brandesar, kynntist svo séra Haraldur rannsóknum frægra amerískra og enskra vísinda- manna á þeim fyrirburðum, sem fram komu á miðilsfundum, en sumir þessara maama höfðu haf- ið rannsóknir sínar í þeim til- gangi að kveða niður það, sem þeir töldu meinlega hjátrú. Jafn framt kynntist séra Haraldur þeim furðum, sem gerðust í til- raunafélagi því, sem hafði á sín- um vegum hinn sérstæða og frá bæra miðil, Indriða Indriðason. Með sömu sannleiksást og gagn- rýni og séra Haraldur hafði beitrt í biblíuþýðingu sinni, þar sem hann gætti hvors tveggja, nákvæmrar túlkunar hins hebr eska texta og listrænna og rök- vísílegra lögmála íslenzkrar tungu, athugaði hann jafnt hin- ar erlendu staðreyndrr og það, sem hann varð vitni að á miðils- ifundum Tilrau nafélagsins, — og komst að þeirri niðurstöðu, að banm hefði fengið fullgildar og áóhrekjanlegar sannanir fyrir framhaldslífi mannsins eftir lík amsdauðann. Svo sá hann þá fagnandi, að þarna hafði hann ng allir aðrir sem sjáandi sáu og heyrandi heyrðu öðlazt full- is til núpa og dala, voga og víkna og yfir sólglitaðan logn- sæ. Þá heyrði ég allt í einusagt: „Ég sé, að þér munið geta tek- ið undir orðin: Fállega smíðar drottinn." Ég vék mér við og sá, að sá maður, sem talað hafði, var séra Haraldur Níelsson. Ég srtóð í fyrstu feiminn og hálfundrand,i en séra Haraldur brosti oig hóf við mig saimtal. Og við töluðum saman allt norður fyrir Horn, en þá hafði sól sígið og nóttin sveip að land og sjó sóllituðUm húm- slæðum. Ég man, að umræðuefn- ið var íslenzkar bókmenntir ís- lenzk menning og framtíð henn- ar og hlutverk guðstrúar og kirkju til velfarnaðar þjóðinni. Og ég minnist þess, að þá er við skildum, hafði ég það á til- finningunni, að ég hefði á þess- ari kvö'ldstund hitt mann, sem minnti á spámenn Gamla testa- mentisins, mann, sem án státs og persónulegrar fordildar taldi sig kallaðan til að bera drotrtni sínum vitni og benda þjóð sinni á veg til velfarnaðar undir hand leiðslu íslenzkrar kirkju. Upp frá þesasri stundu hvarf mér aldrei til fulls úr huga, boð- skapur séra Haralds Níelsson- ar, guðstrú hans ot lífstrú. . . . En oflangt mál yrði það, að ég' færi hér út í, hvers ég tel ís- lendinga hafa misst þess vegna ■að íslenzk kirkja hefur ekki látið leiðsögn hans verða það, sem hún hefði mátt verða, — en ef til vill gefst mér til þess tóm og áhnffi Uðar — ov kemst ég þannig að orði, af því, að ég kenni mig vart mann til að gera því máli bau skil. sem vert væri og skvldugt. En ég þakka þessa bók og óska þess, að sem fles'tir ungra manna í þessu landi kynni sér hana og íhugi það, sem hún hef- ur að flytja.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.